Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
sunnudagur 17. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 16. apríl
Championship
Southampton - Preston NE - 19:00
Meistaradeildin 8-liða
Dortmund - Atletico Madrid - 19:00
Barcelona - PSG - 19:00
Vináttulandsleikur
Cyprus U-17 - Montenegro U-17 - 12:00
Eliteserien
KFUM Oslo - Stromsgodset - 17:00
fim 01.apr 2021 09:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Sveindís ótrúlega spennt: Ekki nóg að segja það upphátt og gera ekkert í því

Það var mikið rætt og skrifað um Sveindísi Jane Jónsdóttur á síðasta ári enda var árið 2020 bara hennar ár hér á Íslandi.

Hún var lánuð í Breiðablik frá Keflavík og var besti leikmaður Íslandsmótsins er Blikar urðu Íslandsmeistarar. Hún kom einnig inn í íslenska A-landsliðið og vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína þar.

Undir lok ársins gekk hún í raðir þýska stórliðsins Wolfsburg en var lánuð í Kristianstad í Svíþjóð þar sem er mikil Íslandstenging. Fréttamaður Fótbolta.net ræddi við Sveindísi um tímann í atvinnumennsku til þessa og sitthvað fleira.

'Ég held að mesta breytingin sé að þurfa elda og ganga frá sjálf alla daga, en það venst'
'Ég held að mesta breytingin sé að þurfa elda og ganga frá sjálf alla daga, en það venst'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís í leik gegn sænska landsliðinu á síðasta ári.
Sveindís í leik gegn sænska landsliðinu á síðasta ári.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir er liðsfélagi Sveindísar hjá Kristianstad.
Sif Atladóttir er liðsfélagi Sveindísar hjá Kristianstad.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvær bestu leikmenn Íslandsmótsins í fyrra; Sveindís og Agla María Albertsdóttir.
Tvær bestu leikmenn Íslandsmótsins í fyrra; Sveindís og Agla María Albertsdóttir.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er held ég ekkert betra en að klæðast landsliðstreyjunni og spila fyrir Ísland'
'Það er held ég ekkert betra en að klæðast landsliðstreyjunni og spila fyrir Ísland'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís, sem er ein af vonarstjörnum Íslands, er með stór markmið og lítil.
Sveindís, sem er ein af vonarstjörnum Íslands, er með stór markmið og lítil.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mesta breytingin að þurfa að elda og ganga frá
Sveindís flutti til Svíþjóðar fyrir nokkrum vikum síðan og auðvitað hafa ákveðnar breytingar fylgt því.

„Lífið í Svíþjóð er bara mjög fínt! Ég held að mesta breytingin sé að þurfa elda og ganga frá sjálf alla daga, en það venst," segir Sveindís létt.

Hún er mjög spennt fyrir tímabilinu. Liðið hefur verið að spila í sænska bikarnum en deildin hefst eftir um tvær vikur.

„Ég er ótrúlega spennt fyrir tímabilinu og það er orðið ansi stutt í að þessi veisla byrji," segir þessi öflugi framherji.

Ekki að setja markmið með markaskorun
Sveindís skoraði 14 mörk í 15 deildarleikjum á síðustu leiktíð í Pepsi Max-deildinni. Sænska úrvalsdeildin er mikið sterkari deild. Sveindís kveðst ekki vera með markmið um sérstakan markafjölda fyrir tímabilið.

„Ég er ekki mikið fyrir að setja mér markmið um markaskorun en ég vil að öllum gangi vel inn á vellinum, og að við vinnum leikinn sama hvort að ég skori eða einhver önnur. Ég geri allt sem ég þarf að gera svo að við vinnum alla leiki," segir Sveindís sem ætlar að byrja á því að vinna sér inn byrjunarliðssæti, það er fyrsta markmið með Kristianstad.

„Ég ætla byrja á því að vinna mér inn byrjunarliðssæti því það er alls ekki sjálfgefið, það er samkeppni í öllum stöðum vallarins og meira að segja samkeppni um það að komast í hóp. Ég ætla mér að vera í byrjunarliðinu og eins og ég segi hér fyrir ofan þá fer ég í alla leiki til þess að vinna."

Kristianstad er mikið Íslendingafélag. Sif Atladóttir er í leikmannahópnum og þjálfarar liðsins eru þau Elísabet Gunnarsdóttir og Björn Sigurbjörnsson. Þá er Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir að þjálfa unglingalið félagsins.

„Það hefur gert svo gríðarlega mikið fyrir mig að hafa alla þessa Íslendinga í kringum mig. Kristianstad er frábær staður til þess að vera á og hér hafa allir tekið vel á móti mér; liðsfélagarnir eru frábærir."

Hausinn alfarið á sænsku úrvalsdeildinni
Kristianstad er ekki stærsti bær í heimi en undir stjórn Elísabetu Gunnarsdóttur hefur kvennalið félagsins fest sig í sessi í sænsku úrvalsdeildinni, og á síðasta tímabili náði liðið sínum besta árangri. Kristianstad hafnaði í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og spilar í Meistaradeildinni í fyrsta sinn á tímabilinu sem framundan er.

„Það er algjör bónus að fá að taka þátt í Meistaradeildinni með Kristianstad en hausinn á mér er alfarið á deildinni þessa stundina," segir Sveindís enda stutt í að deildini hefjist. Kristianstad hefur leik í sænsku úrvalsdeildinni þann 18. apríl gegn Eskilstuna á útivelli.

Sveindís spilar þetta tímabil og fer svo til Wolfsburg í Þýskalandi, eins og áður segir.

„Það verður mjög gaman að fara til Wolfsburg þegar að því kemur og spila við vinkonur mínar þar. En ég verð fyrst og fremst að hugsa um deildina hér í Svíþjóð og standa mig vel hér hjá Kristianstad áður en ég fer eitthvað að pæla í þýsku deildinni."

Hefði viljað lyfta bikarnum fyrir framan fullan Kópavogsvöll
Sveindís varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili með Blikum. Undirritaður var forvitinn um það hvort hún myndi vilja breyta einhverju frá síðasta tímabili eða hvort það hefði einfaldlega verið draumur í dós, núna þegar nokkrir mánuðirnir eru liðnir frá því það kláraðist.

„Síðasta tímabil var frábært þrátt fyrir Covid," segir Sveindís og bætir við:

„Ég hefði auðvitað vilja klára tímabilið og fá að lyfta mínum fyrsta Íslandsmeistarabikar fyrir framan fullan Kópavogsvöll en það var bara því miður ekki hægt. En nei, það er ekkert sem ég myndi vilja breyta; ég er bara mjög sátt með síðasta tímabil."

Ekkert betra
Sveindís, sem verður tvítug í sumar, spilaði sína fyrstu A-landsleiki á síðasta ári og hjálpaði Íslandi að komast á EM. Hún er komin með tvö mörk í fimm A-landsleikjum.

„Það er held ég ekkert betra en að klæðast landsliðstreyjunni og spila fyrir Ísland," segir Sveindís en liðið spilar á EM í Englandi á næsta ári. Nýr landsliðsþjálfari er Þorsteinn Halldórsson, sem þjálfaði Sveindísi, hjá Breiðablik.

„Ég er mjög spennt fyrir næstu verkefnum en við ætlum okkur að komast á HM og gera rosalega vel á EM 2022."

Ekki nóg að segja það upphátt og gera ekkert í því
Sveindís talaði um það í viðtali eftir að hún gekk í raðir Wolfsburg að hún ætlaði sér að verða besti leikmaður í heimi. Hvernig nær maður því markmiði?

„Ég á mér stór markmið og lítil en það er ekki nóg að segja þau upphátt og gera svo ekkert í því. Ég verð að standa mig vel og æfa mig í þeim hlutum sem ég get lagað og bætt mig í, til þess að verða með þeim bestu," segir Sveindís.

Árið 2020 var hennar ár en hún segir að 2021 geti orðið enn betra. Þessi efnilegi og eldsnöggi leikmaður vakti mikla athygli hér á Íslandi síðasta sumar og mun eflaust standa sig gríðarlega vel út í hinum stóra heimi næstu árin. Hún er ein af vonarstjörnum Íslands.


Athugasemdir
banner
banner