Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
banner
sunnudagur 15. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 2. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
mánudagur 26. ágúst
Besta-deild karla
2. deild karla
fimmtudagur 22. ágúst
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Sambandsdeild UEFA - Umspil
miðvikudagur 21. ágúst
2. deild karla
laugardagur 17. ágúst
Besta-deild karla
föstudagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
mánudagur 12. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 14. september
Vináttulandsleikur
Japan U-18 - USA U-18 - 06:00
mið 14.ágú 2024 14:00 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir enska - 6. sæti: „Get ekki valið milli Johnanna tveggja"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Deildin byrjar að rúlla á föstudaginn. Við höldum áfram að kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki liðanna og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Í sjötta sæti er Chelsea sem fer svo sannarlega furðulegar leiðir.

Chelsea fagnar marki á síðustu leiktíð.
Chelsea fagnar marki á síðustu leiktíð.
Mynd/Getty Images
Enzo Maresca er mættur á Stamford Bridge.
Enzo Maresca er mættur á Stamford Bridge.
Mynd/Getty Images
Meiðslapésinn Reece James er fyrirliði Chelsea.
Meiðslapésinn Reece James er fyrirliði Chelsea.
Mynd/Getty Images
Enzo Fernandez þarf að gera betur.
Enzo Fernandez þarf að gera betur.
Mynd/Getty Images
Cole Palmer var langbesti leikmaður Chelsea í gær.
Cole Palmer var langbesti leikmaður Chelsea í gær.
Mynd/Getty Images
Pedro Neto gekk í raðir Chelsea á dögunum.
Pedro Neto gekk í raðir Chelsea á dögunum.
Mynd/Chelsea
Arnar Daníel er stuðningsmaður Chelsea.
Arnar Daníel er stuðningsmaður Chelsea.
Mynd/Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Eggert Aron Guðmundsson.
Eggert Aron Guðmundsson.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
John Obi Mikel.
John Obi Mikel.
Mynd/Getty Images
John Terry.
John Terry.
Mynd/John Terry
Drogba fór upp á 5. hæð.
Drogba fór upp á 5. hæð.
Mynd/Getty Images
Romeo Lavia var meiddur allt síðasta tímabil.
Romeo Lavia var meiddur allt síðasta tímabil.
Mynd/Chelsea
Hvað gerir Chelsea á komandi leiktíð?
Hvað gerir Chelsea á komandi leiktíð?
Mynd/EPA
Frá Stamford Bridge, heimavelli Chelsea.
Frá Stamford Bridge, heimavelli Chelsea.
Mynd/Getty Images
Chelsea er mjög athyglisvert fótboltafélag svo ekki sé meira sagt. Eftir að Todd Boehly og fjárfestahópur áhans vegum tók yfir félagið sumarið 2022. Roman Abramovich hafði engan annan kost en að selja eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu og síðan þá hefur Chelsea breyst mikið. Eftir að Chelsea vann Meistaradeildina 2021 þá hefur þetta ekkert verið nema kaos.

Það er eiginlega ruglandi að fylgjast með Chelsea. Það er keypt og keypt, en þetta virðist bara vera eitthvað. Boehly kemur úr hafnaboltaheiminum og hann elskar að kaupa unga leikmenn. Hann virðist líta á þessa unglinga sem leikmenn sem eru valdir númer eitt í nýliðavalinu í hafnaboltanum. Planið er svo að þeir verði rosa góðir eftir nokkur ár og Chelsea verði stórveldi.

En stuðningsmenn Chelsea hafa ekki endalausa þolinmæði. Árangurinn síðustu tvö tímabilin hefur verið slakur miðað við það sem búist er við hjá Lundúnafélaginu. Það veit í raun enginn við hverju á að búast við þessu Chelsea-liði. Það er kominn nýr stjóri en hann fær ringulreiði í hendurnar; leikmannahóp sem er jafnstór og hjá NFL-liði. Það eru svo sannarlega gæði í leikmannahópi Chelsea en hvort að hann sé nægilega vel samsettur, það er allt önnur spurning.

Stjórinn: Nýr stjóri Chelsea heitir Enzo Maresca. Hann tók við liðinu af Mauricio Pochettino sem var látinn fara eftir síðustu leiktíð. Pochettino gerði ágætlega miðað við það sem hann fékk í hendurnar og liðið virtist vera að finna góðan takt þegar hann var látinn fara. En Boehly og félagar virðast enga þolinmæði hafa gagnvart stjórum. Maresca er nú tekinn við en hann stýrði Leicester á síðustu leiktíð og kom þeim beint aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Hann var áður aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City. Maresca er með áhugaverðar hugmyndir um fótbolta og er úr Guardiola skólanum. En hann þarf að vera fljótur að sannfæra eigendur Chelsea því annars fer fyrir honum eins og öðrum á undan houm.

Leikmannaglugginn: Það hefur aldrei verið vandamál hjá Chelsea að eyða peningum í leikmannakaup. Lundúnafélagið hefur eytt miklu í sumar og það eru væntanlega fleiri fréttir væntanlegar á næstu dögum.

Komnir:
Pedro Neto frá Wolves - 54 milljónir punda
Kiernan Dewsbury-Hall frá Leicester - 30 milljónir punda
Filip Jorgensen frá Villarreal - 20,7 milljónir punda
Omari Kellyman frá Aston Villa - 19 milljónir punda
Aarón Anselmino frá Boca Juniors - 15,6 milljónir punda
Renato Veiga frá Basel - 11,8 milljónir punda
Caleb Wiley frá Atlanta United - 8,5 milljónir punda
Marc Guiu frá Barcelona - 5,1 milljón punda
Tosin Adarabioyo frá Fulham - Á frjálsri sölu

Farnir:
Ian Maatsen til Aston Villa 37,5 milljónir punda
Lewis Hall til Newcastle - 28 milljónir punda
Omari Hutchinson til Ipswich - 22 milljónir punda
Michael Golding til Leicester - 4 milljónir punda
Caleb Wiley til Strasbourg - Á láni
Aarón Anselmino til Boca Juniors - Á láni
Alfie Gilchrist til Sheffield United - Á láni
Andrey Santos til Strasbourg - Á láni
Malang Sarr til Lens - Á frjálsri sölu
Hakim Ziyech til Galatasaray - Á frjálsri sölu
Thiago Silva til Fluminense - Á frjálsri sölu



Lykilmenn:
Reece James - Frábær leikmaður og fyrirliði Chelsea en það sem er verst er að hann getur ekki haldist heill. Það er erfitt að vona þegar hann meiðist bara og meiðist. En ef hann nær að halda sér á tánum, þá er hann án efa einn besti leikmaður Chelsea.

Enzo Fernandez - Hann er dýrasti leikmaður sem ensk úrvalsdeildarfélag hefur nokkurn tímann keypt. Chelsea borgaði fyrir hann 121 milljón evra á sínum tíma. Enzo hefur átt ágætis leiki inn á milli en ekki fundið stöðugleika. Hann verður að gera betur. Lenti í miklum stormi í sumar þegar hann söng rasistalag með argentínska landsliðshópnum en hann bað liðsfélaga sína hjá Chelsea afsökunar og það var samþykkt. Hann er einn af varafyrirliðum Chelsea.

Cole Palmer - Var langbesti, með hástöfum, leikmaður Chelsea á síðustu leiktíð. Hann sá til þess að liðið endaði ekki í neðri hlutanum. Kom frá Manchester City fyrir leiktíð eftir að hafa fengið fá tækifæri þar og hann gjörsamlega blómstraði. Verður gaman að sjá hvort hann nái að fylgja því eftir á komandi tímabili en hann skoraði 22 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

„Eggert Aron plataði mig að byrja halda með Chelsea"

Arnar Daníel Aðalsteinsson, leikmaður Gróttu og unglingalandsliðsmaður Íslands, er stuðningsmaður Chelsea en við fengum hann til að svara nokkrum spurningum.

Ég byrjaði að halda með Chelsea af því að... Eggert Aron plataði mig að byrja halda með Chelsea á leikskólanum Arnarsmára á sínum tíma. Hefur væntanlega eitthvað spilað inn í að eldri bróðir minn Aron er klettharður Chelsea maður líka.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Þegar Drogba tók lyftuna á 5. hæð og stangaði hann inn á 88. mín í úrslitaleik Champions League 2012, gæsahúð.

Uppáhalds leikmaður allra tíma? Get ekki valið milli Johnanna tveggja, John Terry og John Obi Mikel.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Byrjuðum illa, enduðum vel. Ætli innkoma Gilchrist á móti Palace um jólin hafi ekki verið hápunkturinn, sjálfur sat ég í Matthew Harding stand á brúnni og sá þetta í beinni, alvöru andi.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Oftast hringi ég í Eggert Aron og við förum yfir stöðuna. Ef hann svarar ekki hlusta ég á blákastið eða renn yfir leikdagsþráðinn hjá Chelsea grúbbunni á Facebook, nokkur áhugaverð take þar inni.

Hvern má ekki vanta í liðið? Colwill og Nkunku ef heill. Fyrrum liðsfélagi minn Kristófer Leví vill svo alltaf meina að Mudryk sé að detta í gang, vonandi gerist það í ár.

Hver er veikasti hlekkurinn? Badiashile, eða bara hafsentarnir yfir höfuð, gárungarnir í Chelsea samfélaginu á Íslandi eru sammála því. Einnig eru þeir sámmála um að það vanti reynslu í hjartað, okkur bráðvantar leader í þetta lið.

Þessum leikmanni á að fylgjast með... Romeo Lavia, sáum lítið sem ekkert af honum í fyrra, hann á mikið inni. Þetta gæti einnig verið tímabilið hjá Instagram vini mínum Ugochukwu, skoraði tvö í æfingaleikjunum fyrir mót og ég veit að honum líður vel í Frakkasamfélaginu í vestur Lundúnum.

Hvað finnst þér um stjórann? Persónulega hef ég ekki sett mig mikið inn í hans hugmyndafræði, en Chelsea maðurinn mikli Halldór Snær markmaður Fjölnis hefur aðeins verið að greina Maresca. Halldór fer einungis fram á að menn og konur verði þolinmóð í hans garð, verkefni eins og þessi tekur tíma. „Róm var ekki byggð á einum degi” eins og Halldór sjálfur orðaði svo skemmtilega.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan Væntingarnar eru ekki miklar eftir 1 sigur í 5 leikjum á undirbúningstímabilinu. Miklar róteringar á mannskapnum og fleirri eftir að koma og fara. Það svíður smá að sjá proper Chelsea blóði vera kastað frá klúbnmum eins og hverri annarri kúlableyju (Gallagher og Chalobah sem dæmi) en maður verður bara að treysta projectinu. Vonandi byrjum við ekki eins illa og í fyrra og höldum okkur eins ofarlega í töflunni og hægt er.

Hvar endar liðið? Maresca á eftir að sanna mikið, væntingarnar hjá stuðningsmönnum Chelsea eru mis miklar en sjálfur heldur maður í vonina að allt smelli saman og við endum í topp 4.




Þau sem spáðu: Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Chelsea, 182 stig
7. Aston Villa, 171 stig
8. Newcastle, 163 stig
9. West Ham, 137 stig
10. Crystal Palace, 121 stig
11. Brighton, 109 stig
12. Fulham, 102 stig
13. Bournemouth, 97 stig
14. Wolves, 86 stig
15. Everton, 74 stig
16. Leicester, 61 stig
17. Brentford, 56 stig
18. Southampton, 42 stig
19. Nottingham Forest, 37 stig
20. Ipswich Town, 27 stig
Athugasemdir
banner
banner