banner
banner
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
fimmtudagur 14. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
miðvikudagur 13. september
þriðjudagur 12. september
Undankeppni EM U21 landsliða
mánudagur 11. september
Undankeppni EM
sunnudagur 10. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
laugardagur 9. september
Lengjudeild karla
fimmtudagur 28. mars
CHAMPIONS LEAGUE: Playoffs - Women
Barcelona W - SK Brann W - 17:45
PSG (kvenna) - Hacken W - 20:00
Vináttulandsleikur
Argentina U-16 - Cote dIvoire U-16 - 17:30
Czech Republic U-16 - Mexico U-16 - 17:30
France U-16 - Saudi Arabia U-16 - 17:30
Japan U-16 - Wales U-16 - 17:30
þri 11.ágú 2020 10:30 Mynd: Aðsend
Magazine image

Bjarni hafði unnið allt sitt líf að því að komast í landsliðið - „Trúði því varla að ég væri þarna"

Í gær var birtur fyrri hluti af viðtali við Bjarna Mark Antonsson Duffield sem leikur með IK Brage í sænsku Superettan, næstefstu deild þar í landi. Í þeim hluta var farið yfir tímann, þegar kemur að fótbolta, á Sigufirði, hjá KA, Fjarðabyggð og Kristianstad.

Fyrri hluti:
Bjarni fylgdi lönguninni, flutti erlendis og vann sig upp í fótboltaheiminum - „Mjög hollt og lærdómsríkt"

Njósnarar félagsins höfðu 'scoutað' ákveðnar deildir þar sem raunhæfir leikmenn fyrir félagið spiluðu og leitað að ákveðnum eiginleikum hjá leikmönnum með forritinu InStat.
Njósnarar félagsins höfðu 'scoutað' ákveðnar deildir þar sem raunhæfir leikmenn fyrir félagið spiluðu og leitað að ákveðnum eiginleikum hjá leikmönnum með forritinu InStat.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hjálpaði þeim örugglega í að taka loka ákvörðun um að á endanum kaupa mig frá KA.
Það hjálpaði þeim örugglega í að taka loka ákvörðun um að á endanum kaupa mig frá KA.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Að mínu mati þá er Superettan, næstefsta deildin í Svíþjóð, lengra komin en Pepsi-deildin.
Að mínu mati þá er Superettan, næstefsta deildin í Svíþjóð, lengra komin en Pepsi-deildin.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Við vorum mikið með boltann í fyrri leiknum og spiluðum miklu betur en þeir, en þeir skoruðu tvö mörk og við nýttum ekki færin okkar sem voru þó nokkur.
Við vorum mikið með boltann í fyrri leiknum og spiluðum miklu betur en þeir, en þeir skoruðu tvö mörk og við nýttum ekki færin okkar sem voru þó nokkur.
Mynd/Christer Thorell
Ég skoraði nokkur mörk og átti nokkrar stoðsendingar ásamt því að ná gríðarlega góðum skilningi á hlutverki mínu í liðinu sem einn af tveimur miðjumönnum í 4-4-2 og gekk gríðarlega sáttur frá fyrsta tímabilinu mínu hér.
Ég skoraði nokkur mörk og átti nokkrar stoðsendingar ásamt því að ná gríðarlega góðum skilningi á hlutverki mínu í liðinu sem einn af tveimur miðjumönnum í 4-4-2 og gekk gríðarlega sáttur frá fyrsta tímabilinu mínu hér.
Mynd/Lars Jacobsson
Það var mjög óraunverulegt allt saman, ég var að reyna pæla ekki of mikið í þessu samt til að einbeita mér að leiknum en það var mögnuð tilfinning.
Það var mjög óraunverulegt allt saman, ég var að reyna pæla ekki of mikið í þessu samt til að einbeita mér að leiknum en það var mögnuð tilfinning.
Mynd/KSÍ
Ég var ekki búin að gefast upp þó ég hafi verið 23 ára og flutt aftur heim, ég veit hvað ég get og ég var staðráðinn í því að komast aftur út.
Ég var ekki búin að gefast upp þó ég hafi verið 23 ára og flutt aftur heim, ég veit hvað ég get og ég var staðráðinn í því að komast aftur út.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
...einfaldlega reynslan að vera með í landsliði, maður var að sjálfsögðu hálf stressaður að bæði æfa og spila.
...einfaldlega reynslan að vera með í landsliði, maður var að sjálfsögðu hálf stressaður að bæði æfa og spila.
Mynd/KSÍ
Ég hefði viljað spila aðeins betur en þetta var fyrsta skiptið sem ég var með einhverju landsliði svo ég verð ennþá meira tilbúinn næst.
Ég hefði viljað spila aðeins betur en þetta var fyrsta skiptið sem ég var með einhverju landsliði svo ég verð ennþá meira tilbúinn næst.
Mynd/KSÍ
Ég er eftir þessar æfingar með munnlegt samkomulag við IFK Kristianstad að ef ég verð 90kg þá verð ég 'signaður', ég á því miður frekar langt í land þar.
Ég er eftir þessar æfingar með munnlegt samkomulag við IFK Kristianstad að ef ég verð 90kg þá verð ég 'signaður', ég á því miður frekar langt í land þar.
Mynd/BMAD
Fyrst hringdi þjálfarinn minn í mig og sagði mér þetta og sagði að ég ætti von á símtali frá Erik Hamrén, ég var í algjöru sjokki, var ennþá í búningsklefanum með nokkrum úr liðinu og sagði þeim þetta og vissi ekki alveg hvernig ég átti að haga mér en ég var ekkert eðlilega sáttur.
Fyrst hringdi þjálfarinn minn í mig og sagði mér þetta og sagði að ég ætti von á símtali frá Erik Hamrén, ég var í algjöru sjokki, var ennþá í búningsklefanum með nokkrum úr liðinu og sagði þeim þetta og vissi ekki alveg hvernig ég átti að haga mér en ég var ekkert eðlilega sáttur.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann setur háar kröfur á mig og segir mér hreint út hvað ég er að gera rétt og vitlaust í leikjum og á æfingum.
Hann setur háar kröfur á mig og segir mér hreint út hvað ég er að gera rétt og vitlaust í leikjum og á æfingum.
Mynd/Getty Images
Mér fannst ég líka eiga þetta skilið. Síðan hringdi ég beint í mömmu og pabba og næst í systur mína og Óla og sagði þeim þetta.
Mér fannst ég líka eiga þetta skilið. Síðan hringdi ég beint í mömmu og pabba og næst í systur mína og Óla og sagði þeim þetta.
Mynd/Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Ég er búinn að vinna fyrir því allt mitt líf að komast í landsliðið og ég trúði því varla að ég væri þarna"
Í þessum seinni hluta verður rætt við Bjarna um A-landsliðsverkefnið í janúar og tímann til þessa hjá Brage en hann gekk í raðir félagsins eftir tímabilið 2018 með KA.

Kom vel út á forritinu InStat
Brage er annað félagið í Svíþjóð sem Bjarni hefur verið á mála hjá því hann lék með Kristianstad á árunum 2016-2018. Vissi Brage af leikmanninum Bjarna vegna fyrri dvöl hans í Svíþjóð?

„Það að ég hafði spilað í Svíþjóð hafði til að byrja með engin áhrif á að Brage vissi hver ég var. Njósnarar félagsins höfðu 'scoutað' ákveðnar deildir þar sem raunhæfir leikmenn fyrir félagið spiluðu og leitað að ákveðnum eiginleikum hjá leikmönnum með forritinu InStat. Þeir voru að leita að varnarsinnuðum miðjumanni sem gæti spilað boltanum og unnið návígi og endaði það með því að þjálfarinn vildi fá mig," sagði Bjarni.

„Þeir byrjuðu að fylgjast með mér á seinni hluta tímabilsins í Pepsi deildinni það sumarið. Starfsmenn félagsins sáu svo að ég hafði spilað í Kristianstad og einn leikmaður hjá Brage, sem var samherji minn í Kristianstad og góður vinur, hafði sagt þeim góða hluti um mig og að ég kynni tungumálið. Það hjálpaði þeim örugglega í að taka loka ákvörðun um að á endanum kaupa mig frá KA."

Vissi innst inni að þetta væri rétta skrefið - Ekki búinn að gefast upp
Var Bjarni alveg viss um að fara aftur til Svíþjóðar væri rétta skrefið?

„Ég var alls ekki 100% á því að fara aftur til Svíþjóðar, það voru ákveðnar fórnir sem ég þurfti og þarf að lifa með en ég vissi innst inni það væri rétta skrefið. Ég var ekki búin að gefast upp þó ég hafi verið 23 ára og flutt aftur heim, ég veit hvað ég get og ég var staðráðinn í því að komast aftur út. Að mínu mati þá er Superettan, næstefsta deildin í Svíþjóð, lengra komin en Pepsi-deildin. Það er meiri atvinnumennska, fleiri áhorfendur, stærra svið og meiri gæði svo ég vissi að þetta væri skref sem ég þyrfti að taka. Einnig var það gott að geta byrja í þessari deild og reyna að fá að spila mikið, í stað þess að fara kannski beint í efstu deild og enda svo á því að fá mjög takmarkaðar mínútur."

Klárlega besta tímabilið á ferlinum
Hvernig var árið 2019 fyrir Bjarna fótboltalega séð?

„Það var klárlega það besta á ferlinum. Það var rosalega erfitt þegar ég kom fyrst. Þetta var miklu betra 'level' en heima og mikil fagmennska í kringum allt hjá liðinu og aðrar áherslur. Þar hjálpaði það mér gríðarlega mikið að hafa verið úti áður, því það er mjög erfitt að mæta á nýjan stað þar sem menningin og áherslurnar eru allt aðrar en á Íslandi sem getur ýtt manni út í horn ef maður er ekki vanur. En ég hafði reynsluna frá fyrstu dvöl minni í Svíþjóð með mér sem hjálpaði helling að komast yfir erfiðu kaflana.

„Á fyrri hluta tímabilsins var ég góðan tíma að komast inn í hvernig við spiluðum og ná stöðugleika í leik minn, en með hjálp frá þjálfara teyminu komst ég yfir það og spilaði mjög vel á seinni hluta tímabilsins. Ég skoraði nokkur mörk og átti nokkrar stoðsendingar ásamt því að ná gríðarlega góðum skilningi á hlutverki mínu í liðinu sem einn af tveimur miðjumönnum í 4-4-2 og gekk gríðarlega sáttur frá fyrsta tímabilinu mínu hér."


Hvernig var árangur liðsins?

„Árangur liðsins var góður, við lentum í 3. sæti og tryggðum okkur sæti í umspili um að komast upp í efstu deild. Við vorum þó algjörir klaufara að enda ekki í öðru af tveimur efstu sætunum og tryggja okkur beint upp en það munaði aðeins einu stigi að við hefðum gert það."

Östersund neitað keppnisleyfinu í fyrstu
Þriðja sætið í Superettan leikur við þriðja neðsta liðið í Allsvenskan sem árið 2019 var Kalmar. Hvernig voru leikirnir í umspilinu?

„Leikirnir í umspilinu voru erfiðir. Við vorum með betra fótboltalið en þeir voru reyndari og meira 'effektívir' en við. Við vorum mikið með boltann í fyrri leiknum og spiluðum miklu betur en þeir, en þeir skoruðu tvö mörk og við nýttum ekki færin okkar sem voru þó nokkur. Við keyrðum svo 2-0 undir til Kalmar fyrir seinni leikinn og þá var róðurinn orðinn þungur. Seinni leikurinn endaði 2-2 þar sem þeir bara sigldu þessu heim."

Fjallað hefur talsvert um stöðu Östersund en félaginu var upphaflega neitað um keppnisleyfi í Allsvenskan fyrir tímabilið 2020 og leit á tímabili út fyrir að Brage myndi taka sæti Östersund í efstu deild. Bjarni var beðinn um að reyna útskýra hvernig málin þróuðust í vetur varðandi úrvalsdeildarsætið.

Sjá einnig:
Af hverju fór allt í rugl hjá Östersund?

„Málið var að við töpum umspilinu um að komast upp, en svo var Östersund, sem var í peningavandræðum, neitað um keppnisleyfi fyrir 2020 vegna vandræðana. Plássið þeirra í Allsvenskan var þá gefið til liðsins sem tapaði umspilinu, sem var Brage. Í rúman mánuð var það þannig að plássið var okkar og vorum við í fyrstu leikjaniðurröðun fyrir Allsvenskan. Síðan sendir Östersund inn áfrýjun og fékk hana í gegn þannig að þeir fengu plássið sitt aftur sem þýddi að við urðum eftir í Superettan."

Meiddist á liðböndum í æfingaleik í maí
Eins og sagt var frá hér að ofan þá kom Bjarni inn á í sínum fyrsta leik á föstudaginn í liðinni viku. Sænski bikarinn hófst snemma á árinu og lék Bjarni alla leiki Brage í bikarkeppninni en hafði ekkert leikið í deildarkeppninni. Hvers konar meiðsli hefur Bjarni verið að glíma við?

„Ég var heill og í rosalega góðu formi allt undirbúningstímabilið, það gekk vel og ég var með mikið sjálfstraust en svo kemur Covid og öllu er frestað. Á æfingu 12. maí, í einum af innbyrðisleikjunum sem við vorum að spila einu til tvisvar sinnum í viku, þá lenti ég illa með hnéð eftir að hafa fests smá í gervigrasinu sem þróast þannig að ég er búinn að vera frá síðan. Þessi meiðsli eru mjög pirrandi meiðsli sem taka langan tíma, ég meiddist illa á tveimur liðböndum á innanverðu hnénu ásamt því að fá beinmar þarna á sama svæði."

Æfði til að vera í besta formi lífs síns
Hvernig hefur endurhæfingaferlið verið?

„Endurhæfingarferlið er búið að vera langt og erfitt. Það eru bráðum liðnir 3 mánuðir síðan þetta gerðist og er ég ekki ennþá byrjaður að spila með liðinu á æfingum en það er planið núna í vikunni," sagði Bjarni síðastliðinn mánudag.

„Það er alltaf erfitt að lenda í svona meiðslum þegar maður er langt í burtu frá öllum en ég ákvað að nýta þessi meiðsli til að æfa meira en ég hef nokkurn tímann gert á ævinni til að vera í besta formi lífs míns þegar ég kem til baka. Ég er búinn að fá góða hjálp frá góðum aðilum með endurhæfinguna til styrkja hnéð og vöðvanna í kring eins mikið og hægt er á réttan hátt og verð tilbúnari en ég nokkurn tímann hef verið þegar ég kemst aftur á stað."

Var það persónulegur sigur þegar hann var valinn í leikmannahópinn síðastliðinn mánudag?

„Ég var með í hópnum í kvöld (3. ágúst) í fyrsta skipti og var það klárlega persónulegur sigur eftir alla vinnuna sem ég er búinn að leggja niður til að koma til baka. Planið var ekki að ég myndi spila neitt í þessum leik heldur bara leyfa mér að komast inn í rútínuna á leikdag aftur og vera með liðinu, til að vonandi vera tilbúinn að spila einhverjar mínútur í næsta leik, með því skilyrði að það gangi vel að æfa í vikunni og að hnéð sé tilbúið." Vikan þróaðist svo á þann veg að Bjarni kom við sögu með Brage á föstudaginn og spilaði síðasta korterið eða svo.

Eru með einn besta hópinn í deildinni
Hvernig hefur Brage gengið til þessa?

„Liðinu hefur gengið bara þokkalega til þessa. Liðið er búið að lenda illa í meiðslum en sem betur fer erum við með breiðan hóp og erum bara búnir að koma þokkalega út úr þessum kafla þar sem margir lykilleikmenn eru búnir að vera frá. Við setjum háar kröfur á okkur sem lið og hefðum klárlega viljað hafa aðeins fleiri stig núna, því að við vitum að við erum með einn besta hópinn í deildinni. Við sitjum í 6. sæti með sautján stig eftir ellefu leiki eins og stendur." Næsti leikur Brage er gegn Norrby á miðvikudag.

Bendir bæði á það rétta og ranga
Í 'Hinni hliðinni' segir Brage frá þvi að John Klebér Saarenpää, þjálfari Brage, sé besti þjálfari sem hann hefur haft og segir að hann hafi gjörbreytt sér sem leikmanni. Hvernig nær Klebér því besta út úr Bjarna sem leikmanni?

„Fyrst og fremst er ég búinn að fá rosalega gott traust frá honum, hann veit hvað ég get og hann hjálpar mér að ná fram öllum þeim eiginleikum sem ég bý yfir til að taka næsta skref sem leikmaður. Hann setur háar kröfur á mig og segir mér hreint út hvað ég er að gera rétt og vitlaust í leikjum og á æfingum."

„Hann hefur til dæmis gefið mér smá verkefni til að hugsa um og vinna með á æfingum til að fá ákveðna hluti til að festast og verða að vana. Við förum mikið yfir myndbandsklippur af okkur og skoðum hvað við þurfum að gera betur. Ég er í fyrsta skiptið á ævinni að vinna við að spila fótbolta með 100% einbeitingu á það, sem hefur gefið mér svigrúm til að æfa mikið aukalega og vinna í þeim þáttum sem þjálfarinn hefur sett upp fyrir mig."


Fær samning ef hann verður 90kg
Í marsmánuði var greint frá því að Bjarni hefði æft með handboltaliði Kristianstad sem leikur í Meistaradeildinni. Með félaginu leikur Ólafur Guðmundsson sem er mágur Bjarna. Hvernig gekki á æfingunni?

„Það gekk mjög vel. Ég fór nokkuð illa með þá í 8km hlaupi eina æfinguna og hringaði menn hægri vinstri. Þeim til varnar er maður ekki mikið að hlaupa 8km þegar maður spilar handbolta. Ég er eftir þessar æfingar með munnlegt samkomulag við IFK Kristianstad að ef ég verð 90kg þá verð ég 'signaður', ég á því miður frekar langt í land þar."

Er stutt á milli Brage og Kristianstad?

„Nei heldur betur ekki. Það eru 600km á milli Borlänge, þar sem ég bý, og Kristianstad og tekur það 6-7 tíma að keyra á milli."

Trúði því varla að hann væri mættur í A-landsliðið - Mögnuð tilfinning
Bjarni var valinn í A-landsliðið og tók þátt í janúarverkefni liðsins þegar liðið lék tvo æfingaleiki í Bandaríkjunum. Hvernig var að taka þátt í þessu verkefni?

„Það var geggjað. Ég er búinn að vinna fyrir því allt mitt líf að komast í landsliðið og ég trúði því varla að ég væri þarna. Ég hefði viljað spila aðeins betur en þetta var fyrsta skiptið sem ég var með einhverju landsliði svo ég verð ennþá meira tilbúinn næst."

Bjarni byrjaði leikinn gegn El Salvador, hvernig var að standa í landsliðstreyjunni og hlusta á þjóðsönginn?

„Það var mjög óraunverulegt allt saman, ég var að reyna pæla ekki of mikið í þessu samt til að einbeita mér að leiknum en það var mögnuð tilfinning."

Er eitthvað sem að Bjarni lærði af þessari landsliðsferð sem hann mun nýta sér á ferlinum?

„Já einfaldlega reynslan að vera með í landsliði, maður var að sjálfsögðu hálf stressaður að bæði æfa og spila. Þetta var því góð reynsla og markmiðið er jú að vera með aftur og þá verður einfaldara að koma inn næst og getað slappað aðeins meira af."

Fannst hann eiga þetta skilið
Hvenær vissi Bjarni að hann yrði í landsliðshópnum í janúarverkefninu?

„Fyrst hringdi þjálfarinn minn í mig og sagði mér þetta og sagði að ég ætti von á símtali frá Erik Hamrén, ég var í algjöru sjokki, var ennþá í búningsklefanum með nokkrum úr liðinu og sagði þeim þetta og vissi ekki alveg hvernig ég átti að haga mér en ég var ekkert eðlilega sáttur. Mér fannst ég líka eiga þetta skilið. Síðan hringdi ég beint í mömmu og pabba og næst í systur mína og Óla og sagði þeim þetta."

Tekið lítil skref og bætt sig gríðarlega á undanförnum árum
Fréttaritari hafði rekið augun í þá staðreynd að Bjarni hafði ekki leikið fyrir yngri landsliðin og Bjarni kom inn á það í svari sínu og sagðist verða tilbúnari næst þegar hann yrði valinn. Bjarni var spurður hvort hann finndi fyrir miklum bætingum á undanförnum árum eða hvort aðrar ástæður væru á bak við þessa staðreynd.

„Ég hef aldrei einu sinni farið á unglingalandsliðsæfingu. Ég var í engu af unglingalandsliðunum, var frekar lágvaxinn og er fæddur árið 1995 sem er mjög góður árgangur svo það var mjög erfitt að komast inn í hópinn."

„Ég held þó að stærsta ástæðan fyrir þessari staðreynd er að ég er búinn að bæta mig gríðarlega mikið núna á síðustu árum. Síðan ég var nítján ára er ég búin að vera taka lítil skref og spila mikið af leikjum á mismunandi 'leveli' í ólíku umhverfi og tel ég að það hafi þroskað mig mikið sem leikmann."

„Stærstu framfarirnar komu klárlega eftir að ég kom til IK Brage. Hér er ég búinn að fá að vinna við það að spila fótbolta og einbeita mér að því að læra að vinna með hluti sem ég hefði þurft að vera byrjaður á að vinna með fyrir löngu síðan,"
sagði Bjarni að lokum.

Sjá einnig:
Bjarni fylgdi lönguninni, flutti erlendis og vann sig upp í fótboltaheiminum - „Mjög hollt og lærdómsríkt" (fyrri hluti)
Hin hliðin - Bjarni Mark Duffield (IK Brage)
Mynd sem Bjarni birti á Instagram eftir endurkomuna á föstudag:

Athugasemdir
banner
banner