Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   lau 17. október 2020 14:34
Elvar Geir Magnússon
VAR að kæfa umræðuna um fótboltann
Mynd: Fótbolti.net - Tom
Kristján Atli Ragnarsson, Liverpool maður og sérfræðingur útvarpsþáttarins Fótbolta.net um enska boltann, segir að VAR umræða sé að kæfa alla umræðu um fótbolta.

VAR tók mark af Liverpool i uppbótartíma í dag þegar liðið gerði 2-2 jafntefli í grannaslagnum við Everton.

„Eftir svona góðan fótboltaleik þá nennir maður ekki að tala um VAR." sagði Kristján Atli í útvarpsþættinum á X977 í dag.

„Sama hvaða lið á í hlut, svona mark á að fá að standa. Þegar svona mörk eru tekin af þá finnst mér við vera komin á stað þar sem ekki er verið að vinna í þágu leiksins. Þetta var frábær fótboltaleikur þar sem bæði lið sýna styrkleika og veikleika sína. Það er aldrei hægt að ræða neitt án þess að fara í VAR umræðuna."

„Þessi tækni kom upp til að fækka dómaramistökum en síðan VAR kom inn í þessar deildir er allt logandi í VAR umræðum en enginn að tala um fótboltann."

Hægt er að hlusta á umræðuna í spilaranum hér að ofan en hér er hægt að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner