banner
banner
föstudagur 29. mars
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
fimmtudagur 14. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
miðvikudagur 13. september
þriðjudagur 12. september
Undankeppni EM U21 landsliða
mánudagur 11. september
Undankeppni EM
sunnudagur 10. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
fimmtudagur 28. mars
CHAMPIONS LEAGUE: Playoffs - Women
Barcelona W 3 - 1 SK Brann W
PSG (kvenna) 0 - 0 Hacken W
Vináttulandsleikur
Argentina U-16 2 - 3 Cote dIvoire U-16
Czech Republic U-16 1 - 2 Mexico U-16
France U-16 6 - 2 Saudi Arabia U-16
Japan U-16 2 - 1 Wales U-16
fös 20.mar 2020 18:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Mikael Egill: Andstæðingur vildi fá skóna mína í miðjum leik

Mikael Egill Ellertsson gekk í raðir Spal á Ítalíu frá Fram um mitt sumarið 2018. Mikael lék upp yngri flokkana hjá Fram og hefur þessi ungi sóknarmaður nú leikið á Ítalíu í ríflega eitt og hálft ár. Mikael er örvfættur leikmaður sem spilar yfirleitt sem fremsti maður eða á vængnum.

Fótbolti.net hafði samband við Mikael og fór yfir fyrstu skrefin á ferlinum. Mikael fór yfir muninn á því að æfa á Íslandi og á Ítalíu, U19 ára landsliðið, fjarnámið og ástandið í nánasta umhverfi vegna Covid-19.

Mikael lék upp alla yngri flokkana hjá Fram. Sumarið 2018 var hann keyptur til Spal.
Mikael lék upp alla yngri flokkana hjá Fram. Sumarið 2018 var hann keyptur til Spal.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Góð stemning á U19 ára landsliðsæfingu.
Góð stemning á U19 ára landsliðsæfingu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hressir liððsfélagar.
Hressir liððsfélagar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Getty Images
„Þegar ég kem heim þaðan var komið tilboð frá Spal."
Fékk ungur tækifærið hjá Fram
Við hefjum yfirferðina í Safamýri þar sem Mikael steig sín fyrstu skref. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik þegar hann lék æfingaleik gegn Leikni árið 2017 og lék í Inkasso-deildinni fyrri hluta sumars 2018.

Mikael sagði frá þeirri staðreynd í 'Hinni hliðinni' fyrr í dag að hann væri markahæsti leikmaður frá upphafi í 4. flokks Reykjavíkurmótinu. Voru fleiri augnablik sem hann man sterkt eftir úr yngri flokkum og var fljótt tekið eftir honum?

„Mótið í Eyjum er eftirminnilegt þar sem ég var valinn bæði í Pressuliðið og Shell-móts liðið. Það er erfitt að segja sjálfur frá því ef maður skarar framúr en mjög fljótt var ég byrjaður að spila uppfyrir mig í yngri flokkum," sagði Mikael við Fótbolta.net.

Hvernig var að koma ungur inn í liðið hjá Fram?
„Það var mjög gott að koma ungur inní liðið hjá Fram. Þar voru bæði ungir og eldri leikmenn sem voru tilbúnir að leiðbeina mér og hjálpa mér að vaxa sem leikmaður. Í meistaraflokknum var kröfuharður þjálfari sem hjálpaði til."

Fór á reynslu til Benfica og þrisvar sinnum til Englands
Mikael varð á sínum tíma fyrsti íslenski leikmaðurinn til að fara á reynslu til Benfica í Portúgal. Í fréttaflutningi kemur fram að Pedro Hipolito, þáverandi þjálfari Fram, hafi verið leikmaður Benfica.

Voru önnur lið sem skoðuðu Mikael áður en SPAL varð fyrir valinu?
„Ég fór fyrst með tveimur öðrum til Derby og svo fór ég í tvígang til Norwich. Ég var á leiðinni þangað í þriðja skiptið en þá urðu miklar breytingar í stjórn félagsins og það varð ekkert úr því."

„Svo leið smá tími þar sem meistaraflokkurinn hjá Fram fékk alla mína athygli en svo fer ég til Benfica. Þegar ég kem heim þaðan var komið tilboð frá Spal."


Hvernig var að vera með Pedro Hipolito sem þjálfara?
„Pedro var mjög harður en góður þjálfari og kom með atvinnumanna hugsjón inn á æfingar og vildi helst að menn myndu æfa tvsivar á dag."

Mikill munur á umgjörð þegar Fram og Spal er borið saman
Í hverju liggur munurinn þegar borið er saman að æfa með meistaraflokki Fram og unglingaliði Spal?

„Munurinn liggur helst í því að hér eru 4-5 þjálfarar, læknir og sjúkraþjálfarar á öllum æfingum og í öllum flokkum. Hér er æft tvisvar á dag, þrisvar sinnum í viku. Hina dagana er æft einu sinni og svo eru yfirleitt leikir um helgar. Samsetningin á hópunum hér er auðvitað betri svo æfingarnar eru hraðari og í hærri gæðaflokki."

Hvernig hefur gengið hjá Mikael hjá Spal og hvernig hefur þróun hans sem leikmaður verið?
„Ég tel að ég sé að verða betri leikmaður í þessum aðstæðum og kröfur félagsins til mín eru miklar. Við erum með gott lið og við náðum góðum árangri í úrslitakeppninni í fyrra."

Hefur aðalliðsþjálfarinn eitthvað rætt við Mikael?
„Það urðu þjálfaraskipti hjá aðalliðinu og nýi þjálfarinn er meira að horfa á hópinn sem hann hefur en ég er klár ef kallið kemur."
„Við æfum eins og við spilum segja þeir."
Úr U17 í varaliðið
Á sínu fyrsta tímabili hjá Spal lék Mikael með U17 ára liði félagsins en á þessari leiktíð hefur hann leikið með varaliðinu. Hver er munurinn á æfingum?

„Það er munur þegar kemur að tempói. Það er meira núna og allir leikmenn eru með meiri gæði."

Hvernig er að fara af varaliðsæfingu í æfingu með U19 ára landsliðinu?
„Hjá U19 er allt annar húmor og auðvitað gaman að hitta strákana þar. Æfingarnar eru í svipuðum gæðaflokki en áherslurnar mismunandi þegar kemur að sóknar- og varnarleik. Við æfum eins og við spilum segja þeir."

Hverjir eru helstu styrkleikar U19 landsliðsins?
„Við erum með mjög góða einstaklinga í hópnum og liðsheildin er til staðar."

Furðulegt atvik í landsleik
Aftur er vitnað í 'Hina hliðina' en þar sagði Mikael frá atviki í landsleik gegn Gíbraltar þar sem andstæðingur hans bað Mikael um að skiptast á skóm í miðjum leik. Hvernig atvikaðist það?

„Ég er ekki alveg viss hvernig honum datt það í hug. Þetta var mjög furðulegt, gæinn var að spyrja mig í miðjum leik. Liðið hans var búið að tapa öllum leikjunum í riðlinum og við unnum þennan leik 8-0. Hugurinn var greinilega kominn eitthvað annað hjá honum."
„Það er náttúrulega allt lokað nema matvörubúðir."
Námið og staðan í dag
Mikael var einnig spurður út í námið, hvernig er því háttað og hvernig gengur að læra ítölskuna?

„Ég er í fjarnámi í FÁ. Auðvitað hægist aðeins á náminu við það að vera hér úti en ég er að taka 3-4 fög á önn. Ég er í ítölsku námi í gegnum Spal líka. Ítalskan er allt í lagi og ég get bjargað mér á meðal fólks og skil orðið nánast allt."

Í síðasta sinn er vitnað í 'Hina hliðina' og þar segir Mikael frá því að hefðbundinn dagur sé á þá leið að 2-3 klukkutímar fari í æfingar og svo er mikið slakað á, farið í leikjatölvu eða lært heima. Hvaða fyrirmæli er Mikael með frá félaginu og hvernig er staðan í nánasta umhverfi?

„Það er náttúrulega allt lokað nema matvörubúðir. Við fáum prógram heim frá félaginu sem við þurfum að gera á hverjum degi," sagði Mikael að lokum.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Mikael Ellertsson (Spal)
Athugasemdir
banner
banner
banner