banner
banner
föstudagur 29. mars
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
fimmtudagur 14. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
miðvikudagur 13. september
þriðjudagur 12. september
Undankeppni EM U21 landsliða
mánudagur 11. september
Undankeppni EM
sunnudagur 10. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
föstudagur 29. mars
Engin úrslit úr leikjum í dag
sun 03.maí 2020 15:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Atli er tilbúinn í samkeppni - Landsliðsferð fór illa í þjálfara Fredrikstad

Atli Barkarson skrifaði í janúar undir samning við Víking Reykjavík. Hann er uppalinn á Húsavík en var fenginn til Norwich sumarið 2017 og var þar í tvö ár.

Síðasta haust gekk hann í raðir í Fredrikstad í þriðju efstu deild í Noregi og er nú kominn í Pepsi Max-deildina. Fótbolti.net ræddi við Atla þegar hann var kynntur sem leikmaður Víkings en fréttaritari vildi kafa dýpra í tímann á Húsavík, hjá Norwich og síðast hjá Fredrikstad.

Stuðningurinn frá foreldrunum hefur verið ómetanlegur - Þau styðja við mig í öllu því sem ég geri. Þetta hefði verið miklu erfiðara, fyrst sérstaklega, ef þau hefðu ekki verið hjá mér.
Stuðningurinn frá foreldrunum hefur verið ómetanlegur - Þau styðja við mig í öllu því sem ég geri. Þetta hefði verið miklu erfiðara, fyrst sérstaklega, ef þau hefðu ekki verið hjá mér.
Mynd/.
... þá spilaði ég ekki meira með aðalliðinu og var þjálfarinn ekki sáttur með mig sem mér fannst mjög ósanngjarnt.
... þá spilaði ég ekki meira með aðalliðinu og var þjálfarinn ekki sáttur með mig sem mér fannst mjög ósanngjarnt.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mér fannst fótboltinn lang skemmtilegastur af þessum íþróttum og það er ástæðan fyrir því að ég valdi hann.
Mér fannst fótboltinn lang skemmtilegastur af þessum íþróttum og það er ástæðan fyrir því að ég valdi hann.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Að hafa æft bæði handbolta og frjálsar með fótboltanum hefur hjálpað mér helling, sérstaklega frjálsu íþróttirnar.
Að hafa æft bæði handbolta og frjálsar með fótboltanum hefur hjálpað mér helling, sérstaklega frjálsu íþróttirnar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég held að þessi mörk hafi eitthvað spilað inn í að ég hafi verið valinn.
Ég held að þessi mörk hafi eitthvað spilað inn í að ég hafi verið valinn.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikstílinn sem við spilum hentar mér mjög vel.
Leikstílinn sem við spilum hentar mér mjög vel.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var ótrúlega gott að hafa Ísak með mér. Við urðum strax góðir vinir og vorum alltaf saman á æfingarsvæðinu. Ég held að það hafi hjálpað okkur báðum mikið að hafa hvorn annan.
Það var ótrúlega gott að hafa Ísak með mér. Við urðum strax góðir vinir og vorum alltaf saman á æfingarsvæðinu. Ég held að það hafi hjálpað okkur báðum mikið að hafa hvorn annan.
Mynd/Atli Barkarson
Ég spilaði alla leikina með þriðja flokki þetta sumar og í síðustu tveimur leikjunum á tímabilinu fékk ég sénsinn með meistaraflokki og kom inná á móti Hetti á Egilsstöðum.
Ég spilaði alla leikina með þriðja flokki þetta sumar og í síðustu tveimur leikjunum á tímabilinu fékk ég sénsinn með meistaraflokki og kom inná á móti Hetti á Egilsstöðum.
Mynd/Heimasíða Völsungs
 „Ég spilaði alla leiki þegar ég var heill og spilaði 90 mínútur. Það var alls ekki þannig að ég væri á bekknum og ekkert að gera.
„Ég spilaði alla leiki þegar ég var heill og spilaði 90 mínútur. Það var alls ekki þannig að ég væri á bekknum og ekkert að gera.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég fór til Fredrikdstad sem er risa stórt félag í Noregi með mikla sögu.
Ég fór til Fredrikdstad sem er risa stórt félag í Noregi með mikla sögu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég mun gera allt til þess að sýna Arnari að ég sé tilbúinn og gera honum erfitt fyrir að velja.
Ég mun gera allt til þess að sýna Arnari að ég sé tilbúinn og gera honum erfitt fyrir að velja.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var smá skrítið þegar ég var nýkominn út þá voru yfirmaður akademíunnar og yfirnjósnarinn, sem fengu mig til félagsins, látnir fara. Ég fann fljótlega að nýi yfirmaður akademíunnar hafði ekki sömu trú á mér og sá fyrri, jafnvel þótt þjálfararnir treystu mér fullkomlega.
Það var smá skrítið þegar ég var nýkominn út þá voru yfirmaður akademíunnar og yfirnjósnarinn, sem fengu mig til félagsins, látnir fara. Ég fann fljótlega að nýi yfirmaður akademíunnar hafði ekki sömu trú á mér og sá fyrri, jafnvel þótt þjálfararnir treystu mér fullkomlega.
Mynd/.
g tók hornið og setti hann fast á markið og sveif boltinn svona skemmtilega yfir markamanninn og beint í netið og tryggði ég okkur sigurinn með lokaspyrnu leiksins. Það var mjög gaman.
g tók hornið og setti hann fast á markið og sveif boltinn svona skemmtilega yfir markamanninn og beint í netið og tryggði ég okkur sigurinn með lokaspyrnu leiksins. Það var mjög gaman.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þarna byrjaði Jóhann Kristinn að þjálfa Völsung og tók hann mig bara alveg inn í meistaraflokkinn. Hann kenndi mér ótrúlega mikið.
Þarna byrjaði Jóhann Kristinn að þjálfa Völsung og tók hann mig bara alveg inn í meistaraflokkinn. Hann kenndi mér ótrúlega mikið.
Mynd/Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Svo byrjaði ég síðasta leikinn á tímabilinu á móti KF og er ég ótúlega þakklátur Palla Gísla, þáverandi þjálfara Völsungs, að gefa mér sénsinn.
Svo byrjaði ég síðasta leikinn á tímabilinu á móti KF og er ég ótúlega þakklátur Palla Gísla, þáverandi þjálfara Völsungs, að gefa mér sénsinn.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ég var færður fyrst í bakvörðinn hjá Láka í U17 og svo festi ég mig þar þegar ég fór út til Norwich.
Ég var færður fyrst í bakvörðinn hjá Láka í U17 og svo festi ég mig þar þegar ég fór út til Norwich.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég mun gera allt til þess að sýna Arnari að ég sé tilbúinn og gera honum erfitt fyrir að velja."
Íslandsmeistari í þremur greinum þrettán ára
Við byrjum á byrjuninni. Hvenær og hvernig kviknar áhuginn á fótboltanum.

„Ég byrjaði í fótbolta þegar ég var þriggja ára á Húsavík og æfði upp alla yngri flokkana með Völsungi. Pabbi náði í mig á leikskólann til þess að fara með mig á æfingar og hann horfði á allar æfingar hjá mér þegar ég var lítill. Stuðningurinn frá foreldrunum hefur verið ómetanlegur," sagði Atli við Fótbolta.net.

„Áhuginn kviknaði fyrir alvöru þegar ég var á eldra ári í 7. flokki og var farinn að æfa uppfyrir mig. Það var ótrúlega skemmtilegt og krefjandi."

Atli segir frá því í 'hinni hliðinni' að hann hafi þrettán ára orðið Íslandsmeistari í þremur greinum í frjálsum íþróttum. Voru fleiri íþróttir sem Atli var að æfa og hvenær varð fótboltinn fyrir valinu sem sú íþrótt sem öll einbæting færi í?

„Ég æfði frjálsar, fótbolta og handbolta þegar ég var yngri. Ég var nokkuð góður í því öllu. Ég hætti hinsvegar í frjálsum þegar ég var þrettán ára og handbolta þegar ég var fimmtán ára og allur fókus fór í fótboltann."

„Mér fannst fótboltinn lang skemmtilegastur af þessum íþróttum og það er ástæðan fyrir því að ég valdi hann."


Hjálpar það til í fótboltanum að hafa æft frjálsar og handbolta?

„Að hafa æft bæði handbolta og frjálsar með fótboltanum hefur hjálpað mér helling, sérstaklega frjálsu íþróttirnar. Ég var með frábæran þjálfara þar sem kenndi mér helling. Frjálsar eru frábær grunnur fyrir nánast allar íþróttir."

Fékk fyrsta tækifærið sumarið 2016
Atli lék tvo leiki með meistaraflokksliði Völsungs sumarið 2016. Hvernig var að koma inn í liðið á þeim tímapunkti?

„Ég byrjaði að æfa með meistaraflokknum um haustið 2015 og spilaði nokkra leiki á undirbúningstímabilinu. Um sumarið æfði ég með meistaraflokki þrisvar í viku og með 3. flokki tvisvar í viku."

„Ég spilaði alla leikina með þriðja flokki þetta sumar og í síðustu tveimur leikjunum á tímabilinu fékk ég sénsinn með meistaraflokki og kom inná á móti Hetti á Egilsstöðum."

„Svo byrjaði ég síðasta leikinn á tímabilinu á móti KF og er ég ótúlega þakklátur Palla Gísla, þáverandi þjálfara Völsungs, að gefa mér sénsinn."


Lagði mikið á sig til að vera tilbúinn - Blæddi inn á nýrað
Atli lék sjö leiki, oftast á vinstri kanti eða á miðjunni, með Völsungi sumarið 2017 og skorar tvö mörk. Hvernig var tímbailið og hver var munurin á Atla sjálfum þetta sumarið miðað við árið áður?

„Tímabilið 2017 var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt tímabil. Þarna byrjaði Jóhann Kristinn að þjálfa Völsung og tók hann mig bara alveg inn í meistaraflokkinn. Hann kenndi mér ótrúlega mikið."

„Ég fór oft á aukaæfingar hjá honum um veturinn og lagði mikið auka á mig til þess að verða eins tilbúinn og ég gat fyrir tímabilið vegna þess að ég vissi að ég væri nógu góður til þess að spila en kannski ekki alveg nógu 'physical'. Ég fór líka til sjúkraþjálfara sem hjálpaði mikið við grunnstyrk, liðleika og svoleiðis þar sem ég var búinn að stækka hratt og réði líkaminn ekki alveg við það sjálfur."

„Ég spilaði alla leikina á undirbúningstímabilinu og var í mjög góðu formi. Ég var hungraður að sýna mig. Ég spilaði bara níu leiki um sumarið því á miðju tímabili lenti ég í því að það blæddi inn á nýrað hjá mér."

„Ég kom inná á móti Tindastóli og var tæklaður og lenti svo illa að það blæddi inná nýrað. Eftir þetta mátti ég ekkert gera í fjórar vikur sem var mikið högg. Þar sem ég var að fara skrifa undir hjá Norwich í sömu viku og svo var landsliðsverkefni fljótlega sem ég var hræddur um að missa af. En þetta gekk svo bara allt vel og ég náði landsliðsverkefninu og það varð ekkert vandamál hjá Norwich."


Atli skoraði sín fyrstu og einu mörk í mótsleik á Íslandi í sigri gegn KV þetta sumarið. Var leikurinn eftirminnilegur?

„Leikurinn við KV er mjög eftirminnilegur þar sem ég skoraði mín fyrstu mörk fyrir meistaraflokk. Einnig var Láki (Þorlákur Árnason), sem var að þjálfa U17 á þeim tíma, að horfa á leikinn og það átti að velja landsliðshóp fljótlega fyrir Norðurlandamót. Ég held að þessi mörk hafi eitthvað spilað inn í að ég hafi verið valinn."

Valið á milli PSV og Norwich
Atli var staðfestur sem leikmaður Norwich um haustið 2017. Voru fleiri lið sem reyndu að fá hann til liðs við sig á þessum tímapunkti?

„Ég fór á reynslu til Norwich í mars 2017 og svo fór ég einnig til PSV á reynslu í apríl. PSV vildi fá mig aftur á reynslu sex mánuðum seinna en mér fannst það of langt að bíða á þeim tíma. Norwich var mjög áhugasamt og bauð mér samning strax eftir reynsluna. Mér leist vel á það þannig ég ákvað að fara þangað. Enda var þar mjög góð aðstaða sem var verið að byggja upp og akademían líka í efsta styrkleikaflokki."

Síðasti leikur Atla með Völsungi er 4. júlí um sumarið en hann er ekki tilkynntur hjá Norwich fyrr en í september. Hvað gerist í millitíðinni?

„Ég skrifaði undir við Norwich í byrjun júli en það mátti ekki tilkynna það fyrr en ég væri kominn með leikheimild og allt klárt sem gerðist ekki fyrr en í september. Síðasti leikurinn minn með Völsungi var á móti Tindastól þegar það blæddi inn á nýrað, svo fór ég á norðurlandamótið með landsliðinu svo bara beint út til Norwich."

Flutti fjölskyldan með Atla til Norwich?

„Ég fór út til Norwich í byrjun ágúst og bjó fyrst heima hjá Ísaki Snæ áður en fjölskyldan kom út um miðjan september."

Ótrúlega gott að hafa Ísak með mér
Þegar Atli skrifar undir hjá Norwich eru bæði Ísak Snær Þorvaldsson og Ágúst Eðvald Hlynsson á mála hjá félaginu. Ágúst var þó ekki lengi því hann fór fljótlega til Danmerkur. Hvernig var að hafa Ísak á sama stað?

„Ísak Snær og Ágúst Hlyns voru báðir hjá Norwich þegar ég kom fyrst út en Ágúst fór fljótlega til Bröndby. Það var ótrúlega gott að hafa Ísak með mér. Við urðum strax góðir vinir og vorum alltaf saman á æfingarsvæðinu. Ég held að það hafi hjálpað okkur báðum mikið að hafa hvorn annan."
„Þetta hefði verið miklu erfiðara, fyrst sérstaklega, ef þau hefðu ekki verið hjá mér."
Hjálpaði mikið að hafa fjölskylduna með sér í Norwich
Hvernig gerir Atli tímann hjá Norwich upp?

„Tíminn hjá Norwich var heilt yfir mjög góður að mínu mati. Það var smá skrítið þegar ég var nýkominn út þá voru yfirmaður akademíunnar og yfirnjósnarinn, sem fengu mig til félagsins, látnir fara. Ég fann fljótlega að nýi yfirmaður akademíunnar hafði ekki sömu trú á mér og sá fyrri, jafnvel þótt þjálfararnir treystu mér fullkomlega."

„Mamma, pabbi og litla systir mín fluttu út með mér og var það ótrúlega mikilvægt fyrir mig. Þau styðja við mig í öllu því sem ég geri. Þetta hefði verið miklu erfiðara, fyrst sérstaklega, ef þau hefðu ekki verið hjá mér."

„Ég spilaði alla leiki þegar ég var heill og spilaði 90 mínútur. Það var alls ekki þannig að ég væri á bekknum og ekkert að gera. Það var æft tvisvar sinnum á dag nánast alla daga og svo spilaður leikur í hverri viku. Svo ég tel mig hafa grætt helling á þessu og bætt mig mikið. Þetta var auðtvitað mikið hark og alls ekki auðvelt."

„Þegar ég kom út fyrir síðasta tímabil þá fann ég það bara strax að það var eitthvað ekki í lagi."


Bað um útskýringar á stöðunni
Atli segir hér að ofan að hann hafi fundið það strax að eitthvað væri ekki í lagi. Hvað var öðruvísi þegar Atli kom út fyrir sitt þriðja tímabil hjá Norwich?

„Ég kom út fyrir tímabilið og var búinn að æfa mjög vel sjálfur heima á Íslandi. Ég var að fara æfa með varaliðinu (U23) hjá Norwich."

„Þegar ég kom út frétti ég að þeir hefðu keypt nýjan vinstri bakvörð og ef að lið kaupa nýjan vinstri bakvörð þá er hann oftast að fara spila"

„Ég hélt samt áfram að æfa á fullu en fann bara strax að þeir voru ekki einu sinni að fara gefa mér neinn séns að á sýna mig, var bara eins of það hafi löngu verið búið að ákveða að ég myndi vera á bekknum á tímabilinu."

„Ég æfði bara miðvörð og fékk ekkert að spila vinstri bakvörð á æfingum. Á þeim tímapunkti bað ég um fund með þjálfaranum og yfirmanni akademíunnar og vildi fá útskýringar á þessu."

„Þá var mér sagt að ég myndi líklegast vera mikið á bekknum á tímabilinu og ekki fá mikinn spiltíma. Mig langaði það ekki og þess vegna ákvað ég að leita annað."


Skoraði mark beint úr hornspyrnu
Í desember 2018 skoraði Atli mark beint úr hornspyrnu Fréttaritari bað Atla að lýsa markinu og aðstæðunum sem voru á þeim tímapunkti sem hornspyrnan var tekin.

„Þetta var leikur í FA youth cup (bikarkeppni unglingaliða) sem eru stærstu leikirnir á hverju tímabili fyrir U18 liðin á Englandi. Í þeirri keppni spila allir þeir bestu hjá stóru liðunum sem hafa aldur."

„Liðin vilja vinna þetta vegna þess að ef þú vinnur þessa keppni ertu talin hafa eina af bestu akademíunum á Englandi. Norwich vann hana 2013."

„Við vorum að spila útileik á móti Port Vale og við komumst 2-0 yfir í seinni hálfleik en þeir skoruðu tvö mörk á síðustu tíu mínútunum. Eitt á 83. og annað á svona 89. mínútu."

„Við fengum horn á 92. mínútu og vorum við með kerfi að pakka á marklínuna og setja boltann fast þangað. Ég tók hornið og setti hann fast á markið og sveif boltinn svona skemmtilega yfir markamanninn og beint í netið og tryggði ég okkur sigurinn með lokaspyrnu leiksins. Það var mjög gaman."


Fór í risa félag í Noregi
Atli ákvað að leita annað um haustið 2019 og fer til Noregs. Fredrikstad varð fyrir valinu. Félagið er stórt í Noregi en er í 3. efstu deild. Hvernig var ferlið að finna sér nýtt félag síðasta haust?

„Þegar ég vissi að ég myndi ekki fá mikinn spiltíma hjá Norwich á tímabililnu þá bað ég Óla umboðsmann að leita fyrir mig að nýju félagi og fór ég á reynslu hjá liði í efstu deild í Noregi og næst efstu deild."

„Mér var boðinn samningur hjá liðinu í næst efstu deild en mér fannst það bara ekki henta mér á þeim tíma það sem þeir voru að bjóða."

„Ég fór til Fredrikdstad sem er risa stórt félag í Noregi með mikla sögu. En þeir eru í 3 efstu deild eins og er. Þegar ég fór til þeirra voru miklar líkur að við myndum fara upp og var ég spenntur fyrir því verkefni sem var þar í gangi."

„Ég skrifaði undir samning sem virkaði þannig að ég mætti fara ef þeir kæmust ekki upp en myndi vera áfram ef þeir kæmust upp."

„Þá er Per Matthias Högmo yfirmaður íþróttamála hjá félaginu. Hann hefur þjálfað nánast öll yngri landslið hjá Noregi og A landslið bæði kvenna og karla sem hafði einnig áhrif á valið."

„Eftir þessa landsliðsferð þá spilaði ég ekki meira með aðalliðinu og var þjálfarinn ekki sáttur með mig sem mér fannst mjög ósanngjarnt."
Þjálfarinn ósáttur með val Atla
Hvernig gekk hjá Fredrikstad?

„Ég spilaði þrjá leiki með aðalliðinu þar og gekk mjög vel en svo kom það upp að það var landsliðsverkefni með U19 sem ég var valinn í og þjálfarinn hja Fredrikstad vildi ekki að ég myndi fara í það heldur spila hjá þeim leikina sem voru á sama tíma."

„En KSÍ hefur rétt á að fá mig í öll verkefni á landsliðsdögum. Eftir þessa landsliðsferð þá spilaði ég ekki meira með aðalliðinu og var þjálfarinn ekki sáttur með mig sem mér fannst mjög ósanngjarnt."


Spennandi að koma heim til Íslands
„Ég vildi koma heim til að spila alvöru fótbolta, komast í gott lið, gott umhverfi, frábæra þjálfara og gott þjálfarateymi," sagði Atli Barkarson við Fótbolta.net við undirskrift í Víkinni í janúar. Var fyrsti kosturinn eftir tímabilið í Noregi að koma heim til Íslands?

„Ég ákvað eiginlega um leið og tímabilið í Noregi var búið að ég myndi bara fara heim og sjá hvað myndi bjóðast. Ég fékk ekkert nógu spennandi úti og fannst líka bara Pepsi Max-deildin mjög spennandi kostur fyrir mig á þessum tímapunkti."

Góð og holl samkeppni fyrir alla aðila
Viðtalinu lýkur á nokkrum spurningum um Víking. Hvernig hafa fyrstu mánuðirnir verið í Víkinni?

„Fyrstu mánuðirnir hafa gengið vel. Strákarnir hafa tekið mér vel og er ég sáttur með þetta val hjá mér."

Hvernig hefur gengið í þeim leikjum sem Atli hefur spilað?

„Ég hef bara spilað tvo leiki sem er alls ekki mikið en það er vegna þess að ég fékk ekki leikheimild fyrr en í lok febrúar og svo stuttu seinna þá stoppaði allt vegna Covid. En mér gekk mjög vel í þessum tveimur leikjum. Leikstílinn sem við spilum hentar mér mjög vel."

Hver er staða Atla á vellinum og hvenær festi Atli sig þar?

„Mín staða er vinstri bakvörður eða vinstri vængbakvörður. Mér líður vel þar og tel mig geta náð langt þar. Ég var færður fyrst í bakvörðinn hjá Láka í U17 og svo festi ég mig þar þegar ég fór út til Norwich."

Dofri Snorrason og Logi Tómasson hafa báðir leyst stöðu vinstri bakvarða hjá Víkingum. Hvernig líst Atla á samkeppnina um sæti í liðinu?

„Það er samkeppni í öllum liðum. Þú labbar ekki inn í neitt lið og sérstaklega ekki í Pepsi Max-deildinni. Ég tel að þessi samkeppni sé góð og bara holl fyrir okkur alla. Ég mun gera allt til þess að sýna Arnari að ég sé tilbúinn og gera honum erfitt fyrir að velja."

Sjá einnig:
Atli Barkar: Vildi fara í Víking strax eftir fund með Arnari
Hin hliðin - Atli Barkarson (Víkingur R.)
Athugasemdir
banner
banner