Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
banner
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
fimmtudagur 11. september
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. september
Undankeppni HM
mánudagur 8. september
Undankeppni EM U21
sunnudagur 7. september
Besta-deild kvenna
föstudagur 5. september
Undankeppni HM
laugardagur 30. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Lengjudeild karla
miðvikudagur 27. ágúst
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 25. ágúst
föstudagur 22. ágúst
Besta-deild kvenna
Mjólkurbikar úrslit
mánudagur 18. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
fimmtudagur 14. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
mánudagur 15. september
Frauen
Bayer W 3 - 2 Union Berlin W
Vináttuleikur
Japan U-17 4 - 0 Australia U-17
Serie A
Verona 0 - 0 Cremonese
Como 1 - 1 Genoa
La Liga
Espanyol 3 - 2 Mallorca
Damallsvenskan - Women
Norrkoping W 2 - 0 Djurgarden W
mið 18.sep 2024 12:00 Mynd: Kári
Magazine image

Lið ársins og bestu menn í 3. deild

Tímabilinu í 3. deild karla lauk um liðna helgi en það réðist á lokadegi hvaða lið færu upp. Kári frá Akranesi gerði sér lítið fyrir og sigraði deildina og í öðru sæti var Víðir Garði. Á meðan fara Elliði og Vængir Júpiters niður. Fótbolti.net fékk þjálfara deildarinnar til að velja úrvalslið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta liðið augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins ásamt efnilegasta leikmanninum.

Brynjar (hér til vinstri) var markakóngur deildarinnar.
Brynjar (hér til vinstri) var markakóngur deildarinnar.
Mynd/Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Þór Llorens Þórðarson átti mjög gott sumar með Kára.
Þór Llorens Þórðarson átti mjög gott sumar með Kára.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Júlíusson (til vinstri), einn af þjálfurum Kára, sem voru þjálfarar ársins.
Andri Júlíusson (til vinstri), einn af þjálfurum Kára, sem voru þjálfarar ársins.
Mynd/Kári
David Toro, leikmaður ársins.
David Toro, leikmaður ársins.
Mynd/Víðir
Rafael Máni Þrastarson, efnilegastur.
Rafael Máni Þrastarson, efnilegastur.
Mynd/Fjölnir
Darri Bergmann Gylfason (Augnablik)

Haraldur Smári Ingason (Víðir)
Cameron Briggs (Víðir)
Oskar Wasilewski (Kári)
Arnór Valur Ágústsson (Kári)

David Toro Jimenez (Víðir)
Sigurjón Logi Bergþórsson (Kári)
Daníel Gylfason (Árbær)

Brynjar Jónasson (ÍH)
Axel Freyr Ívarsson (Kári)
Þór Llorens Þórðarson (Kári)



Bekkur:
Bartosz Matoga (Árbær)
Nemanja Lekanic (Árbær)
Sigurður Karl Gunnarsson (Árbær)
Markús Máni Jónsson (Víðir)
Rafael Máni Þrastarson (Vængir Júpiters)
Alexander Aron Tómasson (Hvíti)
Tómas Týr Tómasson (Kári)

Aðrir sem fengu atkvæði í úrvalsliðið:
Markverðir: Kristján Hjörvar Sigurkarlsson (Kári), Joaquin Ketlun Sinigaglia (Víðir).
Varnarmenn:Jónþór Atli Ingólfsson (Augnablik), Gabríel Þór Stefánsson (Augnablik), Sveinn Svavar Hallgrímsson (Kári), Bessi Jóhannsson (Víðir), Tómas Örn Arnarson (Magni), Eysteinn Þorri Björgvinsson (Augnablik), Benjamín Mehic (Kári), Björgvin Freyr Larsson (Víðir), Ástþór Ingi Runólfsson (Árbær).
Miðjumenn: Daníel Smári Sigurðsson (Vængir Júpiters), Brynjar Óli Bjarnason (Augnablik), Mikael Hrafn Helgason (Kári), Máni Berg Ellertsson (Kári), Agnar Guðjónsson (Árbær), Paolo Gratton (Víðir), Steinar Hákonarson (Augnablik), Unnar Ari Hansson (KFK), Abdul Bangura (Sindri).
Sóknarmenn: Arnar Laufdal (Augnablik), Hektor Bergmann Garðarsson (Kári).




Þjálfari ársins: Andri Júlíusson, Alexander Aron Davorsson og Aron Ýmir Pétursson (Kári)
Þríeykið á Akranesi vann mjög vel saman og tókst að stýra Kára aftur upp í 2. deild. Alls komu 24 leikmenn við sögu í leikjum Kára í sumar, átján þeirra léku sex leiki eða meira. 14 af þeim eru fæddir 2005 eða síðar, eru því á 2. flokks aldri.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Ásgeir Frank Ásgeirsson (Hvíti riddarinn), Baldvin Már Borgarsson (Árbær), Óskar Bragason (Magni).

Leikmaður ársins: David Toro (Víðir)
Á endanum vann spænski leikmaðurinn þessa kosningu nokkuð þægilega. Hann kom frá Tindastóli fyrir leiktíðina en hann skoraði ellefu mörk í 21 leik með Víði Garði í 3. deildinni í sumar. Átti þá eitt besta mark sumarsins er hann skoraði af 70 metra færi gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Mjólkurbikarnum.
Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Brynjar Jónasson (ÍH), Oskar Wasilewski (Kári), Sigurjón Logi Bergþórsson (Kári), Paolo Gratton (Víðir), Þór Llorens Þórðarson (Kári).

Efnilegastur: Rafael Máni Þrastarson (Vængir Júpiters
Þrátt fyrir að Vængir hafi fallið, þá áttu þeir efnilegasta leikmann deildarinnar. Raðaði inn mörkum í 3. deildinni áður en hann var kallaður til baka í Fjölni í Lengjudeildinni. Þar skoraði hann tvö mörk og fór beint í alvöru hlutverk. Það var mikið högg fyrir Vængi að missa hann. Allir aðrir leikmennirnir sem fengu atvkæði í þessari kosningu komu úr toppliðinu, Kára.
Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Sveinn Svavar Hallgrímsson (Kári), Arnór Valur Ágústsson (Kári), Máni Berg Ellertsson (Kári), Tómas Týr Tómasson (Kári), Axel Freyr Ívarsson (Kári).

Eldri lið ársins í 3. deild
Lið ársins í 3. deild 2023
Lið ársins í 3. deild 2022
Lið ársins í 3. deild 2021
Lið ársins í 3. deild 2020
Athugasemdir