Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
banner
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
sunnudagur 14. september
Besta-deild kvenna
fimmtudagur 11. september
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. september
Undankeppni HM
mánudagur 8. september
Undankeppni EM U21
sunnudagur 7. september
Besta-deild kvenna
föstudagur 5. september
Undankeppni HM
laugardagur 30. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Lengjudeild karla
miðvikudagur 27. ágúst
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 25. ágúst
föstudagur 22. ágúst
Besta-deild kvenna
Mjólkurbikar úrslit
mánudagur 18. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
fimmtudagur 14. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
mánudagur 11. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 13. september
Championship
Stoke City - Birmingham - 14:00
Coventry - Norwich - 14:00
Watford - Blackburn - 14:00
Wrexham - QPR - 14:00
Oxford United - Leicester - 11:30
West Brom - Derby County - 14:00
Charlton Athletic - Millwall - 11:30
Sheff Wed - Bristol City - 14:00
Swansea - Hull City - 14:00
Preston NE - Middlesbrough - 11:30
FA Cup
Pickering Town - Runcorn Linnets - 11:30
Fylde - Bamber Bridge - 14:00
Telford United - Kidderminster - 14:00
Totton - Torquay - 14:00
Alvechurch - Leamington - 14:00
Ashford United - Chatham - 14:00
Ashton United - Scarborough Athletic - 14:00
Bedford Town - Dagenham - 14:00
Billericay - Berkhamsted - 14:00
Bootle - Darlington - 14:00
Bracknell - Tadley - 14:00
Brixham - Dorchester - 14:00
Burgess Hill Town - Farnham - 14:00
Bury Town - Woodford Town - 14:00
Buxton - Redditch United - 14:00
Chasetown - Banbury United - 14:00
Chelmsford - Hertford - 14:00
Chertsey - Cray Valley - 14:00
Chesham United - Kings Lynn Town - 14:00
Coleshill Town - Hednesford Town - 14:00
Congleton - Chorley - 14:00
Curzon Ashton - Hebburn Town - 14:00
Deal - Egham Town - 14:00
Dunston UTS - Stocksbridge - 14:00
Eastbourne Borough - Epsom - 14:00
Ebbsfleet Utd - Ashford Town - 14:00
Enfield FC - Enfield Town - 14:00
Fareham - Sholing - 14:00
Farnborough - Dover - 14:00
FC United of Manchester - Chadderton - 14:00
Gainsborough - Rushall Olympic - 14:00
Gloucester City - Chippenham - 14:00
Gosport Borough - Poole Town - 14:00
Grimsby Borough - Halesowen Town - 14:00
Hampton and Richmond - Croydon Athletic - 14:00
Hanwell Town - Bedfont Sports - 14:00
Harborough - Worksop Town - 14:00
Hemel - Bishops Stortford - 14:00
Hitchin Town - St Albans - 14:00
Hungerford Town - Swindon Supermarine - 14:00
Hyde - Whitby Town - 14:00
Jersey Bulls - Worthing - 14:00
Leiston - Hackney Wick - 14:00
Macclesfield Town - Atherton R. - 14:00
Maidenhead Utd - Faversham Town - 14:00
Maldon and Tiptree - Stanway - 14:00
Matlock Town - Carlton Town - 14:00
Merthyr T - Torpoint - 14:00
Morpeth Town - Witton Albion - 14:00
Mulbarton Wanderers - Witham Town - 14:00
Nantwich - Trafford - 14:00
Needham Market - Eynesbury - 14:00
Newcastle Blue Star - Marine - 14:00
Peterborough Sports - Hornchurch - 14:00
Quorn - Kettering - 14:00
Racing Club Warwick - Evesham United - 14:00
Radcliffe Boro - Southport - 14:00
Royston Town - Brentwood Town - 14:00
Salisbury - Laverstock and Ford - 14:00
Shaftesbury Town - Frome Town - 14:00
Shepshed - Stamford - 14:00
South Shields - Guiseley - 14:00
Spalding United - Alfreton Town - 14:00
Sporting Khalsa - Hereford - 14:00
Stalybridge - Chester - 14:00
Steyning Town - Tonbridge Angels - 14:00
Sudbury - Aveley FC - 14:00
Sutton Coldfield Town - Stourbridge - 14:00
Taunton Town - Weston-super-Mare - 14:00
Tower Hamlets - Flackwell - 14:00
Waltham Abbey - Gorleston - 14:00
Welling Town - Slough Town - 14:00
West Auckland Town - Spennymoor Town - 14:00
Westbury United - Oxford City - 14:00
Westfields - Horsham - 14:00
Whitehawk - Walton-Hersham - 14:00
Whitstable Town - Chichester - 14:00
Wimborne Town - Bath - 14:00
Úrvalsdeildin
Fulham - Leeds - 14:00
Everton - Aston Villa - 14:00
Crystal Palace - Sunderland - 14:00
Brentford - Chelsea - 19:00
West Ham - Tottenham - 16:30
Bournemouth - Brighton - 14:00
Newcastle - Wolves - 14:00
Arsenal - Nott. Forest - 11:30
Bundesligan
Freiburg - Stuttgart - 13:30
Union Berlin - Hoffenheim - 13:30
Mainz - RB Leipzig - 13:30
Wolfsburg - Köln - 13:30
Heidenheim - Dortmund - 13:30
Bayern - Hamburger - 16:30
Frauen
Nurnberg W - Werder W - 10:00
Essen W - Hamburger W - 12:00
Vináttuleikur
Ekkert mark hefur verið skorað
Ekkert mark hefur verið skorað
Serie A
Cagliari - Parma - 13:00
Juventus - Inter - 16:00
Fiorentina - Napoli - 18:45
Eliteserien
SK Brann - Valerenga - 16:00
Molde - Fredrikstad - 14:00
Toppserien - Women
Kolbotn W - Roa W - 12:00
Stabek W - Bodo-Glimt W - 12:00
Úrvalsdeildin
Akhmat Groznyi - Lokomotiv - 13:45
Dinamo - Spartak - 13:45
FK Krasnodar - Akron - 16:30
Nizhnyi Novgorod - Orenburg - 11:00
La Liga
Athletic - Alaves - 16:30
Getafe - Oviedo - 12:00
Real Sociedad - Real Madrid - 14:15
Atletico Madrid - Villarreal - 19:00
Damallsvenskan - Women
Alingsas W - Vittsjo W - 11:00
Hammarby W - Linkoping W - 13:00
Kristianstads W - Vaxjo W - 13:00
Elitettan - Women
Gamla Upsala W - Jitex W - 11:00
Mallbacken W - Team TG W - 11:00
Orebro SK W - Elfsborg W - 11:00
Trelleborg W - KIF Orebro W - 13:00
Umea W - Hacken-2 W - 13:00
Uppsala W - Bollstanas W - 16:00
Trelleborg W - Orebro SK W - 13:00
banner
lau 29.apr 2023 18:00 Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeild kvenna: 4. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeild kvenna í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð í deildinni. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Því er spáð að Fylkir hoppi upp um tvö sæti frá því í fyrra og endi í fjórða sæti í ár.

Fylkir fagnar marki á undirbúningstímabilinu.
Fylkir fagnar marki á undirbúningstímabilinu.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Gunnar Magnús Jónsson.
Gunnar Magnús Jónsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylki er spáð fjórða sæti í sumar eftir að hafa lent í sjötta sæti í fyrra.
Fylki er spáð fjórða sæti í sumar eftir að hafa lent í sjötta sæti í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þórhildur er mætt aftur í Fylki.
Þórhildur er mætt aftur í Fylki.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Dögg er spennandi leikmaður.
Sara Dögg er spennandi leikmaður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvar endar Fylkir í sumar?
Hvar endar Fylkir í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Spáin:
1.
2.
3.
4. Fylkir, 110 stig
5. FHL, 92 stig
6. Grótta, 84 stig
7. Augnablik, 57 stig
8. Grindavík, 44 stig
9. Fram, 40 stig
10. KR, 38 stig

Lokastaða í fyrra: Fylkir féll úr Bestu deildinni 2021 en þær náðu ekki að fara beint aftur upp. Liðið endaði í sjötta sæti Lengjudeildarinnar í fyrra en það er klárlega ætlunin að gera betur en það í Árbænum í sumar.

Þjálfarinn: Gunnar Magnús Jónsson var ráðinn þjálfari Fylkis eftir síðustu leiktíð. Gunnar fékk ekki áframhaldandi samning hjá Keflavík í fyrra eftir áralangt starf. Gunnar hafði stýrt Keflavík frá 2016 og er hann með reynslu af því að koma liðum upp úr Lengjudeildinni. Honum til aðstoðar verður Sonný Lára Þráinsdóttir sem um árabil var einn besti markvörður landsins og á að baki fjölda titla sem leikmaður Breiðabliks.

Styrkleikar: Fylkir er með baráttuglatt lið sem gefst ekki upp. Þær pressa hátt og eru beinskeyttar í sínum leik. Þær hafa verið að gera vel á undirbúningstímabilinu og eru með góða blöndu í sínum hópi af reynslumiklum og yngri leikmönnum. Þær hafa fengið eitt tímabil í Lengjudeildinni til að þróa sinn leik og núna er komið að því að taka skref fram á við í þeirri þróun. Það er alltaf stuð í Árbænum og er vel haldið utan um liðið. Þær eru með þjálfara sem hefur reynslu af því að komast upp úr þessari deild.

Veikleikar: Þær eru ekki með neitt rosalega mikla breidd í sínum leikmannahópi og ef það verður mikið um meiðsli og slíkt þá gætu þær lent í vandræðum. Lykilmenn verða að haldast heilar. Sóknarleikurinn var ekki góður og í fyrra en þær skoruðu aðeins 17 mörk í deildinni. Það er eitthvað sem verður að bæta. Þá gerðu þær einnig níu jafntefli en þær verða breyta þeim jafnteflum í sigra.

Lykilmenn: Eva Rut Ásþórsdóttir, Guðrún Karítas Sigurðardóttir og Tinna Brá Magnúsdóttir.

Fylgist með: Sara Dögg Ásþórsdóttir er efnilegur miðjumaður sem var hluti af U19 landsliðinu sem tryggði sér sæti í lokakeppni EM fyrr á þessu ári. Hefur spilað afar vel á undirbúningstímabilinu og gæti sprungið út í sumar. Einnig verður gaman að sjá Karólínu Jack koma til baka eftir meiðsli.

Komnar
Bergdís Fanney Einarsdóttir frá KR
Katrín Sara Harðardóttir frá Augnabliki
Mist Funadóttir frá Þrótti R.
Rakel Mist Hólmarsdóttir frá Stjörnunni
Viktoría Diljá Halldórsdóttir frá Haukum
Þórhildur Þórhallsdóttir frá Aftureldingu

Farnar
Hulda Hrund Arnarsdóttir til Danmerkur
Klara Mist Karlsdóttir til Stjörnunnar (var á láni)
Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir í Víking R.
Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir í Smára
Ragnheiður Ríkharðsdóttir í Þrótt R. (var á láni)
Vienna Behnke til Bandaríkjanna

Fylkir er félag sem á heima í efstu deild
„Þetta er fín spá og nokkuð í takt við undirbúningstímabilið, kemur svo sem lítið á óvart," segir Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis, í samtali við Fótbolta.net.

„Tímabilið í fyrra var erfitt framan af hjá Fylki. Liðið fór fáliðað inn í mótið en vann vel á og náði í góð úrslit með góðum og öguðum varnarleik."

Hann segir að undirbúningstímabilið hafi heilt yfir gengið vel. „Undirbúningstímabilið hefur heilt yfir gengið vel. Stelpurnar hafa lagt mikið á sig og þetta er einstaklega flottur og samstilltur leikmannahópur. Við höfum spilað mikið af leikjum þar sem margar ungar og efnilegar stelpur hafa fengið fullt af dýrmætum mínútum. Við erum með nokkra lykilleikmenn á meiðslalistanum sem verða væntanlega komnar á fullt fljótlega."

„Það eru alltaf einhverjar mannabreytingar á milli tímabila. Kjarninn frá því í fyrra heldur sér að stórum hluta. Við höfum svo bætt við okkur nokkrum spennandi leikmönnum."

Gunnar býst við skemmtilegri deild í sumar. „Ég held að þetta verði skemmtileg deild þar sem allir leikir verða erfiðir. Það er mikið af góðum liðum og leikmönnum í deildinni."

„Mörg lið hafa verið að bæta við sig leikmönnum rétt fyrir mót og því eru úrslit í Lengjubikarnum mjög villandi á getu liðanna, það á ýmislegt eftir að koma spekingunum á óvart. Fylkir er félag sem á heima í efstu deild og við stefnum klárlega á að spila í deild þeirra bestu að ári. Við gerum okkur aftur á móti grein fyrir að deildin verður erfið og fleiri lið sem stefna á toppsætin tvö."

„Það er gott að vera í Árbænum, vel að málum staðið. Ég hlakka til tímabilsins sem verður án efa stórskemmtilegt. Ég vona svo að fólk mæti á völlinn og styðji stelpurnar í baráttunni sem framundan er," segir Gunnar að lokum.

Fyrstu þrír leikir Fylkis:
2. maí, Fylkir - Afturelding (Würth völlurinn)
12. maí, KR - Fylkir (Meistaravellir)
17. maí, Fylkir - Grindavík (Würth völlurinn)
Athugasemdir
banner