fös 31.mar 2023 12:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|


Lærði mikið hjá Arsenal og kom til Eyja eftir erfiðasta tímann á ferlinum
„Ég er ekki skírður í höfuðið á söngvaranum, því miður. Móður minni fannst þetta bara fallegt nafn," segir varnarmaðurinn Elvis Bwomono í samtali við Fótbolta.net. Elvis er á leið inn í sitt annað tímabil með ÍBV eftir að hafa spilað með liðinu í fyrra. Hann hóf ferilinn að miklu leyti í akademíu Arsenal en kom svo til Vestmannaeyja eftir erfiðasta tímann á ferlinum.
„Þetta er frábært land og það var mjög vel tekið á móti mér. Hér er alveg svakalega gott fólk. Þetta er einstakt land og ég hef notið þess mikið að vera hérna, sérstaklega í Vestmannaeyjum," segir Elvis um lífið á Íslandi.
Lærði grunnatriðin hjá Arsenal
Elvis er fæddur í Úganda en flutti snemma til Englands. Hann byrjaði ungur að spila fótbolta með hverfisliði sínu og þar vakti hann áhuga Arsenal.
„Ég byrjaði ungur að spila fótbolta. Eldri bróðir minn var vanur að spila fótbolta á Englandi og ég fylgdi honum eftir. Ég spilaði með hverfisliðinu mínu og í kjölfarið fór ég í akademíuna hjá Arsenal. Ég var sex ára gamall þegar Arsenal kom inn í myndina og ég var þar þangað til ég var tíu ára. Svo var ég hjá QPR áður en ég fór til Southend. Ég held ég hafi byrjað að spila fótbolta þegar ég var fjögurra eða fimm ára gamall."
„Það var frábært að vera í akademíunni hjá Arsenal. Þar fékk ég svona stærsta grunninn í fótboltanum; hvernig á að senda, taka á móti boltanum og öll þessi atriði. Ég fór ungur til Arsenal og þetta var frábær reynsla."
Á meðal leikmanna í aldursflokki Elvis voru Marcus McGuane, sem var mikil barnastjarna og fór til Barcelona, og Josh Dasilva sem leikur núna með Brentford í ensku úrvalsdeildinni.
„Það voru öflugir leikmenn í mínum aldurshópi, leikmenn eins og Marcus McGuane og Josh Da Silva. Ég held að Harley Willard hafi verið í aldursflokknum einu ári fyrir ofan mig en hann er núna að spila með KA."
Hvernig vakti hann athygli Arsenal?
„Ég spilaði gegn eldri strákum í hverfisliðinu mínu. Við vorum þrír eða fjórir sem vorum nokkuð góðir og við spiluðum gegn eldri strákum. Við fórum þrír saman úr liðinu mínu yfir til Arsenal. Ég fór svo í QPR eftir það. Ég naut tímans þar. Það var skrítið að fara frá Arsenal til QPR. Ég náði ekki að aðlagast eins auðveldlega og ég hélt að ég myndi gera."
Vakti áhuga hjá stærri félögum
Hjá Southend varð Elvis aðalliðsleikmaður. Hann fór fyrst í U15 liðið en vann sig upp í að aðalliðið þar sem hann spilaði stórt hlutverk og vakti athygli stærri félaga. Meðal annars voru sögur um að Crystal Palace hefði boðið mikinn pening í hann á sínum tíma.
„Ég fór fyrst í U15 liðið hjá Southend og vann mig upp í aðalliðið. Ég skrifaði undir fyrsta atvinnumannasamninginn minn þar. Ég skrifaði undir fjögurra ára samning. Það var mjög gott að komast í aðalliðið þar. Þegar ég kom fyrst til félagsins þá var aðalliðið í C-deild að berjast um að komast upp í Championship-deildina. Ég var ungur og það var frábært að vera í aðalliðinu. Ég spilaði mikið og félagið hafði mikla trú á mér," segir Elvis.
„Ég var að einbeita mér að fótboltanum en ég heyrði af því að félög væru að reyna að fá mig. Ég held að umboðsmaðurinn minn á þeim tíma hafi ekki ýtt neinu í gegn. Ég var að einbeita mér að fótboltanum en ég heyrði af því að félög væru að fylgjast með mér og væru að gera tilboð í mig," segir Elvis og bætir við:
„Ég myndi ekki vita nákvæmlega um tölurnar en ef þeir (Crystal Palace) höfðu áhuga þá hefði það verið frábært skref fyrir mig. Ég lít ekki til baka með vonbrigðaraugum, en auðvitað hefði það verið frábært skref fyrir mig þar sem Crystal Palace er í ensku úrvalsdeildinni."
Það hefur verið mikill óstöðugleiki hjá Southend síðustu ár út af eigendamálum og öðru á bak við tjöldin.
„Það var mikið um hæðir og lægðir hjá Southend. Það var mikið í rugl í gangi á bak við tjöldin með eigandann og þess háttar. En svo var líka mikið um góðar minningar að spila fyrir framan stuðningsmennina og með liðsfélögum."
Erfiðasti tíminn á ferlinum
Um sumarið 2021 ákvað Elvis að vera ekki áfram í Southend eftir að samningur hans rann út. En málin voru flókin þar sem það var metið sem svo að hann væri uppalinn hjá félaginu og reglurnar eru þannig á Bretlandseyjum að ef þú yfirgefur uppeldisfélag þitt og ert undir 24 ára, þá á það félag rétt á uppeldisbótum. Það er þó ekki þannig ef leikmaðurinn semur utan Englands.
„Það vita það ekki margir en ef þú ert undir 24 ára og ætlar að yfirgefa félag sem þú ert uppalinn hjá á Englandi, þá á það félag rétt á bótum. Það voru nokkrir möguleikar fyrir mig en félagið var erfitt í samskiptum. Það gerði mér erfitt fyrir. Ég varð að bíða rólegur. Svo hringdi Hermann í mig og sagði mér frá Íslandi. Það heillaði mig strax," segir Elvis.
„Þetta var líklega erfiðasti tíminn á ferlinum. Ég gat ekki gert neitt, ég gat ekki æft annars staðar og þetta snerist um að halda réttu hugarástandi. Þetta var erfitt og ég hugsaði að ég gæti ekki gert neitt meira. Félagið setti mig í erfiða stöðu. Ég skil að þetta séu viðskipti en stundum þarftu líka að hugsa um fleiri hluti. Þetta skildi mig eftir í limbói því ég vildi ekki vera lengur hjá félaginu. Það voru vonbrigði að ganga í gegnum þetta því mér fannst ég gera mikið fyrir Southend. Ég spilaði í gegnum meiðsli og var alltaf klár fyrir Southend. Að þeir hafi sett mig í þessa stöðu voru vonbrigði en svona er fótboltinn stundum."
Með stjörnur í augunum þegar Sol Campbell mætti
Elvis var með marga áhugaverða stjóra hjá Southend, þar á meðal Phil Brown sem stýrði Hull City í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma.
„Ég fór í gegnum marga stjóra hjá Southend. Phil Brown var fyrsti stjórinn minn. Hann mótaði minn leik og hjálpaði mér mikið. Hann gaf mér minn fyrsta leik og hjálpaði mér að fá fyrsta samninginn. Ég á honum mikið að þakka. Það var áhugavert að vinna með honum því hann sér hlutina öðruvísi. Hann er mjög góður í mannlegum samskiptum og mjög góður stjóri. Ég átti mjög gott samband við hann," segir Elvis en Brown er líklega frægastur fyrir eftirminnilega hálfleiksræðu er hann var stjóri Hull.
„Ég man eftir því, ég held að hann sé líklega frægastur fyrir það," segir Elvis um hálfleiksræðuna en myndband af henni má sjá hér fyrir neðan.
Svo mætti Arsenal goðsögnin Sol Campbell á svæðið með Hermann Hreiðarsson, núverandi þjálfara ÍBV, sér til aðstoðar.
„Ég var mjög spenntur að vinna með Sol Campbell og Hermanni. Þegar ég sá þá koma inn á æfingasvæðið var ég bara: 'Vá'. Ég er Arsenal stuðningsmaður og Sol Campbell er einn minn uppáhalds fótboltamaður. Hann hjálpaði mér mikið og Hermann líka. Þeir sáu góða hluti í mér og hjálpuðu mér að taka skref fram á við. Þeir hjálpuðu mér að sjá fótbolta í nýju ljósi og hjálpuðu mér líka að hugsa betur um líkamann utan vallar."
Aðspurður út í Hermann segir Elvis:
„Ég sá hann mest spila með Portsmouth. Hermann er líklega frægasti Íslendingurinn sem ég hef hitt. Maður skynjar það hversu frægur hann er hér á landi þegar maður er með honum í Reykjavík eða hér á Eyjunni. Hermann var harðjaxl sem gat spilað miðvörð og vinstri bakvörð. Hann hefur hjálpað mér mikið og samband okkar er mjög gott."
Hermann var grjótharður leikmaður og mikill jaxl. Hann er skemmtilegur persónuleiki og tekur Elvis undir það.
„Þegar hann þarf á því að halda þá æsir hann sig og segir það sem þarf að segja, en hann er yfirleitt frekar rólegur. Hann veit hvenær hann þarf að vera reiður. Það var best fyrir mig varnarlega að fá að vinna með Campbell og Hermanni. Þeir vita hvernig á að spila leikinn og ég reyni að taka eins mikið frá þeim og ég get."
Fólk afskrifaði okkur
ÍBV átti erfitt uppdráttar í byrjun tímabilsins í fyrra og vann ekki leik fyrr en í 13. umferð. Liðið fór hins vegar á gott skrið eftir það og var aldrei nálægt því að falla seinni hluta tímabilsins.
„Í heildina á litið vorum við nokkuð sáttir. Við vorum svekktir með byrjunina, en við erum með svo góðan hóp að við vissum að það yrði tímaspursmál hvenær hlutirnir myndu byrja að tikka. Við unnum Val og eftir það fór okkur að ganga mjög vel. Fólk afskrifaði okkur og hélt að við værum á leið niður, en við unnum marga leiki og gerðum vel. Fyrsta tímabilið var fínt," segir Elvis en hann naut þess vel að spila með Eiði Aroni Sigurbjörnssyni í vörninni.
„Það er mjög gott að spila með Eiði. Við tölum mikið innan sem utan vallar. Hann er mjög góður og ég get ekki sagt neitt neikvætt um hann. Ég myndi klárlega segja að hann sé einn besti varnarmaðurinn í deildinni."
„Það var aldrei nein spurning um það hvort ég myndi koma til baka eða ekki. Ég gerði samning og ég stend við skuldbindingu mína. Ég var alltaf að fara að koma aftur og við byrjuðum mjög vel á undirbúningstímabilinu. Ég er auðvitað spenntur fyrir tímabilinu. Við höfum tekið upp þráðinn frá endalokum síðasta tímabils. Við höfum verið að leggja mikið á okkur og erum í góði formi. Við erum að spila vel og ég held að við verðum mjög góðir, við verðum erfiðir við að eiga."
„Við erum búnir að setja okkur markmið en höldum þeim innanbúðar. Við vitum hvað við ætlum að gera. Við erum öll í þessu saman."
Að lokum var Elvis spurður út í Arsenal, en hann er mikill stuðningsmaður félagsins. Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
„Það gerist ekki betra en að vera á toppi deildarinnar. Það yrði gríðarlega stórt að vinna deildina. Ég er raunsær aðdáandi og þetta er enn mikil barátta. Man City er með frábært lið og við eigum erfiða leiki eftir. Ef Arsenal vinnur deildina verður það einn besti dagurinn á ævi minni. Næstu vikur verða spennandi," sagði þessi skemmtilegi varnarmaður að lokum.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 8. sæti: ÍBV
Hin hliðin - Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV)
Lærði grunnatriðin hjá Arsenal
Elvis er fæddur í Úganda en flutti snemma til Englands. Hann byrjaði ungur að spila fótbolta með hverfisliði sínu og þar vakti hann áhuga Arsenal.
„Ég fór ungur til Arsenal og þetta var frábær reynsla."
„Ég byrjaði ungur að spila fótbolta. Eldri bróðir minn var vanur að spila fótbolta á Englandi og ég fylgdi honum eftir. Ég spilaði með hverfisliðinu mínu og í kjölfarið fór ég í akademíuna hjá Arsenal. Ég var sex ára gamall þegar Arsenal kom inn í myndina og ég var þar þangað til ég var tíu ára. Svo var ég hjá QPR áður en ég fór til Southend. Ég held ég hafi byrjað að spila fótbolta þegar ég var fjögurra eða fimm ára gamall."
„Það var frábært að vera í akademíunni hjá Arsenal. Þar fékk ég svona stærsta grunninn í fótboltanum; hvernig á að senda, taka á móti boltanum og öll þessi atriði. Ég fór ungur til Arsenal og þetta var frábær reynsla."
Á meðal leikmanna í aldursflokki Elvis voru Marcus McGuane, sem var mikil barnastjarna og fór til Barcelona, og Josh Dasilva sem leikur núna með Brentford í ensku úrvalsdeildinni.
„Það voru öflugir leikmenn í mínum aldurshópi, leikmenn eins og Marcus McGuane og Josh Da Silva. Ég held að Harley Willard hafi verið í aldursflokknum einu ári fyrir ofan mig en hann er núna að spila með KA."
Hvernig vakti hann athygli Arsenal?
„Ég spilaði gegn eldri strákum í hverfisliðinu mínu. Við vorum þrír eða fjórir sem vorum nokkuð góðir og við spiluðum gegn eldri strákum. Við fórum þrír saman úr liðinu mínu yfir til Arsenal. Ég fór svo í QPR eftir það. Ég naut tímans þar. Það var skrítið að fara frá Arsenal til QPR. Ég náði ekki að aðlagast eins auðveldlega og ég hélt að ég myndi gera."
Vakti áhuga hjá stærri félögum
Hjá Southend varð Elvis aðalliðsleikmaður. Hann fór fyrst í U15 liðið en vann sig upp í að aðalliðið þar sem hann spilaði stórt hlutverk og vakti athygli stærri félaga. Meðal annars voru sögur um að Crystal Palace hefði boðið mikinn pening í hann á sínum tíma.
„Ég held að umboðsmaðurinn minn á þeim tíma hafi ekki ýtt neinu í gegn."
„Ég fór fyrst í U15 liðið hjá Southend og vann mig upp í aðalliðið. Ég skrifaði undir fyrsta atvinnumannasamninginn minn þar. Ég skrifaði undir fjögurra ára samning. Það var mjög gott að komast í aðalliðið þar. Þegar ég kom fyrst til félagsins þá var aðalliðið í C-deild að berjast um að komast upp í Championship-deildina. Ég var ungur og það var frábært að vera í aðalliðinu. Ég spilaði mikið og félagið hafði mikla trú á mér," segir Elvis.
„Ég var að einbeita mér að fótboltanum en ég heyrði af því að félög væru að reyna að fá mig. Ég held að umboðsmaðurinn minn á þeim tíma hafi ekki ýtt neinu í gegn. Ég var að einbeita mér að fótboltanum en ég heyrði af því að félög væru að fylgjast með mér og væru að gera tilboð í mig," segir Elvis og bætir við:
„Ég myndi ekki vita nákvæmlega um tölurnar en ef þeir (Crystal Palace) höfðu áhuga þá hefði það verið frábært skref fyrir mig. Ég lít ekki til baka með vonbrigðaraugum, en auðvitað hefði það verið frábært skref fyrir mig þar sem Crystal Palace er í ensku úrvalsdeildinni."
Það hefur verið mikill óstöðugleiki hjá Southend síðustu ár út af eigendamálum og öðru á bak við tjöldin.
„Það var mikið um hæðir og lægðir hjá Southend. Það var mikið í rugl í gangi á bak við tjöldin með eigandann og þess háttar. En svo var líka mikið um góðar minningar að spila fyrir framan stuðningsmennina og með liðsfélögum."
Erfiðasti tíminn á ferlinum
Um sumarið 2021 ákvað Elvis að vera ekki áfram í Southend eftir að samningur hans rann út. En málin voru flókin þar sem það var metið sem svo að hann væri uppalinn hjá félaginu og reglurnar eru þannig á Bretlandseyjum að ef þú yfirgefur uppeldisfélag þitt og ert undir 24 ára, þá á það félag rétt á uppeldisbótum. Það er þó ekki þannig ef leikmaðurinn semur utan Englands.
„Það vita það ekki margir en ef þú ert undir 24 ára og ætlar að yfirgefa félag sem þú ert uppalinn hjá á Englandi, þá á það félag rétt á bótum. Það voru nokkrir möguleikar fyrir mig en félagið var erfitt í samskiptum. Það gerði mér erfitt fyrir. Ég varð að bíða rólegur. Svo hringdi Hermann í mig og sagði mér frá Íslandi. Það heillaði mig strax," segir Elvis.
„Þetta var líklega erfiðasti tíminn á ferlinum. Ég gat ekki gert neitt, ég gat ekki æft annars staðar og þetta snerist um að halda réttu hugarástandi. Þetta var erfitt og ég hugsaði að ég gæti ekki gert neitt meira. Félagið setti mig í erfiða stöðu. Ég skil að þetta séu viðskipti en stundum þarftu líka að hugsa um fleiri hluti. Þetta skildi mig eftir í limbói því ég vildi ekki vera lengur hjá félaginu. Það voru vonbrigði að ganga í gegnum þetta því mér fannst ég gera mikið fyrir Southend. Ég spilaði í gegnum meiðsli og var alltaf klár fyrir Southend. Að þeir hafi sett mig í þessa stöðu voru vonbrigði en svona er fótboltinn stundum."
Með stjörnur í augunum þegar Sol Campbell mætti
Elvis var með marga áhugaverða stjóra hjá Southend, þar á meðal Phil Brown sem stýrði Hull City í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma.
„Ég fór í gegnum marga stjóra hjá Southend. Phil Brown var fyrsti stjórinn minn. Hann mótaði minn leik og hjálpaði mér mikið. Hann gaf mér minn fyrsta leik og hjálpaði mér að fá fyrsta samninginn. Ég á honum mikið að þakka. Það var áhugavert að vinna með honum því hann sér hlutina öðruvísi. Hann er mjög góður í mannlegum samskiptum og mjög góður stjóri. Ég átti mjög gott samband við hann," segir Elvis en Brown er líklega frægastur fyrir eftirminnilega hálfleiksræðu er hann var stjóri Hull.
„Ég man eftir því, ég held að hann sé líklega frægastur fyrir það," segir Elvis um hálfleiksræðuna en myndband af henni má sjá hér fyrir neðan.
Svo mætti Arsenal goðsögnin Sol Campbell á svæðið með Hermann Hreiðarsson, núverandi þjálfara ÍBV, sér til aðstoðar.
„Ég var mjög spenntur að vinna með Sol Campbell og Hermanni. Þegar ég sá þá koma inn á æfingasvæðið var ég bara: 'Vá'. Ég er Arsenal stuðningsmaður og Sol Campbell er einn minn uppáhalds fótboltamaður. Hann hjálpaði mér mikið og Hermann líka. Þeir sáu góða hluti í mér og hjálpuðu mér að taka skref fram á við. Þeir hjálpuðu mér að sjá fótbolta í nýju ljósi og hjálpuðu mér líka að hugsa betur um líkamann utan vallar."
Aðspurður út í Hermann segir Elvis:
„Ég sá hann mest spila með Portsmouth. Hermann er líklega frægasti Íslendingurinn sem ég hef hitt. Maður skynjar það hversu frægur hann er hér á landi þegar maður er með honum í Reykjavík eða hér á Eyjunni. Hermann var harðjaxl sem gat spilað miðvörð og vinstri bakvörð. Hann hefur hjálpað mér mikið og samband okkar er mjög gott."
Hermann var grjótharður leikmaður og mikill jaxl. Hann er skemmtilegur persónuleiki og tekur Elvis undir það.
„Þegar hann þarf á því að halda þá æsir hann sig og segir það sem þarf að segja, en hann er yfirleitt frekar rólegur. Hann veit hvenær hann þarf að vera reiður. Það var best fyrir mig varnarlega að fá að vinna með Campbell og Hermanni. Þeir vita hvernig á að spila leikinn og ég reyni að taka eins mikið frá þeim og ég get."
Fólk afskrifaði okkur
ÍBV átti erfitt uppdráttar í byrjun tímabilsins í fyrra og vann ekki leik fyrr en í 13. umferð. Liðið fór hins vegar á gott skrið eftir það og var aldrei nálægt því að falla seinni hluta tímabilsins.
„Ég myndi klárlega segja að hann sé einn besti varnarmaðurinn í deildinni."
„Í heildina á litið vorum við nokkuð sáttir. Við vorum svekktir með byrjunina, en við erum með svo góðan hóp að við vissum að það yrði tímaspursmál hvenær hlutirnir myndu byrja að tikka. Við unnum Val og eftir það fór okkur að ganga mjög vel. Fólk afskrifaði okkur og hélt að við værum á leið niður, en við unnum marga leiki og gerðum vel. Fyrsta tímabilið var fínt," segir Elvis en hann naut þess vel að spila með Eiði Aroni Sigurbjörnssyni í vörninni.
„Það er mjög gott að spila með Eiði. Við tölum mikið innan sem utan vallar. Hann er mjög góður og ég get ekki sagt neitt neikvætt um hann. Ég myndi klárlega segja að hann sé einn besti varnarmaðurinn í deildinni."
„Það var aldrei nein spurning um það hvort ég myndi koma til baka eða ekki. Ég gerði samning og ég stend við skuldbindingu mína. Ég var alltaf að fara að koma aftur og við byrjuðum mjög vel á undirbúningstímabilinu. Ég er auðvitað spenntur fyrir tímabilinu. Við höfum tekið upp þráðinn frá endalokum síðasta tímabils. Við höfum verið að leggja mikið á okkur og erum í góði formi. Við erum að spila vel og ég held að við verðum mjög góðir, við verðum erfiðir við að eiga."
„Við erum búnir að setja okkur markmið en höldum þeim innanbúðar. Við vitum hvað við ætlum að gera. Við erum öll í þessu saman."
Að lokum var Elvis spurður út í Arsenal, en hann er mikill stuðningsmaður félagsins. Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
„Það gerist ekki betra en að vera á toppi deildarinnar. Það yrði gríðarlega stórt að vinna deildina. Ég er raunsær aðdáandi og þetta er enn mikil barátta. Man City er með frábært lið og við eigum erfiða leiki eftir. Ef Arsenal vinnur deildina verður það einn besti dagurinn á ævi minni. Næstu vikur verða spennandi," sagði þessi skemmtilegi varnarmaður að lokum.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 8. sæti: ÍBV
Hin hliðin - Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV)
Athugasemdir