Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   þri 03. október 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rafmagnstaflan hjá FCK virkar - 0-4 eftir tólf mínútur
Mynd: Getty Images
FC Kaupmannahöfn tekur á móti FC Bayern í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og voru heimamenn að prófa rafmagnstöfluna á vellinum fyrir leikinn.

Ljóst er að hver sem var að prófa töfluna er ekki sérlega bjartsýnn fyrir þennan erfiða slag, enda verður gríðarlega erfitt að etja kappi við stjörnum prýtt lið Bæjara með Harry Kane fremstan í flokki.

Þegar 11 mínútur og 51 sekúnda er liðin af leiknum á töflunni er staðan þegar orðin 0-4 fyrir Bayern, og er Kane kominn með þrennu.

Orri Steinn Óskarsson og félagar í FCK þurfa að vera uppá sitt besta til að standa í hárinu á Bayern, en góðu fréttirnar eru að rafmagnstaflan er í góðu standi fyrir slaginn.

Galatasaray og Manchester United eru einnig í riðlinum.

FC Copenhagen testing their scoreboards for the game tomorrow, seemingly not being very optimistic
byu/Cosmos1985 insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner