Nýliðar Sunderland eru í leit að miðjumanni fyrir endurkomu liðsins í ensku úrvalsdeildinni og er félagið nú að skoða Frank Anguissa, leikmann Napoli á Ítalíu.
Greint var frá því á dögunum að Sunderland væri í viðræðum við Bayer Leverkusen um Granit Xhaka.
Það er ekki eini miðjumaðurinn sem Sunderland er að skoða því Fabrizio Romano segir nú að félagið sé í beinu sambandi við umboðsmann Anguissa, sem varð ítalskur deildarmeistari með Napoli á síðustu leiktíð.
Anguissa er 29 ára gamall og var einn af lykilmönnum Napoli á tímabilinu en hann lék 34 deildarleiki og skoraði sex mörk á mögnuðu tímabili liðsins.
Napoli heldur enn í vonina þó um að Anguissa framlengi samning sinn við félagið til 2028.
Athugasemdir