Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 28. febrúar 2020 16:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hildur Antons inn í landsliðshópinn
Hildur Antonsdóttir.
Hildur Antonsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur gert breytingu á landsliðshópnum sem tekur þátt í æfingamóti á Spáni í næstu viku.

Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður Breiðabliks, hefur þurft að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla. Hildur Antonsdóttir, leikmaður Breiðabliks, hefur verið valin í hópinn í hennar stað.

Hildur hefur skorað 28 mörk í 166 leikjum með Breiðablik, en hún er nýliði í íslenska landsliðinu.

Það var tekið fyrir í Heimavellinum af hverju Hildur væri ekki í hópnum.

„Hún var afgerandi á miðjunni hjá Breiðablik síðasta sumar og hefur spilað einhverja 40 yngri landsleiki. Hún var tilnefnd sem besti leikmaður deildarinnar eftir síðasta tímabil ásamt Elínu Mettu og Berglindi Björgu sem báðar eru í landsliðshópnum. Á hún ekkert séns í svona hóp sem er valinn í janúar?" spurði Hulda Mýrdal, en í óformlegri könnun sem var gerð á Instagram-reikningi Heimavallarins furðuðu margir sig á að Hildur hefði ekki verið valin í verkefnið.

Núna er Hildur komin inn í hópinn og fær mögulega að spila sínu fyrstu A-landsleiki.

Hópurinn:
Sandra Sigurðardóttir | 27 leikir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Ingibjörg Valgeirsdóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir | 109 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir | 81 leikur, 6 mörk
Berglind Rós Ágústsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir | 27 leikir
Guðný Árnadóttir | 5 leikir
Anna Rakel Pétursdóttir | 6 leikir
Natasha Anasi
Elísa Viðarsdóttir | 36 leikir
Sara Björk Gunnarsdóttir | 129 leikir, 20 mörk
Dagný Brynjarsdóttir | 85 leikir, 25 mörk
Hildur Antonsdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | 68 leikir, 9 mörk
Rakel Hönnudóttir | 100 leikir, 9 mörk
Sigríður Lára Garðarsdóttir | 18 leikir
Agla María Albertsdóttir | 27 leikir, 2 mörk
Fanndís Friðriksdóttir | 106 leikir, 17 mörk
Sandra María Jessen I 27 leikir, 6 mörk
Elín Metta Jensen | 46 leikir, 14 mörk
Hlín Eiríksdóttir | 12 leikir, 3 mörk
Svava Rós Guðmundsdóttir | 19 leikir, 1 mark
Athugasemdir
banner
banner