Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
banner
fimmtudagur 25. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 21. apríl
Besta-deild kvenna
föstudagur 19. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
sunnudagur 17. september
Besta-deild karla - Efri hluti
föstudagur 19. apríl
Super League - Women
Brighton W - Everton W - 18:00
Division 1 - Women
Paris W - Saint-Etienne W - 12:30
Bundesligan
Eintracht Frankfurt - Augsburg - 18:30
Bundesliga - Women
RB Leipzig W - Bayer W - 16:30
Serie A
Cagliari - Juventus - 18:45
Genoa - Lazio - 16:30
Toppserien - Women
Lyn W - Lillestrom W - 16:00
Úrvalsdeildin
FK Krasnodar - Fakel - 16:00
La Liga
Athletic - Granada CF - 19:00
Damallsvenskan - Women
Norrkoping W - Djurgarden W - 17:00
Elitettan - Women
Umea W - Sunnana W - 17:00
fim 26.mar 2020 18:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Anna Rakel: Erfitt að fara að æfa í rauðu og hvítu

Anna Rakel Pétursdóttir er í dag leikmaður IK Uppsala í efstu deild í Svíþjóð. Hún hélt til Svíþjóðar eftir tímabilið 2018 með Þór/KA og lék á síðustu leiktíð með Linköpings FC.

Rakel er 21 árs gömul og ræddi Fótbolti.net við hana um ferilinn til þessa.

Ég er KA-maður í húð og hár og það var virkilega erfitt fyrir mig að fara að æfa í rauðu og hvítu litunum og spila alla heimaleiki á Þórsvelli. (Á Þórsvelli í ágúst 2015)
Ég er KA-maður í húð og hár og það var virkilega erfitt fyrir mig að fara að æfa í rauðu og hvítu litunum og spila alla heimaleiki á Þórsvelli. (Á Þórsvelli í ágúst 2015)
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það tók mig alveg smá tíma að venjast þessu en þegar ég lít til baka voru þetta mjög góðir tímar. (Hornspyrna tekin í júlí 2016)
Það tók mig alveg smá tíma að venjast þessu en þegar ég lít til baka voru þetta mjög góðir tímar. (Hornspyrna tekin í júlí 2016)
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ég vildi ekki trúa þessu þegar Aron sagði mér fyrst frá þessu en þegar það var komið (Staðfest) á .net þá áttaði ég mig fyrst á þessu. (Ólafur Aron Pétursson við undirskrift hjá Þór)
Ég vildi ekki trúa þessu þegar Aron sagði mér fyrst frá þessu en þegar það var komið (Staðfest) á .net þá áttaði ég mig fyrst á þessu. (Ólafur Aron Pétursson við undirskrift hjá Þór)
Mynd/Thorsport
Anna Rakel í treyju Linköping.
Anna Rakel í treyju Linköping.
Mynd/Pétur Ólafsson
Rakel með boltann í september 2018.
Rakel með boltann í september 2018.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Rakel og Sandra María fóru báðar á reynslu til Leverkusen.
Rakel og Sandra María fóru báðar á reynslu til Leverkusen.
Mynd/Mirko Kappes
Eftirminnilega komst Rakel að því að hún hefði verið valin í fyrsta landsliðsverkefnið þegar hún kíkti á Fótbolta.net (Landsliðsæfing í september 2017)
Eftirminnilega komst Rakel að því að hún hefði verið valin í fyrsta landsliðsverkefnið þegar hún kíkti á Fótbolta.net (Landsliðsæfing í september 2017)
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsverkefni haustið 2018.
Landsliðsverkefni haustið 2018.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rakel ásamt foreldrum með Íslandsmeistarabikarinn árið 2017.
Rakel ásamt foreldrum með Íslandsmeistarabikarinn árið 2017.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Snemma komin í KA treyjuna
Var Rakel alltaf hjá KA í yngri flokkunum og kom aldrei neitt annað til greina?

„Fjölskyldan mín er mikil KA-fjölskylda. Aron, bróðir minn var að æfa fótbolta með KA og svo var pabbi að þjálfa hjá KA og var líka yfirþjálfari yngri flokka. Ég var snemma komin í KA treyjuna og fljótt varð KA-heimilið mitt annað heimili," sagði Rakel við Fótbolta.net.

Fékk ung traustið hjá Þór/KA
Rakel spilar sinn fyrsta leik með meistaraflokki Þór/KA árið 2014. Hver var staðan á liðinu þarna og hvernig var að koma inn í liðið fimmtán ára gömul?

„Jói Gunn, þáverandi þjálfari Þór/KA hringdi í mig að mig minnir árið 2013 og bað mig um að spila æfingaleik með meistaraflokki Þór/KA. Þá hafði ég ekki æft með liðinu en eftir þann leik fór ég að æfa reglulega með þeim og svo var fyrsta tímabilið mitt með þeim 2014."

„Bæði leikmenn liðsins og Jói tóku mér mjög vel og það var auðvelt að koma inn í hópinn. Ég fékk strax að spila nokkuð mikið á mínu fyrsta tímabili í meistaraflokki og ég er mjög þakklát fyrir traustið sem Jói og þjálfarateymið sýndu mér."


Leist ekki á blikuna
Hvernig er að koma úr yngri flokkunum í KA yfir í sameiginlegt lið með nágrönnunum og erkifjendunum?

„Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá leist mér ekkert á það. Ég er KA-maður í húð og hár og það var virkilega erfitt fyrir mig að fara að æfa í rauðu og hvítu litunum og spila alla heimaleiki á Þórsvelli."

„Á þessum tíma var líka minna samstarf hjá liðunum varðandi meistaraflokk kvenna þannig að eina tengingin við KA var í rauninni merkið á búningnum. Það tók mig alveg smá tíma að venjast þessu en þegar ég lít til baka voru þetta mjög góðir tímar."


Hvað fannst þessari miklu KA-konu um að bróðir sinn (Ólafur Aron) hefði gengið í raðir Þórs eftir síðasta leiktímabil?

„Ég vildi ekki trúa þessu þegar Aron sagði mér fyrst frá þessu en þegar það var komið (Staðfest) á .net þá áttaði ég mig fyrst á þessu."

„Kvöldið sem þetta var opinberað þá fékk ég endalaust af skilaboðum um þetta, aðallega því það vita margir hversu mikill KA-maður ég er. Hins vegar skil ég ákvörðun hans 100% og ég mun alltaf vera stuðningsmaður númer 1 þótt ég muni aldrei klæða mig í Þórs treyjuna."


Tveir hápunktar hjá Þór/KA
Hver var hápunkturinn hjá Þór/KA á þínum tíma hjá félaginu?

„Það er auðvitað Íslandsmeistaratitillinn árið 2017 en svo er líka ógleymanlegt þegar við spiluðum í Meistaradeildinni á móti Wolfsburg."

Kláraði framhaldsskóla áður en næsta skref var tekið
Þegar litið er á aldurinn þá má lesa í það að Rakel hafi klárað framhaldsskóla áður en hún hélt í atvinnumennsku. Var hugsunin að klára menntaskóla áður en næsta skref var tekið?

„Ég ákvað að klára MA fyrst og hafnaði því nokkrum tilboðum sem komu á mínum menntaskólaárum. Mér fannst mikilvægt að klára menntaskólann hér heima áður en ég leitaði út."

Er Rakel í háskóla meðfram fótboltanum?
„Ég er núna samhliða fótboltanum í fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri þar sem ég er á öðru ári í Líftækni."

Linköping kom fljótt upp
Hvernig kemur það til að Linköping sýnir Rakel áhuga á sínum tíma?

„Þetta kom í rauninni mjög fljótt upp en félagið var að leita eftir vinstri bakverði og ég heyrði af áhuga frá þeim snemma í desember 2018. Nokkrum dögum síðar skrifaði ég svo undir samning og flutti svo út í byrjun janúar."

Köflótt tímabil og að hluta í nýrri stöðu
Hvernig var þetta fyrsta tímabil í atvinnumennsku?

„Tímabilið í fyrra með Linköping var mjög köflótt. Við spiluðum að mörgu leyti mjög vel og í flestum leikjum vorum við með yfirhöndina en vandamálið var að við náðum ekki að skora mörk. Hópurinn var mjög góður en við vorum með marga leikmenn í sænska landsliðinu, eina í norska landsliðinu og svo var restin meira en minna í U19 ára landsliðum."

Hvernig gekk tímabilið persónulega hjá Rakel?

„Persónulega var ég nokkuð sátt með tímabilið en ég fékk að spila mjög mikið. Ég var fengin til þess að spila vinstri bakvörð en meiðsli og annað urðu til þess að ég spilaði fyrri hlutann af tímabilinu sem miðjumaður og seinni hlutann af tímabilinu sem hafsent."

„Ég hafði ekki spilað hafsent áður svo það var krefjandi en samt mjög gaman að prófa nýja stöðu. Ég varð fyrir smá meiðslum bæði á miðju tímabili og svo undir lokin þannig að ég missti af 4 leikjum eða svo. Tímabilið með Linköping var að vissu leyti vonbrigði þegar ég lít á úrslitin en samt sem áður lærði ég helling og bætti mig mikið sem leikmaður."


Komin í nýtt félag í Svíþjóð
Hvernig kom það til að IK Uppsala hafði samband við Rakel?

„Markmaðurinn sem spilaði með mér í Linköping hafði skrifað undir samning við Uppsala og benti þjálfaranum á mig. Eftir það átti ég fund með þjálfaranum þar sem hann sagði mér frá liðinu og markmiðum þeirra fyrir næsta tímabil."

„Mér leist mjög vel á hann sem þjálfara og hvernig hann sá árið fyrir sér þannig að ég ákvað að skrifa undir þrátt fyrir að það hafði verið fleira í boði."


Var þetta það eina í stöðunni?

„Önnur lið í Svíþjóð sýndu áhuga og einnig lið heima á Íslandi. Ég taldi það best fyrir mig að skrifa undir hjá Uppsala og sé ekki eftir því."

Boðið á reynslu til Leverkusen og Gautaborgar
Rétt áður en Rakel skrifar undir hjá Linköping þá fór hún á reynslu til Leverkusen í Þýskalandi. Áður á ferlinum var fjallað um að Gautaborg hefði boðið Rakel á reynslu. Hvernig voru þessar ferðir?

„Það varð ekkert úr boðinu frá Gautaborg þar sem ég var valin í fyrsta skiptið í A-landsliðið á sama tíma svo að auðvitað valdi ég frekar að taka þátt í landsliðsverkefninu og láta það ganga fyrir."

„Ég fór svo með Söndru Maríu (Jessen) til Leverkusen þar sem við æfðum í viku. Liðið sýndi okkur báðum áhuga en stuttu síðar kom Linköping inn í myndina og ákvað ég að stökkva á það frekar en Leverkusen."


Sjö landsleikir
Anna Rakel hefur verið valin í hin og þessi landsliðsverkefni undanfarin ár og er komin með sjö A-landsleiki undir beltið. Eftirminnilega komst Rakel að því að hún hefði verið valin í fyrsta landsliðsverkefnið þegar hún kíkti á Fótbolta.net, það var árið 2017.

Hvernig lítur Rakel á landsliðsferilinn til þessa?
„Ég hef verið dálítið inn og út úr landsliðshópnum frá því ég var valin fyrst. Það er auðvitað alltaf heiður að spila í íslensku treyjunni en ég veit að ég á helling inni og þarf að halda áfram að bæta mig sem leikmaður til þess að festa mig í hópnum."

„Ég þarf að sýna mig og sanna fyrst með félagsliðinu og þar er ég heppin að vera að spila í sterkri deild og vona að góð framistaða þar skili mér sæti í landsliðinu."


A-landsliðið fór á æfingamót á Pinatar á Spáni fyrr á þessu ári. Hvernig var þar?

„Það var gaman að fá tækifæri með liðinu á Pinatar og ég held að það sé kostur að ég get spilað fleiri en eina stöðu. Á Pinatar spilaði ég sem miðjumaður en áður hef ég spilað sem vinstri bakvörður með landsliðinu."

Auðveld ákvörðun að byrja ekki að drekka
Í 'Hinni hliðinni' segir Rakel frá því að hún hafi aldrei smakkað áfengi. Var það auðveld ákvörðun og var hún auðveld?

„Fyrir mér var þetta auðveld ákvörðun en ég hugsaði svo sem ekkert mikið út í það fyrr en ég byrjaði í MA. Þá fóru margir jafnaldrar mínir að byrja að drekka."

„Í grunninn var þessi ákvörðun tekin með fótboltann efst í huga en í dag hugsa ég þannig séð ekkert út í þetta, það er engin kvöð fyrir mig að segja nei við áfengi því þetta er engin fórn, bara val,"
sagði Rakel að lokum.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Anna Rakel Pétursdóttir (IK Uppsala)
Athugasemdir
banner
banner