Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
mánudagur 29. apríl
Championship
Preston NE 0 - 3 Leicester
Serie A
Genoa 3 - 0 Cagliari
Úrvalsdeildin
Rostov 2 - 1 Orenburg
Kr. Sovetov 0 - 0 FK Krasnodar
Sochi 0 - 0 Fakel
Rubin 1 - 1 Ural
La Liga
Barcelona 4 - 2 Valencia
fim 04.apr 2024 19:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 4. sæti: Breiðablik

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Breiðablik muni enda í fjórða sæti Bestu deildarinnar í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Blikarnir ætla sér klárlega stærri hluti en að enda í fjórða sæti, það er ljóst.

Blikar skrifuðu söguna í fyrra.
Blikar skrifuðu söguna í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Halldór Árnason er tekinn við stjórnartaumunum.
Halldór Árnason er tekinn við stjórnartaumunum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson er mikilvægur.
Höskuldur Gunnlaugsson er mikilvægur.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Aron Bjarnason er mættur heim úr atvinnumennsku.
Aron Bjarnason er mættur heim úr atvinnumennsku.
Mynd/Breiðablik
Viktor Karl þarf að stíga upp.
Viktor Karl þarf að stíga upp.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kristinn Steindórsson og Jason Daði Svanþórsson.
Kristinn Steindórsson og Jason Daði Svanþórsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir og Viktor Karl, hjartað í vörninni.
Damir og Viktor Karl, hjartað í vörninni.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það verður spennandi að sjá hvað Kristófer Ingi gerir í sumar.
Það verður spennandi að sjá hvað Kristófer Ingi gerir í sumar.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hvað gera Blikarnir í sumar?
Hvað gera Blikarnir í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. Breiðablik, 109 stig
5. KR, 104 stig
6. FH, 81 stig
7. KA, 66 stig
8. Fram, 60 stig
9. ÍA, 59 stig
10. Vestri, 34 stig
11. Fylkir, 24 stig
12. HK, 14 stig

Um liðið: Blikar skrifuðu söguna síðasta sumar þegar liðið varð fyrst íslenskra karlaliða til að komast í Evrópukeppni. Svo sannarlega frábært afrek. Það má alveg færa rök fyrir því að sá árangur hafi komið niður á deildinni en Blikar höfnuðu að lokum í fjórða sæti og voru aldrei nálægt því að verja þann frábæra titil sem þeir höfðu unnið árið á undan. Blikar mæta eflaust hungraðir til leiks í ár og staðráðnir í að gera betur í deildinni.

Þjálfarinn: Halldór Árnason er núna aðalmaðurinn í græna hluta Kópavogs. Óskar Hrafn Þorvaldsson er því miður búinn að kveðja Bestu deildina og farinn til Noregs, en aðstoðarmaður hans til margra ára er tekinn við keflinu. Halldór er afar efnilegur þjálfari sem hefur fengið góðan skóla og það verður spennandi að sjá hvernig honum tekst upp í þessu stóra giggi.

Fótbolti.net fær sérfræðingana Einar Guðnason og Harald Árna Hróðmarsson til að rýna í styrkleika, veikleika og annað hjá liðunum sem spila í Bestu deildinni í sumar. Einar, sem er fyrrum aðstoðarþjálfari Víkinga, fer yfir það helsta hjá Breiðabliki.

Styrkleikar: Breiðablik er vel spilandi lið með frábæra einstaklinga í öllum stöðum. Einn af þeirra helstu styrkleikum er hversu vel þessir einstaklingar þekkja hvorn annan þar sem lykilmenn hafa spilað saman í mörg ár og það frábæra frjálsa flæði sem myndast í sóknarleik þeirra. Þeir vita alltaf hvað liðsfélaginn er að hugsa.

Veikleikar: Í fyrra var það veikleiki Blika hvernig jafnvægið á liðinu var þegar þeir missa boltann. Kannski voru þeir of stoltir til að laga það, en unga þjálfarateymið sem nú ræður ríkjum þarf að sanna sig og það fyrsta sem ég reikna með að þeir geri er að laga þennan þátt. Ef ekki verður það veikleiki Blika og þá kannski um leið reynsluleysi þjálfarateymisins þó að vissulega sé hellingur af reynsla þar, en kannski ekki reynsla í að hafa alla þessa ábyrgð á herðunum.

Lykilmenn: Það er erfitt að gera uppá milli þessara leikmanna, það væri hægt að nefna svona 16 leikmenn í þessum lið. Aron Bjarnason er kominn aftur heim frá Svíþjóð og það er ekki vegna þess að hann hafi ekki verið nógu og góður fyrir Allsvenskuna. Fyrirfram kandídat í leikmann ársins. Kristinn Steindórsson er frábær fótboltamaður sem les leikinn betur en flestir. Einn af þeim sem getur brotið upp varnarmúra með því að þræða boltann í gegnum minnstu glufur. Viktor Karl Einarsson er orkumikill miðjumaður sem getur leyst nokkrar stöður og hefur kannski staðið í skugganum á Gísla Eyjólfs síðustu ár. Þetta verður árið hans.

Leikmaður sem á að fylgjast með: Kristófer Ingi Kristinsson, Olivier Giroud Breiðabliks.

Komnir:
Aron Bjarnason frá Sirius
Benjamin Stokke frá Kristiansund
Kristinn Jónsson frá KR
Arnór Gauti Jónsson frá Fylki
Daniel Obbekjær frá Færeyjum
Tómas Orri Róbertsson frá Grindavík (var á láni)

Farnir
Gísli Eyjólfsson til Svíþjóðar
Anton Logi Lúðvíksson til Haugesund
Davíð Ingvarsson til Danmerkur
Klæmint Olsen til NSÍ (var á láni)
Ágúst Eðvald Hlynsson til Danmerkur
Ágúst Orri Þorsteinsson til Genoa
Oliver Stefánsson til ÍA
Arnar Númi Gíslason til Fylkis (var á láni hjá Gróttu)
Alex Freyr Elísson til Fram (var á láni hjá KA)

Dómur Einars fyrir gluggann: Fá 7. Það er ósanngjarnt að draga þá niður fyrir að hafa ekki fyllt í skarð Gísla Eyjólfs beint því það er ekki hægt að finna þann mann á markaðnum.

Leikmannalisti:
1. Anton Ari Einarsson (m)
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Höskuldur Gunnlaugsson
8. Viktor Karl Einarsson
9. Patrik Johannesen
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason
14. Jason Daði Svanþórsson
16. Dagur Örn Fjeldsted
18. Eyþór Aron Wöhler
19. Kristinn Jónsson
20. Benjamin Stokke
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson
24. Arnór Gauti Jónsson
25. Tumi Fannar Gunnarsson
27. Tómas Orri Róbertsson
30. Andri Rafn Yeoman



Fyrstu fimm leikir Breiðabliks:
8. apríl, Breiðablik - FH (Kópavogsvöllur)
13. apríl, Breiðablik - Vestri (Kópavogsvöllur)
21. apríl, Víkingur R. - Breiðablik (Víkingsvöllur)
28. apríl, KR - Breiðablik (Meistaravellir)
6. maí, Breiðablik - Valur (Kópavogsvöllur)

Í besta og versta falli: Blikar hafa mannskapinn til að vinna mótið en ef þeir ná ekki að finna flæðið gætu þeir í versta falli endað í fjórða sæti.

Spámennirnir: Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Tómas Þór Þórðarson og Valur Gunnarsson.
Athugasemdir
banner
banner