Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
   fös 06. ágúst 2021 11:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Ein skemmtilegasta upplifun sumarsins
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undirritaður textalýsti í gær leik Breiðabliks og Aberdeen í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn var mikil skemmtun, sérstaklega fyrri hálfleikurinn og stemningin á vellinum gerði þetta að mjög skemmtilegri upplifun, ein skemmtilegasta fótboltaupplifun sumarsins hjá undirrituðum.

Leikurinn fór fram á Laugardalsvelli og var undirritaður skeptískur á að það tækist að mynda góða stemningu á vellinum þar sem takmarkað magn miða voru í boði og ekki máttu allir sitja á sama stað vegna takmarkanna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Aberdeen

Kópacabana eða Græna Pandan, stuðningsmannasveit Breiðabliks, á mikið lof skilið fyrir sinn stuðning og að gera upplifunina á vellinum eins og hún varð. Blikarnir í stúkunni sungu allan leikinn og studdu við sitt lið.

Eftir leik þökkuðu leikmenn fyrir stuðninginn og mátti sjá að þeir voru mjög ánægðir með sína menn í stúkunni. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablsiks, tjáði sig um stuðninginn eftir leik.

„Mér fannst þeir geggjaðir. Mér fannst þeir eiginlega betri en leikmennirnir. Þeir voru yfirburðar fólk á vellinum," sagði Óskar við Stöð 2 Sport.

„Ég gæfi hálfan handlegginn fyrir að hafa þá í öllum leikjum svona. Vonandi náum við að halda sömu stemningu áfram. Þeir voru gjörsamlega magnaðir."
Athugasemdir
banner
banner
banner