Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. janúar 2021 13:52
Magnús Már Einarsson
Arnar Darri í Stjörnuna (Staðfest)
Arnar Darri Pétursson
Arnar Darri Pétursson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur fengið markvörðinn Arnar Darra Pétursson aftur í sínar raðir en hann kemur til félagsins frá Fylki.

Arnar Darri er 29 ára gamall en hann ólst upp hjá Stjörnunni. Arnar Darri fór ungur út í atvinnumennsku en kom síðan heim í Stjörnuna og var þar 2012 og 2013.

Í kjölfarið fór Arnar Darri í eitt timabil í Víking Ólafsvík en hann lék síðan í fjögur ár með Þrótti áður en hann samdi við Fylki í fyrra.

„Það eru gleðifréttir að koma aftur heim og hitta mína góðu vini í uppeldisfélaginu," segir Arnar Darri.

Haraldur Björnsson hefur verið aðalmarkvörður Stjörnunnar undanfarin ár en Vignir Jóhanesson, sem var varamarkvörður í fyrra, lagði hanskana á hilluna í haust.

„Það er geggjað að fá Arnar Darra aftur heim í Garðabæinn þar sem hann mun vafalítið styrkja okkar öfluga markmannsteymi undir stjórn Raiko, en teymið hefur í senn mikla reynslu og svo eru spennandi markmenn að koma upp líka sem þeir Arnar og Halli munu styðja við. Það er mikil tilhlökkun að fá Arnar heim og við bjóðum hann hjartanlega velkominn,” segir Helgi Hrannarr Jónsson, formaður mfl. ráðs.
Athugasemdir
banner
banner
banner