Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
mánudagur 29. apríl
Championship
Preston NE 0 - 3 Leicester
Serie A
Genoa 3 - 0 Cagliari
Úrvalsdeildin
Rostov 2 - 1 Orenburg
Kr. Sovetov 0 - 0 FK Krasnodar
Sochi 0 - 0 Fakel
Rubin 1 - 1 Ural
La Liga
Barcelona 4 - 2 Valencia
banner
mið 03.apr 2024 12:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Þegar maður er að gera eitthvað skemmtilegt þá gengur þetta

Finnur Orri Margeirsson er að íslenskum fótboltaáhugamönnum góðu kunnur. Hann byrjaði ungur að spila með Breiðabliki og varð Íslandsmeistari með uppeldisfélaginu árið 2010. Hann var svo um tíma fyrirliði Blika áður en hann fór út í atvinnumennsku til Lilleström í Noregi. Hann sneri svo aftur heim árið 2016 og fór í KR þar sem hann varð einnig Íslandsmeistari, en frá 2022 hefur hann spilað með FH. Meðfram fótboltanum er Finnur Orri að gera ýmislegt, en í dagvinnunni starfar hann sem sérfræðingur hjá Reitun sem er greininga- og matsfyrirtæki á fjármálamarkaði.

FH fagnar marki á síðasta tímabili.
FH fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með FH á síðasta tímabili.
Í leik með FH á síðasta tímabili.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Sumarið 2022 var erfitt.
Sumarið 2022 var erfitt.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Hópurinn var þéttur og við náðum góðum úrslitum, komum oft sterkir til baka og svona. Það myndaðist sterk heild í gegnum sumarið'
'Hópurinn var þéttur og við náðum góðum úrslitum, komum oft sterkir til baka og svona. Það myndaðist sterk heild í gegnum sumarið'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég hlakka til að mæta á æfingar og það er gott í lok vinnudagsins að geta gert eitthvað annað sem manni þykir mjög skemmtilegt'
'Ég hlakka til að mæta á æfingar og það er gott í lok vinnudagsins að geta gert eitthvað annað sem manni þykir mjög skemmtilegt'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur með fjölskyldu sinni.
Finnur með fjölskyldu sinni.
Mynd/Úr einkasafni
Íslandsmeistari með KR 2019.
Íslandsmeistari með KR 2019.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Mér líður mjög vel hjá FH og fíla mig vel í Kaplakrika'
'Mér líður mjög vel hjá FH og fíla mig vel í Kaplakrika'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég tek ungur við sem fyrirliði og það hjálpaði mér persónulega mjög mikið'
'Ég tek ungur við sem fyrirliði og það hjálpaði mér persónulega mjög mikið'
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Marki fagnað árið 2010.
Marki fagnað árið 2010.
Mynd/Hilmar Þór
Viktor Örn Margeirsson.
Viktor Örn Margeirsson.
Mynd/Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Ég held að þetta verði mjög gott sumar'
'Ég held að þetta verði mjög gott sumar'
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 6. sæti: FH
Hin hliðin - Kjartan Kári Halldórsson (FH)

„Mér líður mjög vel hjá FH og fíla mig vel í Kaplakrika," segir Finnur Orri í samtali við Fótbolta.net. „Ég var virkilega ánægður að framlengja samninginn minn eftir síðasta tímabil. Ég myndi ekki vilja hafa þetta neitt öðruvísi en það er núna. Það er gaman að koma í klefann eftir vinnudaginn og fara inn á æfingu. Allt sem því fylgir, að grínast í mönnum og hafa gaman. Maður kann að meta það meira þegar maður er orðinn eldri. Þetta eru eiginlega bara forréttindi."

„Þetta er svo ótrúlega gaman og félagslegi þátturinn er risastór í þessu öllu."

Jákvæð tilfinning eftir síðasta tímabil
Finnur Orri var afar mikilvægur hluti af liði FH á síðasta tímabili og spilaði stórt hlutverk í liðinu sem gerði flotta hluti eftir að hafa næstum því fallið árið áður.

„Það myndaðist sterk heild í gegnum sumarið"

„Ég hef mjög jákvæða tilfinningu þegar horft er til baka á 2023 tímabilið. Kannski litast það af því að 2022 tímabilið var eins og það var. Það gekk lítið sem ekkert upp, en maður lærir ýmislegt af því líka. Ég hef ekki farið í gegnum mörg þannig tímabil; það skipti ekki máli hvað við gerðum eða hversu vel við undirbjuggum okkur, það gekk ekkert upp. Ég líkti þessu við að leggja sig alltaf við að leggja sig mikið fram við að læra undir próf og falla alltaf."

„Síðasta tímabil var gott frákast eftir 2022 tímabilið erfiða. Hópurinn var þéttur og við náðum góðum úrslitum, komum oft sterkir til baka og svona. Það myndaðist sterk heild í gegnum sumarið," segir Finnur.

FH endaði að lokum í fimmta sæti eftir að hafa verið í Evrópubaráttu lengi vel. Heimir Guðjónsson, sem er goðsögn hjá FH, tók við liðinu fyrir tímabilið og kom með jákvæða strauma.

„Orkan varð jákvæðari og jákvæðari eftir því sem á leið. Heimir kemur inn með ákveðin einkenni sem fá hópinn til að hafa trú á verkefninu. Hann ýtir mönnum lengra. Ég held að það hafi skilað sér í mörgum stigum og sigrum um sumarið þar sem við lendum undir komum sterkt til baka," segir Finnur.

Þurfti að hafa mikið fyrir því
Persónulega var Finnur ánægður með tímabilið hjá sér. Hann spilaði alla leiki nema einn, en þann leik var hann í banni.

„Jú, ég var heilt yfir bara mjög sáttur. Árið á undan gekk þetta aðallega niður á við hjá mér eins og hjá öllu liðinu. Ég lendi í leiðinlegum meiðslum um mitt það tímabil. Ég þurfti að hafa mjög mikið fyrir því að koma til baka og halda mér í standi," segir Finnur.

„Ég er stoltur að hafa spilað alla leikina fyrir utan einn sem ég missti af vegna þess að ég var í banni. Ég var mjög ánægður með það, spilamennskuna og standið á mér. Ég spilaði margar stöður líka - aðallega á miðjunni og í miðverði í þriggja hafsenta kerfi - og það rúllaði fínt."

Mikið að gera
Finnur hefur alls spilað hefur alls spilað 425 KSÍ leiki en utan fótboltans er líka mikið að gera.

„Ég á tvo stráka sem eru tveggja ára og fimm ára. Það er mikil orka sem fylgir þeim og það er örugglega efni í annað viðtal," segir hann og hlær.

„Ég er að reka æfingastöð með konunni minni - henni Indíönu -sem heitir GoMo­ve og er á Kársnesi. Við opnuðum í febrúar 2023. Það eru aðallega konur sem eru að æfa hjá henni. Svo er ég að vinna hjá fyrirtæki sem heitir Reitun. Við erum að aðstoða fjármálafyrirtæki að taka út sjálfbærni stöðu á sínum fjárfestingum. Mér finnst mjög gaman að geta samtvinnað atvinnulífið og íþróttina. Ég myndi ekki vilja sleppa öðru hvoru. Ég hlakka til að mæta á æfingar og það er gott í lok vinnudagsins að geta gert eitthvað annað sem manni þykir mjög skemmtilegt."

Aðstoða fjárfesta og fjármálastofnanir
En hvernig útskýrir Finnur það sem hann er að gera í vinnunni dags daglega?

„Eitthvað sem ég hef mikinn áhuga á"

„Í grunninn er þetta þannig að þá eru lífeyrissjóðir, eignastýringahús, bankar eða aðrir sjóðir að koma til okkar og vilja fá að vita hvernig fyrirtækin sem þau eru þá að fjárfesta í standa með tilliti til umhverfismála, félagslegra mála og stjórnarhátta. Þá fáum við aðgengi að stjórnendum og þeim sem stýra fyrirtækjunum, og köfum inn í starfsemi þeirra og starfshætti frá öðru sjónarhorni en fjárfestar eru vanir. En það getur verið gaman að fá innsýn inn í mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og sjá hvernig þau starfa. Það má segja að við séum að aðstoða fjárfesta og fjármálastofnanir við að ná markmiðum sínum hvað varðar ábyrgar fjárfestingar," segir hann.

„Ég er með háskólagráðu í viðskiptafræði og meistaragráðu í fjármálum. Þá var ég að læra um ábyrgar fjárfestingar en það er eitthvað sem ég hef mikinn áhuga á."

Gengur vel að blanda þessu saman
Finnur segir að það gangi vel að blanda saman krefjandi vinnu og fótboltanum.

„Þegar maður er að gera eitthvað sem manni þykir skemmtilegt þá gengur þetta"

„Maður er að ná að raða aðeins betur í daginn sinn þegar maður verður eldri og hefur meira að gera. Ég hef líka farið í gegnum ár og tímabil þar sem ég er ekki að gera neitt nema að spila fótbolta. Þegar maður lítur til baka þá hugsar maður hvað maður hafi verið að gera á þeim tíma. Núna reynir maður að nýta þann tíma sem maður hefur mun betur," segir Finnur.

„Æfingarnar okkar byrja um 16 og við þurfum að vera mættir vel fyrir það. Þegar maður veit að maður er búinn í vinnunni um þrjúleytið þá þarf maður bara að klára þau verkefni sem maður hefur. Maður reynir að gera það á sem skilvirkastan máta. Maður leyfir sér einum meiri kaffibolla þá en venjulega og nýtir tímann betur. Þegar maður er að gera eitthvað sem manni þykir skemmtilegt þá gengur þetta. Mér finnst gaman að geta verið í báðu."

„Það gengur vel að blanda þessu, meira að segja þegar við erum að æfa tvisvar á dag. Það eru fleiri hlutir sem lenda á konunni minni og ég vorkenni henni miklu meira en sjálfum mér. Fótboltinn er ekki eilífur þannig að einhvern tímann mun þetta breytast."

Ákveðið raunveruleikatékk
Finnur er orðinn 33 ára og hefur verið lengi í fótboltanum, en hann býst nú við að spila nokkur ár í viðbót.

„Ég held að maður muni ekki endilega kveðja fótbolta yfir höfuð þótt maður hætti að spila. Það er ákveðið raunveruleikatékk fyrir mig þegar strákur fæddur 2008 kom á æfingu um daginn. Þegar hann fæddist var ég að spila mitt fyrsta tímabil í meistaraflokki. 'Þetta er staðan'. En ég er bara 33 ára og maður er ekki eldri en það. Á meðan mér finnst þetta gaman og líkaminn heldur þá mun ég halda áfram," segir Finnur.

„Það er fátt skemmtilegra en að koma á æfingu í lok dags og hitta félagana í klefanum. Klefinn, stemningin og allt sem fylgir þessu er svo geggjað."

Skemmtilegast að vinna titilinn með Blikum
Þessi öflugi leikmaður og sterki karakter horfir til baka og er sáttur með það sem hann hefur afrekað á fótboltaferlinum.

„Þetta voru við strákarnir sem ólumst saman upp í yngri flokkunum og það var risastórt í mínum huga"

„Þegar ég horfi til baka þá átta ég á mig að þetta kemur allt í ákveðnum törnum og þetta er tímabil af tímabilum. Breiðabliks tíminn einkenndist af því að við vorum margir ungir og uppaldir að koma upp á sama tíma. Það var ævintýri út af fyrir sig og ég átti frábæran tíma með Breiðabliki. Ég tek ungur við sem fyrirliði og það hjálpaði mér persónulega mjög mikið," segir Finnur.

„Ég man að það var mjög erfitt að fara frá Breiðabliki en það var frábært að fá að fara út og spila. Ég hefði svo sem alveg viljað vera aðeins lengur úti en það þýðir ekkert að vera svekkja sig of mikið á því. Ég kem heim og fer í KR. Og áður en maður veit af, þá er maður búinn að vera þar í fimm ár. Það var geggjaður tími."

Að verða Íslandsmeistari með Blikum var sérstakt, en Blikar voru á þeim tíma með lið af nánast bara ungum og uppöldum leikmönnum. Finnur var einn af þeim.

„Það var skemmtilegast að vinna Íslandsmeistaratitilinn með Blikum, fyrir mig. Þetta voru við strákarnir sem ólumst saman upp í yngri flokkunum og það var risastórt í mínum huga. Að vinna titilinn með KR árið 2019 var líka alveg tryllt."

Frábær leikur að byrja á
Finnur Orri og félagar í FH byrja sumarið á leik gegn Blikum. Hvernig verður að mæta þeim?

„Það hefur gengið merkilega vel að spila á móti Blikum þegar ég er ekki hjá þeim. Okkur gekk vel á móti þeim í fyrra. Ég held að það sé frábær leikur fyrir okkur að byrja á," segir Finnur en í liði Blika er bróðir hans, Viktor Örn. „Það er löngu farið að venjast að spila á móti Viktori og Breiðabliki, en það er auðvitað miklu skemmtilegra að spila með honum. Við náðum einhverjum leikjum saman og það var virkilega gaman. Við náðum því og það var mikilvægt."

„Sumarið leggst annars rosalega vel í mig. Þegar nær dregur móti þá verða hlutirnir aðeins öðruvísi og leikirnir fara að skipta meira máli. Ég held að þetta verði mjög spennandi og það er ákveðið 'hype' fyrir deildinni núna. Jafnvel meira en áður. Ég held að þetta verði mjög gott sumar," sagði þessi öflugi leikmaður að lokum.
Athugasemdir
banner
banner