Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
banner
laugardagur 27. júlí
Lengjudeild karla
Besta-deild karla
mánudagur 22. júlí
Besta-deild karla
föstudagur 19. júlí
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
þriðjudagur 16. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 15. júlí
Besta-deild karla
sunnudagur 14. júlí
Úrslitaleikur EM
Besta-deild karla
föstudagur 12. júlí
Undankeppni EM kvenna
þriðjudagur 9. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 8. júlí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
mánudagur 1. júlí
Lengjudeild kvenna
laugardagur 29. júní
Mjólkurbikar kvenna
laugardagur 27. júlí
Engin úrslit úr leikjum í dag
mið 23.nóv 2022 17:55 Mynd: Getty Images
Magazine image

H-riðillinn: Mesti dauðariðillinn af þeim öllum?

Heimsmeistaramótið í Katar hófst á sunnudaginn. Við höldum áfram að hita upp fyrir riðlakeppnina - sem er komin á fleygiferð - með því að birta fréttir um hvern riðil. Það er aðeins einn riðill eftir og líklega er hægt að tala um þann riðil sem mesta dauðariðilinn. það er H-riðillinn. Í þeim riðli eru:

Portúgal 🇵🇹
Gana 🇬🇭
Úrúgvæ 🇺🇾
Suður-Kórea 🇰🇷

1. Portúgal 🇵🇹
Staða á heimslista: 9
Síðustu leikir og frammistaðan í þeim hafa vakið upp efasemdir um það hvort Evrópumeistararnir frá 2016 geti farið langt á þessu móti. Það virðist vanta ákveðinn stöðugleika í liðið. Gæðin eru svo sannarlega til staðar því þarna má finna leikmenn í heimsklassa en efasemdirnar, þær eru líka til staðar. Ef allt gengur upp eða mjög miið, þá vinnur Portúgal þetta mót. Þeir eru færir um það.



Portúgalar hafa sýnt að þeir eru færir um að valta yfir lið á borð við Sviss og Tékkland, en svo eiga þeir í vandræðum með lið á borð við Írland í tveimur leikjum. Þessi riðill gæti ferið býsna flókinn fyrir þá portúgölsku.

Þjálfarinn: Fernando Santos


Santos mun eiga sér stað í portúgalskri fótboltasögu að eilífu eftir að hann stýrði liðinu til sigurs á EM 2016. Fyrir mótið í ár sagði hann að það besta eigi enn eftir að koma frá Portúgal. Liðið hefur ollið vonbrigðum á síðustu tveimur stórmótum og gagnrýnin á hinn 68 ára gamla hefur verið að aukast. Gott heimsmeistaramót myndi hjálpa til við að þagga niður í þeirri gagnrýni.

Lykilmaður: Cristiano Ronaldo


Maðurinn sem hefur verið á allra vörum síðustu vikurnar. Einn besti fótboltamaður sögunnar en hann er orðinn 37 ára gamall. Er markahæsti og besti leikmaður í sögu Portúgal en það hafa vaknað upp raddir að undanförnu um það hvort hann eigi að byrja í landsliðinu, hvort hann sé enn nægilega öflugur í það. Ronaldo kemur ekki inn í mótið í besta leikforminu þar sem hann hefur verið í aukahlutverki hjá Man Utd á tímabilinu.



Það hefur verið mikil umræða um hann eftir að hann fór í viðtal við Piers Morgan sem gerði allt vitlaust. Allar spurningar á fréttamannafundum portúgalska landsliðsins í aðdraganda mótsins hafa verið um Ronaldo og það er spurning hvernig áhrif það hefur á hópinn.

Ronaldo er að taka síðasta dansinn á HM, rétt eins og Lionel Messi hjá Argentínu.

Fylgist með: Rafael Leao


Leao er einn mest spennandi leikmaður í evrópskum fótbolta akkúrat núna. Þegar þú horfir á AC Milan þá er hann sá leikmaður sem stendur hvað mest upp úr. Kantmaður sem sér markið vel og er óhræddur við að keyra á vörnina. Það er gríðarlegur kraftur í honum, kraftur sem mun nýtast portúgalska liðinu vel.



2. Úrúgvæ 🇺🇾
Staða á heimslista: 14
Þetta er spennandi tími til þess að vera stuðningsmaður Úrúgvæ. Þeir ljósbláu virðast vera með góða blöndu af eldri og yngri leikmönnum, og þá er kominn nýr þjálfari í staðinn fyrir Óscar Tabárez sem stýrði liðinu í 15 ár. Það er eitthvað mjög spennandi við Úrúgvæ og þeir eru með hæfileika til að sjokkera heiminn.



Þjálfarinn: Diego Alonso


Þjálfari sem byggði upp gott orðspor í mexíkóskum fótbolta frá 2014 til 2019 þar sem hann stýrði Pachuca og Monterrey. David Beckham fékk hann svo til Inter Miami áður en honum bauðst að taka við landsliði Úrúgvæ. Hann fékk verðugt verkefni að taka við af Tabárez, sem var þekktur sem El Maestro. Alonso vill pressa vel og halda í boltann, og þá er hann óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifæri.

Lykilmaður: Federico Valverde


Mögulega er Valverde vanmetnasti leikmaður í heimi. Hann er ekkert eðlilega góður í fótbolta. Getur bæði leyst það að spila á miðju og á vinstri kanti. Þetta er fyrsta heimsmeistaramót hans en liðið mun mikið treysta á þau gæði sem hann býr yfir á miðsvæðinu. Hann og þjálfarinn, Alonso, ná mjög vel saman.



Fylgist með: Darwin Nunez
Það er alltaf gaman að fylgjast með þessum skemmtilega sóknarmanni. Hefur komið öflugur inn í ensku úrvalsdeildina og á bara eftir að sýna enn meiri. Liverpool samfélagið mun allavega fylgjast vel með sínum manni.



Það er líklegt að Nunez muni byrja fremstur með Luis Suarez. Svo komi Edinson Cavani inn af bekknum. Ekki slæmt!

3. Gana 🇬🇭
Staða á heimslista: 61
Eftirminnilegasta HM-minningin af Gana er klárlega frá 2010 þegar þeir komust í átta-liða úrslit og voru hársbreidd frá því að skrifa söguna fyrir Afríku með því að vera fyrsta liðið frá þeirri heimsálfu til að komast í undanúrslit. En það var einmitt Úrúgvæ, og Luis Suarez, sem komu í veg fyrir það:



Það eru ekki miklar væntingar í Gana fyrir þetta mót en þeir eru með stemningslið og ef þeir ná upp réttu stemningunni, þá gætu þeir komið fólki á óvart í þessum dauðariðli.

Þjálfarinn: Otto Addo


Var gerður að bráðabirgðaþjálfari fyrir umspilsleiki gegn Nígeríu. Þessum fyrrum landsliðsmanni Gana tókst að koma liðinu í gegnum umspilið og fékk starfið í kjölfarið. Það hefur hins vegar ekki gengið vel eftir að liðið komst á HM og Addo virðist eiga erfitt með að finna rétta liðið sitt og réttu uppstillinguna. Hann er með reynsluboltann Chris Hughton með sér í ráðgjafahlutverki og það gæti hjálpað.


Chris Hughton.

Lykilmaður: Thomas Partey


Hefur verið einn af betri miðjumönnum ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð. Algjört stál sem gott er að hafa inn á miðsvæðinu. Hann er með teknískari leikmenn í kringum sig og það mun hjálpa honum að spila sinn leik. Ein af stóru ástæðunm fyrir því að Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.



Fylgist með: Mohammed Kudus


Getur leyst margar stöður fram á við og leyst þær allar vel. Var hjá Nordsjælland í Danmörku í gegnum akademíu þeirra í Gana og þar sló hann í gegn. Leikur núna með hollenska stórliðinu Ajax. Hann er búinn að skora níu mörk í 20 leikjum með Ajax og hann á mjög bjartan feril framundan þessi efnilegi leikmaður.



4. Suður-Kórea 🇰🇷
Staða á heimslista: 28
Eitt af tíu bestu pressuliðum í heimi að mati Arnars Þór Viðarssonar, landsliðsþjálfara Íslands. Son Heung-min, þeirra stærsta stjarna, kemur meiddur inn í mótið en hann er tilbúinn að spila að sögn þjálfarans. Það eru frábærar fréttir, en hvernig munu meiðslin hafa áhrif á hann? Það er stærsta spurningin. Ef þau hafa mikil áhrif þá er erfitt að sjá Suður-Kóreu gera eitthvað í þessu móti.

Þjálfarinn: Paulo Bento


Þessi portúgalski þjálfari tók við stjórn Suður-Kóreu fyrir fjórum árum síðan. Hann er að fara að mæta sinni þjóð í riðlinum en hann segir að það muni ekki hafa áhrif á sig, það sé bara annar leikur. Bento hefur átt flottan feril þar sem hápunkturinn var að stýra portúgalska landsliðinu frá 2010 til 2014. Hann er þrjóskur þjálfari og trúir á sína leið.

Lykilmaður: Son Heung-min


Langstærsta stjarnan í liði Suður-Kóreu og þeir treysta mikið á hann. Hann er þeirra fyrirliði líka. Magnaður sóknarmaður þegar hann er upp á sitt besta. Meiðslin eru ekki eina áhyggjuefnið fyrir stuðningsmenn Suður-Kóreu því Son er líka búinn að vera frekar kaldur með Tottenham og hefur ekki spilað vel í aðdraganda mótsins.

Fylgist með: Kim Min-jae


Stuðningsmenn Napoli óttuðust það hvernig það yrði að missa Kalidou Koulibaly úr vörninni, en Kim Min-jae hefur orðið til þess að þeir hafa gleymt öllum þeim áhyggjum. Þessi gæi er alvöru stríðsmaður og frábær miðvörður sem kemur til með að lyfta varnarleik Suður-Kóreu upp á næsta plan.



Portúgal hefur leik á morgun gegn Gana. Mun Ronaldo byrja betur en Messi?

Leikirnir:

fimmtudagur 24. nóvember
13:00 Úrúgvæ - Suður Kórea (Education City Stadium, Al Rayyan)
16:00 Portúgal - Gana (Stadium 974, Doha)

mánudagur 28. nóvember
13:00 Suður Kórea - Gana (Education City Stadium, Al Rayyan)
19:00 Portúgal - Úrúgvæ (Lusail Iconic Stadium, Lusail)

föstudagur 2. desember
15:00 Suður Kórea - Portúgal (Al Janoub Stadium, Al Wakrah)
15:00 Gana - Úrúgvæ (Education City Stadium, Al Rayyan)

Sjá einnig:
A-riðillinn: Van Gaal mætir með læti og bjartasta von Afríku
B-riðillinn: Kafteinn Ameríka reynir að stoppa ljónin þrjú
C-riðillinn: Síðasti dansinn hjá litla snillingnum
D-riðillinn: Á miðjunni liggur vandamálið
E-riðillinn: Þýska stálið gegn endurfæddum Xavi og Iniesta
F-riðillinn: Tveir með töframátt í fótunum
G-riðillinn: Neymar með meiri hjálp en nokkru sinni áður
Athugasemdir
banner
banner