Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
banner
banner
fimmtudagur 25. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 21. apríl
Besta-deild karla
Besta-deild kvenna
föstudagur 19. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
föstudagur 19. apríl
Super League - Women
Brighton W - Everton W - 18:00
Division 1 - Women
Paris W - Saint-Etienne W - 12:30
Bundesligan
Eintracht Frankfurt - Augsburg - 18:30
Bundesliga - Women
RB Leipzig W - Bayer W - 16:30
Serie A
Cagliari - Juventus - 18:45
Genoa - Lazio - 16:30
Toppserien - Women
Lyn W - Lillestrom W - 16:00
Úrvalsdeildin
FK Krasnodar - Fakel - 16:00
La Liga
Athletic - Granada CF - 19:00
Damallsvenskan - Women
Norrkoping W - Djurgarden W - 17:00
Elitettan - Women
Umea W - Sunnana W - 17:00
fös 12.apr 2019 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 10. sæti: ÍBV

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að ÍBV endi í 10. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Fréttaritarar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. ÍBV endar í 10. sæti ef spáin rætist.

Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ÍBV 34 stig
11. Víkingur R. 25 stig
12. HK 12 stig

Um liðið: Enn eitt tímabilið er nýr þjálfari hjá ÍBV. Liðið endaði í 6. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra sem er besti árangur liðsins frá árinu 2013. ÍBV tapaði báðum viðureignum sínum gegn Pepsi Max-deildarliðum í Lengjubikarnum í ár, en vann Inkasso-liðin.

Þjálfari - Pedro Hipólito: Portúgalinn tekur við liðinu af Kristjáni Guðmundssyni en Pedro þjálfaði Fram í Inkasso-deildinni. Það verður spennandi að sjá hvernig Pedro gengur í deild þeirra bestu á Íslandi.

Styrkleikar: Heimavöllurinn reyndist Eyjamönnum vel í fyrra þar sem þeir töpuðu aðeins tveimur af 11 leikjum sínum þar í fyrra. Eyjamenn hafa verið lengur með leikmannahóp sinn í vetur en gengur og gerist í Eyjum og það gæti hjálpað þeim í byrjun móts en sögur herma að liðið hafi æft af miklum krafti. Liðið hefur ekki verið áberandi í umræðunni í vetur og ekki mikil pressa á því.

Veikleikar: Enn eitt árið eru miklar breytingar á liði ÍBV frá síðasta tímabili. Sóknarlínan frá því í fyrra er horfin á braut og nú þurfa aðrir að taka við keflinu. Gæti tekið tíma fyrir Pedró Hipólito að koma með sínar áherslur inn í liðið. Einnig er spurning hvernig hann nær að stilla saman varnarleiknum?

Lykilmenn: Sindri Snær Magnússon og Jonathan Glenn. Sindri Snær hefur borið fyrirliðabandið hjá ÍBV síðustu tímabil og virðist vera kominn með Eyjablóð í líkamann. Hann þarf að bera mikla ábyrgð í sumar. Eyjamenn verða að treysta á að Jonathan Glenn finni sitt gamla form og raði inn mörkum. Helst formið sem hann var í sumarið 2014.

Gaman að fylgjast með: Hvernig mun Guðmundur Magnússon standa sig í Eyjum? Eftir að hafa skorað 22 mörk í 26 leikjum með miðlungsliði Fram í Inkasso-deildinni í fyrra. Er hann leikmaðurinn sem fyllir skarð Gunnars Heiðars?

Spurningamerkið: Sóknarleikur Eyjamanna gæti orðið hausverkur. Hver á að taka við keflinu af Gunnari Heiðari sem var frábær í fyrra og skoraði níu mörk. Ekki verður það Shabab sem skoraði fjögur mörk í fyrra því hann er einnig farinn auk Kaj Leó í Bartalsstovu sem skoraði tvö og skapaði mikið í sóknarleiknum. Verður hægt að fylla skarð Gunnars Heiðars Þorvaldssonar sem hætti knattspyrnuiðkun eftir síðasta tímabil?

Völlurinn: Það þarf ekkert að segja of mikið um heimavöll ÍBV. Sennilega veit öll heimsbyggðin það hversu frábært vallarstæði Hásteinsvöllur er. Einstakt umhverfi og náttúrufegurðin gerir það að verkum að upplifun hjá vallargestum magnast upp.

Þjálfarinn segir - Pedro Hipólito
„Spárnar eru bara eins og þær eru, og við virðum skoðanir annarra. Við þurfum að leggja mikla vinnu í þetta. Við erum í raun að byggja nýtt lið og einbeitum okkur að því. Við getum ekki og viljum ekki eyða tíma og orku í önnur málefni. Við dáumst að leikmönnum okkar og berum virðingu fyrir þeim. Þeir hafa lagt mjög hart að sér og sýnt mikinn karakter. Það gefur okkur öllum trú. Við vitum af þeirri ábyrgð sem við höfum gagnvart félaginu og fólkinu í Vestmannaeyjum, og það er okkar skylda að halda félaginu í Pepsi-deildinni. Við eru með það markmið að sameina fótboltaliðið og fólkið á eyjunni. Svo það geti gerst verðum við leik eftir leik að sýna styrk og karakter innan vallar, svo fólk trúi á okkur og hjálpi okkur í þessu verkefni."

Komnir:
Evariste Ngolok frá Aris Limasosol
Felix Örn Friðriksson frá Vejle (Var á láni)
Guðmundur Magnússon frá Fram
Jonathan Glenn frá Fylki
Matt Garner frá KFS
Óskar Elías Zoega Óskarsson frá Þór
Rafael Veloso frá Valdres
Telmo Castanheira frá Frofense
Gilson Correia frá Peniche

Farnir:
Atli Arnarson í HK
Gunnar Heiðar Þorvaldsson hættur
Kaj Leó í Bartalsstovu í Val
Kassa Guy Gnabouyou til Grikklands
Yvan Yann Erichot
David Atkinson
Derby Carrillo
Frans Sigurðsson í Hauka
Shahab Zahedi

Fyrstu fimm leikir ÍBV:
27. apríl ÍBV - Fylkir
5. maí KR - ÍBV
11. maí ÍBV - Grindavík
15. maí HK - ÍBV
19. maí ÍBV - Víkingur R.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Felix Örn Friðriksson
Niðurtalningin: ÍBV - Gummi Magg og Felix Örn

Leikmenn ÍBV sumarið 2019:
Alfreð Már Hjaltalín - Varnarmaður
Breki Ómarsson - Framherji
Dagur Austmann - Varnarmaður
Devon Már Griffin - Varnarmaður
Diogo Manuel Coelho - Varnarmaður
Evariste Ngolok - Miðjumaður
Eyþór Orri Ómarsson - Framherji
Felix Örn Friðriksson - Varnarmaður
Gilson Correia - Varnarmaður
Guðmundur Magnússon - Framherji
Halldór Páll Geirsson - Markvörður
Jonathan Franks - Framherji
Jonathan Glenn - Framherji
Matt Garner - Varnarmaður
Nökkvi Már Nökkvason - Varnarmaður
Óskar Elías Zoega - Varnarmaður
Priestley David Keithley - Miðjumaður
Rafael Veloso - Markmaður
Róbert Aron Eysteinsson - Miðjumaður
Sigurður Arnar Magnússon - Varnarmaður
Sigurður Grétar Benónýsson - Framherji
Sindri Snær Magnússon - Miðjumaður
Telmo Castanheira - Miðjumaður
Víðir Þorvarðarson - Miðjumaður

Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Arnar Helgi Magnússon, Benedikt Bóas Hinriksson, Daníel Geir Mortiz, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Birgsson, Hafliði Breiðfjörð, Magnús Már Einarsson, Tómas Þór Þórðarson
Athugasemdir
banner
banner
banner