Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
banner
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
mánudagur 29. apríl
Championship
Preston NE 0 - 2 Leicester
Serie A
Genoa 3 - 0 Cagliari
Úrvalsdeildin
Rostov 2 - 1 Orenburg
Kr. Sovetov 0 - 0 FK Krasnodar
Sochi 0 - 0 Fakel
Rubin 1 - 1 Ural
La Liga
Barcelona 1 - 2 Valencia
fös 05.apr 2024 22:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 2. sæti: Víkingur R.

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Íslands- og bikarmeistarar Víkings muni enda í öðru sæti Bestu deildarinnar í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Víkingar voru stórkostlegir síðasta sumar en er samt sem áður spáð öðru sæti núna.

Víkingum er spáð öðru sæti.
Víkingum er spáð öðru sæti.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Pablo Punyed er mikilvægur.
Pablo Punyed er mikilvægur.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Djuric mætir með læti, og með nýja hárgreiðslu.
Djuric mætir með læti, og með nýja hárgreiðslu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís er frábær leikmaður.
Aron Elís er frábær leikmaður.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Leikmaður sem á að fylgjast með.
Leikmaður sem á að fylgjast með.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vatnhamarinn.
Vatnhamarinn.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Valdimar Þór Ingimundarson kemur nýr inn.
Valdimar Þór Ingimundarson kemur nýr inn.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hvað gera Víkingarnir í sumar?
Hvað gera Víkingarnir í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. Víkingur R., 135 stig
3. Stjarnan, 111 stig
4. Breiðablik, 109 stig
5. KR, 104 stig
6. FH, 81 stig
7. KA, 66 stig
8. Fram, 60 stig
9. ÍA, 59 stig
10. Vestri, 34 stig
11. Fylkir, 24 stig
12. HK, 14 stig

Um liðið: Það eru 15 ár síðan Víkingur endaði í tíunda sæti 1. deildar og var nálægt því að falla niður í 2. deild. Núna er Víkingur liðið sem allir vilja vinna. Víkingar hafa náð ótrúlegum árangri á síðustu árum og sumarið 2023 verður lengi í minnum stuðningsmanna Víkings. Það er aðeins leið til að toppa það sumar, og það er með því að vinna báða titlana og með því að komast í riðlakeppni í Evrópu.

Þjálfarinn: Þegar Arnar Gunnlaugsson tók við Víkingi þá voru efasemdir um að það væri rétta ráðningin. Og það voru áfram efasemdir fyrst um sinn. En núna efast enginn. Hann er einn sigursælasti þjálfari í sögu íslenska boltans og er bara magnaður þjálfari sem á eftir að fara erlendis einn daginn.

Fótbolti.net fær sérfræðingana Einar Guðnason og Harald Árna Hróðmarsson til að rýna í styrkleika, veikleika og annað hjá liðunum sem spila í Bestu deildinni í sumar. Haraldur, sem er fyrrum aðstoðarþjálfari Vals og ÍA, fer yfir það helsta hjá Víkingum.

Styrkleikar: Víkingur er besta lið landsins. Líkamlega sterkir, kraftmiklir í pressunni og spila eins fast og þeir komast upp með í öllum leikjum. Leikmenn Víkings leggja hart að sér við að finna sér svæði og setja mikla pressu á varnir andstæðinga sinna með hreyfanleika hlaupum aftur fyrir öftustu línu. Sigurhefð Víkings er ofboðslega sterk og í þeir hafa alltaf trú á sigri þegar þeir stíga inn á fótboltavöll.

Veikleikar: Lykilmenn eru að eldast og tveir af bestu mönnum liðsins fóru í fyrra. Að viðhalda þessari velgengni er krefjandi verkefni fyrir Arnar Gunnlaugsson og áhugasöm félög erlendis gætu truflað einbeitingu leikmanna og þjálfarans.

Lykilmenn: Pablo Punyed er magnaður leikmaður og karakter. Sterkur varnarlega og sóknarlega, grimmur í tæklingum og mikill leiðtogi. Aron Elís Þrándarson átti einstaklega vel heppnaða heimkomu í fyrra en í vel smurt lið, núna þarf hann að standa sig jafn vel ef ekki betur og hann hefur misst mikið úr á undirbúningstímabilinu og verður ekki með í byrjun móts. Danijel Djuric gæti orðið maður mótsins í ár ef Víkingur endar á toppnum. Skapandi leikmaður sem skoraði 10 mörk í fyrra, frábær spyrnumaður og góður í að koma andstæðingnum úr jafnvægi.

Leikmaður sem á að fylgjast með: Gísli Gottskálk Þórðarson er leikmaður sem ég hef miklar mætur á. Hann spilaði vel sem hybrid miðvörður í Meistarakeppni KSÍ og mun vonandi spila stórt hlutverk í sumar.

Komnir:
Jón Guðni Fjóluson frá Hammarby
Valdimar Þór Ingimundarson frá Sogndal
Óskar Örn Hauksson frá Grindavík
Pálmi Rafn Arinbjörnsson frá Wolves
Bjarki Björn Gunnarsson frá ÍBV (var á láni)
Sveinn Gísli Þorkelsson frá Fylki (var á láni)

Farnir:
Birnir Snær Ingason til Halmstad
Logi Tómasson til Strömsgodset
Kyle McLagan í Fram
Þórður Ingason hættur
Arnór Borg Guðjohnsen til FH (var á láni - seldur)

Dómur Haraldar fyrir gluggann: Gef þeim 6 af 10. Birnir Snær og Logi skilja stór skörð eftir sig í liði Víkings enda magnaðir leikmenn. Víkingar gerðu góð kaup í Valdimar og ef Jón Guðni nær sér góðum mun hann styrkja liðið. Víkingar telja að innan hópsins séu leikmenn sem geta fyllt í skörðin, Ari Sigurpáls og Helgi Guðjóns eru æstir í fleiri mínútur og hafa hæfileikana til að fylla í fótspor Birnis. Sveinn Gísli kemur einnig aftur frá Fylki sem er ofboðslega spennandi leikmaður.

Leikmannalisti:
1. Ingvar Jónsson (m)
16. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
3. Jón Guðni Fjóluson
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
12. Halldór Smári Sigurðsson
14. Hákon Dagur Matthíasson
15. Bjarki Björn Gunnarsson
17. Ari Sigurpálsson
18. Óskar Örn Hauksson
19. Daníjel Dejan Djuric
21. Aron Elís Þrándarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
24. Davíð Örn Atlason
25. Valdimar Þór Ingimundarson
26. Kári Vilberg Atlason
27. Mattías Vilhjálmsson
30. Daði Berg Jónsson



Fyrstu fimm leikir Víkings:
6. apríl, Víkingur R. - Stjarnan (Víkingsvöllur)
15. apríl, Fram - Víkingur R. (Lambhagavöllurinn)
21. apríl, Víkingur R. - Stjarnan (Víkingsvöllur)
28. apríl, Víkingur R. - KA (Víkingsvöllur)
5. maí, HK - Víkingur R. (Kórinn)

Í besta og versta falli: Í besta falli verður þetta tímabil sögulegt með sigrum í deild og bikar og þáttöku í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Í versta falli verður þetta bara einn áfangi af þessum þremur sem í boði eru.

Spámennirnir: Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Tómas Þór Þórðarson og Valur Gunnarsson.
Athugasemdir
banner
banner