Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
fimmtudagur 18. desember
Sambandsdeildin
fimmtudagur 27. nóvember
miðvikudagur 19. nóvember
Evrópubikarinn - 16-liða úrslit
sunnudagur 16. nóvember
Undankeppni HM
fimmtudagur 13. nóvember
Undankeppni EM U21
Undankeppni HM
miðvikudagur 12. nóvember
Evrópubikarinn - 16-liða úrslit
fimmtudagur 6. nóvember
Sambandsdeildin
miðvikudagur 29. október
Þjóðadeild kvenna - Umspil
sunnudagur 26. október
Besta-deild karla - Efri hluti
föstudagur 24. október
Þjóðadeild kvenna - Umspil
fimmtudagur 23. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 22. október
Evrópukeppni unglingaliða
mánudagur 20. október
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 15. október
Evrópubikar kvenna
þriðjudagur 14. október
Undankeppni EM U21
mánudagur 13. október
Undankeppni HM
laugardagur 11. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 10. október
Undankeppni HM
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 9. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
miðvikudagur 8. október
Evrópubikar kvenna
mánudagur 6. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
sunnudagur 5. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
laugardagur 4. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 3. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 2. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 1. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Evrópukeppni unglingaliða
þriðjudagur 30. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
mánudagur 29. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 28. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 27. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 26. september
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 22. september
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 17. september
Lengjudeild karla - Umspil
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
föstudagur 12. september
Besta-deild kvenna
föstudagur 16. janúar
Championship
West Brom - Middlesbrough - 20:00
Bundesligan
Werder - Eintracht Frankfurt - 19:30
Vináttuleikur
Fiji U-19 - Australia U-17 - 04:00
Serie A
Pisa - Atalanta - 19:45
La Liga
Espanyol - Girona - 20:00
sun 16.apr 2023 10:40 Mynd: Aðsend
Magazine image

Tók U-beygju og fór í hjúkrunarfræði - „Starf sem er mjög gefandi"

Esther Rós Arnarsdóttir var mikilvægur partur af liði FH sem fór taplaust í gegnum Lengjudeildina á síðustu leiktíð. Esther er með mikið á sinni könnu en ásamt fótboltanum þá er hún að læra hjúkrunarfræði og er hún langt komin í því námi. Hún starfar líka á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu. Í sumar stefnir hún svo á að hjálpa sínu liði í Hafnarfirðinum að halda sætinu í Bestu deildinni.

Spilaði stórt hlutverk í liði FH sem fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra.
Spilaði stórt hlutverk í liði FH sem fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra.
Mynd/FH
Í hjúkrunarfræði.
Í hjúkrunarfræði.
Mynd/Úr einkasafni
Í háskólaboltanum í San Diego.
Í háskólaboltanum í San Diego.
Mynd/Úr einkasafni
Fór í gegnum yngri flokkana hjá Breiðabliki.
Fór í gegnum yngri flokkana hjá Breiðabliki.
Mynd/Úr einkasafni
Bikarmeistari með Breiðabliki.
Bikarmeistari með Breiðabliki.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með liðfélögunum í FH.
Með liðfélögunum í FH.
Mynd/Úr einkasafni
'Ég er mjög sátt að hafa tekið það skref'
'Ég er mjög sátt að hafa tekið það skref'
Mynd/FH
FH spilar í Bestu deildinni í sumar.
FH spilar í Bestu deildinni í sumar.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
„Ég er mjög spennt fyrir tímabilinu," segir Esther er hún ræðir við Fótbolta.net.

„Það skemmtilegasta við þetta er sumarið. Við erum búnar að æfa stíft og það er búið að ganga nokkuð vel. Það er búið að vera nokkuð mikið um breytingar á leikmannahópnum en þetta lítur bara vel út og það hefur tekist nokkuð vel að þjappa hópnum saman."

Krefjandi en líka mjög gefandi
Á síðustu leiktíð spilaði Esther, sem er 25 ára gömul, 18 leiki og skoraði þrjú mörk er FH fór með sigur af hólmi í Lengjudeild kvenna en ásamt því að gera vel inn á fótboltavellinum þá er hún í 100 prósent námi og 40 prósent vinnu.

„Getur verið frekar flókið að púsla þessu öllu saman."

„Það passar, ég er í hjúkrunarfræði - er í verknámi núna á Landspítalanum - og er einnig að vinna á Hrafnistu í Kópavogi," segir Esther þegar hún er spurð út í það sem hún er að gera utan vallar. Hún fór að hugsa um að læra hjúkrunarfræði er hún byrjaði að vinna á Hrafnistu, hjúkrunarheimili sem þjónustar aldraða.

„Ég byrjaði að vinna á Hrafnistu fyrir fjórum árum og ákvað þá að fara í hjúkrunarfræðina þar sem starfið heillaði mig. Mig langar að vinna með fólki og hjálpa þeim sem þurfa á því að halda. Ég valdi námið einnig því það er svo svakalega fjölbreytt og mörg atvinnutækifæri í boði."

„Starfið mitt snýst aðallega um að reyna að bæta lífsgæði fólks og stuðla að betri vellíðan. Starfið getur verið mjög krefjandi en á móti er þetta líka starf sem er mjög gefandi, gefur manni helling," segir Esther.

Hún segir að námið geti verið erfitt en það sé þó líka mjög skemmtilegt. Grunnurinn í hjúkrunarfræði er að vinna að og stuðla að því að bæta heilsu og líðan fólks.

„Námið er krefjandi eitt og sér en mér finnst það þó mjög skemmtilegt sem gerir það auðveldara. Ég er í 100% námi og 40% vinnu og getur það verið frekar flókið að púsla þessu öllu saman - þá náminu, vinnunni og fótboltanum - en ef ég næ að skipuleggja þetta vel þá reddast það alveg," segir hún. Esther er að klára þriðja árið sitt í náminu núna. Hún segir að akkúrat núna sé líklega mesta draumavinnan fyrir framtíðina að starfa sem ljósmóðir.

„Ég er að klára þriðja árið þannig að það er bara eitt ár eftir. Svo er það eitthvað lengra ef ég sérhæfi mig en ég held að ég muni taka mér smá pásu eftir síðasta árið."

„Þetta er stundum alveg frekar mikið en ég næ alveg að nýta frítímann sem ég fæ í að vera með kærastanum mínum, vinum og fjölskyldunni. Stundum er frítíminn þéttur af einhverju prógrammi en það er bara gaman þar sem ég á frekar erfitt með að slaka á. Það er svona oftast eftir tímabil eða um jólin þar sem maður fær smá frí til kíkja vonandi til útlanda eða gera eitthvað annað næs."

Góð upplifun og mjög góð reynsla
Áður en hún byrjaði í hjúkrunarfræðinámi hér á landi þá fór Esther til Bandaríkjanna þar sem hún spilaði fótbolta og lærði við háskóla í San Diego.

„Það var geggjað," segir Esther þegar hún er spurð út í tímann sem hún átti í Bandaríkjunum.

„Það var gaman að spila fótbolta og njóta þess að vera í öðru landi. Ég fór til San Diego í Kalíforníu. Þar er oftast mjög fínt veður og það var bara frábært að vera. Þetta var góð upplifun og mjög góð reynsla að fá að búa ein í öðru landi og kynnast annarri menningu og þess háttar."

Hún tók U-beygju hvað varðar nám þegar hún ákvað að koma aftur heim, og sér ekki eftir því.

„Ég var þar í tvö ár að læra hagfræði en flutti svo aftur heim og tók smá U-beygju með því að fara í hjúkrunarfræðina hér."

Sjáum til hvað gerist í sumar
Þegar Esther er beðin um að lýsa sjálfri sér sem leikmanni þá segir hún: „Ég myndi segja að ég væri frekar sterkur leikmaður, næ að halda boltanum vel og er ég með góðan leikskilning. Einnig var ég nú markaskorari á sínum tíma. Guðni og Hlynur hafa eitthvað verið að færa mig neðar á miðjuna en við sjáum til hvað gerist í sumar."

„Það var bara æðislegt að alast þar upp."

Esther, sem á mikinn fjölda yngri landsleikja fyrir Ísland, ólst upp í Breiðabliki og á margar góðar minningar úr Kópavoginum.

„Það var bara æðislegt að alast þar upp og yngri flokka starfið þar var frábært og er það ennþá. Ég á alveg fullt af góðum minningum þaðan en ég myndi nú segja að það sem standi upp úr frá þeim tíma séu stelpurnar sem ég spilaði með. Ég kynntist þar mínum bestu vinkonum og erum við nokkrar mjög nánar en þann dag í dag."

Hún ákvað að fara í ÍBV sumarið 2015 og fékk þar verðmæta reynslu, innan sem utan vallar.

„Það var mjög gaman, frekar þroskandi að flytja og þurfa að hugsa um sig sjálfa. Það var mjög gaman að eyða surminu þarna og prófa eitthvað nýtt. Ég sé reyndar enn smá eftir því að hafa pantað mér utanlandsferð yfir Verslunarmannahelgina þar sem ég var með íbúð yfir sumarið og þá gistingu yfir þjóðhátið," segir Esther og hlær en hún varð svo bikarmeistari með Breiðabliki sumarið 2016 - einmitt eftir úrslitaleik gegn ÍBV.

Mjög sátt að hafa tekið það skref
Esther ákvað svo að skipta yfir til FH fyrir sumarið 2021. Af hverju tók hún þá ákvörðun?

„Einnig væri ekki leiðinlegt ef mörkin yrðu nokkur."

„Ég vildi prófa eitthvað nýtt og breyta til. Ég var búin að vera í Breiðabliki síðan ég var sjö ára og það var kominn tími til að prófa eitthvað nýtt. Það komu nokkur félög til greina en Guðni heyrði í mér og heillaði FH mjög mikið. Ég er mjög sátt að hafa tekið það skref," segir hún.

„Ég reyndar sleit hásin rétt fyrir fyrsta tímabilið þarna og fór langur tími í endurhæfingu og að koma mér aftur á völlinn. En það hefur annars gengið mjög vel og er ég bara sátt hjá félaginu."

FH-liðið fór taplaust í gegnum tímabilið í fyrra og fór upp úr Lengjudeildinn. Í sumar leikur liðið í Bestu deildinni.

„Það var mjög gaman í fyrra. Þetta var í raun fyrsta tímabilið mitt með FH. Ég er mjög sátt að hafa verið partur af því að koma okkur upp og náum við vonandi að halda okkur í Bestu deildinni, og jafnvel enn betur en það. Ég tel að við séum með nægilega sterkt lið og höfum við æft mjög vel á undirbúningstímabilinu. Við erum mjög spenntar fyrir komandi tímum."

„Ég stefni á að vera stór hluti af liðinu og markmiðið er að halda okkur uppi. Einnig væri ekki leiðinlegt ef mörkin yrðu nokkur," sagði Esther að lokum en hún og liðsfélagar hennar verða í eldlínunni eftir tíu daga þegar FH hefur leik í Bestu deildinni gegn Þrótti í Laugardalnum.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 10. sæti
Hin hliðin - Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir (FH)
Athugasemdir
banner