Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
banner
banner
fimmtudagur 25. apríl
Mjólkurbikar karla
mánudagur 22. apríl
Besta-deild kvenna
sunnudagur 21. apríl
Besta-deild karla
Besta-deild kvenna
föstudagur 19. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 19. apríl
Super League - Women
Brighton W 0 - 0 Everton W
Division 1 - Women
Paris W 0 - 1 Saint-Etienne W
Bundesligan
Eintracht Frankfurt - Augsburg - 18:30
Bundesliga - Women
RB Leipzig W 1 - 0 Bayer W
Serie A
Cagliari - Juventus - 18:45
Genoa 0 - 1 Lazio
Toppserien - Women
Lyn W 1 - 0 Lillestrom W
Úrvalsdeildin
FK Krasnodar 2 - 0 Fakel
La Liga
Athletic - Granada CF - 19:00
Damallsvenskan - Women
Norrkoping W 2 - 2 Djurgarden W
Elitettan - Women
Umea W 1 - 0 Sunnana W
mán 08.jún 2020 18:15 Mynd: Guðmundur Karl
Magazine image

Settu sig í samband við Clöru á samfélagsmiðlum sem var „óþægilegt og í raun fráhrindandi"

Clara Sigurðardóttir gekk í raðir Selfoss frá ÍBV í vetur. Clara er átján ára miðjumaður sem þrátt fyrir ungan aldur er gífurlega reynslumikil. Hún tók strax þátt í sautján Pepsi-deildar leikjum á sínu fyrsta tímabili, 2017, og varð bikarmeistari það ár með ÍBV.

Síðan hefur hún leikið 32 deildarleiki og samtals skorað sex mörk. Clara á að baki 35 yngri landsliðsleiki. Fótbolti.net hafði samband við Clöru á dögunum og var hún m.a. spurð út í vistaskiptin.

Ég er mjög ákveðin, mikil keppnismanneskja, þoli illa að tapa en ég fagna líka þegar vel gengur.
Ég er mjög ákveðin, mikil keppnismanneskja, þoli illa að tapa en ég fagna líka þegar vel gengur.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var bara geggjað að fá loksins að spila fyrsta alvöru leikinn með Selfoss liðinu.
Það var bara geggjað að fá loksins að spila fyrsta alvöru leikinn með Selfoss liðinu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
hún segir að sumar mömmur hafi tekið smá andköf þegar ég kom og tók af dætrum þeirra boltann
hún segir að sumar mömmur hafi tekið smá andköf þegar ég kom og tók af dætrum þeirra boltann
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðasta tímabil var erfitt, við vorum með lítinn hóp, margar af okkur vorum ungar og breiddin í hópnum var ekki eins mikil og við hefðum viljað.
Síðasta tímabil var erfitt, við vorum með lítinn hóp, margar af okkur vorum ungar og breiddin í hópnum var ekki eins mikil og við hefðum viljað.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Umgjörð og þjálfun KSÍ er frábær og það eru forréttindi að vera valin og vera með en auðvitað krefjandi í leiðinni.
Umgjörð og þjálfun KSÍ er frábær og það eru forréttindi að vera valin og vera með en auðvitað krefjandi í leiðinni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta reynir líka jafnmikið á hausinn og andlegu hliðina að halda sér þarna og ekkert væl í boði.
Þetta reynir líka jafnmikið á hausinn og andlegu hliðina að halda sér þarna og ekkert væl í boði.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mjög jákvætt að fá sigur gegn sterku liði Vals til að fá smá sjálfstraust í liðið okkar. Hver leikur skiptir svo miklu máli upp á að fá mínútur saman og læra inn á hvor aðra.
Það var mjög jákvætt að fá sigur gegn sterku liði Vals til að fá smá sjálfstraust í liðið okkar. Hver leikur skiptir svo miklu máli upp á að fá mínútur saman og læra inn á hvor aðra.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ákvörðunin var tekin með það í huga að taka næsta skref og stíga út fyrir þægindarammann til þess að þroskast sem leikmaður.
Ákvörðunin var tekin með það í huga að taka næsta skref og stíga út fyrir þægindarammann til þess að þroskast sem leikmaður.
Mynd/Selfoss
Ég held það jafnist fátt á við það að vinna bikar í Eyjum. Að sigla inn innsiglinguna og bryggjan er stútfull af Vestmannaeyjingum, okkur var fagnað með flugeldum, tónlist og ýmsum fögnuði alveg ógleymanlegt.
Ég held það jafnist fátt á við það að vinna bikar í Eyjum. Að sigla inn innsiglinguna og bryggjan er stútfull af Vestmannaeyjingum, okkur var fagnað með flugeldum, tónlist og ýmsum fögnuði alveg ógleymanlegt.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Umgjörð og þjálfun KSÍ er frábær og það eru forréttindi að vera valin og vera með en auðvitað krefjandi í leiðinni. Þjálfararnir Jöri og Þórður eru í senn leiðbeinandi og ýta manni áfram í að bæta sig.
Umgjörð og þjálfun KSÍ er frábær og það eru forréttindi að vera valin og vera með en auðvitað krefjandi í leiðinni. Þjálfararnir Jöri og Þórður eru í senn leiðbeinandi og ýta manni áfram í að bæta sig.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við á Selfossi ætlum okkur stóra hluti í sumar.
Við á Selfossi ætlum okkur stóra hluti í sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég fékk gagnrýni á mig í fyrra fyrir að taka smá dans eftir að ég skoraði mark þegar lítið var eftir og við vorum að tapa. En ég skoraði og vildi fagna því.
Ég fékk gagnrýni á mig í fyrra fyrir að taka smá dans eftir að ég skoraði mark þegar lítið var eftir og við vorum að tapa. En ég skoraði og vildi fagna því.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áður en ég kom inná man ég eftir að Jón Óli segir við mig „hlauptu, hreyfðu þig bara, ef þú færð ekki boltann hreyfðu þig þar til þú færð hann“ og ég reyndi að fara eftir því eftir bestu getu
Áður en ég kom inná man ég eftir að Jón Óli segir við mig „hlauptu, hreyfðu þig bara, ef þú færð ekki boltann hreyfðu þig þar til þú færð hann“ og ég reyndi að fara eftir því eftir bestu getu
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þannig fékk ég nafnið Clara. Upprunalega átti ég að heita Svanhvít en svo sem skemmtilegt að hafa þetta svona"
Vantaði einn á strákaæfingu
Það er gott að byrja á byrjuninni. Hvenær fór Clara að æfa fótbolta?

„Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var fjögurra ára. Þá fór ég með mömmu á æfingu hjá stóra bróður mínum og það vantaði einn til að vera með þannig að fékk að vera með þeim. Þetta var hjá FH í Hafnarfirðinum. Eftir það byrjaði ég svo sjálf með stelpunum og fórum við systkinin yfir í Haukana þar sem það var í okkar hverfi," sagði Clara.

Var Clara í fleiri íþróttum þegar hún var yngri?

„Ég var í mörgum íþróttum þegar ég var yngri og prófaði flest allt meðal annars ballett, fimleika og handbolta en fótboltinn stóð alltaf upp úr. Þegar við fluttum svo til Vestmannaeyja var ég aðeins í handbolta og fótbolta en hætti svo i handbolta til að einbeita mér meira að fótboltanum. Ég var farin að æfa og keppa með mörgum flokkum í báðum íþróttum og álagið of mikið."

Andköf foreldra og Íslandsmeistarar í handbolta
Er eitthvað eftirminnilegra en annað úr yngri flokkunum?

„Eftirminnilegast þegar við í IBV urðum Símamótsmeistarar í 5. flokki A, það var mjög stórt. Við urðum svo margfaldir Íslandsmeistarar í handbolta þessi sami hópur, ég var sú eina sem valdi svo fótboltann á unglingsárunum."

„Mamma segir að keppnisskapið í mér þegar ég var krakki hafi verið svolítið fullorðins miðað við kannski svona það sem gengur og gerist hjá litlum stelpum að leika sér, hún segir að sumar mömmur hafi tekið smá andköf þegar ég kom og tók af dætrum þeirra boltann,"
segir Clara og hló.

'Computer says no' - Átti að heita Svanhvít
Fréttaritari var forvitinn um nafn viðmælandans. Er einhver saga á bakvið nafnið Clara?

„Foreldrar mínir voru að reka veitingastað á Bahamaeyjum, þess vegna er ég fædd þar. Svo þegar átti að gefa mér nafnið Klara fengu þau ekki að skrá það þannig í fæðingarvottorðið þar sem það var ekki skrifað með K þar í landi bara C. Kom bara “computer says no”."

„Þannig fékk ég nafnið Clara. Upprunalega átti ég að heita Svanhvít en svo sem skemmtilegt að hafa þetta svona, tengir mig við fæðingarstaðinn."


Jafnast fátt við að vinna bikar í Eyjum
Clara tók þátt í öllum leikjum nema einum með ÍBV. Hvernig var að koma inn í hópinn það árið?

„Það var frábært að koma inn í þennan hóp sem var 2017 hjá ÍBV. Ég æfði mikið með meistaraflokknum allan veturinn og einnig með 3. flokki inná milli og eitthvað með 2. flokki. Það var mikið að gera og margar æfingar í hverri viku en það skilaði sér allt um sumarið þegar ég fékk að spila."

ÍBV varð bikarmeistari 2017. Hvernig var þessi dagur?

„Þegar við sigruðum bikarinn var mikið lagt upp með að halda öllum venjum fyrir leikinn, við gerðum allt eins og við værum að fara í venjulegan leik tókum Herjólf og keyrðum með rútu á hótel Selfoss í mat og gerðum allt sem við vorum vanar að gera."

„Leikurinn var virkilega skemmtilegur og frekar stressandi að vera á hliðarlínunni þegar það voru 15 mínútur eftir af leiknum og það var tekin skipting, ég fór inná. Svo var framlengt sem var bara meiri spilatími fyrir mig. Áður en ég kom inná man ég eftir að Jón Óli segir við mig „hlauptu, hreyfðu þig bara, ef þú færð ekki boltann hreyfðu þig þar til þú færð hann“ og ég reyndi að fara eftir því eftir bestu getu og náði að taka nokkra spretti upp kantinn og náði að valda smá usla hjá þeim."

„Ég held það jafnist fátt á við það að vinna bikar í Eyjum. Að sigla inn innsiglinguna og bryggjan er stútfull af Vestmannaeyjingum, okkur var fagnað með flugeldum, tónlist og ýmsum fögnuði alveg ógleymanlegt."


Óþægilegt og fráhrindandi
Clara lék fjórtán leiki í deild á sínu öðru ári í meistaraflokki. Var einhver ástæða fyrir því að hún lék ekki alla leikina? Fann hún mun á því tímabili og sínu fyrsta?

„Árið 2018 missi ég af fjórum leikjum þar sem ég var í Svíþjóð með U17 á Norðurlandamótinu sem var mjög gott mót hjá okkur, þetta er opið mót svo þarna voru líka stórlið Þýskaland, England og Holland."

„Við unnum Þýskaland, fyrsta skipti í sögunni sem þessi aldursflokkur gerir það og England. Töpuðum einum leik og enduðum í þriðja sæti eftir stressandi vítaspyrnukeppni. Það er kannski erfitt að bera 2018 saman við 2017 þar sem allt gekk svo vel þá en ég fann samt sem áður framfarir og þá var ég líka komin með stærra hlutverk í liðinu, átti sæti í byrjunarliðinu."


Þetta sumarið var Clara sögð vera undir smásjá franskra liða. Var haft samband við Clöru?

„Já það var haft samband frá Frakklandi en ég var ekki tilbúin að fara á þeim tímapunkti, fannst það of snemmt. Þjálfarar eru að setja sig í samband í gegnum samfélagsmiðla sem getur verið óþægilegt og í raun fráhrindandi. Þetta er líka hjá þjálfurum í háskólaboltanum, leita uppi leikmenn í gegnum samfélagsmiðla og hafa samband."

Erfitt tímabil og taktleysi
ÍBV var í fallbaráttu á síðasta tímabili. Hvernig lítur Clara á tímabilið í fyrra, bæði frá sér séð og liðinu?

„Síðasta tímabil var erfitt, við vorum með lítinn hóp, margar af okkur vorum ungar og breiddin í hópnum var ekki eins mikil og við hefðum viljað. Ofan á það fór Cloé til Benfica sem var ennþá meiri skellur þar sem við vorum í mikilli baráttu við að halda okkur eins ofarlega og möguleiki var."

„Tímabilið var mjög fínt hjá mér, ég fékk stórt hlutverk seinasta sumar en hefði viljað að frammistaða liðsinis hefði verið betri. Margir góðir leikmenn en vorum einhvernvegin ekki að finna taktinn."


Gagnrýnd fyrir að fagna í slæmri stöðu
Það er kominn tími til að kynnast leikmanninum Clöru betur. Hvaða stöður getur hún spilað og hvernig lýsir hún sér sem leikmanni?

„Ég get spilað flestar stöður, miðju, djúpa miðju, kant, frammi eða í holunni. Það sem hentar mér best og þar sem mér líður best er í holunni/fremri miðju en einnig finnst mér alltaf gaman að spila frammi."

„Ef ég ætti að lýsa sjálfri mér á vellinum þá er það leikgleði. Ég er mjög ákveðin, mikil keppnismanneskja, þoli illa að tapa en ég fagna líka þegar vel gengur. Ég fékk gagnrýni á mig í fyrra fyrir að taka smá dans eftir að ég skoraði mark þegar lítið var eftir og við vorum að tapa. En ég skoraði og vildi fagna því. Það var búið að vera mikill mótvindur og þetta var gott að koma boltanum inn. Ég get líka grenjað ef ég tapa, þannig er fótboltinn fyrir mér, ég lifi mig inní þetta og geri miklar kröfur á mig."


Forréttindi - Spáði ekki í metinu
Clara lék 29 leiki með U17 ára landsliðinu og setti met yfir fjölda leikja. Hefur þetta met einhverja þýðingu fyrir hana? Hvernig er að spila með yngri landsliðunum, eitthvað eftirminnilegra en annað?

„Já, ótrúlega gaman að setja þetta met þó að ég hafi svosem ekki verið að spá í því þannig. Það er krefjandi að vera með yngri landsliðunum og pressa að halda sér þar og oft mikið álag með öllu hinu. Þetta eru tíu lönd sem ég hef heimsótt með yngri landsliðunum á milli móta hér heima og það er fyrir utan þá leiki sem yngri landsliðin spila heima."

„Umgjörð og þjálfun KSÍ er frábær og það eru forréttindi að vera valin og vera með en auðvitað krefjandi í leiðinni. Þetta reynir líka jafnmikið á hausinn og andlegu hliðina að halda sér þarna og ekkert væl í boði. Þjálfararnir Jöri og Þórður eru í senn leiðbeinandi og ýta manni áfram í að bæta sig."

„Eftirminnilegast er líklega þessi fyrrnefndi sigur gegn Þýskalandi, hann var sérstaklega sætur og þrennan sem ég skoraði gegn Moldavíu. Azerbaijan var svo sérstakt, fengum ekki að fara neitt út af hótelinu og í Moldavíu vorum við alltaf í lögreglufylgd."

„Þar sem ég hafði farið í allar þær ferðir sem að yngri landsliðin hafa boðið upp á var hræðilega erfitt að þurfa að vera heima þegar stelpurnar fóru til La manga núna í mars, ég fékk flensu daginn áður og var að vonast til að hressast en varð svo enn veikari daginn sem við áttum að fljúga út og sökum covid19 máttu þjálfararnir ekki taka neina sénsa að taka leikmenn með sem voru eitthvað tæpir. Ég þufti því að hætta við og vegabréfið mitt er ennþá á skrifstofu KSÍ."


Hvernig lítur Clara á A-lansdsliðið í dag? Er hún með einhver markmið tengd því?

„Varðandi markmið með landsliðin þá er ég að hugsa um U19 eins og er, reyni að fara ekki fram úr mér."

Næsta skref og stigið út fyrir þægindarammann
Clara skrifaði undir samning við Selfoss og yfirgaf því ÍBV eftir þrjú tímabil. Hver er hugsunin á bakvið félagaskiptin og flutti hún strax upp á land?

„Ég skrifa undir hjá Selfoss í febrúar og flutti þangað strax því þá tek ég meiri þátt í samfélagi liðsins og gaman að kynnast fólkinu sem maður spilar fyrir."

„Ákvörðunin var tekin með það í huga að taka næsta skref og stíga út fyrir þægindarammann til þess að þroskast sem leikmaður. Fyrstu mánuðurnir á Selfossi hafa verið frábærir, samfélagið er með svipaða samheldni og er í Vestmannaeyjum þannig mér finnst þetta alls ekkert ólík bæjarfélög."


Hver eru markmið Clöru annars vegar og Selfoss liðsins hins vegar?

„Mín persónulegu markmið hjá liðinu eru að sjálfsögðu að spila sem mest og gera allt sem ég get til að hafa áhrif á velgengni liðsins utan sem og innan vallar. Við á Selfossi ætlum okkur stóra hluti í sumar."

Skiptir máli að fá mínútur saman sem lið
Að lokum er Clara spurð út í leikinn á laugardag þegar Selfoss varð meistari meistaranna eftir endurkomusigur gegn Val. Hvernig var að spila fyrsta alvöru leikinn með Selfossi?

„Það var bara geggjað að fá loksins að spila fyrsta alvöru leikinn með Selfoss liðinu. Það tók okkur smá tíma að stilla saman liðið og ná tökum en í seinni hálfleik sýndi það sig að okkur tókst að spila saman sem lið þótt það sé alltaf hægt að bæta ýmislegt."

„Það var mjög jákvætt að fá sigur gegn sterku liði Vals til að fá smá sjálfstraust í liðið okkar. Hver leikur skiptir svo miklu máli upp á að fá mínútur saman og læra inn á hvor aðra. Líka að fá auka punkta um hvað má gera betur og hvað var gert vel sem hægt er að taka með í leikina sem eru framundan,"
sagði Clara að lokum.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Clara Sigurðardóttir (Selfoss)
Athugasemdir
banner
banner