Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
fimmtudagur 25. apríl
Mjólkurbikar karla
mánudagur 22. apríl
Besta-deild kvenna
sunnudagur 21. apríl
Besta-deild karla
Besta-deild kvenna
föstudagur 19. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 19. apríl
Super League - Women
Brighton W 0 - 0 Everton W
Division 1 - Women
Paris W 0 - 1 Saint-Etienne W
Bundesligan
Eintracht Frankfurt - Augsburg - 18:30
Bundesliga - Women
RB Leipzig W 1 - 0 Bayer W
Serie A
Cagliari - Juventus - 18:45
Genoa 0 - 1 Lazio
Toppserien - Women
Lyn W 1 - 0 Lillestrom W
Úrvalsdeildin
FK Krasnodar 2 - 0 Fakel
La Liga
Athletic - Granada CF - 19:00
Damallsvenskan - Women
Norrkoping W 2 - 1 Djurgarden W
Elitettan - Women
Umea W 1 - 0 Sunnana W
mán 10.ágú 2020 16:57 Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Magazine image

Dagur lenti á veggjum í Belgíu en spilar nú í Eliteserien - „Alltaf betri en pabbi"

Dagur Dan Þórhallsson hefur verið hjá Mjöndalen í eitt og hálft ár. Fyrst um sinn var hann að láni hjá félaginu en fljótlega var gengið frá kaupum á honum frá Keflavík en þar lék Dagur sumarið 2018. Dagur er uppalinn í bæði Fylki og Haukum og voru hans fyrstu skref í meistaraflokki stigin með liði Hauka árið 2016.

Í kjölfarið á verunni í Hafnarfirði var Degi boðið til Belgíu og þar vann hann sér inn samning. Eftir eitt tímabil á Íslandi var Dagur fenginn til Noregs og spilar í dag í Eliteserien, efstu deild þar í landi. Fréttaritari hafði samband við kappann í liðinni viku og spurði Dag út í ferilinn til þessa og tímabilið í ár.

Það hjálpaði mér gríðarlega hvað varðar Mjöndalen sem var næsta skrefið á ferlinum.
Það hjálpaði mér gríðarlega hvað varðar Mjöndalen sem var næsta skrefið á ferlinum.
Mynd/Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Það var bara leiðinlegt að geta ekki unnið einhverja leiki fyrir stuðnigsmennina og auðvitað okkur sjálfa líka!
Það var bara leiðinlegt að geta ekki unnið einhverja leiki fyrir stuðnigsmennina og auðvitað okkur sjálfa líka!
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Mig langar auðvitað að spila fleiri leiki og henda inn nokkrum mörkum og stoðsendingum! Það væri algjör veisla
Mig langar auðvitað að spila fleiri leiki og henda inn nokkrum mörkum og stoðsendingum! Það væri algjör veisla
Mynd/Raggi Óla
Mér finnst ég því ekki hafa fengið þær mínútur sem ég tel mig eiga skilið en vonandi fer það bara að detta í næstu leikjum!
Mér finnst ég því ekki hafa fengið þær mínútur sem ég tel mig eiga skilið en vonandi fer það bara að detta í næstu leikjum!
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Þetta er því allt á réttri leið
Þetta er því allt á réttri leið
Mynd/Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Ég myndi segja að hópurinn okkar áður en tímabilið hófst hafi verið frekar sterkur, en við missum svo frekar marga menn í meiðsli og töpum mörgum leikjum í byrjun, því varð tímabilið frekar þungt.
Ég myndi segja að hópurinn okkar áður en tímabilið hófst hafi verið frekar sterkur, en við missum svo frekar marga menn í meiðsli og töpum mörgum leikjum í byrjun, því varð tímabilið frekar þungt.
Mynd/Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Mig langaði að spila í efstu deild og Keflavík var eiginlega fyrsta sem kom upp
Mig langaði að spila í efstu deild og Keflavík var eiginlega fyrsta sem kom upp
Mynd/Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Þetta var virkilega erfiður og krefjandi tími. Það tók átta mánuði að fá leikheimild og var svo ekki að fá að spila eins marga leiki og mér fannst ég eiga skilið
Þetta var virkilega erfiður og krefjandi tími. Það tók átta mánuði að fá leikheimild og var svo ekki að fá að spila eins marga leiki og mér fannst ég eiga skilið
Mynd/Kristján Bernburg
Ég spurði hann líka á þessum tíma hvort hann gæti tekið mig í einkatíma og það var ekkert mál. Hann er einfaldlega frábær þjalfari og hjálpaði mér virkilega mikið á þessum tíma.
Ég spurði hann líka á þessum tíma hvort hann gæti tekið mig í einkatíma og það var ekkert mál. Hann er einfaldlega frábær þjalfari og hjálpaði mér virkilega mikið á þessum tíma.
Mynd/Fótbolti.net - Hulda Margrét
Ég myndi einfaldlega segja að hann hefur hjálpað mér á öllum sviðum í fótboltanum. Hann er ekki mikið að tala í kringum hlutina
Ég myndi einfaldlega segja að hann hefur hjálpað mér á öllum sviðum í fótboltanum. Hann er ekki mikið að tala í kringum hlutina
Mynd/Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Auðvitað horfir maður lengra, held það séu ekki margir íslenskir leikmenn sem segi þegar þeir eru ungir að þá langi 'eingungis' að spila Noregi, með fullri virðingu fyrir því.
Auðvitað horfir maður lengra, held það séu ekki margir íslenskir leikmenn sem segi þegar þeir eru ungir að þá langi 'eingungis' að spila Noregi, með fullri virðingu fyrir því.
Mynd/Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Ég myndi alltaf segja já við því, veit reyndar ekki hvort hann sé sammála því. Hann á samt tvo A-landsleiki, þegar maður nær því þá er það orðið 100%
Ég myndi alltaf segja já við því, veit reyndar ekki hvort hann sé sammála því. Hann á samt tvo A-landsleiki, þegar maður nær því þá er það orðið 100%
Mynd/Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Held ég hafi verið á bekknum í tólf leikjum áður en ég fékk mínar fyrstu mínutur svo maður var orðinn smá óþolinmóður á þeim tímapunkti.
Held ég hafi verið á bekknum í tólf leikjum áður en ég fékk mínar fyrstu mínutur svo maður var orðinn smá óþolinmóður á þeim tímapunkti.
Mynd/Haukar
Ég á honum nánast allt að þakka sem ég hef gert í boltanum, hann hefur hjálpað mér gríðarlega mikið innan sem utan vallar.
Ég á honum nánast allt að þakka sem ég hef gert í boltanum, hann hefur hjálpað mér gríðarlega mikið innan sem utan vallar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er réttfættur leikmaður sem hleypur mikið fyrir liðið. Ég, eins og flestir, vil vera mikið í boltanum og er svona 'box to box leikmaður' sem skorar mörk en skilar líka varnarvinnu
Ég er réttfættur leikmaður sem hleypur mikið fyrir liðið. Ég, eins og flestir, vil vera mikið í boltanum og er svona 'box to box leikmaður' sem skorar mörk en skilar líka varnarvinnu
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Já er með fullt af hlutum sem þarf að laga, en eins og er þá eru veikleikarnir mínir að ég er of 'passívur' og þarf að spila meira fram á við.
Já er með fullt af hlutum sem þarf að laga, en eins og er þá eru veikleikarnir mínir að ég er of 'passívur' og þarf að spila meira fram á við.
Mynd/Raggi Óla
„Ég man séstaklega eftir einu atviki þar sem pabbi sagði að ég væri ekki með besta vinstri fótinn í liðinu og það gerði mig brjálaðan"
Getur spilað margar stöður framarlega á vellinum
Hvernig leikmaður er Dagur og hverjir eru hans styrkleikar?

„Ég er réttfættur leikmaður sem hleypur mikið fyrir liðið. Ég, eins og flestir, vil vera mikið í boltanum og er svona 'box to box leikmaður' sem skorar mörk en skilar líka varnarvinnu," sagði Dagur.

Hvaða stöður er Dagur vanur að leysa?

„Ég er mikið búinn að vera að spila í tíunni eða á kanti en hef líka leyst það hlutverk að leika sem djúpur miðjumaður. Ég spilaði fyrsta leikinn minn í byrjunarliðinu hjá Mjöndalen sem djúpur á miðju. Það er því erfitt að nefna eina stöðu, myndi segja að ég geti spilað margar stöður framarlega á vellinum."

Er Dagur meðvitaður um einhverja veikleika í sínum leik?

„Já er með fullt af hlutum sem þarf að laga, en eins og er þá eru veikleikarnir mínir að ég er of 'passívur' og þarf að spila meira fram á við."

Aðeins meiri Haukari
Dagur var spurður af því hvort hann væri meiri Haukari eða Fylkismaður.

„Þessi er virkilega erfið! Var í Fylki í tíu ár, frá því að ég var þriggja ára og þar til ég varð þrettán ára. Svo fékk ég mína fyrstu meistaraflokksleiki hja Haukum."

„Eins og staðan er þá myndi ég segja að ég væri aðeins meiri Haukari, vegna þess að ég fékk smjörþefinn af meistaraflokki í fyrsta skiptið hjá Haukum og það hjálpaði mér að komast til Gent. Svo þetta er svona sirka 51%-49%!"


Fimmtán ára og stressaður á reynslu hjá Norwich
Við fréttaleit er hægt að sjá að Dagur fór á reynslu til Norwich áður en hann lék fyrsta deildarleikinn með Haukum. Var Dagur nálægt því að semja við Norwich?

„Nei myndi ekki segja að ég hafi verið nálægt því að skrifa undir hjá Norwich, var mjög ungur - fimmtán ára gamall, og stressaður þegar ég fór út á þessa reynslu, svo það gekk ekkert alltof vel. En mjög gaman að sjá muninn á því hvernig þetta er á Íslandi og svo úti hja félagi sem var í úrvalsdeildinni á þeim tíma."

Mjög skemmtilegur tími sem Dagur mun aldrei gleyma
Dagur lék sex leiki með Haukum sumarið 2016. Hvernig var að koma inn í Haukaliðið á þeim tíma og kom leikjafjöldi á óvart?

„Það var mjög gaman að koma inn í þennan hóp sem Haukar voru með árið 2016. Ég var búinn að vera að detta inn á æfingar í alveg þó nokkurn tíma svo það kom ekki beint á óvart að ég væri í hóp."

„Held ég hafi verið á bekknum í tólf leikjum áður en ég fékk mínar fyrstu mínutur svo maður var orðinn smá óþolinmóður á þeim tímapunkti. En svo fékk ég að byrja og spilaði sex síðustu leikina sem kom skemmtilega á óvart. Ég held ég hafi staðið mig þokkalega því ég var farinn til Gent þremur mánuðum síðar. Mjög skemmtilegur tími sem ég á aldrei eftir að gleyma."


Lofar Luka Kostic
Í 'Hinni hliðinni' segir Dagur frá því að besti þjálfarinn sé Luka Kostic sem þjálfaði Dag hjá Haukum. Dagur lýsir honum sem 'next level' góðum þjálfara. Hverjir eru helstu kostir Luka og hvernig gerði hann Dag að betri leikmanni?

„Hann er bara 'no bullshit' gæi sem lætur þig vita ef þú ert að gera einhverja algjöra skitu. Ég held að á þeim tíma sem ég var í Haukum voru menn frekar hræddir við hann eða réttara sagt báru bara mikla virðingu fyrir honum, maður vildi allavega ekki vera mikið að bregðast honum því þá gat maður verið tekinn af lífi inn í klefa. En svo fyrir utan klefann og æfingar þá gat maður alltaf leitað til hans með spurningar varðandi hitt og þetta."

„Ég spurði hann líka á þessum tíma hvort hann gæti tekið mig í einkatíma og það var ekkert mál. Hann er einfaldlega frábær þjalfari og hjálpaði mér virkilega mikið á þessum tíma."


Stóð sig vel í sjónvarpsleik
Dagur gekk í raðir Gent eftir að hafa leikið sex leiki með Haukum í næstefstu deild sumarið 2016. Hvernig kom það til að hann komst undir smásjá belgíska félagsins?

„Ég spilaði leik á móti HK í Inkasso-deildinni, það var sjónvarpsleikur og ég átti mjög góðan leik. Eftir þann leik sendi umboðsmaðurinn minn leikinn á nokkur lið, við fengum svar frá Gent og félagið vildi fá mig á reynslu. Eftir það þá gerðist allt mjög hratt og ég var búinn að skrifa undir á næstu þremur mánuðum."

Tók átta mánuði að fá leikheimild
Hvernig var tíminn hjá Gent?

„Þetta var virkilega erfiður og krefjandi tími. Það tók átta mánuði að fá leikheimild og var svo ekki að fá að spila eins marga leiki og mér fannst ég eiga skilið á þeim tíma með varaliðinu. Svo var þetta í fyrsta skiptið sem ég fékk alveg neitun frá þjálfara og það var mjög erfitt að taka þvi."

Hvað er það helsta sem Dagur tekur með sér frá tímanum í Belgíu?

„Ég lærði helling af þessu, fékk að kynnast því hvernig á að takast á við að vera algjörlega úti í kuldanum hjá þjálfara og þurfa standa á eigin fótum."

Dagur kemur inn á langa bið eftir leikheimild, hvers vegna tók langan tíma að fá slíka?

„Það var vesen með pappírana vegna þess að ég var einungis sextán ára. Ég þurfti að vera með vottorð um að ég væri að taka áfanga í námi og eitthvað svoleiðis, svo það tók lengri tíma en við héldum."

Erfitt að vera úti í kuldanum hjá þjálfaranum
Dagur segir frá því að hann hafi verið „algjörlega úti í kuldanum hjá þjálfara" Gent. Hvernig upplifði hann það?

„Allt sem ég gerði, hvort sem það var á æfingum eða leikjum, var ekki nógu gott. Ég lenti svo smá upp á kant við þennan þjálfara og þá varð þetta erfitt fyrir mig. Ég var ungur og það var mjög erfitt að vera svona út i kuldanum."

Leiðinlegt að geta ekki unnið einhverja leiki
Dagur kom heim til Íslands frá Gent fyrir tímabilið 2018. Hvernig kom það til að hann samdi við Keflavík?

„Mig langaði að spila í efstu deild og Keflavík var eiginlega fyrsta sem kom upp og mér leist bara fáránlega vel á þetta svo ég var ekki að pæla í neinu öðru en að fá mínútur og spila. Mér fannst það líklegast í Keflavík."

Hvernig lítur Dagur til baka á þetta fyrsta tímabil í efstu deild?

„Þetta var mjög skemmtilegt en krefjandi tímabil. Kem til Keflavíkur rétt áður en mótið byrjar svo það tekur smá tima fyrir mig að kynnast öllum strákunum og komast inn í hópinn. Ég myndi segja að hópurinn okkar áður en tímabilið hófst hafi verið frekar sterkur, en við missum svo frekar marga menn í meiðsli og töpum mörgum leikjum í byrjun, því varð tímabilið frekar þungt."

„Ég persónulega fékk mörg tækifæri og mínútur í efstu deild á Íslandi sem var mjög gaman. Það var bara leiðinlegt að geta ekki unnið einhverja leiki fyrir stuðnigsmennina og auðvitað okkur sjálfa líka!"


Hvað lærði Dagur af þessu tímabili með Keflavík?

„Ég myndi segja að ég hafi lært að spila á hærra 'leveli' en ég hafði gert áður og það hjálpaði mér gríðarlega hvað varðar Mjöndalen sem var næsta skrefið á ferlinum."

Sáu hann með U19 landsliðinu í Tyrklandi
Snemma á síðasta ári var Dagur lánaður til Mjöndalen frá Keflavík. Mjöndalen hafði unnið sér sæti í efstu deild árið 2018 með góðum árangri í næstefstu deild. Hvernig kom til að Mjöndalen vissi af Degi? Fyrir áramót hafði Dagur verið orðaður við heimkomu í Fylki.

„Já ég hafði eitthvað verið orðaður við Fylki á þessum tíma en svo kom Mjöndalen upp eftir að ég kom heim frá Tyrklandi með U19 ára landsliði Íslands."

„Það var einhver njósnari frá þeim sem var að fylgjast með ungum leikmönnum á Íslandi og það vill svo til að ég og Jónatan Ingi [Jónsson] sem er að spila með FH förum út á þessa reynslu saman. Ég svo endaði á því að skrifa undir lánssamning tveimur mánuðum seinna."


Var Dagur nálægt því að fara í Fylki?

„Mig langaði að reyna fyrir mér áfram í efstu deild á þessum tíma þegar ég var orðaður við Fylki og held að Keflavík vissi það. Svo það var bara frábært fyrir mig að Mjöndalen kom upp því auðvitað langaði mig líka að gefa til baka til Keflavíkur eftir allt sem félagið hafði gert fyrir mig."

Bað um að fara á lán - Kom töluvert betri til baka
Dagur lék allan leikinn í tveimur bikarleikjum og kom inn á í tveimur til viðbótar á sínum fyrstu mánuðum hjá Mjöndalen. Þá var hann á varamannabekknum í fimmtán af sextán leikjum liðsins í Eliteserien en kom einungis einu sinni við sögu og lék þá einungis eina mínútu. Í kjölfarið var hann lánaður í Kvik Halden sem leikur í C-deildinni.

Ýtti Dagur sjálfur eftir því eða var það félagið sem hafði frumkvæðið þegar kom að því að Dagur færi annað að láni og fengi að spila?

„Ég bað sjálfur um að fara á lán því ég sá að ég var ekki að fara að fá þær mínútur sem mér fannst ég eiga skilið. Þetta var því frábær lausn fyrir báða aðila. Ég fékk að spila og kom töluvert betri til baka og með meiri reynslu af norskum bolta."

Tíminn hjá Kvik, hvernig horfir hann við Degi þegar hann lítur til baka. Er Dagur sáttur með allt?

„Tíminn hjá Kvik Halden var frábær, ég fékk að spila marga leiki og náði að henda í fimm mörk og fjórar stoðsendingar í einhverjum tólf leikjum, það var virkilega gaman að læra meira á norska boltann. Ég kom til baka sem töluvert betri leikmaður þegar æfingar byrjuðu aftur hjá Mjöndalen. Í heildina mjög sáttur með tímann hja Kvik."

Vill fá fleiri mínútur
Dagur fór vel af stað á árinu og var fjallað um að hann hafi skorað í æfingaleikjum. Hann hefur byrjað einn leik í norsku deildinni og verið í leikmannahópnum í ellefu af fyrstu þrettán umferðunum. Sex sinnum hefur Dagur komið inn á sem varamaður og einu sinni hefur hann lagt upp mark. Stoðsendingin kom í eina byrjunarliðsleiknum til þessa. Hvað kemur upp í hugann þegar Dagur hugsar um tímabilið sem nú er í gangi?

„Þetta eru smá vonbrigði, bjóst við fleiri mínútum. Ég hef verið að koma inn og gera vel. Það eftirminnilegasta er að ég átti mjög svo fínan leik á móti Bodö/Glimt, besta liðinu í Noregi en hef ekki byrjað síðan. Mér finnst ég því ekki hafa fengið þær mínútur sem ég tel mig eiga skilið en vonandi fer það bara að detta í næstu leikjum!"

Finnur Dagur mikinn mun á sér núna og þegar hann lítur eitt ár til baka?

„Já það er mikill munur á líkamlegum styrk, held ég hafi náð að þyngja mig um góð 5kg og svo gerði tíminn hjá Kvik mjög góða hluti fyrir mig fótboltalega séð. Þetta er því allt á réttri leið."

Hvað langar Dag til að afreka á tímabilinu?

„Mig langar auðvitað að spila fleiri leiki og henda inn nokkrum mörkum og stoðsendingum! Það væri algjör veisla."

„Ég myndi alltaf segja já við því"
Luka Kostic, þjálfari Hauka, sagði eftirfarandi í viðtali við fótbolta.net eftir leik gegn Keflavík sumarið 2016: „það er auðvelt að verða betri en pabbi" og var þá spurður út í Dag Dan sem kom inn á í leiknum. Þáverandi aðstoðarþjálfari Hauka, Þórhallur Dan Jóhansson [Tóti Dan], er faðir Dags.

Finnst Degi hann vera orðinn betri leikmaður en pabbi sinn var? Þórhallur lék á sínum tíma 159 leiki í efstu deild og var leikmaður Vejle á árunum 1997-199.

„Ég myndi alltaf segja já við því, veit reyndar ekki hvort hann sé sammála því," sagði Dagur og hló. „Hann á samt tvo A-landsleiki, þegar maður nær því þá er það orðið 100%."

Sagði Degi að hann væri ekki með besta vinstri fótinn í liðinu
Hvað er það helst sem faðir Dags hefur miðlað til hans sem hefur hjálpað Degi sem fótboltamanni?

„Ég á honum nánast allt að þakka sem ég hef gert í boltanum, hann hefur hjálpað mér gríðarlega mikið innan sem utan vallar."

„Ég myndi einfaldlega segja að hann hefur hjálpað mér á öllum sviðum í fótboltanum. Hann er ekki mikið að tala í kringum hlutina: ef ég átti slaka leiki þá sagði hann mér hvað það væri sem ég gæti lagað og maður meðtók flest sem hann sagði."

„Ég man séstaklega eftir einu atviki þar sem pabbi sagði að ég væri ekki með besta vinstri fótinn í liðinu og það gerði mig brjálaðan. Eftir þau orð fór ég út á völl og fór bara að einbeita mér að því að verða jafnvígur á báðar lappir og held ég hafi varið heilu sumri í að skjóta með vinstri þangað til ég varð einn af þeim bestu í liðinu með vinstri,"
sagði Dagur og hló.

Gæti orðið ættartengt millinafn
Dagur hló einnig að næstu spurningu: Feðgarnir Dagur og Þórhallur bera millinafnið Dan. Er þetta ættartengt millinafn?

„Nei nafnið er ekki bundið við ættina eða neitt slíkt en verður það vonandi. Pabbi vonast til þess og ég mun líklegast nota það þegar ég eignast börn."
„Ég hef alltaf litið til Ítalíu, Spánar, Þýskalands eða Englands"
Horfir til stóru deildanna í Evrópu
Að lokum var Dagur beðinn um að horfa fimm ár fram í tímann. Hvar langar hann til að vera á sínum ferli? Fréttaritari gerði sig sekan um að spyrja hvort það væri sem lykilmaður í Noregi eða hvort Dagur horfi lengra og hærra.

„Auðvitað horfir maður lengra, held það séu ekki margir íslenskir leikmenn sem segi þegar þeir eru ungir að þá langi 'eingungis' að spila í Noregi, með fullri virðingu fyrir því."

„Ég hef alltaf litið til Ítalíu, Spánar, Þýskalands eða Englands. En núna er það algjörlega 'full fókus' á að gera vel með Mjöndalen og vonandi opnast þá einhverjar nýjar og spennandi dyr fyrir mann,"
sagði Dagur að lokum.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Dagur Dan Þórhallsson (Mjöndalen)
Athugasemdir
banner