Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
banner
miðvikudagur 7. maí
Lengjudeild kvenna
mánudagur 14. apríl
Besta-deild karla
laugardagur 12. apríl
Mjólkurbikar karla
föstudagur 11. apríl
Meistarar meistaranna konur
þriðjudagur 8. apríl
Þjóðadeild kvenna
laugardagur 5. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 4. apríl
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 3. apríl
Mjólkurbikar karla
laugardagur 10. maí
Úrvalsdeildin
Bournemouth - Aston Villa - 16:30
Fulham 1 - 3 Everton
Ipswich Town 0 - 1 Brentford
Southampton 0 - 0 Man City
Wolves 0 - 2 Brighton
Super League - Women
Arsenal W 4 - 3 Manchester Utd W
Aston Villa W 3 - 1 Brighton W
Chelsea W 1 - 0 Liverpool W
Everton W 1 - 1 Tottenham W
Leicester City W 4 - 2 West Ham W
Manchester City W 5 - 2 Crystal Palace W
Bundesligan
Bayern - Gladbach - 16:30
Werder 0 - 0 RB Leipzig
Union Berlin 0 - 3 Heidenheim
Bochum 1 - 4 Mainz
Holstein Kiel 1 - 2 Freiburg
Serie A
Como 3 - 1 Cagliari
Empoli - Parma - 18:45
Lazio 0 - 0 Juventus
Toppserien - Women
Honefoss W 2 - 1 Lillestrom W
Lyn W 0 - 0 SK Brann W
Rosenborg W 3 - 0 Stabek W
Valerenga W 4 - 0 Bodo-Glimt W
Úrvalsdeildin
CSKA - FK Krasnodar - 16:30
Orenburg 1 - 1 Khimki
Dynamo Mkh 0 - 1 Zenit
La Liga
Atletico Madrid - Real Sociedad - 19:00
Celta 3 - 2 Sevilla
Girona - Villarreal - 16:30
Mallorca - Valladolid - 16:30
Valencia 3 - 0 Getafe
Damallsvenskan - Women
AIK W 1 - 0 Hammarby W
Rosengard W 2 - 1 Norrkoping W
Kristianstads W 3 - 2 Vittsjo W
Linkoping W 1 - 2 Djurgarden W
Elitettan - Women
Elfsborg W 2 - 1 Orebro SK W
KIF Orebro W 2 - 3 Bollstanas W
Hacken-2 W 5 - 1 Gamla Upsala W
Mallbacken W 1 - 1 Eskilstuna United W
fös 16.ágú 2024 16:10 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir enska - 2. sæti: „Mun springa út fyrir alvöru í vetur"

Enska úrvalsdeildin, þjóðaríþrótt Íslendinga, fer aftur af stað í dag. Við klárum núna að kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki liðanna og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Arsenal er í öðru sæti í spánni eftir að hafa endað þar síðastliðin tvö tímabil.

Arsenal fagnar marki á síðasta tímabili.
Arsenal fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/Getty Images
Arteta hefur gert vel í starfi sínu.
Arteta hefur gert vel í starfi sínu.
Mynd/EPA
Gabriel og Saliba voru besta miðvarðapar ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Gabriel og Saliba voru besta miðvarðapar ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Mynd/Getty Images
Riccardo Calafiori styrkir vörnina.
Riccardo Calafiori styrkir vörnina.
Mynd/Getty Images
Martin Ödegaard, norski snillingurinn á miðsvæðinu.
Martin Ödegaard, norski snillingurinn á miðsvæðinu.
Mynd/EPA
Saka er afar mikilvægur fyrir Arsenal.
Saka er afar mikilvægur fyrir Arsenal.
Mynd/Getty Images
David Raya var keyptur yfir eftir að hafa verið á láni. Hann hélt oftast hreinu í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
David Raya var keyptur yfir eftir að hafa verið á láni. Hann hélt oftast hreinu í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Mynd/Getty Images
Jón Kaldal er stuðningsmaður Arsenal.
Jón Kaldal er stuðningsmaður Arsenal.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick Vieira, ótrúlegur kappi.
Patrick Vieira, ótrúlegur kappi.
Mynd/Getty Images
Jón spáir því að Havertz springi út í vetur.
Jón spáir því að Havertz springi út í vetur.
Mynd/Getty Images
Mikel Merino er sterklega orðaður við Arsenal.
Mikel Merino er sterklega orðaður við Arsenal.
Mynd/EPA
Arsenal fagnar marki.
Arsenal fagnar marki.
Mynd/EPA
Fyrir utan Emirates, heimavöll Arsenal.
Fyrir utan Emirates, heimavöll Arsenal.
Mynd/Getty Images
Arsenal hefur verið á mikilli uppleið eftir að Mikel Arteta tók við stjórnartaumunum. Þetta tók sinn tíma hjá honum en síðustu tvö tímabil hafa verið einstaklega góð; frá meðalmennsku í mikla titilbaráttu. Arsenal hefur stöðugt verið að taka skref fram á við og liðið endað í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar síðustu tvö tímabilin. Liðið var með í baráttunni alveg fram á síðasta leik síðasta vor en Manchester City er ofurefli við að etja.

Arsenal sló ýmis met á síðustu leiktíð en það var ekki alveg nóg. En með nýju tímabili, þá koma nýjar vonir. Og nú er spurning hvort það takist loksins hjá Lundúnafélaginu að komast yfir línuna. Arteta mun eflaust vonast til þess að leikmennirnir sínir nái að nýta vonbrigðin síðustu tvö tímabil til að hjálpa félaginu að vinna sinn fyrsta Englandsmeistaratitil síðan 2004 þegar Arsenal fór taplaust í gegnum tímabilið.

Það er ekki skrítið að margir séu að spá liðinu titlinum. Grunnurinn er svo sannarlega til staðar. Riccardo Calafiori kom í sumar og mun styrkja vörnina sem er nú þegar sú besta á Englandi, ef ekki bara í Evrópu. Miðjan er sterk en vandamálið er kannski fremst á vellinum þar sem það vantar níu sem getur skorað meira en 20 mörk á tímabili. Gabriel Jesus gæti það kannski ef hann myndi haldast heill, en það er ekki hægt að treysta á það. En jafnvel þó að það komi ekki sóknarmaður, þá getur Arsenal alveg leyft sér að dreyma um að skáka City. Þeir eru líklega eina liðið sem getur verið með þannig draumóra.

Stjórinn: Það voru ekki allir sannfærðir um Mikel Arteta þegar hann tók við Arsenal. Hann hafði þá verið aðstoðarstjóri Pep Guardiola hjá Manchester City um nokkurt skeið og fengið að læra af spænska snillingnum. Arteta er fyrrum leikmaður Arsenal og þekkir félagið inn og út, en stjóratíð hans hjá félaginu byrjaði ekki vel. Það voru einhverjir sem kölluðu eftir því snemma að hann yrði rekinn og var pressan orðin mikil á ákveðnum tímapunkti. En hann náði heldur betur að snúa skútunni við og er búin að búa til virkilega flott lið. Hann fékk þolinmæði í starfi og þakkaði fyrir það.

Leikmannaglugginn: Arsenal bætti Calafiori í leikmannahóp sinn og getur hann leyst bæði miðvörðinn og bakvörðinn vinstra megin í vörninni. Það verður fróðlegt að sjá hvort Arsenal kaupi meira áður en glugginn lokar.

Komnir:
Riccardo Calafiori frá Bologna - 42 milljónir punda
David Raya frá Brentford - 27 milljónir punda
Tommy Setford frá Ajax - Óuppgefið kaupverð

Farnir:
Emile Smith Rowe til Fulham - 34 milljónir punda
Mika Biereth til Sturm Graz - 4 milljónir punda
Brooke Norton-Cuffy til Genoa - 1,7 milljónir punda
Karl Hein til Real Valladolid - Á láni
Mohamed Elneny til Al-Jazira - Á frjálsri sölu
Nuno Tavares til Lazio - Á láni
Albert Sambi Lokonga til Sevilla - Á láni
Amario Cozier-Duberry til Brighton - Á frjálsri sölu
Arthur Okonkwo til Wrexham - Á frjálsri sölu
Cédric Soares - Samningur rann út



Lykilmenn:
William Saliba - Var besti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og er bara búinn að sanna sig sem einn besta varnarmann heimsfótboltans. Með allan pakkann sem miðvörður, algjörlega frábær. Hann og Gabriel voru besta miðvarðapar deildarinnar á síðustu leiktíð.

Martin Ödegaard - Fyrirliði Arsenal og sá sem lætur allt tikka inn á miðsvæðinu. Ödegaard, sem er 25 ára gamall, gekk í raðir Arsenal frá Real Madrid árið 2021 eftir að hafa ekki fengið mörg stór tækifæri í spænsku höfuðborginni. Hann er algjör lykilmaður hjá Lundúnafélaginu og var leikmaður ársins að margra mati í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Bukayo Saka - Kantmaðurinn frábæri ólst upp hjá félaginu og hefur á síðustu árum þróast í algjöran lykilmann fyrir þetta lið. Ótrúlega drjúgur á hægri kantinum og kemur með mjög mikið að borðinu. Á síðustu leiktíð skoraði hann 20 mörk og lagði upp 14 í 47 keppnisleikjum.

„Þessar 90 mínútur við útvarpið á Nerlerit Inaat-flugvellinum tóku hressilega á taugarnar"

Jón Kaldal er stuðningsmaður Arsenal og fengum við hann til að svara nokkrum spurningum fyrir komandi tímabil.

Ég byrjaði að halda með Arsenal af því að... Stóri bróðir minn hélt með liðinu og þegar pabbi kom með Arsenal varning frá London fyrir mig þegar ég var smá patti þá var ekki aftur snúið.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Ég á margar góðar Arsenal minningar. Fór á nokkra leiki á Highbury, hef auðvitað komið oft á Emirates völlinn og séð útileiki í Meistaradeildinni. Ein uppáhalds minningin er þó frá því ég var veðurtepptur á ferð um Austur-Grænland en náði útvarpsútsendingu BBC frá leik Arsenal við Manchester United sem fór fram á Old Trafford 14. mars, 1998. Hollendingurinn eldsnöggi Marc Overmars tryggði Arsenal verðskuldaðan 0-1 sigur. Arsenal sleppti ekki tökunum á deildinni eftir það og urðu meistarar tveimur mánuðum síðar. Þessar 90 mínútur við útvarpið á Nerlerit Inaat-flugvellinum tóku hressilega á taugarnar.

Uppáhalds leikmaður allra tíma? Auðveld þessi. Patrick Vieira. Ótrúlegur kappi.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Síðasta tímabil var erfitt fram að janúarhléinu. Ég saknaði Granit Xhaka og fannst liðið ekki vera að spila spennandi fótbolta. Það gerðist hins vegar eitthvað í æfingaferðinni til Dubai og við fengum miklu kraftmeira og skemmtilegra lið til baka. Í raun er ekki hægt að gera meiri kröfur en að vera í titilbaráttu fram á síðasta leikdag. Frammistaðan í bikarkeppnum og Meistaradeild verður vonandi betri á þessu leiktímabili.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Já, hún er einföld. Ég missi ekki ótilneyddur á leik og horfi þar til dómarinn flautar af. Líka þegar liðið var sem daprast.

Hvern má ekki vanta í liðið? William Saliba er kletturinn sem liðið hvílir á.

Hver er veikasti hlekkurinn? Vinstri bakvarðastaðan hefur verið til vandræða undanfarin ár. Ég bind vonir við að Calafiori og Timber muni tryggja að þær áhyggjur heyri sögunni til.

Þessum leikmanni á að fylgjast með... Kai Havertz mun springa út fyrir alvöru í vetur.

Við þurfum að kaupa... Vonandi næst að landa Mikael Merino frá Real Sociedad. Liðið þarf mest að halda á auka breidd á miðjunni.

Hvað finnst þér um stjórann? Arteta hefur vaxið ár frá ári. Er orðinn fullnuma í fræðunum. Það þýðir líka að nú er pressan orðin meiri um að skila titlum. Það er mælistikan sem notuð eru á árangur stjóra sem stýra stórum félögum.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Ég er alltaf bjartsýnn í hjarta mínu þó heilinn hafu oft á undanförnum árum sagt mér að ég eigi ekki að vera það.

Hvar endar liðið? Í vetur eru bæði líffæri, hjarta og heili, samstillt. Arsenal lyftir meistarabikarnum í vor.




Þau sem spáðu: Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. Arsenal, 228 stig
3. Liverpool, 205 stig
4. Man Utd, 204 stig
5. Tottenham, 184 stig
6. Chelsea, 182 stig
7. Aston Villa, 171 stig
8. Newcastle, 163 stig
9. West Ham, 137 stig
10. Crystal Palace, 121 stig
11. Brighton, 109 stig
12. Fulham, 102 stig
13. Bournemouth, 97 stig
14. Wolves, 86 stig
15. Everton, 74 stig
16. Leicester, 61 stig
17. Brentford, 56 stig
18. Southampton, 42 stig
19. Nottingham Forest, 37 stig
20. Ipswich Town, 27 stig
Athugasemdir
banner