þri 26.apr 2022 10:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 2. sæti
Keppni í Bestu kvenna hefst í dag. Fótbolti.net mun í dag opinbera hvaða liðum er spáð efstu tveimur sætunum í sumar.
Karitas hefur verið í flestum landsliðshópum frá því Þorsteinn Halldórsson tók við sem landsliðsþjálfari.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
1. ?
2. Breiðablik
3. Selfoss
4. Stjarnan
5. Þróttur
6. Þór/KA
7. Afturelding
8. ÍBV
9. KR
10. Keflavík
2. sæti Breiðablik
Lokastaða í fyrra: 2. sætið, 36 stig og níu stigum á eftir Íslandsmeisturunum. Liðið sótti átján stig á útivöll og tók átján stig heima. Liðið skoraði langflest mörkin í fyrra en fékk á sig tíu mörkum meira en Valur sem endaði í efsta sæti.
Þjálfarinn: Ásmundur Arnarsson tók við þjálfun Breiðabliks eftir að Íslandsmótinu lauk síðasta haust. Ási er reyndur þjálfari, hefur þjálfað karlalið Fjölnis, Fram, ÍBV, Fylkis og Völsungs ásamt því að hafa þjálfað kvennalið Augnabliks sumarið 2018. Kristófer Sigurgeirsson er Ása til aðstoðar.
Álit Eiðs
Eiður Ben Eiríksson er sérfræðingur Fótbolta.net í Bestu kvenna en hann var síðustu ár annar af þjálfurum Vals. Hér er álit Eiðs á liði Breiðabliks.
„Blikarnir koma til leiks með nokkuð nýtt lið frá því í fyrra og eru að mörgu leiti með gjörbreytt lið frá því 2020. Sterkir póstar eru farnir úr liðinu og oftast hefur Breiðabliks liðið styrkt sig á íslenska markaðnum en þær horfa meira erlendis í ár heldur en þær hafa gert."
Keppni sem gaf öllum mikið í reynslubankann
„Ásmundur Arnarsson tók við í miðri Meistaradeild og fékk Kristó Stoitchkov með sér sem þekkir hvert mannsbarn í Smáranum. Þrátt fyrir að lítið hafi gengið að sækja úrslit í meistaradeildinni að þá var það keppni sem mun gefa Breiðablik og öllum sem að liðinu standa alveg ótrúlega mikið í reynslubankann.
Liðið er á sérstökum stað eins og staðan er núna. Það þarf að ráðast í ákveðna uppbyggingu á liðinu en, á sama tíma þarf að sækja úrslit og halda liðinu í meistaradeildarsæti. Breyting á leikstíl er lítil og virðist Breiðablik búið að byggja upp ákveðna formúlu hvernig félagið vill spila fótbolta."
Er búið að fylla í skörðin?
„Áherslurnar eru þær sömu inná vellinum en stóra spurningin er hvort búið sé að fylla í skörðin sem stórir leikmenn hafa skilið eftir sig? Liðið hefur verið að brasa með varnarlínuna fram að móti og er það þáttur sem þarf að vera klár í fyrsta leik. Að mínu mati er ekki búið að leysa senter stöðuna.
Styrkleiki liðsins er inná miðjunni, þær eru með mikla breidd þar og fá inn Hildi Antons sem að mínu mati var aldrei 100% síðasta sumar, hún verður þeim mikilvæg. Eins og undanfarin ár verður Breiðablik í topp sætunum að berjast um þann stóra."
Lykilmenn: Hildur Antonsdóttir, Natasha Anasi og Karitas Tómasdóttir.
Gaman að fylgjast með: Vigdís Lilja Kristjánsdóttir er lofandi leikmaður sem verður gaman að fylgjast með á komandi sumri. Hún hefur verið viðloðandi liðið, spilað með Augnabliki og verið lykilmaður þar. Hún gæti sprungið út í sumar.
Komnar:
Alexandra Soree frá Bandaríkjunum
Anna Petryk frá Úkraínu
Clara Sigurðardóttir frá ÍBV
Helena Ósk Hálfdánardóttir frá Fylki
Karen María Sigurgeirsdóttir frá Þór/KA
Laufey Harpa Halldórsdóttir frá Tindastóli
Melina Ayers frá Ástralíu
Natasha Anasi frá Keflavík
Írena Héðinsdóttir Gonzalez frá Augnabliki (var á láni)
Kristjana Sigurz Kristjánsdóttir frá ÍBV (Var á láni)
Farnar:
Agla María Albertsdóttir til Svíþjóðar
Chloé Vande Velde til Belgíu
Heiðdís Lillýardóttir til Portúgals (á láni)
Ísafold Þórhallsdóttir í Aftureldingu
Kristín Dís Árnadóttir til Danmerkur
Selma Sól Magnússdóttir til Noregs
Tiffany McCarty í Þór/KA
Vigdís Edda Friðriksdóttir í Þór/KA
Þórhildur Þórhallsdóttir í Aftureldingu
Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir í FH
Athugasemdir