Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 13. desember 2019 07:30
Elvar Geir Magnússon
Xavi dásamar lífið í Katar
Xavi á Khalifa leikvangnum í Katar.
Xavi á Khalifa leikvangnum í Katar.
Mynd: Getty Images
Xavi Hernandez, fyrrum leikmaður Barcelona, dásamar lífið í Persaflóanum en hann er í dag þjálfari Al-Sadd í Katar eftir að hafa lagt skóna á hilluna fyrr á árinu.

Hinn 39 ára Xavi, sem er einn besti miðjumaður sinnar kynslóðar, kláraði leikmannaferil sinn með Al-Sadd 2015-2019.

„Fjölskylda mín er verulega glöð því Katar hefur gefið okkur allt," segir Xavi.

„Það er mjög þægilegt að búa í landinu, fólk tekur manni vel og öryggið er mikið. Ég tel að kerfið hérna virki betur en á Spáni."

„Hér finnur maður mikið öryggi. Við erum ekki með húslykla og þú getur skilið bílinn eftir í gangi. Eiginkona mín telur að það sé betra fyrir börnin okkar ef við búum hérna áfram. Bæði fæddust hér. Í Katar er fólk ánægt."

Katar heldur HM félagsliða sem nú er í gangi og svo mun liðið halda stærsta mót heimsfótboltans 2022.

Xavi lék 767 leiki fyrir Börsunga milli 1998 og 2015 ásamt því að spila 133 leiki fyrir spænska landsliðið. Hann vann La Liga átta sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner