fös 16.ágú 2024 17:00 Mynd: Getty Images |
|

Spáin fyrir enska - 1. sæti: „Samdóma álit minnar fjölskyldu"
Enska úrvalsdeildin, þjóðaríþrótt Íslendinga, fer aftur af stað í dag. Við klárum núna að kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki liðanna og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.
Manchester City er í efsta sæti í spánni eftir að hafa núna tekið titilinn fjögur ár í röð.
Manchester City hefur orðið Englandsmeistari fjögur ár í röð og stefnir á að vinna titilinn fimmta árið í röð. Það er orðið vani að spá þessu ótrúlega fótboltaliði Englandsmeistaratitlinum og þannig er það aftur hjá okkur á Fótbolta.net. Það er magnað afrek að hafa unnið þessa deild svona oft í röð, sama hvernig á það er litið. Að ná að gera leikmannahópinn alltaf hungraðan er svo sannarlega þjálfarasnilld.
Og City er án efa með besta stjórann í þessari deild. Pep Guardiola er algjör snillingur og það bíða eflaust allir stuðningsmenn annarra liða spenntir eftir því að hann hverfi á braut úr deildinni. Mögulega verður þetta hans síðasta tímabil á Englandi, en hver veit. Kannski verður hann ekki enn saddur eftir þessa leiktíð og ákveður að halda áfram. Hann hefur myndað sterk tengsl við City og hefur aldrei stoppað lengur hjá einu félagi.
Það hangir þó grátt ský yfir City þar sem félagið er með 115 kærur á bakinu frá ensku úrvalsdeildinni vegna fjárlagabrota. Réttarhöld eiga að hefjast í september og verður fróðlegt að sjá hvernig fer í því máli. Einhverjir hafa talað um að City falli mögulega niður um deildir en þeir eru með sína bestu lögfræðinga í málinu og munu verjast með kjafti og klóm. En Guardiola og hans lærisveinar munu bara fókusera á fótboltann og leyfa lögfræðingunum að vinna sína vinnu. Eins og staðan er núna, þá er City líklegt til að vinna fimmta Englandsmeistaratitilinn í röð.
Stjórinn: Pep Guardiola er mögnuð vera og er besti stjóri í heimi. Mesti hugsuður sem til er í fótboltanum og aðrir hafa mjög gaman að því að fylgja honum þegar hann setur eitthvað nýtt krydd í kássuna. Það virðist ekki skipta máli hvað hann gerir, það gengur einhvern veginn allt upp hjá honum. Gríðarlegur sigurvegari sem hefur unnið allt sem hægt er að vinna með City.
Leikmannaglugginn: City hefur tekið því frekar rólega á leikmannamarkaðnum enda ekki mikið sem þarf að bæta við þetta magnaða lið. Það voru áhugaverðar sögur um markvörðinn Ederson og hann virtist ósáttur, en hann verður líklega áfram í markinu hjá Englandsmeisturunum. Julian Alvarez er farinn og spurning hvernig áhrif það hefur á sóknarleikinn.
Komnir:
Savinho frá Troyes - 30,8 milljónir punda
Farnir:
Julián Álvarez til Atletico Madrid - 64,4 milljónir punda
Taylor Harwood-Bellis til Southampton - 20 milljónir punda
Liam Delap til Ipswich - 15 milljónir punda
Sergio Gomez til Real Sociedad - 8,4 milljónir punda
Tommy Doyle til Wolves - 4,3 milljónir punda
Micah Hamilton til Middlesbrough - 3,5 milljónir punda
Alex Robertson til Cardiff - 1 milljón punda
Yan Couto til Dortmund - Á láni
Lykilmenn:
Rodri - Hefur verið magnaður síðustu tímabil, bara besti djúpi miðjumaður í heimi. Það er orðin ákveðin regla einhvern veginn að þú tapar ekki þegar þú ert með Rodri í þínu liði. Frábær að brjóta upp sóknir og líka afskaplega góður í spilinu. Svo virðist hann alltaf skora þegar liðin hans þurfa á því að halda. Var besti leikmaðurinn þegar Spánn varð Evrópumeistari í sumar.
Kevin de Bruyne - Þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað marga leiki á síðustu leiktíð, þá var De Bruyne einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Með töfra í fótunum og á það skilið að vera sá launahæsti í deildinni. Ef hann nær að haldast heill, þá verður líklega erfitt að halda í við þetta City-lið.
Erling Haaland - Magnaður markaskorari. Það er skrítið að segja það en hann átti ekki sitt besta tímabil á síðustu leiktíð þrátt fyrir að hafa skorað 38 mörk. Það segir svolítið mikið til um það hversu góður hann er að skora mörk. Hann þarf samt sem áður að stíga upp í stóru leikjunum og gera betur þar.
Körfuboltasérfræðingurinn Davíð Eldur Baldursson er mikill stuðningsmaður Man City en við fengum hann til að svara nokkrum spurningum fyrir tímabilið.
Ég byrjaði að halda með Man City af því að... Það snerist allt um körfubolta í því samfélagi sem ég ólst upp í í lok síðustu aldar í Keflavík. Mjög eðlilega. Voru samt flestir með lið í ensku úrvalsdeildinni sem þeir héldu með. United voru góðir þá og flestir ungir menn á mínum aldri héldu með þeim. Einhver andfélagsleg ákvörðun hjá mér í bland við utanaðkomandi áhrif að byrja að halda með hinu liðinu í Manchester. Skipti ekkert öllu máli fyrir mig á þessum tíma. Fannst ljósblái búningurinn flottur og það var gaman að taka slaginn með þeim í Championship Manager.
Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? 93:20, 2012, án alls vafa. Það muna allir stuðningsmenn liðsins hvar þeir voru þann daginn. Það var heldur ekkert bara Aguero markið í lokin, allur leikurinn bara. City þurfti bara að vinna þetta vafasama lið til þess að tryggja sér titilinn. Fyrsta stóra titilinn á minni lífstíð. Voru á heimavelli líka. Komast yfir, fá svo tvö í grillið og þetta lítur allt út fyrir að vera fjara út þangað til Edin Dzeko, Mario Balotelli og Kun Aguero taka til sinna mála í uppbótartíma. Var við nám í Danmörku þegar þetta var. Horfði á leikinn með þokkalega mörgum stuðningsmönnum United á einhverjum semi United stuðningsmannabar. Andlit þeirra eru að eilífu greypt í sálu mína.
Þótti líka vænt um að fara á völlinn í fyrsta skipti með syni mína.
Uppáhalds leikmaður allra tíma? Fyrstir sem koma upp í hugann eru David Silva, Yaya Toure, Phil Foden og kannski Vincent Kompany. Erfið spurning samt. Nokkuð ólíkar kröfurnar sem maður hefur gert á liðið í gegnum tíðina. Nafnarnir Shaun Goater og Shaun Wright Phillips voru í nokkru uppáhaldi. Síðan kom einhver ný kynslóð leikmanna sem maður hélt upp á í Joe Hart, Micah Richards og Joey Barton. Samt, flókið að velja ekki einhvern sem kom þar á eftir. Frá því liðið fór að vinna stóru titlana aftur. Af þeim heillaði Mario Balotelli mest. Alvöru stjarna sem náði því að þetta þarf að vera entertainment líka. Hefði viljað sjá hann lengur með liðinu.
Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Í sannleika sagt þá fannst mér ótrúlegt að þeir hafi náð að klára þetta á síðasta tímabili. Með Haaland og KDB lengi meidda framanaf. Hélt í alvöru að það væri komið að því að þetta myndi ekki nást. Var ekkert sérstaklega hrifinn af Nunes, Kovacic, Gvardiol kaupunum og fannst liðið missa alltof mikið í brottförum Mahrez og Gundogan. Kom samt allt heim og saman þegar líða tók á tímabilið. Veit samt ekki hvort ég myndi bara segja að City hafi unnið þetta. Agaleg töpuð stig hjá helstu samkeppnisliðum. Hálfgert lay up fyrir City að verja deildina.
Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Get ekki sagt það. Kannski helst að stunda einhvern sálfræðihernað í samskiptum við vini og kunningja á messenger fyrir, á meðan og lang oftast eftir leik líka.
Hvern má ekki vanta í liðið? Rodri er hefur að sjálfsögðu verið kóngurinn í þessu liði í smá tíma núna. Öll tölfræði, sigurhlutfall og augnprófið sýnir það. Það er samt ekkert nóg að hafa bara hann finnst mér. Finnst þeir oft týndir þegar þá vantar ýgið sem t.d. Kyle Walker og Phil Foden koma með að borðinu.
Hver er veikasti hlekkurinn? Samdóma álit minnar fjölskyldu er að Jeremy Doku hreinlega verði að finna sér einhvern annan stað til þess að spila á ef hann ætlar ekki að gera eitthvað í sínum málum. Fékk endalaus tækifæri á síðasta tímabili, en gerði sáralítið. Alls ekki nógu beittur.
Þessum leikmanni á að fylgjast með...Það hefði að sjálfsögðu verið hinn norski Oscar Bobb. Veit ekki hvort hægt sé að kalla hann undrabarn lengur, 21 árs gamall. Búinn að vera þolinmóður frá því hann kom til liðsins 2019 og það voru allar líkur á því hann myndi fá tækifærið sitt nú í vetur. Var hinsvegar að meiðast og verður lítið með fyrir áramót. Verður spennandi að sjá hann komast aftur af stað seinna á tímabilinu. Þrír aðrir sem vert er að hafa auga á og munu líklega spila eitthvað í vetur af uppöldum leikmönnum, Rico Lewis, James McAtee og Nico O'Reilly. Rico lang líklegastur af þeim til að springa út í vetur, en það væri gaman ef hinir næðu einnig að láta finna fyrir sér
Við þurfum að kaupa... Það vantar ekkert í 11 leikmanna liðið. Hinsvegar, í ljósi brottfara síðasta árs og ára og hækkandi aldurs nokkurra leikmanna þarna, þá væri gott að finna einhvern sem getur bakkað Rodri upp ef hann spilar ekki, sama má segja fyrir Kevin De Bruyne. Styrktu framlínuna aðeins með því að ná í Savinho, en ég er ekki viss um að það sé nóg. Ættu að geta keypt einn eða tvo leikmenn núna í ljósi þess hvað þeir náðu að selja mikið í sumar.
Hvað finnst þér um stjórann? Líkt og allir sáu í þáttunum þá er hann að sjálfsögðu fárveikur. Árangurinn samt, tekur varla feilspor og er búinn að hjálpa félaginu/liðinu að taka næsta skref á þessum átta árum sem hann hefur verið. Vona að hann haldi áfram næsta sumar.
Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Svona bæði og. Ákveðnar áhyggjur sem maður hefur af dýpt hópsins og eins og ég nefndi, aldri sumra leikmanna. Sterkt að Ederson hafi ákveðið að vera áfram og í grunninn eru flestir lykilmenn heilir í byrjun tímabils þó einhverjir fái aukinn tíma til að jafna sig eftir stórmót. Eru lang líklegastir til þess að verja enska titilinn.
Hvar endar liðið? Verja ensku úrvalsdeildina og fara í úrslitaleik Meistaradeildar.
Þau sem spáðu: Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.
Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni..
Spáin:
1. Man City, 236 stig
2. Arsenal, 228 stig
3. Liverpool, 205 stig
4. Man Utd, 204 stig
5. Tottenham, 184 stig
6. Chelsea, 182 stig
7. Aston Villa, 171 stig
8. Newcastle 163 stig
9. West Ham, 137 stig
10. Crystal Palace, 121 stig
11. Brighton, 109 stig
12. Fulham, 102 stig
13. Bournemouth, 97 stig
14. Wolves, 86 stig
15. Everton, 74 stig
16. Leicester, 61 stig
17. Brentford, 56 stig
18. Southampton, 42 stig
19. Nottingham Forest, 37 stig
20. Ipswich Town, 27 stig
Og City er án efa með besta stjórann í þessari deild. Pep Guardiola er algjör snillingur og það bíða eflaust allir stuðningsmenn annarra liða spenntir eftir því að hann hverfi á braut úr deildinni. Mögulega verður þetta hans síðasta tímabil á Englandi, en hver veit. Kannski verður hann ekki enn saddur eftir þessa leiktíð og ákveður að halda áfram. Hann hefur myndað sterk tengsl við City og hefur aldrei stoppað lengur hjá einu félagi.
Það hangir þó grátt ský yfir City þar sem félagið er með 115 kærur á bakinu frá ensku úrvalsdeildinni vegna fjárlagabrota. Réttarhöld eiga að hefjast í september og verður fróðlegt að sjá hvernig fer í því máli. Einhverjir hafa talað um að City falli mögulega niður um deildir en þeir eru með sína bestu lögfræðinga í málinu og munu verjast með kjafti og klóm. En Guardiola og hans lærisveinar munu bara fókusera á fótboltann og leyfa lögfræðingunum að vinna sína vinnu. Eins og staðan er núna, þá er City líklegt til að vinna fimmta Englandsmeistaratitilinn í röð.
Stjórinn: Pep Guardiola er mögnuð vera og er besti stjóri í heimi. Mesti hugsuður sem til er í fótboltanum og aðrir hafa mjög gaman að því að fylgja honum þegar hann setur eitthvað nýtt krydd í kássuna. Það virðist ekki skipta máli hvað hann gerir, það gengur einhvern veginn allt upp hjá honum. Gríðarlegur sigurvegari sem hefur unnið allt sem hægt er að vinna með City.
Leikmannaglugginn: City hefur tekið því frekar rólega á leikmannamarkaðnum enda ekki mikið sem þarf að bæta við þetta magnaða lið. Það voru áhugaverðar sögur um markvörðinn Ederson og hann virtist ósáttur, en hann verður líklega áfram í markinu hjá Englandsmeisturunum. Julian Alvarez er farinn og spurning hvernig áhrif það hefur á sóknarleikinn.
Komnir:
Savinho frá Troyes - 30,8 milljónir punda
Farnir:
Julián Álvarez til Atletico Madrid - 64,4 milljónir punda
Taylor Harwood-Bellis til Southampton - 20 milljónir punda
Liam Delap til Ipswich - 15 milljónir punda
Sergio Gomez til Real Sociedad - 8,4 milljónir punda
Tommy Doyle til Wolves - 4,3 milljónir punda
Micah Hamilton til Middlesbrough - 3,5 milljónir punda
Alex Robertson til Cardiff - 1 milljón punda
Yan Couto til Dortmund - Á láni

Lykilmenn:
Rodri - Hefur verið magnaður síðustu tímabil, bara besti djúpi miðjumaður í heimi. Það er orðin ákveðin regla einhvern veginn að þú tapar ekki þegar þú ert með Rodri í þínu liði. Frábær að brjóta upp sóknir og líka afskaplega góður í spilinu. Svo virðist hann alltaf skora þegar liðin hans þurfa á því að halda. Var besti leikmaðurinn þegar Spánn varð Evrópumeistari í sumar.
Kevin de Bruyne - Þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað marga leiki á síðustu leiktíð, þá var De Bruyne einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Með töfra í fótunum og á það skilið að vera sá launahæsti í deildinni. Ef hann nær að haldast heill, þá verður líklega erfitt að halda í við þetta City-lið.
Erling Haaland - Magnaður markaskorari. Það er skrítið að segja það en hann átti ekki sitt besta tímabil á síðustu leiktíð þrátt fyrir að hafa skorað 38 mörk. Það segir svolítið mikið til um það hversu góður hann er að skora mörk. Hann þarf samt sem áður að stíga upp í stóru leikjunum og gera betur þar.
„Ljósblái búningurinn flottur og gaman að taka slaginn með þeim í Championship Manager"
Körfuboltasérfræðingurinn Davíð Eldur Baldursson er mikill stuðningsmaður Man City en við fengum hann til að svara nokkrum spurningum fyrir tímabilið.
Ég byrjaði að halda með Man City af því að... Það snerist allt um körfubolta í því samfélagi sem ég ólst upp í í lok síðustu aldar í Keflavík. Mjög eðlilega. Voru samt flestir með lið í ensku úrvalsdeildinni sem þeir héldu með. United voru góðir þá og flestir ungir menn á mínum aldri héldu með þeim. Einhver andfélagsleg ákvörðun hjá mér í bland við utanaðkomandi áhrif að byrja að halda með hinu liðinu í Manchester. Skipti ekkert öllu máli fyrir mig á þessum tíma. Fannst ljósblái búningurinn flottur og það var gaman að taka slaginn með þeim í Championship Manager.
Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? 93:20, 2012, án alls vafa. Það muna allir stuðningsmenn liðsins hvar þeir voru þann daginn. Það var heldur ekkert bara Aguero markið í lokin, allur leikurinn bara. City þurfti bara að vinna þetta vafasama lið til þess að tryggja sér titilinn. Fyrsta stóra titilinn á minni lífstíð. Voru á heimavelli líka. Komast yfir, fá svo tvö í grillið og þetta lítur allt út fyrir að vera fjara út þangað til Edin Dzeko, Mario Balotelli og Kun Aguero taka til sinna mála í uppbótartíma. Var við nám í Danmörku þegar þetta var. Horfði á leikinn með þokkalega mörgum stuðningsmönnum United á einhverjum semi United stuðningsmannabar. Andlit þeirra eru að eilífu greypt í sálu mína.
Þótti líka vænt um að fara á völlinn í fyrsta skipti með syni mína.
Uppáhalds leikmaður allra tíma? Fyrstir sem koma upp í hugann eru David Silva, Yaya Toure, Phil Foden og kannski Vincent Kompany. Erfið spurning samt. Nokkuð ólíkar kröfurnar sem maður hefur gert á liðið í gegnum tíðina. Nafnarnir Shaun Goater og Shaun Wright Phillips voru í nokkru uppáhaldi. Síðan kom einhver ný kynslóð leikmanna sem maður hélt upp á í Joe Hart, Micah Richards og Joey Barton. Samt, flókið að velja ekki einhvern sem kom þar á eftir. Frá því liðið fór að vinna stóru titlana aftur. Af þeim heillaði Mario Balotelli mest. Alvöru stjarna sem náði því að þetta þarf að vera entertainment líka. Hefði viljað sjá hann lengur með liðinu.
Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Í sannleika sagt þá fannst mér ótrúlegt að þeir hafi náð að klára þetta á síðasta tímabili. Með Haaland og KDB lengi meidda framanaf. Hélt í alvöru að það væri komið að því að þetta myndi ekki nást. Var ekkert sérstaklega hrifinn af Nunes, Kovacic, Gvardiol kaupunum og fannst liðið missa alltof mikið í brottförum Mahrez og Gundogan. Kom samt allt heim og saman þegar líða tók á tímabilið. Veit samt ekki hvort ég myndi bara segja að City hafi unnið þetta. Agaleg töpuð stig hjá helstu samkeppnisliðum. Hálfgert lay up fyrir City að verja deildina.
Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Get ekki sagt það. Kannski helst að stunda einhvern sálfræðihernað í samskiptum við vini og kunningja á messenger fyrir, á meðan og lang oftast eftir leik líka.
Hvern má ekki vanta í liðið? Rodri er hefur að sjálfsögðu verið kóngurinn í þessu liði í smá tíma núna. Öll tölfræði, sigurhlutfall og augnprófið sýnir það. Það er samt ekkert nóg að hafa bara hann finnst mér. Finnst þeir oft týndir þegar þá vantar ýgið sem t.d. Kyle Walker og Phil Foden koma með að borðinu.
Hver er veikasti hlekkurinn? Samdóma álit minnar fjölskyldu er að Jeremy Doku hreinlega verði að finna sér einhvern annan stað til þess að spila á ef hann ætlar ekki að gera eitthvað í sínum málum. Fékk endalaus tækifæri á síðasta tímabili, en gerði sáralítið. Alls ekki nógu beittur.
Þessum leikmanni á að fylgjast með...Það hefði að sjálfsögðu verið hinn norski Oscar Bobb. Veit ekki hvort hægt sé að kalla hann undrabarn lengur, 21 árs gamall. Búinn að vera þolinmóður frá því hann kom til liðsins 2019 og það voru allar líkur á því hann myndi fá tækifærið sitt nú í vetur. Var hinsvegar að meiðast og verður lítið með fyrir áramót. Verður spennandi að sjá hann komast aftur af stað seinna á tímabilinu. Þrír aðrir sem vert er að hafa auga á og munu líklega spila eitthvað í vetur af uppöldum leikmönnum, Rico Lewis, James McAtee og Nico O'Reilly. Rico lang líklegastur af þeim til að springa út í vetur, en það væri gaman ef hinir næðu einnig að láta finna fyrir sér
Við þurfum að kaupa... Það vantar ekkert í 11 leikmanna liðið. Hinsvegar, í ljósi brottfara síðasta árs og ára og hækkandi aldurs nokkurra leikmanna þarna, þá væri gott að finna einhvern sem getur bakkað Rodri upp ef hann spilar ekki, sama má segja fyrir Kevin De Bruyne. Styrktu framlínuna aðeins með því að ná í Savinho, en ég er ekki viss um að það sé nóg. Ættu að geta keypt einn eða tvo leikmenn núna í ljósi þess hvað þeir náðu að selja mikið í sumar.
Hvað finnst þér um stjórann? Líkt og allir sáu í þáttunum þá er hann að sjálfsögðu fárveikur. Árangurinn samt, tekur varla feilspor og er búinn að hjálpa félaginu/liðinu að taka næsta skref á þessum átta árum sem hann hefur verið. Vona að hann haldi áfram næsta sumar.
Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Svona bæði og. Ákveðnar áhyggjur sem maður hefur af dýpt hópsins og eins og ég nefndi, aldri sumra leikmanna. Sterkt að Ederson hafi ákveðið að vera áfram og í grunninn eru flestir lykilmenn heilir í byrjun tímabils þó einhverjir fái aukinn tíma til að jafna sig eftir stórmót. Eru lang líklegastir til þess að verja enska titilinn.
Hvar endar liðið? Verja ensku úrvalsdeildina og fara í úrslitaleik Meistaradeildar.
Þau sem spáðu: Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.
Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni..
Spáin:
1. Man City, 236 stig
2. Arsenal, 228 stig
3. Liverpool, 205 stig
4. Man Utd, 204 stig
5. Tottenham, 184 stig
6. Chelsea, 182 stig
7. Aston Villa, 171 stig
8. Newcastle 163 stig
9. West Ham, 137 stig
10. Crystal Palace, 121 stig
11. Brighton, 109 stig
12. Fulham, 102 stig
13. Bournemouth, 97 stig
14. Wolves, 86 stig
15. Everton, 74 stig
16. Leicester, 61 stig
17. Brentford, 56 stig
18. Southampton, 42 stig
19. Nottingham Forest, 37 stig
20. Ipswich Town, 27 stig
Athugasemdir