Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
sunnudagur 26. október
Besta-deild karla - Efri hluti
föstudagur 24. október
Þjóðadeild kvenna - Umspil
fimmtudagur 23. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 22. október
Evrópukeppni unglingaliða
mánudagur 20. október
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 15. október
Evrópubikar kvenna
þriðjudagur 14. október
Undankeppni EM U21
mánudagur 13. október
Undankeppni HM
laugardagur 11. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 10. október
Undankeppni HM
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 9. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
miðvikudagur 8. október
Evrópubikar kvenna
mánudagur 6. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
sunnudagur 5. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
laugardagur 4. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 3. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 2. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 1. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Evrópukeppni unglingaliða
þriðjudagur 30. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
mánudagur 29. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 28. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 27. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 26. september
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 22. september
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 17. september
Lengjudeild karla - Umspil
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
fimmtudagur 11. september
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. september
Undankeppni HM
mánudagur 8. september
Undankeppni EM U21
sunnudagur 7. september
Besta-deild kvenna
miðvikudagur 29. október
Engin úrslit úr leikjum í dag
lau 23.apr 2022 00:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 6. sæti

Keppni í Bestu kvenna hefst 26. apríl. Fótbolti.net mun næstu daga opinbera spá fyrir deildina í sumar. Liðin verða kynnt eitt af öðru.

Fyrirliðinn Hulda Björg
Fyrirliðinn Hulda Björg
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Perry og Jón Stefán
Perry og Jón Stefán
Mynd/Þór/KA
Andrea og Sandra eru mættar aftur í Þór/KA
Andrea og Sandra eru mættar aftur í Þór/KA
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Vigdís Edda er komin norður.
Vigdís Edda er komin norður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sem og Tiffany.
Sem og Tiffany.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4 ?
5 ?
6. Þór/KA
7. Afturelding
8. ÍBV
9. KR
10. Keflavík

6. sæti Þór/KA

Lokastaða í fyrra: 6. sætið. Liðið var allan seinni hluta síðasta tímabils í 6.-7. sæti og endar á sama stað ef marka má þessa spá. Liðið fékk næstfæst mörk á sig í fyrra en einungis tvö lið skoruðu færri mörk. Liðið var með þriðja besta útivallarárangurinn en náði einungis í sjö stig á heimavelli.

Þjálfarinn: Jón Stefán Jónsson og Perry McLachlan þjálfa liðið saman og taka við af Andra Hjörvari sem hafði verið aðalþjálfari síðustu tvö tímabilin á undan. Perry var aðstoðarþjálfari liðsins þegar Andri var þjálfari en Jón Stefán kemur inn eftir að hafa síðast þjálfað lið Tindastóls tímabilið 2020.

Álit Eiðs
Eiður Ben Eiríksson er sérfræðingur Fótbolta.net í Bestu kvenna en hann var síðustu ár annar af þjálfurum Vals. Hér er álit Eiðs á liði Þórs/KA.

„Akureyrarliðið mætir til leiks sterkara en í fyrra. Eftir sigurhátíðina 2017 lenti liðið á jörðinni 2019 þar sem lítið gekk upp. Undanfarin ár hefur liðið verið í smá uppbyggingarfasa sem hefur virkjað yngri uppalda leikmenn. Á sama tíma hafa horfið á braut góðir leikmenn sem gætu hjálpað liðinu svo sannarlega.

Útlendingarnir í fyrra náðu ekki nægilegu flugi í liðinu fyrir utan kannski Colleen sem gaf liðinu alltaf hraða fram á við. Fyrir utan hana eru Arna og Karen farnar."


Hjálpar við að fá fólk á völlinn
„Nýir þjálfarar tóku við liðinu eftir síðasta tímabil og hafa gert vel á markaðnum. Sandra og Andrea Mist eru þekktar stærðir í deildinni og þær þekkja Þór/KA vel, það hjálpar við að fá fólk á völlinn að þekkja leikmennina sem eru í liðinu og mun það vekja áhuga á liðinu að fá leikmenn sem hafa unnið titla með félaginu. Aðrir leikmenn sem hafa komið eru einnig mjög spennandi og munu styrkja liðið á komandi sumri.

Liðið fór óvenjulega leið í undirbúningi sínum og tók þátt í Faxaflóamótinu á sama tíma og þær tóku þátt í Kjarnafæðismótinu á Akureyri. Það var gaman að sjá liðið breyta til í undirbúningi sínum með það markmið að bæta umgjörðina.

Það er í raun ómögulegt að spá til um hvar Þór/KA endar í sumar, metnaðurinn á Akureyri er að vera berjast um toppsætin í deildinni. Raunin undanfarin tvö sumur hefur þó verið önnur og það er spurning hvaða taktur verður á liðinu þegar það mætir til leiks."


Verður ekki leyst með einum leikmanni
„Sóknarlega tel ég að liðið sé eitt það sterkasta í deildinni og gætu fremstu leikmenn liðsins líklega sómað sig vel í öllum liðum deildarinnar. Varnarlega set ég þó smá spurningamerki í ljósi þess að Arna Sif er farin og ef ég veit hvað hún var mikilvæg liðinu þá hljóta allir á Akureyri að vita það líka. Það skarð verður ekki leyst með einum leikmanni heldur mun allt liðið þurfa spila enn betri vörn sem heild."

Lykilmenn: Sandra María Jessen, Andrea Mist Pálsdóttir og Brooke Lampe.

Gaman að fylgjast með: Vigdís Edda Friðriksdóttir fékk lítið hlutverk í Kópavoginum en er mætt nær umhverfi sem hún þekkir og hittir þar gamla þjálfarann. Verður gaman að sjá hvað hún gefur liðinu í sumar.

Komnar:
Andrea Mist Pálsdóttir frá Svíþjóð
Brooke Lampe frá Bandaríkjunum
Sandra María Jessen frá Þýskalandi
Tiffany McCarty frá Breiðabliki
Unnur Stefánsdóttir frá Grindavík
Vigdís Edda Friðriksdóttir frá Breiðabliki
Angela Mary Helgadóttir frá Hömrunum
Krista Dís Kristinsdóttir frá Hömrunum

Farnar:
Arna Sif Ásgrímsdóttir í Val
Colleen Kennedy til FH
Karen María Sigurgeirsdóttir í Breiðablik
María Catharina Ólafsd. Gros til Skotlands
Miranda Smith til Frakklands
Rut Matthíasdóttir í KR
Sandra Nabweteme
Shaina Faiena Ashouri í FH
Athugasemdir