Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 06. júlí 2020 23:00
Aksentije Milisic
BBC: Guendouzi fer frá Arsenal í sumar
Samkvæmt heimildum frá blaðamanninum David Ornstein, þá ætlar Arsenal að losa sig við Matteo Guendouzi í sumar.

Ornstein, sem er mjög virtur blaðamaður í Bretlandi, segir að Guendouzi sé búinn að æfa einn síðan að liðið tapaði gegn Brighton á dögunum.

Guendouzi hefur ekki spilað með Arsenal í síðustu leikjum en hann komst í fyrirsagnirnar þegar hann tók Neal Maupey, hálstaki í tapinu gegn Brighton.

Ornstein segir frá því að fundur verði haldinn fljótlega hjá Arsenal og skoðað hann verði seldur eða notaður í skiptidíl.


Athugasemdir
banner