Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 18. október 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Overmars: Thomas Müller getur hringt í mig
Marc Overmars, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax, segir að Þjóðverjinn Thomas Müller sé velkominn til Amsterdam.

Müller gæti farið frá Bayern München í janúar en hann er ekki sáttur með hlutverk sitt hjá Bayern í augnablikinu. Hann hefur byrjað á varamannabekknum í undanförnum leikjum.

Sjá einnig:
Muller íhugar að fara frá Bayern Munchen

„Að mínu mati er Thomas Müller með Bayern München DNA," sagði Overmars í viðtali við Sportbuzzer.

„Hann getur hringt í mig. Hann er alltaf velkominn í Ajax," sagði Overmars enn fremur um hinn þrítuga Müller, sem er samningsbundinn Bayern til 2021.
Athugasemdir
banner