Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
   lau 14. maí 2022 13:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristófer Acox spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Boltanum troðið!
Boltanum troðið!
Mynd: Bára Dröfn
Kristófer Acox spáir í leiki helgarinnar á Englandi. Átta leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni og þá fer fram úrslitaleikurinn í enska bikarnum. Til að ná upp í tíu leiki þá spáir Kristó einnig í fyrri leik Sheffield United og Nottingham í Championship-umspilinu.

Kristófer er leikmaður Vals í körfubolta og hefur verið einn allra besti leikmaður Subway-deildarinnar í vetur. Valur er í lokaúrslitum deildarinnar og mætir Tindastól í fjórða leik liðanna á sunnudagskvöld.

Gary Martin, fyrirliði Selfoss, var spámaður síðustu helgar og var með sjö leiki rétta.

Svona spáir Kristófer leikjunum:

Sheffield United 3 - 1 Nottingham Forest (laugardag 14:00)
Það væri nú draumi líkast að fá Forest aftur upp í efstu deild en þeir lenda í basli í fyrri leiknum gegn Sheffield. Einvígið er þó ekki búið og má búast við óvæntu í síðari leiknum, stay tuned.

Chelsea 3 - 2 Liverpool (laugardag 15:45)
Við í bláu tökum þetta í virkilega skemmtilegum leik. Þetta veltur töluvert á því hvort Mateo Kovacic nái að spila því án hans gæti Chelsea lent í alls konar veseni. Við erum í hefndarhug eftir úrslitaleik deildabikarsins og höfum þetta að lokum, Big Rom er að hitna og hann kemst að sjálfsögðu á blað.

Tottenham 4 - 1 Burnley (sunnudag 11:00)
Þessi sigur er aldrei í hættu, Tottenham nær þessu fjórða sæti og það er kominn tími á Burnley, búið spil. Áttu ágætis tilraun í að reyna að halda sér uppi en Sean Dyche fékk hnífinn í bakið og það mun alltaf kosta sitt.

Aston Villa 2 - 0 Crystal Palace (sunnudag 13:00)
Það er stemning í Villa eftir endanlega komu Philippe Coutinho frá Barcelona og þeir sigla þessu heim. Steven Gerrard nennir ekki að enda tímabilið á einhverjum tapleikjum og þetta kemur heim.

Leeds 2 - 2 Brighton (sunnudag 13:00)
Verður tæpt en Leeds nær stigi og á ótrúlegan hátt, fylgist með því. Komast í 35 stig fyrir ofan Burnley og í ágætis málum. Raphinha vill ekki kveðja Leeds með falli og skorar tvö mörk í þessum leik.

Watford 0 - 6 Leicester (sunnudag 13:00)
Búið spil. Roy Hodgson er endanlega hættur þjálfun eftir þennan leik, áttar sig á eigin mistökum að taka við liðinu eftir þessa viðureign. Hann skuldar konunni og hann veit það vel.

West Ham 2 - 2 Manchester City (sunnudag 13:00)
Jafntefli. Það er þannig, það er gefið að titilbaráttan verði enn opin fyrir lokaumferðina, endar ekki í 37. umferð. Man City verður miklu betri en umdeild vítaspyrna tryggir West Ham þetta dýrmæta stig í Evrópubaráttunni.

Wolves 1 - 0 Norwich (sunnudag 13:00)
Verður svo leiðinlegur leikur en eitthvað brandaramark tryggir Wolves sigurinn og Twitter mun loga af bröndurum tengdum kanarífuglunum eftir leikinn.

Everton 3 - 0 Brentford (sunnudag 15:30)
Mikill brandari að fólk hafi haldið að Super Frank væri að fara falla með Everton. Tekur við þrotabúi og er loksins að takast að fá þessa jólasveina á sitt band. Það sem Liverpool-menn geta skemmt, það getum við Chelsea-menn lagað.

Newcastle 4 - 1 Arsenal (mánudag 19:00)
Arsenal partíið er búið. Komast yfir í þessum leik en stemningin á St. James' rífur heimamenn í gang og þeir fagna öruggum sigri þar sem töframaðurinn Bruno verður sjóðandi heitur. Best geymdir í Evrópudeildinni og við biðjum að heilsa Slavia Prag fyrir næstu leiktíð.

Fyrri spámenn:
Gary Martin - 7 réttir
Kristín Dís - 7 réttir
Arnór Sig - 6 réttir
Hörður Björgvin - 6 réttir
Sveindís Jane - 6 réttir
Venni Páer - 6 réttir
Ingimar og Tóti - 6 réttir
Arnór Gauti - 5 réttir
Aron Þrándar - 5 réttir
Siffi G - 5 réttir
Davíð Snær - 5 réttir
Benni Gumm - 5 réttir
Mist Edvards - 5 réttir
Karitas - 5 réttir
Kristjana Arnars - 4 réttir
Jeppkall - 4 réttir
Ísak Bergman - 4 réttir
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Sammi - 4 réttir
Janus Daði - 4 réttir
Arnar Laufdal - 3 réttir
Áslaug Munda - 3 réttir
Elías Már - 3 réttir
Orri Steinn - 3 réttir
Villi Neto - 2 réttir
Davíð Atla - 2 réttir
Sóli Hólm - 2 réttir
Bjarki Már - 1 réttur
Enski boltinn - Stórliðin í brennidepli fyrir lokasprettinn
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
11 Everton 23 9 5 9 24 26 -2 32
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 7 7 9 31 37 -6 28
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner