Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
föstudagur 4. júlí
Lengjudeild karla
miðvikudagur 2. júlí
EM kvenna
þriðjudagur 1. júlí
Mjólkurbikar karla
mánudagur 30. júní
2. deild karla
laugardagur 28. júní
Lengjudeild karla
fimmtudagur 26. júní
Lengjudeild karla
þriðjudagur 24. júní
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 19. júní
Mjólkurbikar karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Mjólkurbikar karla
fimmtudagur 12. júní
Mjólkurbikar kvenna
Lengjudeild kvenna
Mjólkurbikar kvenna
miðvikudagur 11. júní
þriðjudagur 10. júní
Vináttulandsleikur
föstudagur 6. júní
Vináttulandsleikur
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 5. júní
þriðjudagur 3. júní
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 2. júní
Besta-deild karla
föstudagur 4. júlí
Engin úrslit úr leikjum í dag
fim 11.ágú 2022 22:10 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

„Stoltastur af því fótspori sem mér finnst ég heilt yfir hafa náð að setja á klúbbinn"

Sveinn Þór Steingrímsson var þjálfari Magna á Grenivík í tæplega þrjú ár. Hann tók við liðinu í ágúst árið 2019 en hann hafði árin á undan verið aðstoðarþjálfari KA og þar á undan þjálfari Dalvíkur/Reynis.

Hann tók við Magna þegar liðið var í botnsæti 1. deildar, fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni. Í síðustu sjö umferðunum fékk Magni þrettán stig og hélt sér uppi annað árið í röð.

Magnaliðið í ár
Magnaliðið í ár
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það var svekkjandi því við vorum með hörku, hörkulið
Það var svekkjandi því við vorum með hörku, hörkulið
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Samstarfinu við klúbbinn, stjórnina og leikmennina og allt
Samstarfinu við klúbbinn, stjórnina og leikmennina og allt
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni hélt sér uppi með ótrúlegum endaspretti sumarið 2019
Magni hélt sér uppi með ótrúlegum endaspretti sumarið 2019
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Annað árið í röð sem Magni hélt sér uppi í deildinni á endasprettinum
Annað árið í röð sem Magni hélt sér uppi í deildinni á endasprettinum
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sveinn og Óli Stefán unnu saman hjá KA
Sveinn og Óli Stefán unnu saman hjá KA
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magni var einu marki frá því að halda sér uppi árið 2020.
Magni var einu marki frá því að halda sér uppi árið 2020.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta er bara samblanda og menn vinna svo saman í að finna hvort allir séu sáttir og sammála
Þetta er bara samblanda og menn vinna svo saman í að finna hvort allir séu sáttir og sammála
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það er bara það sama, auðvitað vetrartíminn
Það er bara það sama, auðvitað vetrartíminn
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni er alltaf að reyna taka skref í áttina að því að vera betur undirbúnir yfir vetrartímann
Magni er alltaf að reyna taka skref í áttina að því að vera betur undirbúnir yfir vetrartímann
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jeffrey Monakana og Guðni Sigþórsson fagna
Jeffrey Monakana og Guðni Sigþórsson fagna
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sjá einnig:
Sveinn Þór: Stjórnin tók þessa ákvörðun

Frábær staður til að taka næsta skref
„Það var virkilega góð upplifun að vera þjálfari Magna, æðislegur klúbbur, stórt hjarta, góð umgjörð og frábær staður fyrir leikmenn til að taka næsta skref sem eru kannski ekki að ná því í stærri klúbbunum í kring eins og KA og Þór. Sama er þetta frábær staður fyrir ungan þjálfara að taka næsta skref, frábært að vera þarna," sagði Sveinn sem á ættir sínar að rekja til Grenivíkur.

„Þetta var æðislegt ævintýri 2019. Liðið var ekkert í frábærri stöðu en Magni vaknar yfirleitt seinni part tímabils - augljós ástæða fyrir því af hverju það er. Þetta var frábær upplifun fyrir alla í kringum klúbbinn að ná að halda liðinu uppi, annað árið í röð sem Magni hélt sér uppi í deildinni á endasprettinum."

Krefjandi verkefni sem hentaði
Sveinn kveðst ekki hafa verið hikandi að taka við starfinu. „Nei, í rauninni ekki. Ég var búinn að vera aðalþjálfari á Dalvík og búinn að vera aðstoðarþjálfari hjá KA. Ég fann á þessum tímapunkti að ég brenn fyrir mína leikfræði og það sem ég vil leggja til strákana. Mér fannst ég geta komið því meira til skila sem aðalþjálfari frekar en aðstoðarþjálfari. Ef maður telur sig hafa það sem þarf til að vera að vera aðalþjálfari þá var þetta krefjandi verkefni sem hentaði. Þetta hafði ekkert með mitt samstarf við Óla Stefán (aðalþjálfara KA) að gera, við erum frábærir vinir í dag og áttum mjög gott samstarf. Þetta snerist meira um ferilinn minn."

Féllu á einu marki
Árið 2020 var mikið Covid tímabil og var tímabilinu að lokum slaufað þegar átti eftir að spila tvær umferðir. Eftir tuttugu leiki var Magni í fallsæti þar sem liðið var með verri markatölu en Þróttur sem var í sætinu fyrir ofan. Bæði lið, og reyndar Leiknir F. í botnsætinu líka, voru með tólf stig en Þróttur var með -24 í markatölu og Magni með -25. Það hefði ekki vantað nema eitt skorað mark í viðbót eða eitt mark færra fengið á sig á tímabilinu til að Magni hefði endað í tíunda sætinu og því ekki fallið.

Sumarið 2021 byrjaði ekki vel hjá Magna í 2. deild. Liðið var með tíu stig eftir tíu leiki og sat í 9. sæti deildarinnar. Sat endirinn á tímabilinu 2020 í liðinu farandi inn í tímabilið 2021?

„Nei, það fannst mér ekki. Auðvitað var það svekkjandi og allt það en svona var þetta bara. Það var enginn einn leikur sem hægt var að horfa í eða svoleiðis. Það er auðvelt að horfa í síðasta leik sem var spilaður, á móti Þór. Þar hefðum við getað jafnað á síðustu mínútunni og fengið eitt stig. Þar sem það munaði einu marki í markatölu þá er svo auðvelt að fara til baka í 7-0 tapið gegn Aftureldingu þar sem við vorum við ekki nógu góðir. Það er ekki hægt að horfa í einn leik en auðvitað var svekkjandi að fá ekki að klára þetta. Sérstaklega af því að við vorum komnir á þann stað þar sem Magni er oft á í lok tímabils og töldum okkur eiga góða möguleika á að halda okkur uppi ef við hefðum klárað síðustu tvo leikina."

Alls ekki langt frá því að fara beint upp aftur
Markmiðið hjá Magna hefur væntanlega verið að fara upp úr 2. deildinni í fyrra. Eða hvað?

„Við setjum alltaf markið hátt, í Lengjudeildinni var markmiðið að halda okkur uppi en í 2. deildinni þá ætluðum við okkur alltaf upp. Það sem vantaði upp á er það sama og öll þessi tímabil. Magni er alltaf að reyna taka skref í áttina að því að vera betur undirbúnir yfir vetrartímann, með leikmenn og annað, að geta æft og verið með hópinn hjá sér. Það eru margir í skóla og erlendir leikmenn koma seint. Það kostar pening að vera með þá lengur og liðið er svolítið í byrjun tímabils að spila okkur saman - menn eru að detta í form þá."

„Við fáum tíu stig eftir tíu leiki í fyrra og í næstu tólf leikjum fengum við 27 stig og við vorum í séns á að fara upp þangað til við gerum jafntefli gegn Þrótti Vogum í næstsíðustu umferðinni. Við hefðum þurft að vinna þá til að vera áfram í séns. Það var svekkjandi því við vorum með hörku, hörkulið."

„Við fáum styrkingu í Vladan frá KA, fáum líka Ými og Guðna inn í glugganum. Allir aðrir voru komnir í gang og ofan á það komu þessir þrír inn. Þetta small bara, hefði þetta verið svona frá byrjun og veturinn á pari við liðin fyrir sunnan þá hugsa ég að við hefðum alltaf farið upp."


„Mátt ekki við svona miklum áföllum"
Tímabilið í ár byrjaði enn verr. Liðið var með sex stig þegar tilkynnt var að Sveinn væri hættur störfum. Núna fjórum umferðum síðar er liðið með níu stig (liðið vann síðasta leik gegn ÍR) og er sex stigum frá öruggu sæti. Hvað vantaði upp á til að ná í fleiri stig?

„Það er bara það sama, auðvitað vetrartíminn. Það voru margir fyrir sunnan og menn að koma saman. Það var eiginlega ekki fyrr en í fyrsta leik sem ég er með 95% af liðinu komið saman. Það var ekki fyrr en þá og það útskýrir kannski líka að við erum kannski ekkert allir komnir á sama stað og þeir sem voru yfir vetrartímann hjá Magna."

„Þá tekur við ferli og svo er Jeffrey Monakana meiddur og spilar ekki neitt, Dominic Vose var alltaf að koma en svo vegna einkamáls gat hann ekki komið. Við þurftum að finna miðjumann fyrir hann og það var Belginn (Jordy Vleugels) sem er núna sem einhvern veginn tikkaði ekki alveg fyrir okkur. Það munar um minna, formleysi og annað."

„Svo er þetta eins og alltaf, ef þú byrjar illa þá falla hlutirnir oft ekki með þér - sjálfstraustleysi og annað. Þetta bara skiptir allt máli. Deildin er sterk og þú mátt ekki við svona miklum áföllum."


Ekkert sem hægt er að gera betur
Hvað finnst Sveini vanta í umgjörðinni hjá Magna yfir vetrartímann?

„Það er í rauninni ekkert sem hægt er að gera betur þannig lagað. Við stjórnum því ekki ef strákar ætla í skóla í Reykjavík eða slíkt. Svo er markaðurinn fyrir norðan ekki eins stór og fyrir sunnan, ekki úr eins mörgum leikmönnum að velja."

„Núna, bæði hjá Þór og KA, þá eru ekkert margir sterkir strákar að fara á lán þannig lagað. Það auðvitað skiptir líka máli fyrir félögin í kring sem hafa svolítið verið að stóla á að fá leikmenn á láni frá Þór og KA. Þetta er samblanda, erlendu leikmennirnir líka - þeir þurfa að vera 'on'. Menn eru að fá þá inn sem algjöra lykilmenn, eiga að vera bestu leikmennirnir í liðinu og spila hvern einasta leik."

„Því miður virkaði það ekki í ár, vegna meiðsla og annara hluta. Magni er með ungt lið, auðvitað eru menn að fá meiri og meiri reynslu en þetta skiptir allt máli. Maður sér það með Þórsarana. sem eru líka með ungt lið, í Lengjudeildinni. Þeir hafa verið að ströggla framan af móti með erlenda leikmenn en eru að detta í gang."


Umboðsmenn og Youtube
Varðandi erlenda leikmenn sem voru fengnir inn. Er það blanda af því að þú ert að skoða þessa leikmenn eða er stjórnin að því líka?

„Þegar ég kom fyrst þá voru erlendu leikmennirnir komnir. Á öðru tímabili þá var þetta samblanda, við erum í sambandi við umboðsmenn og stjórnin var komin með einhver tengsl við umboðsmann líka. Kairo og Kian Williams komu í gegnum þá umboðsskrifstofu sem og Louis Wardle. Vose og Monakana er bara í gegnum umba sem hafði samband við mig að fyrra bragði."

„Þetta er bara samblanda og menn vinna svo saman í að finna hvort allir séu sáttir og sammála um að þetta sé týpan sem liðið þarf. Svo er maður svolítið að treysta á Youtube myndbönd og orð umboðsmanna þegar þeir eru með fleiri leikmenn í íslenskum liðum. Maður reynir að taka þá svolítið trúanlega."


Að halda sér uppi var bara bónus
Í heildina litið. Af hverju ertu stoltastur af á þessum tíma sem þjálfari Magna?

„Ég er stoltastur af því fótspori sem mér finnst ég heilt yfir hafa náð að setja á klúbbinn, samstarfinu við klúbbinn, stjórnina og leikmennina og allt. Ég horfi ekkert endilega í árangurinn heldur allt hitt, samböndin og hvernig þetta gekk í þennan tíma. Ég var að verða samningslaus í haust en ef ég hefði verið áfram fyrir norðan þá var alveg hugur að vera áfram í samstarfi. Að halda sér uppi var bara bónus og vinna fótboltaleiki og allt þetta."

Á tíma sínum sem þjálfari Magna var Sveinn orðaður við þjálfarastarfið hjá Þór. Fóru einhverjar viðræður í gang milli hans og Þórs?

„Nei, það var ekkert svoleiðis. En ég hafði alveg áhuga, sérstaklega fyrir tímabilið þegar Orri var ráðinn. Ég tók eitt símtal og lét vita, en þá var það bara búið. Orri var svo bara ráðinn mjög fljótlega eftir það. Ég var ekkert að pæla í þessu núna í vetur, fannst ég vera með flott verkefni í höndunum hjá Magna og mér leið vel þar."

Þarf að ganga upp fyrir alla
Hvernig lítur framhaldið út varðandi þjálfun, ertu að bíða eftir því að þetta tímabil klárast?

„Maður er auðvitað búinn að taka nokkur símtöl og svona en þetta þarf allt að henta. Maður er með fjölskyldu, konu sem er á leið í nám og þetta þarf allt að passa milli mín og þess félags sem ég ræði við. Það þurfa allir að vera sáttir, hvort sem það er yngri flokka þjálfun eða meistaraflokksþjálfun. Þetta þarf að ganga upp fyrir alla," sagði Sveinn sem er fluttur ásamt fjölskyldu sinni til Keflavíkur.
Athugasemdir