Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
banner
fimmtudagur 25. apríl
Mjólkurbikar karla
mánudagur 22. apríl
Besta-deild kvenna
sunnudagur 21. apríl
Besta-deild karla
Besta-deild kvenna
laugardagur 20. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 20. apríl
Engin úrslit úr leikjum í dag
mið 17.feb 2021 11:00 Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Magazine image

Þrenn slæm meiðsli en Begga gafst ekki upp - „Vissi að næsta skref yrði atvinnumennskan"

Berglind Rós Ágústsdóttir gekk í raðir Örebro í desember. Berglind er leikmaður sem bæði getur leyst stöðu miðjumanns sem og varnarmanns. Hún er 25 ára gömul og fór til sænska félagsins frá Fylki þar sem hún hafði leikið í fjögur tímabil.

Fótbolti.net ræddi við Berglindi um ferilinn hennar til þessa og framtíðin var einnig rædd. Afraksturinn má sjá hér að neðan.

Ég geri ráð fyrir að það hafi verið heildar frammistaðan. Dugnaður, hlaupageta, barátta og gæði, svona þetta íslenska klassíska.
Ég geri ráð fyrir að það hafi verið heildar frammistaðan. Dugnaður, hlaupageta, barátta og gæði, svona þetta íslenska klassíska.
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ég er ekki í neinum klípingum eða hrottaskap, en hef lúmskt gaman að því að fara örlítið í taugarnar á mótherjanum.
Ég er ekki í neinum klípingum eða hrottaskap, en hef lúmskt gaman að því að fara örlítið í taugarnar á mótherjanum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við urðum í fyrsta skiptið Reykjavíkurmeistarar og enduðum í 3. sæti á Íslandsmótinu sem er besti árangur Fylkis
Við urðum í fyrsta skiptið Reykjavíkurmeistarar og enduðum í 3. sæti á Íslandsmótinu sem er besti árangur Fylkis
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Berglind varð gerð að fyrirliða fyrir tímabilið 2018: Ég þroskaðist mikið sem leikmaður og var mér mikill heiður að bera bandið
Berglind varð gerð að fyrirliða fyrir tímabilið 2018: Ég þroskaðist mikið sem leikmaður og var mér mikill heiður að bera bandið
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Kjartan Stefánsson og Sigurður Þór Reynisson
Kjartan Stefánsson og Sigurður Þór Reynisson
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var hann sem kenndi mér þegar ég var lítil hvernig best væri að koma andstæðing úr jafnvægi.
Það var hann sem kenndi mér þegar ég var lítil hvernig best væri að koma andstæðing úr jafnvægi.
Mynd/Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Uppgjöf er ekki í boði og horfa þarf á björtu hliðarnar.
Uppgjöf er ekki í boði og horfa þarf á björtu hliðarnar.
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Berglind lék nokkra leiki með Aftureldingu sumarið 2014.
Berglind lék nokkra leiki með Aftureldingu sumarið 2014.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tími minn hjá Val var frábær, ég var þar frá sjö ára aldri
Tími minn hjá Val var frábær, ég var þar frá sjö ára aldri
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þar fékk ég mitt fyrsta tækifæri aðeins sextán ára gömul og er ég þakklát fyrir traustið sem þjálfarinn gaf mér.
Þar fékk ég mitt fyrsta tækifæri aðeins sextán ára gömul og er ég þakklát fyrir traustið sem þjálfarinn gaf mér.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Skrefið til Svíþjóðar er einnig skref í áttina að tækifærum með landsliðinu.
Skrefið til Svíþjóðar er einnig skref í áttina að tækifærum með landsliðinu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég átti þónokkur samtöl við vinkonu mína sem hefur spilað í báðum deildum og þau hjálpuðu mér mikið
Ég átti þónokkur samtöl við vinkonu mína sem hefur spilað í báðum deildum og þau hjálpuðu mér mikið
Mynd/Úr einkasafni
Ég fann mig styrkjast líkamlega og andlega með hverju árinu hjá Fylki.
Ég fann mig styrkjast líkamlega og andlega með hverju árinu hjá Fylki.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég tel mína persónulegu frammistöðu hafa verið góða. En hún hefði ekki verið það án þjálfarateymis og einna helst, liðsfélaga minna
Ég tel mína persónulegu frammistöðu hafa verið góða. En hún hefði ekki verið það án þjálfarateymis og einna helst, liðsfélaga minna
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég mun ávallt vera þakklát fyrir allt sem Fylkir hefur gert fyrir mig.
Ég mun ávallt vera þakklát fyrir allt sem Fylkir hefur gert fyrir mig.
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fer út eftir besta tímabil sitt og Fylkis
Við byrjum þetta á liðnu ári, Berglind var spurð út í tímabilið með Fylki.

„Mér fannst það mjög skemmtilegt, krefjandi út af ástandinu og viðburðarríkt. Við urðum í fyrsta skiptið Reykjavíkurmeistarar og enduðum í 3. sæti á Íslandsmótinu sem er besti árangur Fylkis," sagði Berglind.

Var þetta besta tímabil hennar til þessa á ferlinum?

„Það má segja að þetta hafi verið mitt besta tímabil hingað til miðað við árangur liðsins og fjölda leikja sem ég náði að spila."

Á hvaða sviðum bætti Berglind sinn leik á síðasta ári?

„Ætli ég hafi ekki bara bætt minn leik almennt. Tækni, styrkur, þol og leikskilningur hefur jafnt og þétt batnað. Einnig hefur hlutverk fyrirliða gert mikið fyrir mig og minn leik. Þegar ég hugsa um það sem á undan hefur gengið, þrálát meiðsli og hindranir vegna þeirra, þá verður síðastliðið tímabil ávallt í hávegum haft. Ég tel mína persónulegu frammistöðu hafa verið góða. En hún hefði ekki verið það án þjálfarateymis og einna helst, liðsfélaga minna."

Finnur sig best á miðjunni
Við komum inn á meiðslin á eftir en hver er uppháldsstaða Berglindar á vellinum?

„Ég finn mig best sem miðjumaður, ég hef leikið bæði sem miðjumaður og varnarmaður í seinni tíð. Ég hef lært stöðu miðvarðar og fundið mig mjög vel þar. Á miðjunni fæ ég stærra hlutverk í sóknarleiknum sem ég hef gaman af, en sem miðvörður fæ ég ábyrgðarfullt hlutverk í varnarleik. Báðar stöður henta mínum leik mjög vel."

Á góðar minningar frá tímanum í Val
Höldum aðeins til baka, til ársins 2016. Hvernig kom það til að Berglind gekk í raðir Fylkis eftir tímabilið það ár?

„Ég var á þessum tíma í endurhæfingu á krossbandsslitunum, ég var samningslaus og Valur sýndi lítinn áhuga á að framlengja. Jón, þáverandi þjálfari Fylkis, hafði samband og vildi fá fund. Ég var mjög glöð að heyra að að hann hafði áhuga þar sem ég var að jafna mig á meiðslum og ekki búin að spila í um það bil eitt ár. Ég fór á fundinn upp í Árbæ og heillaðist strax af Fylki. Ég var að leitast eftir nýrri byrjun og get alveg sagt að ég fékk hana."

Er Berglind sátt við þann tíma sem hún átti á Hlíðarenda?

„Tími minn hjá Val var frábær, ég var þar frá sjö ára aldri, kynntist fullt af frábærum stelpum og eignaðist góðar vinkonur sem ég held sambandi við til dagsins í dag. Okkur gekk vel í yngri flokkunum og á margar góðar minningar frá þessum árum. Ég er þákklát fyrir alla þjálfarana í Val og það sem þeir kenndu mér."

„Minn fyrsti meistaraflokksleikur var hjá Val, þar fékk ég mitt fyrsta tækifæri aðeins sextán ára gömul og er ég þakklát fyrir traustið sem þjálfarinn gaf mér. En þegar ljóst var að tími minn hjá Val væri á enda þá þurfti ég einfaldlega að róa á önnur mið og byrja upp á nýtt. Hjá Fylki fékk ég akkúrat það tækifæri og svigrúm til að koma mér aftur af stað og verð félaginu alltaf þakklát fyrir það."


„Mun ávallt vera þakklát fyrir allt sem Fylkir hefur gert fyrir mig"
Ef Berglind lítur á tíma sinn í heild sinni hjá Fylki, er hún sátt við það sem hún náði að afreka í Árbænum?

„Ég er virkilega sátt með tímann minn hjá Fylki og finnst þetta hafa verið mjög gott skref að taka. Þegar við féllum niður í 1. deild þá vildi ég halda áfram að spila í efstu deild en sem betur fer þá sannfærðu þjálfararnir, þeir Kjartan og Sigurður, mig um að halda áfram og taka slaginn. Ég sé alls ekki eftir því, ég lærði helling og þeir hjálpuðu mér að verða betri fótboltamaður og þroskast."

„Ég fann mig styrkjast líkamlega og andlega með hverju árinu hjá Fylki. Allir í kringum félagið, stjórnin, sjálfboðaliðar og fleiri eru öll yndislegt fólk og styðja við bakið á manni og liðinu alla leið."


Hvers vegna var Berglind gerð að fyrirliða á sínum tíma?

„Ég fékk fyrirliðabandið eftir að Tinna Bjarndís þurfti að leggja skóna á hilluna og er ég mjög þakklát fyrir að hafa fengið það verkefni. Ég þroskaðist mikið sem leikmaður og var mér mikill heiður að bera bandið."

Var erfitt að kveðja Fylki?

„Já, það var mjög erfitt að kveðja alla í Fylki. Ég hef kynnst svo mörgum frábærum stelpum, þjálfurum og fólki. Eftir að ég tilkynnti að ég væri að fara út þá fékk ég fullt af skilaboðum frá Fylkisfólki hvað þau væru stolt, ánægð og glöð fyrir mína hönd. Ég mun ávallt vera þakklát fyrir allt sem Fylkir hefur gert fyrir mig."

Ræddi við Svövu Rós um muninn á deildunum
Einhver áhugi var frá Noregi en Berglind samdi á endanum við Örebro. Hvers vegna varð sænska félagið fyrir valinu?

„Valið var erfitt, samtalið við Noreg var komið vel á veg og þegar Örebro kom inn í myndina þá flæktist sviðsmyndin nokkuð. Ég átti þónokkur samtöl við vinkonu mína sem hefur spilað í báðum deildum og þau hjálpuðu mér mikið. Þegar öllu er á botninn er hvolft þá tel ég að Örebro henti mér betur. Það er nýr þjálfari í brúnni og fótboltalegu hugmyndirnar hans, ásamt metnaði og sýn hans á mínu hlutverki innan liðsins gerðu útslagið. Mér var seld ákveðin hugmynd um framtíð mína í fótbolta og ég ákvað að stökkva á það."

Hver er vinkonan og hvað sagði hún um þessar deildir?

„Ég ræddi við Svövu Rós Guðmundsdóttur, hún sagði að munurinn á deildunum væri sá að henni fannst heilt yfir liðin betri í Svíþjóð. Þar er meiri samkeppni og betri leikmenn, og henni fannst að allir gætu unnið alla. Á tíma Svövu í Noregi var mikill munur á efstu liðunum og þeim í neðri hlutanum og mikill getumunur á leikmönnunum í hverju liði."

„Var í raun bara spursmál hvenær tækifærið gæfist"
Hafði Berglindi dreymt lengi um atvinnumennsku?

„Mig hefur alltaf dreymt um að fara í atvinnumennskuna síðan ég var lítil og það var í raun bara spursmál hvenær tækifærið gæfist. Maður sá fyrirmyndirnar sínar fara út að spila og gera vel og það hvatti mann til að gera það líka. Ég hef gengið i gegnum erfið meiðsli og það hefur verið að halda mér til baka varðandi að fara út."

Hafði Berglind einhvern tímann verið nálægt því að fara erlendis áður á ferlinum?

„Fyrir síðasta tímabil ætlaði ég mér að fara út en fannst ég ekki alveg tilbúin og ég fann það núna á seinasta ári eftir tímabilið að ég var tilbúin að taka þetta skref."

Engin spurning að taka þetta skref núna?

„Þetta er stórt skref, sem er mjög spennandi og þroskandi. Ég vissi alveg að næsta skref mitt eftir Fylki yrði atvinnumenskan. Ég vil gera sem mest úr mínum fótbotlaferli, geta horft til baka og séð hvað ég náði að gera margt."

Þetta klassíska íslenska
Hvað var það í leik Berglindar sem heillaði þjálfara Örebro?

„Það er erfitt að segja hvort það hafi verið eitthvað eitt í mínum leik sem heillaði. Ég geri ráð fyrir að það hafi verið heildar frammistaðan. Dugnaður, hlaupageta, barátta og gæði, svona þetta íslenska klassíska. Þjálfarinn sér allavega eitthvað í mér sem hann telur sig geta unnið með og tekið á næsta 'level', sem er stór hluti af því hvers vegna ég valdi Örebro."

Örebro á svipaðri vegferð og Fylkir
Hvernig félag er Örebro?

„Örebro er metnaðarfullt félag. Hópurinn er að miklu leyti samansettur af yngri leikmönnum, þannig uppbygging og þróun er félaginu mikilvæg. Sem dæmi er elsti leikmaðurinn fæddur 1993. Umgjörðin er svo fyrsta flokks og allt til alls í þeim málum. Ég tel að Fylkir og Örebro séu á svipaðri vegferð, bjóða upp á fyrsta flokks aðstöðu fyrir metnaðarfulla leikmenn."

Einbeitingin öll á Örebro
Hvað langar Berglindi til að afreka hjá Örebro? Er þetta mögulega stökkpallur fyrir eitthvað stærra?

„Persónulega vil ég ná sem allra lengst og gera sem mest úr fótboltanum. Í þessum skrifuðu orðum fer öll mín orka í Örebro. Ég gerði tveggja ára samning við félagið og sé mig fylgja því eftir. Til að byrja með ætla ég að vinna fyrir byrjunarliðssæti og láta taka eftir mér. Ég vil gera mig gildandi og hjálpa liðinu að komast eins langt og mögulegt er. Hvað varðar framtíðina þá þarf það að koma í ljós, ég er leikmaður Örebro núna og þar liggur einbeitingin."

Nöfn Eddu og Ólínu komu upp
Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir léku með Örebro á sínum tíma. Ræddi Berglind eitthvað við þær áður en ákvörðunin var tekin?

„Ég hef reyndar ekki rætt við þær um veru þeirra hjá félaginu. Nöfnin þeirra komu þó upp þegar á samningsviðræðum stóð. Mér skilst að þeim hafi líkað vel þarna. Vonandi gefst mér tækifæri til að setjast niður með þeim yfir kaffibolla og bera saman bækur."

Skrefið tekið með landsliðið í huga - Ræddi við Steina
Berglind á að baki einn A-landsleiki, hvernig lítur landsliðið við henni í dag?

„Landsliðið er klárlega markmið hjá mér. Ég er búin að fá smjörþefinn af því þegar ég fór til Spánar. Skrefið til Svíþjóðar er einnig skref í áttina að tækifærum með landsliðinu."

Hvernig líst Berglindi á að Þorsteinn Halldórsson sé tekinn við landsliðinu?

„Mér líst mjög vel á ráðninguna, Þorsteinn hefur sýnt það með Breiðabliki hvernig þjálfari hann er og árangurinn talar sínu máli."

Íslenki hópurinn átti að koma saman í Frakklandi í þessum mánuði en hætt var við það vegna faraldursins. Ræddi Steini eitthvað við Berglindi í aðdragandanum að því verkefni?

„Steini hafði samband við mig um daginn til að athuga stöðuna á mér svona almennt. Samtalið fór ekki mikið lengra þar sem verkefninu var frestað stuttu seinna."

Ekki í boði að gefast upp þrátt fyrir þrjú erfið meiðsli
Berglind hefur komið inn á meiðsli hér í viðtalinu. Þegar ferilskrá Berglindar er skoðuð sést að hún spilaði ekkert 2013, fáa leiki 2014 og aftur ekkert árið 2016. Hvaða meiðsli glímdi hún við?

„Ég sleit vinstra krossband árið 2013, þá átján ára gömul og voru það fyrstu meiðslin. Það var mikið áfall og ég vissi náttúrulega ekkert hvað ég var að fara út í. Árið 2016 sleit ég aftur krossband og þá á hægra hné. Þá vissi ég hvað beið mín og hvað ég var að fara út í, hvað varðar endurhæfingu og þess háttar. Árið 2014 þá reif ég liðþófann á vinstra hné og reif smá krossbandið líka."

Hvað lærði Berglind af meiðslunum og endurhæfingarferlinu?

„Svona endurtekin meiðsli á svo ungum aldri er mjög erfitt að ganga í gegnum. Þetta hægir á manni fótbotlalega séð, þú ert alltaf skrefi á eftir jafnöldrum þínum og það tekur um það bil tvö ár fyrir líkamann að venjast nýju krossbandi. Eftir á að hyggja þá get ég sagt að þessi meiðsli gerðu mig töluvert sterkari líkamlega og andlega. Það eru margar stelpur sem lenda í þessum meiðslum og í flestum tilfellum er þetta óheppni. En sem betur fer á ég gott bakland sem hefur stutt mig óendanlega og ýtt mér áfram til að gera mig að betri leikmanni."

„Allir ganga í gegnum meiðsli einhvern tímann á ferli sínum. Þau eru misstór og misalvarleg, en hvernig þú kemur til baka veltur allt á andlega styrknum. Vegurinn til bata getur verið langur og strangur og þá er mikilvægast að hugurinn sé rétt stilltur. Það sem ég hef lært er þrautseigja fyrst og fremst. Uppgjöf er ekki í boði og horfa þarf á björtu hliðarnar, hugsa jákvætt, gera fyrirbyggjandi æfingar og átta sig á hvað gott undirbuningstímabil er mikilvægur þáttur."


„Hef lúmskt gaman að því að fara örlítið í taugarnar á mótherjanum"
Förum í smá léttmeti, tvennt sem fréttaritari fann við fréttaleit. Þórdís Hrönn sagði að Berglind væri mest óþolandi andstæðingur sem hún hefur mætt. Hvað heldur Berglind að geri hana að óþolandi andstæðingi?

„Ég á það til að tuddast og ýta frá mér þegar tækifæri gefst. Jón Steinar stóri bróðir minn þarf eiginlega að svara fyrir þetta þar sem það var hann sem kenndi mér þegar ég var lítil hvernig best væri að koma andstæðingi úr jafnvægi. Ég er ekki í neinum klípingum eða hrottaskap, en hef lúmskt gaman að því að fara örlítið í taugarnar á mótherjanum."

Berglind sagði svo sjálf inn á það að undir Eyjafjöllum væri hennar uppáhalds staður á Íslandi. Hvaða tengingu hefur hún þangað?

„Ég er ættuð af Suðurlandinu. Amma og afi í föðurætt búa undir Eyjafjöllum og ég reyni að heimsækja þau eins oft og hægt er. Það er fátt fallegra en sveitin að sumri til."

Að lokum, er Berglind komin með eitthvað gælunafn í Svíþjóð?

„Svíanum finnst skrítið að ég heiti Berglind. Venju samkvæmt er það millinafn hérna. Þeim finnst Rós eðlilegra fornafn en ég er öllu jafna bara kölluð Begga," sagði Berglind.
Athugasemdir
banner
banner