Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
banner
banner
sunnudagur 21. júlí
Besta-deild karla
föstudagur 19. júlí
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
þriðjudagur 16. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 15. júlí
Besta-deild karla
sunnudagur 14. júlí
Úrslitaleikur EM
Besta-deild karla
föstudagur 12. júlí
Undankeppni EM kvenna
þriðjudagur 9. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 8. júlí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
mánudagur 1. júlí
Lengjudeild kvenna
laugardagur 29. júní
Mjólkurbikar kvenna
mánudagur 24. júní
2. deild karla
laugardagur 20. júlí
Eliteserien
Sarpsborg - SK Brann - 16:00
Molde - KFUM Oslo - 18:15
Úrvalsdeildin
Lokomotiv 2 - 2 Akron
Kr. Sovetov - Zenit - 14:30
Rostov - CSKA - 17:00
Dinamo - Fakel - 17:00
fim 13.jún 2024 13:00 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Magazine image

Spáin fyrir F-riðil á EM: Síðasti dansinn?

Evrópumótið í fótbolta hefst á morgun og er spennan heldur betur orðin mikil fyrir mótinu. Komið er að því að fara yfir síðasta riðilinn og spá í spilin fyrir hann. Í F-riðlinum eru:

Tyrkland
Georgía
Portúgal
Tékkland

Portúgal gæti farið langt.
Portúgal gæti farið langt.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roberto Martinez, þjálfari Portúgal.
Roberto Martinez, þjálfari Portúgal.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bruno Fernandes, mikilvægur.
Bruno Fernandes, mikilvægur.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Joao Neves er virkilega spennandi.
Joao Neves er virkilega spennandi.
Mynd/Getty Images
Ruben Dias er sterkur í vörninni.
Ruben Dias er sterkur í vörninni.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Við spáum Tyrklandi öðru sæti í riðlinum.
Við spáum Tyrklandi öðru sæti í riðlinum.
Mynd/Getty Images
Vincenzo Montella, þjálfari Tyrklands.
Vincenzo Montella, þjálfari Tyrklands.
Mynd/Getty Images
Hakan Calhanoglu átti frábært tímabil á Ítalíu.
Hakan Calhanoglu átti frábært tímabil á Ítalíu.
Mynd/Getty Images
Arda Guler er einn efnilegasti leikmaður í heimi.
Arda Guler er einn efnilegasti leikmaður í heimi.
Mynd/Getty Images
Kenan Yildiz er líka mjög efnilegur.
Kenan Yildiz er líka mjög efnilegur.
Mynd/EPA
Tékkum er spáð þriðja sæti í riðlinum.
Tékkum er spáð þriðja sæti í riðlinum.
Mynd/EPA
Ivan Hasek, landsliðsþjálfari Tékklands, fær ekki mikinn tíma til að undirbúa liðið.
Ivan Hasek, landsliðsþjálfari Tékklands, fær ekki mikinn tíma til að undirbúa liðið.
Mynd/EPA
Tomas Soucek, fyrirliði Tékklands.
Tomas Soucek, fyrirliði Tékklands.
Mynd/Getty Images
Adam Hlozek í leik gegn Skotlandi.
Adam Hlozek í leik gegn Skotlandi.
Mynd/Getty Images
Vladimir Coufal, bakvörður Tékklands.
Vladimir Coufal, bakvörður Tékklands.
Mynd/EPA
Georgía tekur þátt á sínu fyrsta stórmóti.
Georgía tekur þátt á sínu fyrsta stórmóti.
Mynd/Getty Images
Willy Sagnol er landsliðsþjálfari Georgíu.
Willy Sagnol er landsliðsþjálfari Georgíu.
Mynd/Getty Images
Kvicha Kvaratskhelia er stórkostlegur fótboltamaður.
Kvicha Kvaratskhelia er stórkostlegur fótboltamaður.
Mynd/Getty Images
Giorgi Mamardashvili er góður markvörður.
Giorgi Mamardashvili er góður markvörður.
Mynd/EPA
Portúgal er klárlega líklegasta liðið til að vinna riðilinn.
Portúgal er klárlega líklegasta liðið til að vinna riðilinn.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
1. Portúgal
Staða á heimslistanum: 6
Portúgal er eitt af líklegustu liðunum til að vinna þetta mót, án efa. Þeir eru með gríðarlega hæfileikaríkan leikmannahóp og mikla breidd. Þeir fóru mjög auðveldlega í gegnum undankeppnina þar sem þeir voru með okkur Íslendingum í riðli en þeir skoruðu 36 mörk og fengu bara á sig tvö. Það er eftirminnilegt þegar Portúgal varð Evrópumeistari fyrir átta árum síðan en þeir eru að mæta með sterkari hóp til leiks núna. Portúgalska liðið er nokkuð heppið með riðil og ætti að fara nokkuð léttilega upp úr honum ef allt er eðlilegt. Cristiano Ronaldo er auðvitað í hópnum og hann er mögulega að stíga sinn síðasta dans á stórmóti. Einn besti fótboltamaður sögunnar og hann er enn að skora þrátt fyrir að vera 39 ára gamall.

Þjálfarinn: Roberto Martinez
Spánverjiinn tók við Portúgal í fyrra og hann virðist henta býsna vel. Liðið vann alla tíu leiki sína í undankeppninni og er það í fyrsta sinn sem það gerist í landsliðssögu Portúgal. Martinez er afskaplega viðkunnalegur maður eins og hann sýndi þegar hann mætti til Reykjavíkur með lið sitt í fyrra. Hann svaraði öllum spurningum með bros á vör og sýndi mikla virðingu. Áður en hann tók við Portúgal, þá stýrði hann belgíska landsliðinu og þá var hann lengi í félagsliðafótboltanum á Englandi þar sem hann stýrði Everton, Wigan og Swansea. Hann er eini þjálfarinn á þessu móti sem á það á ferilskránni að hafa stýrt Wigan til sigurs í FA-bikarnum.

Lykilmaður: Bruno Fernandes
Cristiano Ronaldo er stærsta stjarnan í liði Portúgal en þeirra mikilvægasti leikmaður er klárlega Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United. Hann kom beint að 13 mörkum í undankeppninni en hann skoraði sex og lagði upp sjö mörk. Hinn 29 ára gamli Fernandes átti ekki sitt besta tímabil með Man Utd en hann skoraði samt 15 mörk og lagði upp þónokkur ofan á það. Ef það er ekki gott, þá ertu ansi góður leikmaður. Og Bruno er það.

Fylgist með: Joao Neves
Leikmaður sem var nýlega orðaður við Manchester United, Arsenal og Manchester City en hann er með riftunarákvæði í samningi sínum hjá Benfica upp á 120 milljónir evra. Þetta er miðjumaður sem er meira varnarsinnaðari en sóknarsinnaðari. Leikmaður sem hefur allt sem þarf til að verða heimsklassa miðjumaður og það er líklega bara frekar stutt í að það gerist.2. Tyrkland
Staða á heimslistanum: 40
Tyrkir geta það yfirleitt ekki á köldu kvöldi á Laugardalsvelli. Það er óhætt að segja að Tyrkland hafi verið í smá lægð á fótboltavellinum síðustu árin. Þó þeir hafi komist á síðustu tvö Evrópumót, þá hafa þeir ekki farið upp úr riðlinum í þau skipti. Tyrkland fór í undanúrslitin á EM 2008 og endaði þá í þriðja sæti, en liðið endaði í sama sæti á HM 2002. Tyrkir áttu góða undankeppni núna og enduðu fyrir ofan Króatíu og Wales í riðli sínum. Það eru spennandi leikmenn að koma upp og framtíðin virðist björt í tyrkneskum fótbolta. Eitt er víst, og það er að stuðningsmennirnir munu láta vel í sér heyra - bæði á samfélagsmiðlum og á vellinum.

Þjálfarinn: Vincenzo Montella
Fyrrum ítalski sóknarmaðurinn tók við Tyrklandi í september síðastliðnum og landaði sætinu á Evrópumótinu. Montella er 49 ára gamall og hafði gert frábæra hluti við stjórnvölinn hjá Adana Demirspor í tyrknesku deildinni áður en hann tók við Tyrklandi. Þar áður stýrði hann Fiorentina, Roma, Milan, Sampdoria, Sevilla og Catania. Montella gerði garðinn frægan sem leikmaður AS Roma, en þar áður lék hann fyrir fjandliðin Genoa og Sampdoria og var gríðarlega iðinn við markaskorun í ítalska boltanum.

Lykilmaður: Hakan Calhanoglu
Calhanoglu hefur tekið nokkrum breytingum sem leikmaður en hann er að koma úr mögnuðu tímabili með Inter þar sem hann var valinn í lið ársins í ítölsku úrvalsdeildinni. Hann hefur í gegnum tíðina verið þekktur fyrir að leika sem sóknarsinnaður miðjumaður en hann færðist aftar hjá Inter á nýliðnu tímabili og lék frábærlega sem leikstjórnandi liðsins. Ef hann verður í stuði þá á Tyrkland góðan möguleika á því að fara áfram.

Fylgist með: Arda Guler
Búinn að eiga í miklum erfiðleikum með meiðsli eftir að hann gekk til liðs við Real Madrid en Arda Guler sýndi svo sannarlega í hvað honum býr þegar hann fékk að spila. Á aðeins 373 mínútum með Real Madrid í vetur skoraði kappinn sex mörk. Þrátt fyrir ungan aldur á þessi litli og skemmtilegi miðjumðaur sex leiki fyrir tyrkneska A-landsliðið og hefur hann skorað í þeim eitt mark. Hann býr yfir sturluðum gæðum, en nú þarf hann bara að haldast heill og sýna það fyrir heiminum. Kenan Yildiz er annar leikmaður sem við mælum með að fylgjast með en sá er 19 ára gamall leikmaður Juventus. Þessir tveir gaurar munu leiða Tyrkland inn í nýjan tíma.3. Tékkland
Staða á heimslistanum: 36
Tékkland var í frekar einföldum riðli í undankeppninni en þeir lentu samt sem áður í öðru sæti á eftir Albaníu. Kannski ekki mjög sannfærandi að þeir unnu einungis einn af fjórum útileikjum sínum í riðlinum. Það var ákveðið agaleysi í kringum tékkneska liðið í undakeppninni og það kristallaðist í því að þremur leikmönnum var hent úr hópnum stuttu fyrir mikilvægan leik gegn Moldóvu út af partístandi. Þjálfarinn hætti stuttu fyrir mót og nýi stjórinn hefur aðeins fengið einn landsleikjaglugga til að undirbúa sig fyrir þetta mót. Það gefur ekkert sérlega góð merki þó liðið sé ágætlega skipað.

Þjálfarinn: Ivan Hasek
Hinn sextugi Hasek tók við starfinu í janúar síðastliðnum eftir að Jaroslav Silhavy hætti óvænt þegar að hann var búinn að koma liðinu inn á Evrópumótið. Silhavy var búinn að vera í starfinu í fimm ár og var orðinn þreyttur. En þetta setur liðið í skrítna stöðu. Hasek, sem á langan feril að baki í þjálfun, fær bara einn landsleikjaglugga til að koma sínum hugmyndum inn. Hann þjálfaði síðast landslið Líbanon en hann hefur einu sinni áður starfað sem landsliðsþjálfari Tékklands. Það var árið 2009 en á sama tíma var hann formaður knattspyrnusambands Tékklands. Þetta væri eins og Þorvaldur Örlygsson myndi ráða sjálfan sig sem landsliðsþjálfara.

Lykilmaður: Tomas Soucek
Stálið á miðsvæðinu mun spila afar mikilvægt hlutverk fyrir Tékkland í sumar. Hann er öflugur í báðum vítateigum og það er gott að hafa þannig leikmann í sínu liði. Spilar með West Ham á Englandi en það hefur kannski dregið aðeins af honum þar eftir öfluga byrjun. Hann er samt sem áður góður leikmaður og mun leiða tékkneska liðið út á völlinn í Þýskalandi í sumar. Ekki láta ykkur bregða ef hann lætur aðeins finna fyrir sér með kraftmiklum tæklingum.

Fylgist með: Adam Hlozek
Þetta er örugglega leikmaður sem Football Manager spilarar kannast vel við. Það var hægt að kaupa hann ódýrt í fyrri leikjum og yfirleitt varð hann að stórstjörnu sem skilaði mörgum mörkum. Hann er ekki orðin stórstjarna en er samt sem áður öflugur leikmaður. Hann hjálpaði Bayer Leverkusen að vinna þýsku úrvalsdeildina og þýska bikarinn á nýliðnu tímabili. Hann spilaði afar vel í lokin með Leverkusen og kemur inn með nýja vídd í þetta tékkneska lið ef hann fær að spila.4. Georgía
Staða á heimslistanum: 75
Georgíumenn eru slakasta liðið á Evrópumótinu ef litið er til heimslista FIFA. Þeir eru númer 75 á listanum og eru þremur sætum fyrir neðan okkur Íslendinga. Þeir enduðu í fjórða sæti í sínum riðli í undankeppninni en komust á mótið í gegnum C-deild Þjóðadeildarinnar, umspilið þar. Þeir unnu Lúxemborg og svo Grikkland til að komast á mótið. Það eru áhugaverðir leikmenn í þessu georgíska liði en það þarf ansi margt að ganga upp hjá þeim til þess að þeir taki eins og eitt stig í þessum riðli.

Þjálfarinn: Willy Sagnol
Nafn sem margir kannast við en hann var lengi bakvörður í franska landsliðinu. Hann er núna orðinn 47 ára gamall og er landsliðsþjálfari Georgíu á þeirra fyrsta stórmóti. Eftir að skórnir fóru upp á hillu þá tók Sagnol til starfa hjá franska knattspyrnusambandinu og var þjálfari U20 og U21 landsliðana. Hann stýrði svo Bordeaux og var aðstoðarþjálfari Bayern München. Hann var aðstoðarstjóri Carlo Ancelotti hjá Bayern og fékk að stýra liðinu í einn leik eftir að Ítalinn var rekinn.

Lykilmaður: Khvicha Kvaratskhelia
Það er ómögulegt að horfa á einhvernn annan í þessu liði. Ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður sem hefur fengið gælunafnið „Kvaradona" í Napoli. Hann var algjör lykilmaður þegar Napoli varð ítalskur meistari í fyrra en hann átti líka mjög gott tímabili á leiktíðinni sem var að klárast. Hann skoraði ellefu mörk og lagði upp sex í ítölsku úrvalsdeildinni. Hann er með ótrúlega tækni og verður svo sannarlega gaman að fylgjast með honum á þessu stórmóti.

Fylgist með: Giorgi Mamardashvili
Spennandi markvörður sem er á mála hjá Valencia á Spáni. Newcastle var að skoða hann en var ekki tilbúið að eyða 35 milljónum evra í hann. Er svona nútímamarkvörður sem er góður í fótunum og er hann mjög vinsæll á meðal stuðningsmanna Valencia eftir að hafa leikið vel með liðinu síðustu árin. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann taki ekki eitthvað stærra skref á næstu árum.Leikjadagskrá
þriðjudagur 18. júní
16:00 Tyrkland - Georgia
19:00 Portúgal - Tékkland

laugardagur 22. júní
13:00 Georgia - Tékkland
16:00 Tyrkland - Portúgal

miðvikudagur 26. júní
19:00 Tékkland - Tyrkland
19:00 Georgia - Portúgal

Sjá einnig:
Spáin fyrir A-riðil á EM: Mun pressan fara alveg með þá?
Spáin fyrir B-riðil á EM: Hvaða menn eru þetta eiginlega?
Spáin fyrir C-riðil á EM: Baulaðir af velli í kveðjupartýinu
Spáin fyrir D-riðil á EM: Stórstjörnur fjarri góðu gamni
Spáin fyrir E-riðil á EM: Grátlegt fyrir Íslendinga
Athugasemdir
banner
banner