Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
fimmtudagur 25. apríl
Mjólkurbikar karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
miðvikudagur 24. apríl
Championship
Coventry - Hull City - 18:45
Úrvalsdeildin
Man Utd - Sheffield Utd - 19:00
Crystal Palace - Newcastle - 19:00
Everton - Liverpool - 19:00
Wolves - Bournemouth - 18:45
Division 1 - Women
PSG (kvenna) - Paris W - 16:30
Dijon W - Reims W - 16:30
Le Havre W - Fleury W - 16:30
Lyon - Guingamp W - 16:30
Montpellier W - Saint-Etienne W - 16:30
Lille W - Bordeaux W - 16:30
National cup
Atalanta - Fiorentina - 19:00
Úrvalsdeildin
Zenit - Rubin - 17:30
FK Krasnodar - Baltica - 17:30
Nizhnyi Novgorod - Lokomotiv - 15:15
Orenburg - Dinamo - 13:00
banner
mið 15.júl 2020 14:40 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Láta áföll og efasemdir ekkert á sig fá - Rýnt í topplið Fylkis

Fylkir hefur unnið fjóra leiki í röð í Pepsi Max-deildinni og trónir óvænt á toppnum. Þrátt fyrir miklar efasemdarraddir sparkspekinga og áföll í leikmannahópnum hafa hlutirnir smollið rækilega hjá Árbæingum.

Mynd/Fótbolti.net
Þorsteinn Lár Ragnarsson.
Þorsteinn Lár Ragnarsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Sveinn Stefánsson.
Orri Sveinn Stefánsson.
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Arnór Gauti Jónsson.
Arnór Gauti Jónsson.
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ólafur Ingi Skúlason er spilandi aðstoðarþjálfari.
Ólafur Ingi Skúlason er spilandi aðstoðarþjálfari.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar Þór Ingimundarson og Daði Ólafsson.
Valdimar Þór Ingimundarson og Daði Ólafsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Borg Guðjohnsen.
Arnór Borg Guðjohnsen.
Mynd/Raggi Óla
Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson.
Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Lár Ragnarsson lék upp yngri flokka Fylkis í öflugum árgangi félagsins. Hann er vallarþulur á heimaleikjum liðsins og með appelsínugult blóð í æðum.

Auðvitað vorum við skíthræddir
„Við höfum trú á því að geta unnið hvaða lið sem er á góðum degi. Það er samheldni í hópnum og margir Fylkisstrákar. Það er góður andi og mórall, menn hafa trú á verkefninu," segir Þorsteinn Lár sem er þó ekki farinn að opna kampavínsflöskur.

„Við erum ekkert í skýjunum þó liðið sé efst í deildinni. Það eru tvö lið sem eiga leiki inni og geta farið uppfyrir okkur ef þau klára sitt."

„Þetta eru bara nokkrir leikir, þetta hefur smollið vel hjá okkur og að vissu leyti hefur þetta verið slembilukka. Það hafa verið mörg áföll vegna meiðsla en leikmennirnir sem hafa komið inn hafa verið tilbúnir. Þetta voru næstu leikmenn inn, þeir eru ekki stór nöfn en það er gulls ígildi að vera með framleiðslu á leikmönnum."

Fylkismenn hafa misst sterka leikmenn frá síðasta tímabili og þá hafa lykilmenn dottið í meiðsli.

„Auðvitað vorum við skíthræddir að missa svona stóra pósta og þurfa að treysta á leikmenn sem eru blautir bak við eyrun í efstu deild en þeir hafa staðið sig."

MARK - Fékk traustið og hefur bætt sig
Markvörðurinn Aron Snær Friðriksson er á sínu fjórða tímabili hjá Fylki en hann er uppalinn í Breiðabliki. Hann missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla og þá hefur verið umræða um hvort hann sé nægilega góður sem aðalmarkvörður í efstu deild.

„Aron er markvörður sem hefur stöðugt verið að bæta sig síðan hann kom til okkar. Hann er ungur markvörður og við erum félag sem þarf að taka áhættur og sækja unga og efnilega leikmenn. Við þurftum aðalmarkvörð á sínum tíma og sáum eitthvað í honum," segir Þorsteinn.

„Hann hefur átt frábæra leiki og er sá markvörður sem er hvað bestur í fótunum af þeim sem við höfum haft. Hann fékk traustið snemma og hefur aðlagast vel og bætt sig. Þetta er flottur strákur."

VÖRN - Orri passar betur en Ari
„Varnarleikurinn hefur lagast. Þjálfarateymið hefur náð að bæta varnarleikinn," segir Þorsteinn en varnarleikur Árbæinga var mikið vandamál í fyrra. Þrátt fyrir að miðvörðurinn Ari Leifsson var seldur til Strömsgodset hefur vörnin orðið betri.

Þorsteinn segir að Ari hafi ekki náð að sýna almennilega í Árbænum hvað í honum býr og hafi ekki náð nægilega vel saman með Ásgeiri Eyþórssyni. Orri Sveinn Stefánsson hefur fengið stærra hlutverk og gripið gæsina þrátt fyrir efasemdarraddir um að hann væri nægilega góður í það.

„Ari Leifs var ekki að 'fúnkera' nægilega vel með Ásgeiri. Orri Sveinn hefur smollið betur með Ásgeiri. Fyrir Fylki var þetta sala áratugarins að hafa selt Ara út á þessum tímapunkti því hann var ekki búinn að vera neitt framúrskarandi fyrir okkur. Það vissu allir að hann væri góður leikmaður en hann var 'skátaður' í landsleikjum og það er allt annar handleggur. Það verður að hrósa Orra, fjölmiðlamenn hafa sett spurningamerki við vörnina en Orri hefur aldrei fengið alvöru tækifæri. Hann hefur verið varaskeifa en nú er hann meðvitaður um að hann eigi að vera byrjunarliðsmaður og staðið sig vel."

Ragnar Bragi Sveinsson tók við fyrirliðabandinu fyrir tímabilið og var kominn í nýja stöðu sem hægri bakvörður. Hann kinnbeinsbrotnaði í fyrsta leik en Arnar Sveinn Geirsson, sem kom á láni frá Breiðabliki, hefur spilað þá stöðu að undanförnu.

„Nikulás Val og Arnór Gauti voru óskrifað blað. Þeir áttu ekki að koma svona inn í þetta.“

MIÐJA - Reynsluboltarnir á meiðslalistanum
Ferli Helga Vals Daníelssonar gæti verið lokið eftir fótbrot og þá hafa Ólafur Ingi Skúlason og Sam Hewson verið að glíma við meiðsli. Ungir strákar hafa verið settir inn á miðjuna með góðum árangri.

„Það hefur verið ákveðin heppni í því að strákarnir sem hafa komið inn vegna meiðsla hafa náð að standa sína plikt með þessum hætti. Nikulás Val og Arnór Gauti voru óskrifað blað. Þeir áttu ekki að koma svona inn í þetta," segir Þorsteinn.

Arnór Gauti Jónsson kom frá Aftureldingu í síðasta mánuði. Þessi átján ára strákur lék sem miðvörður í Mosfellsbænum en hefur leikið mjög vel sem miðjumaður í Árbæjarliðinu í síðustu leikjum,

„Við vorum að berjast um Róbert Orra (Þorkelsson) sem fór í Breiðablik. Í dag erum við hæstánægðir með að hafa fengið Arnór Gauta. Hann er svo rosalega mikill karakter, algjör töffari og elskar að vera í þessu umhverfi. Ég held að Óli Skúla sé nálægt því að ættleiða hann þarna á Fylkissvæðinu."

Nikulás Val Gunnarsson er nýtt nafn í Pepsi Max-deildinni en hann var nálægt því að hætta í fótbolta þegar hann gekk upp úr 2. flokki eins og fjallað er um hérna.

SÓKN - Leikmaður í hæsta klassa í þessari deild
Fyrir tímabilið var mikið rætt um þörf Fylkis á að fá 'níu', leikmann í fremstu stöðu. Geoffrey Castillion virtist á leiðinni en það rann út í sandinn. Markaskorun hefur þó ekki verið mikið vandamál hjá Fylki.

Ein af ástæðum þess er sköpunarmáttur Valdimars Þórs Ingimundarsonar sem leikur fyrir aftan fremsta mann. Valdimar, sem er 21 árs, er orðin stjarna í deildinni og stærri félög horfa löngunaraugum til hans,

„Valdimar er ekkert að fara. Ég held að ekkert félag á Íslandi hafi efni á honum. Hann verður seldur út þegar hann fer frá okkur, ég held að það sé ekkert öðruvísi," segir Þorsteinn.

„Maður sá það fyrst þegar hann kom inná í B-deildinni að hann var með eitthvað sérstakt, maður sá það á hreyfingunum. Hvernig hann tekur snertinguna á boltann. Litlir hlutir sem maður tekur eftir að eru í hærri gæðaflokki en hjá flestum á Íslandi. Þegar hann tekur sínar rispur á vellinum sýnir hann að hann er í hæsta klassa í þessari deild."

„Hann hefur tekið góðum framförum á síðustu árum. Hann var engin barnastjarna en tók næsta skref og byrjaði að blómstra þegar hann kom upp í meistaraflokkinn."

Í 2-1 sigrinum gegn FH á mánudaginn skoruðu Þórður Gunnar Hafþórsson, sem kom frá Vestra fyrir tímabilið, og varamaðurinn Arnór Borg Guðjohnsen.

„Hann kom öflugur inn í þennan FH leik og er að falla virkilega vel inn í klúbbinn. Hann er skemmtileg týpa," segir Þorsteinn Lár um Arnór Borg.

ÞJÁLFARARNIR - Kemur með meira hjarta
Fylkir fór þá leið að ráða Atla Svein Þórarinsson og Ólaf Stígsson saman sem aðalþjálfara og Ólaf Inga Skúlason sem spilandi aðstoðarþjálfara. Þessi þjálfaraþríhyrningur hefur vakið upp spurningar en Þorsteinn segir að verkaskiptingin sé skýr.

„Að hafa Atla Svein og Óla Stígs, sem voru flottir leikmenn, þá ertu með fleiri talandi menn í kringum strákana. Það gefst meiri tími til að tala við menn undir fjögur augu," segir Þorsteinn en Ólafur Ingi er svo í fullu starfi í Árbænum.

„Óli hefur verið með aukaæfingar og leikgreiningar. Hann hefur átt sinn þátt í því að fá upp enn meira hjarta í liðinu. Hann kann þetta og er mikilvægur inni í klefanum og milli leikja."

„Það voru sett spurningamerki við þessa ráðningu en ég hef allan tímann haft geggjaða trú á þessu. Strákunum líður vel og það er skýr hlutverkaskipan."

Geta jafnað met gegn KR
Fylkir hefur komið á óvart og fer virkilega vel af stað í deildinni. En eins og Þorsteinn segir þá eru Árbæingar með báða fætur á jörðinni. Næsti leikur, heimaleikur gegn Íslandsmeisturum KR á sunnudaginn, verður óvæntur stórleikur.

„Við sjáum í hyllingu metajöfnun. Ef við vinnum leikinn þá jöfnum við félagsmet yfir fjölda sigurleikja í röð í efstu deild. Þetta er átján ára gamalt met og það var ekkert smá lið sem tók það met á sínum tíma. Allir fótboltaáhugamenn á þeim tíma þekktu alla byrjunarliðsmenn Fylkis en þannig er það ekki í dag," segir Þorsteinn Lár sem er brattur fyrir komandi leik.

„Þetta er á okkar heimavelli og stúkan verður full. Við ætlum að jafna þetta félagsmet. Spyrjum svo að leikslokum."
Athugasemdir
banner
banner