Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. september 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Orðinn pabbi eftir að hafa tvívegis sigrast á krabbameini í eistum
Francesco Acerbi, leikmaður Lazio og Ítalíu.
Francesco Acerbi, leikmaður Lazio og Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Francesco Acerbi, varnarmaður Lazio og ítalska landsliðsins, opinberaði það á Instagram í dag að hann væri orðinn faðir í fyrsta sinn.

Þetta er stór áfangi fyrir þennan 33 ára leikmann sem varð Evrópumeistari með Ítalíu í sumar.

Hann eignaðist dóttur sem fær nafnið Vittoria, nafnið er engin tilviljun en Acerbi hefur sigrast í tvígang á krabbameini í eistum.

Hann greindist fyrst með krabbameinið þegar hann var í læknisskoðun áður en hann gekk í raðir Sassuolo sumarið 2013. Hann gekkst undir meðferð en greindist aftur með meinið og þurfti að taka sér hlé frá fótbolta.

Hann mætti aftur til leiks 2014-15 tímabilið og hefur verið heilbrigður síðan.

Hann hefur verið hjá Lazio síðan 2018 og á nítján landsleiki með Ítalíu. Hann lék með liðinu á EM alls staðar í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner