Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   lau 04. desember 2021 14:00
Aksentije Milisic
Sydney Carr til ÍBV (Staðfest)
Mynd: ÍBV
Sydney Carr hefur skrifað undir samning hjá Pepsi Max deildarliðinu ÍBV en hún kemur frá Bandaríkjunum.

Sidney leikur með knattspyrnuliði Seattle University en þar hefur hún getið sér gott orð. Hún skorar mikið af mörkum og hefur verið í yngri landsliðum Bandaríkjanna.

„Bandaríska knattspyrnukonan Sydney Carr hefur gengið til liðs við ÍBV og mun leika með félaginu í efstu deild kvenna á næsta ári. Sydney klárar háskóla í Bandaríkjunum í ár en hún er í Seattle University.
Í Seattle leikur Sydney með knattspyrnuliði skólans í efstu deild háskólaboltans og var markahæsti leikmaður efstu deildar á leiktíðinni 2020-21. Hún skoraði þar 16 mörk í 16 leikjum, auk þess að gefa sex stoðsendingar. Hún var valin WAC sóknarmaður ársins og auk þess í WAC liði ársins.
Sydney hefur verið valin í bandarísku U17 og U19-ára landsliðin.
ÍBV bindur miklar vonir við Sydney og bjóðum við hana velkomna til félagsins og Vestmannaeyja,"
segir á heimasíðu ÍBV.
Athugasemdir
banner
banner
banner