Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
laugardagur 10. maí
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
miðvikudagur 7. maí
Lengjudeild kvenna
mánudagur 14. apríl
Besta-deild karla
laugardagur 12. apríl
Mjólkurbikar karla
föstudagur 11. apríl
Meistarar meistaranna konur
þriðjudagur 8. apríl
Þjóðadeild kvenna
laugardagur 5. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 4. apríl
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 3. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
föstudagur 9. maí
WORLD: International Friendlies
Ukraine U-16 - Hungary U-16 - 07:00
Dominica 0 - 0 Barbados
mán 01.maí 2023 14:00 Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 7. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. Vestri, 135 stig
8. Þór, 98 stig
9. Njarðvík, 79 stig
10. Selfoss, 70 stig
11. Þróttur R., 58 stig
12. Ægir, 27 stig

7. Vestri
Davíð Smári mun sjá til þess að menn verða með hlutina á hreinu þegar mótið verður flautað á, Vestramenn munu mæta dýrvitlausir í hvern einasta leik enda kann Davíð svo sannarlega að mótivera lið og halda mönnum á tánum. Þeir munu spila af gríðarlegum krafti og láta vel í sér heyra, það verður mjög erfitt að spila gegn Vestra í sumar og þá sérstaklega á Ísafirði.



Þjálfarinn: Davíð Smári Lamude hefur gert eftirtektarverða hluti síðustu ár með Kórdrengi en söðlaði um síðasta haust og samdi við Vestra. Hann leggur mikið upp úr öflugum varnarleik, mikilli baráttu, föstum leikatriðum og vel útfærðum skyndisóknum.


Davíð Smári

Styrkleikar: Heimavöllurinn; það er alltaf erfitt að fara til Ísafjarðar. Liðið er hrikalega vel skipulagt og leggur mikið upp úr sterkum varnarleik og kraftmiklum skyndisóknum. Davíð Smári hefur sannað ágæti sitt í þessari deild og hann þurfti ekki langan tíma til að koma handbragði sínu á Vestraliðið. Það sem einkennir liðið er kraftur, vinnusemi og stanslaus barátta.


Nicolaj Madsen verður ekki með í sumar

Veikleikar: Miklar breytingar á liðinu milli ára er aldrei frábært, sama hvaða lið það á við. Liðið þarf talsvert lengri tíma til að spila sig saman en önnur lið vegna aðstöðuleysis og getur það komið í bakið á þeim. Auk þess missir Vestri Nicolaj Madsen óvænt í vetur en hann var einn besti leikmaður deildarinnar og það fyllir enginn það skarð svo auðveldlega.

Lykilmenn: Nacho Gil, frábær miðjumaður sem tengir vörn og sókn liðsins, ótrúlega gæðamikill leikmaður. Benedikt Waren, gríðarlega góður miðjumaður og sóknarleikur liðsins fer mikið í gegnum hann. Mikkel Jakobsen, er að spila í sóknarlínunni og sýndi gæðin sem hann býr yfir á köflum með Leikni í fyrra, með góða tækni og frábæran hægri fót.


Mikil gæði í Nacho

Fylgist með: Rafael markvörður, risastór, frábær 'shot stopper' og öflugur í teignum, áhugaverður spilari.



Komnir
Benedikt Warén frá Breiðabliki (var á láni hjá ÍA)
Elvar Baldvinsson frá Þór
Fatai Gbadamosi frá Kórdrengjum
Grímur Andri Magnússon frá Reyni S.
Gustav Kjeldsen frá Færeyjum
Ibrahima Balde frá Spáni
Loic Ondo frá Kórdrengjum
Mikkel Jakobsen frá Leikni
Morten Ohlsen Hansen frá Kórdrengjum
Rafael Broetto frá Litháen


Benó kom í vetur

Farnir
Chechu Meneses til Andorra
Christian Jiménez til Spánar
Daníel Agnar Ásgeirsson í Hörð á láni
Friðrik Þórir Hjaltason í KFK
Martin Montipo í Grindavík
Nicolaj Madsen
Pétur Bjarnason í Fylki
Rodrigo Santos Moitas
Toby King

Líklegt byrjunarlið


Fyrstu þrír leikir Vestra:
6. maí, Þór - Vestri (Þórsvöllur)
13. maí, Vestri - ÍA (Olísvöllurinn)
21. maí, Grótta - Vestri (Vivaldivöllurinn)
Athugasemdir
banner