banner
banner
föstudagur 29. mars
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
fimmtudagur 14. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
miðvikudagur 13. september
þriðjudagur 12. september
Undankeppni EM U21 landsliða
mánudagur 11. september
Undankeppni EM
sunnudagur 10. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
föstudagur 29. mars
Engin úrslit úr leikjum í dag
fös 01.júl 2022 13:36 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Seinni hálfleikur sem Klopp og Rangnick væru stoltir af

Íslenska landsliðið vann góðan sigur á Póllandi í vinátttulandsleik á miðvikudag. Um var að ræða eina undirbúningsleik liðsins fyrir EM. Það var margt sem betur hefði mátt fara í þessum leik, en líka margt mjög gott sem liðið getur tekið með sér.

Það sem var hvað best í seinni hálfleiknum var hápressan sem liðið sýndi þegar tækifæri gafst til þess. Þar sýndu stelpurnar okkar að þær geta gert andstæðinginn óttasleginn með pressu sinni ef þær framkvæma hana rétt og vel.

Liðið færðist ofar á völlinn í seinni hálfleik og gaf Pólverjum lítið pláss, sérstaklega þegar þær voru að taka markspyrnur. Þá kom Íslenska liðið mjög hátt og var tilbúið að loka.

Í pressu breyttist kerfi Íslands oft á tíðum í 4-4-2 í þessum tiltekna leik þar sem önnur af áttunum tveimur fór upp í pressuna með níunni.

Hérna kemur Sara upp með Berglindi og lokar þannig að Pólland fer í langa sendingu.

Eftir slakan fyrri hálfleik þar sem vantaði áræðni í nánast alla leikmenn - nema kannski Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur - þá var farið vel yfir málin í seinni hálfleik.

„Mér fannst allt annað að sjá okkur í seinni hálfleik. Við stigum ofar, pressan virkaði miklu betur og við skoruðum þrjú mörk... þær voru í smá basli með það (þegar íslenska liðið steig ofar) og við náðum að covera þessi svæði sem við vildum loka á. Við náðum að pressa þær vel," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, eftir leikinn.

Og það er hárrétt hjá henni. Öll mörk íslenska liðsins komu eftir að liðið vann boltann hátt upp á vellinum.

Fyrsta markið kemur eftir að Gunnhildur fer upp í pressuna og vinnur boltann. Í kjölfarið hleypur hún inn á teiginn og finnur Berglindi.

Úr verður eitthvað aðveldasta mark sem Berglind hefur skorað á ferlinum.

Í öðru markinu á Sara slaka sendingu en hún pressar strax og vinnur boltann hátt uppi. Bakvörðurinn er úr stöðu og Sara finnur Sveindísi strax.

Sveindís fær í kjölfarið pláss til að vinna með, keyrir á næsta varnarmann og smellir boltanum upp í þaknetið.

Í þriðja markinu er svo líklega besta dæmið um samheldna og góðu pressu íslenska liðsins í seinni hálfleiknum.

Þær eru komnar þrjár þarna saman til að loka á sendingaleiðir. Markvörður Pólverja gefur boltann stutt og kemur liðsfélaga sínum í slæma stöðu. Íslenska liðið ýtir ofar og neyðir varnarmann Póllands í slaka sendingu sem fer beint á Öglu Maríu Albertsdóttur.

Agla María horfir strax á markið og skorar stórglæsilegt mark.

Segja má að frammistaða íslenska liðsins hafi verið af þýska skólanum í seinni hálfleik - 'gegenpressing' - þar sem liðið vinnur boltann hátt upp á vellinum og horfir strax í átt að markinu. Þú reynir að vinna boltann um leið og þú ert búinn að tapa honum, eins og Sara gerði til að mynda í öðru markinu.

„Gegenpressing gerir þér kleift að vinna boltann aftur nálægt markinu. Þú ert aðeins einni sendingu frá virkilega góðu færi. Enginn leikstjórnandi í heiminum getur verið eins góður og gott gegenpressing, og þess vegna er það svo mikilvægt," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, fyrir nokkrum árum þegar hann útskýrði hugmyndafræði sína.

Mikið hefur verið talað um Þjóðverjana Klopp og Ralf Rangnick í tengslum við pressu í fótbolta. Þeir væru örugglega stoltir ef lið þeirra hefði pressað eins og Ísland í seinni hálfleiknum gegn Póllandi.

Með þessari hugmyndafræði ertu að reyna að búa til sókn þegar andstæðingurinn á ekki von á því, er ekki tilbúinn til þess að verjast.



Íslenska liðið nýtti sín tækifæri gríðarlega vel til að pressa hátt í seinni hálfleik gegn Póllandi og voru skilvirkar í sinni pressu. Þær sýndu að þetta er vopn sem við höfum í okkar vopnabúri; að pressa hátt og gera andstæðingnum þannig lífið leitt.

Pressan var að virka vel gegn Pólland. Heilt yfir allan leikinn vorum við með 6,71 í PPDA (Passes Allowed Per Defensive Action) sem sýnir fram á að við vorum heilt yfir að pressa vel í leiknum, þó það hafi verið mun betra í seinni hálfleik og meiri ákefð í því sem við vorum að gera. Sú tala - 6,71 - er betra en það sem við höfum verið að sýna að meðaltali eftir að Þorsteinn Halldórsson tók við liðinu. Meðtalið í leikjum á þessu ári er 9,31 og á síðasta ári var meðaltalið 7,79.



Sara og Gunnhildur eru frábærar í þessu
Sara og Gunnhildur voru mikið að koma upp af miðjunni og hjálpa níunni að loka. Ef þú vilt pressa hátt í þessu 4-1-4-1 kerfi, þá eru þær miðjumenn sem þú vilt hafa í þínu liði. Þær eru báðar orkumiklar í sínum leik, algjörir stríðsmenn fyrir liðið og eru harðar í horn að taka. Þær eru tilbúnar að hlaupa úr sér lungun fyrir þjóðina.

Sara vann boltann (recovery) átta sinnum í leiknum á móti Póllandi og þar af sex sinnum á vallarhelmingi andstæðingsins. Gunnhildur, sem var valin maður leiksins hér á Fótbolta.net, vann boltann níu sinnum og þar af átta sinnum á vallarhelmingi andstæðingsins.



Í því kerfi sem Ísland spilaði á móti Póllandi þá var Dagný Brynjarsdóttir aðeins fyrir aftan Söru og Gunnhildi. Hún vann boltann 15 sinnum í leiknum en var að gera það aðeins aftar á vellinum þó hún hafi líka stundum ýtt upp.

Hættulegt ef við gerum þetta ekki almennilega
Það getur verið hættulegt að fara hátt upp völlinn með liðið og reyna að pressa hátt ef það er ekki gert almennilega. Ef það er ekki ákefð í pressunni og ef ekki er lokað á rétt svæði.

Hér er dæmi um það sem getur gerst ef liðið er hátt uppi að reyna að pressa og það er ekki gert almennilega. Varnarmaður Póllands fær mikinn tíma til að athafna sig og sér þarna opið svæði til að senda boltann í á milli miðju og sóknar.

Hún á góða sendingu í svæðið og úr verður hættulegt færi sem hefði líklega endað með marki ef Glódís hefði ekki komið sér fyrir skotið.


Pólland er alls ekki slakt lið og liðið okkar sýndi hugrekki með því að fara svona hátt upp gegn þeim. Það er ekki eins og við höfum verið að spila á móti Kýpur eða Hvíta-Rússlandi þarna. Við þurfum að halda í þetta hugrekki áfram því það gæti reynst okkur vel. Ísland er ekki Liverpool, við erum ekki að fara hápressa allan leikinn en ef við getum fundið réttu augnablikin - þá gætu myndast alls konar möguleikar fyrir okkur.

Þetta er vopn - að pressa hátt - sem við gætum nýtt okkur á móti liðum eins og Belgíu og Ítalíu á EM, en þá verður að gera það almennilega. Það verður að pressa á réttum tíma og það verður að gera það sem lið.

Ávinningurinn er mikill en áhættan er það líka.

Þessi grein er unnin út frá gögnum frá Wyscout.

Sjá einnig:
Pælingar úr lestarferðalagi: Er einn leikur virkilega nóg?
Athugasemdir
banner
banner