Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 29. apríl 2022 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristín Dís spáir í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Kristín Dís
Kristín Dís
Mynd: Bröndby/Mikkel Joh
Steven Gerrard stappar stálinu í sína menn
Steven Gerrard stappar stálinu í sína menn
Mynd: EPA
Jota
Jota
Mynd: EPA
Danski vinurinn
Danski vinurinn
Mynd: EPA
35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst í hádeginu á morgun með viðureign Newcastle og Liverpool. Alls fara sex leikir fram á morgun, þrír á sunnudag og umferðinni lýkur á mánudag með leik Man Utd og Brentford.

Kristín Dís Árnadóttir, leikmaður Bröndby í Danmörku og stuðningsmaður Liverpool, spáir í leiki helgarinnar.

Þeir Ingimar Helgi Finnsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson voru spámenn síðustu helgar og náðu að líma saman í sex rétta.

Svona heldur Kristín að leikir helgarinnar fari:

Newcastle 0 - 3 Liverpool
Mínir menn í Liverpool halda áfram að pressa á City og taka einföld 3 stig. Salah setur allavegana eitt og Jota potar einu inn.

Aston Villa 2 - 0 Norwich
Norwich er nánast fallið og Aston Villa hefur verið í brasi undanfarið. Ég held þó að Steven Gerrard stappi stáli í sína menn og siglir sigrinum heim.

Southampton 1 - 0 Crystal Palace
Aðeins eitt sæti skilur þessi lið að en ég held að Southampton taki þetta á sínum heimavelli.

Watford 1 - 2 Burnley
Tvö lið sem eru í allskonar veseni og ekki mest spennandi leikurinn í umferðinni en það er eitthvað sem segir mér að Burnley taki þetta.

Wolves 1 - 1 Brighton
Bæði lið á þokkalegum stað í deildinni en þessi leikur kallar á steindautt 1-1 jafntefli.

Leeds 0 - 4 Man City
Eins mikið og ég held með Leeds í þessum leik og vona að þeir geri eitthvað sé ég það ekki gerast því miður. Man City fer létt með þetta og vinnur 4-0.

Everton 2 - 1 Chelsea
Everton bráðvantar sigur til að reyna halda sér uppi í deildinni og ég held það gerist. Everton vinnur leikinn og verða þetta óvæntustu úrslit umferðarinnar.

Spurs 3 - 0 Leicester
Auðveldur heimasigur hjá Conte og félögum sem fer 3-0. Kane og Kulusevski sjá um markaskorun liðsins.

West Ham 1 - 3 Arsenal
Arsenal búnir að vera góðir í síðustu leikjum og taka þetta 3-1. Hörkuleikur og jafnvel rautt spjald sem fer á loft.

Man Utd 1 - 2 Brentford
Sem mikill Liverpool aðdáandi þoli ég ekki Man Utd og spái því að Brentford taki þetta. Hvernig er líka ekki hægt að halda með danska vini mínum Eriksen??

Fyrri spámenn:
Arnór Sig - 6 réttir
Hörður Björgvin - 6 réttir
Sveindís Jane - 6 réttir
Venni Páer - 6 réttir
Ingimar og Tóti - 6 réttir
Arnór Gauti - 5 réttir
Aron Þrándar - 5 réttir
Siffi G - 5 réttir
Davíð Snær - 5 réttir
Benni Gumm - 5 réttir
Mist Edvards - 5 réttir
Karitas - 5 réttir
Kristjana Arnars - 4 réttir
Jeppkall - 4 réttir
Ísak Bergman - 4 réttir
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Sammi - 4 réttir
Janus Daði - 4 réttir
Arnar Laufdal - 3 réttir
Áslaug Munda - 3 réttir
Elías Már - 3 réttir
Orri Steinn - 3 réttir
Villi Neto - 2 réttir
Davíð Atla - 2 réttir
Sóli Hólm - 2 réttir
Bjarki Már - 1 réttur
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner