Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
laugardagur 27. apríl
Besta-deild kvenna
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
fimmtudagur 25. apríl
Engin úrslit úr leikjum í dag
sun 24.apr 2022 23:45 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 5. sæti

Keppni í Bestu kvenna hefst 26. apríl. Fótbolti.net mun næstu daga opinbera spá fyrir deildina í sumar. Liðin verða kynnt eitt af öðru.

Fyrirliðinn Álfhildur Rósa
Fyrirliðinn Álfhildur Rósa
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Chamberlain - þjálfarinn.
Nik Chamberlain - þjálfarinn.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Rut - einn af lykilmönnunum.
Andrea Rut - einn af lykilmönnunum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katla er komin í Þrótt.
Katla er komin í Þrótt.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enginn bikar í Egilshöll
Enginn bikar í Egilshöll
Mynd/Einar Jónsson
Ólöf glímir við meiðsli og verður frá fyrri hluta mótsins.
Ólöf glímir við meiðsli og verður frá fyrri hluta mótsins.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. Þróttur
6. Þór/KA
7. Afturelding
8. ÍBV
9. KR
10. Keflavík

5. sæti Þróttur

Lokastaða í fyrra: 3. sæti. Þróttur kom talsvert á óvart eftir. Liðinu var spáð sjötta sæti, náði í 29 stig (16 heima og 13 úti) og var eina liðið fyrir utan toppliðin tvö sem endaði með plús í markatölu. Stigin komu tólf í fyrra hlutanum og sautján í seinni hlutanum.

Þjálfarinn: Nik Anthony Chamberlain tók við Þrótti um mitt tímabilið 2016 og hefur náð góðum árangri. Liðið er á leið inn í sitt þriðja tímabil í efstu deild. Nik er klókur á markaðnum og sækir jafnan öfluga erlenda leikmenn til landsins. Hann stýrir einnig SR - venslaliði Þróttar. Jamie Paul Brassington og Edda Garðarsdóttir eru Nik til aðstoðar.

Álit Eiðs
Eiður Ben Eiríksson er sérfræðingur Fótbolta.net í Bestu kvenna en hann var síðustu ár annar af þjálfurum Vals. Hér er álit Eiðs á liði Þróttar.

„Lið Þróttar er líkt og undanfarin ár mjög spennandi lið. Árið hjá þeim í fyrra var að öllu leyti frábært og það lyfti félaginu upp á meðan karla liðinu gekk sem verst. Liðið heldur í sama þjálfarateymi sem er jákvætt og leikmannahópurinn er nokkuð stöðugur milli ára hvað Íslendingana varðar. Þróttarar hafa gert vel á leikmannamarkaðnum, en útlendingarnir stoppa oftast stutt í Þrótti og því eru þær íslensku orðnar vanar að fá nýja liðsfélaga.

Eftir bikarúrslitin í fyrra, sem var mikill hápunktur fyrir félagið og liðið, kemur liðið til leiks í Bestu deildinni og verða væntingarnar meiri á liðinu. Liðið lenti í 3. sæti og fór í bikarúrslit sem var eftirtektarvert. Í vetur vakti liðið síðan enn frekari athygli þegar bikarinn fyrir Reykjavíkurmótið skilaði sér ekki í Egilshöllina.

Undirbúningsmótin hafa þó verið sveiflukennd eins og hefur alltaf verið hjá Þrótti og það ætti ekki að koma neinum á óvart, Nik hefur verið að spila á mörgum leikmönnum og hafa yngri leikmenn fengið sín tækifæri í vetur."


Voru jafnlangt frá toppi og botni
„Þróttur ætlar sér póttþétt að gera betur enn í fyrra og bæta sig milli ára, það þýðir ekkert endilega að þær þurfi að verða bikarmeistarar eða lenda í 2. sæti. Staðreyndin er sú að þótt liðið hafi endað í 3. sæti þá voru jafnmörg stig í 1. sætið eins og í 10. sætið (16 stig). Liðið fékk skelli gegn Val og Breiðabliki á útivelli og þær þurfa að losna við þá grýlu. Liðið er vel mannað frá markmanni og að fremsta leikmanni. Breiddin hefur aukist framar á vellinum en þeim skortir fleiri lausnir þegar leikmenn detta út úr varnarlínunni."

Skörð hoggin í sóknarlínuna - Getur farið í báðar áttir
„Það þarf að fylla það skarð sem Ólöf Sigríður skilur en hún verður frá keppni í lengri tíma. Linda Líf verður þá ekkert með og aðrar þurfa að fylla í það skarð.

Það verður allavega stemmning á fyrsta leik liðsins þegar þær mæta á Origo völlinn, sá leikur ræður ekki úrslitum hvort liðið muni gera vel eða illa í sumar. Fyrir mér getur sumarið farið í báðar áttir hjá þeim. Þær gætu verið í baráttu á toppi deildarinnar en þær gætu einnig verið í lala landi þarna um miðja deild að keppast um ekkert."


Lykilmenn: Gema Simon, Andrea Rut Bjarnadóttir og Sóley María Steinarsdóttir

Gaman að fylgjast með: Það eru nokkuð margar sem hægt er að setja þarna. Freyja og Katla eru ungir leikmenn sem komu til liðsins í vetur. Einnig hafa yngri leikmenn úr starfinu fengið tækifæri. Þær eru þó flestar mjög ungar ennþá og ætti þetta sumar ekki endilega að snúast um meistaraflokk fyrir þær stelpur sem eru fæddar 2007 en væri gaman að sjá leikmenn úr starfinu fá tækifæri þegar það gefst.

Komnar:
Danielle Marcano frá HK
Freyja Karín Þorvaldsdóttir frá F/H/L
Gema Simon frá Ástralíu
Katla Tryggvadóttir frá Val
María Eva Eyjólfsdóttir frá Fylki
Sæunn Björnsdóttir frá Haukum (á láni)

Farnar:
Dani Rhodes
Hildur Egilsdóttir
Katie Cousins til Bandaríkjanna
Lorena Yvonne Baumann til Sviss
Shaelan Grace Murison Brown
Shea Moyer
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
Athugasemdir
banner
banner