Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
banner
fimmtudagur 25. apríl
Mjólkurbikar karla
mánudagur 22. apríl
Besta-deild kvenna
sunnudagur 21. apríl
Besta-deild karla
Besta-deild kvenna
föstudagur 19. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 19. apríl
Super League - Women
Brighton W 0 - 0 Everton W
Division 1 - Women
Paris W 0 - 1 Saint-Etienne W
Bundesligan
Bundesliga - Women
RB Leipzig W 1 - 0 Bayer W
Serie A
Cagliari 0 - 0 Juventus
Genoa 0 - 1 Lazio
Toppserien - Women
Lyn W 1 - 0 Lillestrom W
Úrvalsdeildin
FK Krasnodar 2 - 0 Fakel
La Liga
Athletic - Granada CF - 19:00
Damallsvenskan - Women
Norrkoping W 2 - 2 Djurgarden W
Elitettan - Women
Umea W 1 - 0 Sunnana W
fös 17.apr 2020 12:15 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Róbert Orri: Ætla að sanna að ég eigi heima í efstu deild

Róbert Orri Þorkelsson var búinn að leika í tvö tímabil með meistaraflokki Aftureldingar áður en hann samdi við Breiðablik í nóvember á síðasta ári. Róbert, sem er nýorðinn átján ára, lék upp alla yngri flokkana í Mosfellsbænum.

Hann var strax á fyrsta tímabili með meistaraflokki kominn í nokkuð stórt hutverk og var hluti af liði Aftureldingar sem vann 2. deildina sumarið 2018 og á síðustu leiktíð fékk hann atkvæði í lið ársins í Inkasso-deildinni. Fótbolti.net hafði samband við Róbert og ræddi við hann um ferilinn til þessa og komandi tíma.

Það kom mér í raun ekkert það mikið á óvart því þetta var það sem maður stefndi alltaf að.
Það kom mér í raun ekkert það mikið á óvart því þetta var það sem maður stefndi alltaf að.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlutverkið mitt stækkaði með hverjum leik og ég fékk gífurlega mikla reynslu sem er ómetanlegt fyrir strák á þessum aldri.
Hlutverkið mitt stækkaði með hverjum leik og ég fékk gífurlega mikla reynslu sem er ómetanlegt fyrir strák á þessum aldri.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsferðir eru það skemmtilegasta sem maður gerir, sérstaklega þegar það gengur vel.
Landsliðsferðir eru það skemmtilegasta sem maður gerir, sérstaklega þegar það gengur vel.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir lágu á okkur allan leikinn og komust alltaf yfir. Við náum alltaf að jafna og leikurinn endaði 3-3. Þeir vinna síðasta leikinn og bæði lið fara áfram í lokakeppnina.
Þeir lágu á okkur allan leikinn og komust alltaf yfir. Við náum alltaf að jafna og leikurinn endaði 3-3. Þeir vinna síðasta leikinn og bæði lið fara áfram í lokakeppnina.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var þá sem áttaði mig á því að ég væri að fara að fá mikinn spiltíma og fann fyrir miklu trausti frá Arnari og Magga þegar tímabilið byrjaði
Það var þá sem áttaði mig á því að ég væri að fara að fá mikinn spiltíma og fann fyrir miklu trausti frá Arnari og Magga þegar tímabilið byrjaði
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er á því að Óskar Hrafn sé stór ástæða fyrir því að ég sé í Breiðablik í dag.
Ég er á því að Óskar Hrafn sé stór ástæða fyrir því að ég sé í Breiðablik í dag.
Mynd/Blikar.is
Sjálfur ætlaði ég að spila það vel að ég gæti tekið skref upp á við í kjölfarið hvort sem það var að fara út í atvinnumennsku eða í Pepsi Max-deildina.
Sjálfur ætlaði ég að spila það vel að ég gæti tekið skref upp á við í kjölfarið hvort sem það var að fara út í atvinnumennsku eða í Pepsi Max-deildina.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hef ekkert verið að stressa mig of mikið á þessu þar sem mér hefur alltaf fundist ég vera á mjög góðum stað hér heima til að bæta mig og þroskast.
Ég hef ekkert verið að stressa mig of mikið á þessu þar sem mér hefur alltaf fundist ég vera á mjög góðum stað hér heima til að bæta mig og þroskast.
Mynd/Raggi Óla
Ég reyndi alltaf að hugsa um stað og stund og ætlaði alltaf að klára tímabilið með Aftureldingu og skoða mín mál eftir tímabilið.
Ég reyndi alltaf að hugsa um stað og stund og ætlaði alltaf að klára tímabilið með Aftureldingu og skoða mín mál eftir tímabilið.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er alltaf gaman þegar öðrum finnst maður gera vel og gaman að fá svona tilnefningar sem segir til um að maður sé að gera eitthvað rétt.
Það er alltaf gaman þegar öðrum finnst maður gera vel og gaman að fá svona tilnefningar sem segir til um að maður sé að gera eitthvað rétt.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd af Arnóri Gauta Jónssyni. Um leið og Arnar Hallsson var ráðinn þjálfari í október 2017 tók hann mig og félaga minn Arnór Gauta (Jónsson) upp úr 3. flokknum og beint í meistaraflokkinn á einhverjar æfingar.
Mynd af Arnóri Gauta Jónssyni. Um leið og Arnar Hallsson var ráðinn þjálfari í október 2017 tók hann mig og félaga minn Arnór Gauta (Jónsson) upp úr 3. flokknum og beint í meistaraflokkinn á einhverjar æfingar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Ég átti t.d að fara til Brøndby á sama tíma og Valgeir Valgeirsson fór í haust en ég meiddist illa á ökkla sem varð til þess að ég komst ekki.
Ég átti t.d að fara til Brøndby á sama tíma og Valgeir Valgeirsson fór í haust en ég meiddist illa á ökkla sem varð til þess að ég komst ekki.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég ætla ekki að ljúga. Þetta var mikill hausverkur á sínum tíma hvað væri best að gera og alls ekki auðveld ákvörðun."
Tók þátt í Íslandsmeistaratitli 3. flokks
Aðspurður segir Róbert að hann ekkert annað hafi komið til greina en að leika með Aftureldingu og haustið 2017 vann 3. flokkur félagsins Íslandsmeistaratitilinn. Er það eftirminnilegasta augnablikið þegar litið er til baka á yngri flokkana?

„Ég hugsa að Íslandsmeistaratitilinn sé það eftirminnilegasta. Ég spilaði þó aðeins fjóra leiki með þeim á þessu tímabili tvo leiki í deild og tvo í úrslitakeppninni. Það voru því talsvert margir sem spiluðu meira en ég og þeir eiga meiri heiður skilinn fyrir þennan titil heldur en ég," sagði Róbert við Fótbolta.net.

Hver var lykillinn að þessum meistaratitli?

„Þrautsegja og liðsheild eru fín orð sem lýsa þeim áfanga sem þetta lið náði og auðvitað voru þjálfararnir, Júlli og Ási, geggjaðir og eiga stóran hlut í þessum áfanga."

Landsliðsferðir standa upp úr
Róbert hefur leikið 23 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. Þar af fjórtán fyrir U17 ára liðið. Hvað stendur upp úr þegar hann lítur á tímann til þessa með yngri landsliðunum?

„Landsliðsferðir eru það skemmtilegasta sem maður gerir, sérstaklega þegar það gengur vel. Millirðillinn í Þýskalandi, með U17, er sérlega eftirminnilegur."

„Þar vinnum við riðillinn eftir að hafa unnið Slóveníu, gert 3-3 jafntefli við Þýskaland í einhverjum ótrúlegasta leik sem ég hef spilað og klárað Hvíta-Rússland svo þægilega í síðasta leik og þar með tryggt okkur öruggt sæti á EM - sem var sturlað."


Hvernig var þessi leikur með Þýskalandi? Var mikið undir?

„Þeir voru á heimavelli með marga stuðningsmenn. Þessi leikur skipti miklu máli í toppbaráttunni í riðlinum. Við vorum með þrjú stig fyrir leikinn en þeir með eitt stig. Þeir lágu á okkur allan leikinn og komust alltaf yfir. Við náum alltaf að jafna og leikurinn endaði 3-3. Þeir vinna síðasta leikinn og bæði lið fara áfram í lokakeppnina."

„EM sjálft var svo engu síðra þannig séð nema vonbrigði að tapa þessum tveimur leikjum í riðlinum á móti Ungverjalandi og Portúgal eftir að hafa unnið Rússland í fyrsta leik. Í öllum þessum leikjum fannst mér við aldrei vera síðri andstæðingurinn en það segir margt um styrk liðsins."


Verið á góðum stað heima á Íslandi
Margir yngri landsliðsmenn hjá Íslandi, og sérstaklega í U17 ára liðinu sem komst á EM, hafa fengið boð eða eru hjá liðum erlendis. Hefur Róbert fengið boð um að fara út?

„Mér hefur nokkrum sinnum verið boðið að kíkja út á reynslu en það hefur aldrei orðið að veruleika. Ég átti t.d að fara til Brøndby á sama tíma og Valgeir Valgeirsson fór í haust en ég meiddist illa á ökkla sem varð til þess að ég komst ekki."

Hafa fleiri lið en Bröndby sýnt áhuga?

„Dönsku liðin hafa sýnt hvað mestan áhuga og einhver áhugi er frá Ítalíu líka. Ég hef ekkert verið að stressa mig of mikið á þessu þar sem mér hefur alltaf fundist ég vera á mjög góðum stað hér heima til að bæta mig og þroskast."

Fékk traustið frá þjálfarateyminu - Liðið fór loksins upp
Árið 2018 sigraði Afturelding 2. deildina og lék Róbert sextán leiki í deildinni á sínu fyrsta tímabili með meistaraflokki. Hvernig var aðdragandinn að tímabilinu 2018?

„Um leið og Arnar Hallsson var ráðinn þjálfari í október 2017 tók hann mig og félaga minn Arnór Gauta (Jónsson) upp úr 3. flokknum og beint í meistaraflokkinn á einhverjar æfingar."

Kom á óvart að vera kallaður inn beint úr 3. flokknum?

„Það kom mér í raun ekkert það mikið á óvart því þetta var það sem maður stefndi alltaf að. Ég æfði allann veturinn eitthvað með meistaraflokknum en ekki alltaf. Síðan leið á veturinn og þegar styttist í sumarið tók Arnar okkur Arnór Gauta alveg inn og við æfðum bara með meistaraflokki."

„Það var þá sem áttaði mig á því að ég væri að fara að fá mikinn spiltíma og fann fyrir miklu trausti frá Arnari og Magga þegar tímabilið byrjaði."


Stækkaði hlutverkið í liðinu þegar leið á tímabilið?

„Hlutverkið mitt stækkaði með hverjum leik og ég fékk gífurlega mikla reynslu sem er ómetanlegt fyrir strák á þessum aldri."

Hvernig var tímabilið 2018 þegar litið er til baka?

„Þetta var frábært tímabili. Stærsta í þessu var að liðið komst loksins upp um deild og enn betra að vinna deildina."

Ætlaði alltaf að klára tímabilið með Aftureldingu
Í júlí í fyrra var sagt frá því að áhugi væri á Róberti frá liðum í Pepsi Max-deildinni. Róbert ákvað að klára tímabilið og framlengdi samning sinn við Aftureldingu.

Jók það sjálfstraustið og kitlaði það ekkert að fara í efstu deild?

„Auðvitað var það smá innspýting á sjálfstraustið að vita af áhuga annarra liða hér heima. En ég reyndi alltaf að hugsa um stað og stund og ætlaði alltaf að klára tímabilið með Aftureldingu og skoða mín mál eftir tímabilið. Ég vildi ekki vera í einhverjum viðræðum á meðan tímabilið með Aftureldingu var í gangi."

Vildi koma sér í þá stöðu að geta tekið næsta skref
Afturelding endaði í 8. sæti Inkasso-deildarinnar í fyrra. Hver var mesti munurinn á því að spila í 1. og 2. deildinni og fann Róbert fyrir miklum bætingum hjá sér?

„Mesti munurinn var sennilega að í 1. deildinni er maður að spila við menn sem voru í betra formi og það var meiri hraði í leikjunum heldur en í 2. deild. Persónulega fannst mér ég vera í miklu stærra hlutverki í 1. deild heldur en 2. deild og ég hafði bætt mig og var talsvert þroskaðari sem leikmaður."

Hvert var persónulegt markmið Róberts og hvert var markmið Aftureldingar fyrir tímabilið 2019?

„Við settum okkur það markmið að vera í efri hluta deildarinnar. Sjálfur ætlaði ég að spila það vel að ég gæti tekið skref upp á við í kjölfarið hvort sem það var að fara út í atvinnumennsku eða í Pepsi Max-deildina."

Róbert fékk tilnefningu í lið ársins á síðasta tímabili. Hvernig var að fá þá viðurkenningu?

„Það er alltaf gaman þegar öðrum finnst maður gera vel og gaman að fá svona tilnefningar sem segir til um að maður sé að gera eitthvað rétt."

Sat sveittur að horfa á liðsfélagana
Um mitt síðasta sumar var Róbert valinn í landsliðsverkefni og missti því af leik með Aftureldingu sem leikinn var á sama tíma. Hvernig var tilfinningin að vera ekki með liðinu í baráttunni í deildinni heima fyrir?

„Maður sat sveittur úti að horfa á liðið spila og auðvitað svekkjandi að missa af leiknum en heiðurinn að vera valinn í landsliðið er líka mikill og hefði verið svekkjandi að missa af því."

Hausverkur hvað best væri að gera - Óskar Hrafn heillaði
Róbert velur að ganga í raðir Breiðabliks í nóvember 2019. Hvernig var hugsunin á bakvið þessa ákvörðun og hvað heillaði við Breiðablik?

„Ég ætla ekki að ljúga. Þetta var mikill hausverkur á sínum tíma hvað væri best að gera og alls ekki auðveld ákvörðun. Ég er á því að Óskar Hrafn sé stór ástæða fyrir því að ég sé í Breiðablik í dag."

„Síðustu tvö ár höfum við mikið spilað gegn hvor öðrum og ég hreifst alltaf af því hvernig hann vill spila fótbolta og hvernig hann treystir ungum leikmönnum fyrir stórum verkefnum."


Vinstra megin í vörninni
Hvernig hafa fyrstu mánuðirnir hjá Breiðabliki verið?

„Fyrstu mánuðirnir voru pínu sérstakir þar sem ég meiddist á ökkla í vináttulandsleik í Finnlandi og var frá fótbolta í fjóra mánuði."

„Það hefur tekið lengri tíma heldur en ég bjóst að komast í almennilega í gang eftir þessi meiðsli en í dag er ég orðinn 100% klár og get ekki beðið eftir að allt fari á stað aftur."

„Á þessum tíma sem ég meiðist voru viðræður í gangi hjá mér og Breiðablik en þau stoppuðu þá ekki í því að vilja fá mig."


Í hvernig hlutverki verður Róbert hjá Breiðabliki?

„Ég kem til Breiðabliks sem vinstri miðvörður/bakvörður eftir að hafa spilað á miðjunni hjá Aftureldingu. Þetta er eitthvað sem Óskar sá fyrir sér og ég líka þegar ég skrifaði undir hjá Blikum."

Markmiðið að sanna sig hér heima og fara svo út
Hver eru markmið Róberts fyrir komandi tímabil?

„Mín markmið eru fyrst og fremst þau að sanna það að ég eigi heima í þessari deild og í þessu liði sem er með fullt af gæðaleikmönnum innanborðs og því samkeppnin mikil."

Að lokum: Er Róbert með einhver langtímamarkmið? Stefnir hann á atvinnumennsku?

„Ég er með mín persónuleg markmið sem ég ætla að halda út af fyrir mig á þessum tímapunkti. Ég get þó sagt að markmiðið sé að sjálfsögðu að komast út aðallið erlendis eftir að hafa sannað mig almennilega hér heima í efstu deild," sagði Róbert að lokum.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Róbert Þorkelsson (Breiðablik)
Athugasemdir
banner
banner