Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
banner
miðvikudagur 8. maí
Besta-deild kvenna
þriðjudagur 7. maí
Lengjudeild kvenna
mánudagur 6. maí
Besta-deild karla
Lengjudeild kvenna
laugardagur 4. maí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
miðvikudagur 1. maí
Lengjudeild karla
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 16. nóvember
þriðjudagur 7. maí
Undanúrslit Meistaradeildar
PSG - Dortmund - 19:00
fös 07.apr 2023 13:30 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Magazine image

Lenti í miklu mótlæti og hugsaði um að hætta - „Niðurbrotinn lítill strákur"

Adam Ægir Pálsson gekk í raðir Vals fyrr í vetur en leið hans á Hlíðarenda hefur verið ansi löng og ströng. Það má segja að ferill Adams hafi byrjað á Spáni þar sem hann fékk að kynnast akademíuumhverfi. Svo kom hann aftur heim til Íslands og byrjaði yngri flokka ferill hans mjög vel, en í kjölfarið lá leiðin niður á við. Á undanförnum árum hefur sagan hins vegar breyst úr sorgarsögu í eitthvað mun, mun betra. Í fyrra var hann stoðsendingakóngur Bestu deildarinnar.

Adam gekk í raðir Vals í vetur.
Adam gekk í raðir Vals í vetur.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Villarreal tímanum.
Frá Villarreal tímanum.
Mynd/Úr einkasafni
Ungur að árum í Elche.
Ungur að árum í Elche.
Mynd/Úr einkasafni
Í yngri flokkum Breiðabliks.
Í yngri flokkum Breiðabliks.
Mynd/Aðsend
Arnar Bill Gunnarsson.
Arnar Bill Gunnarsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var í yngri flokkunum hjá FH, Breiðabliki, Víkingi og Keflavík.
Var í yngri flokkunum hjá FH, Breiðabliki, Víkingi og Keflavík.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég ákvað að kýla á þetta og fara til Keflavíkur, láta mér líða vel og ná ferlinum aftur í gang'
'Ég ákvað að kýla á þetta og fara til Keflavíkur, láta mér líða vel og ná ferlinum aftur í gang'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnar marki með Keflavík.
Fagnar marki með Keflavík.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam fór á láni í Selfoss og Víði sumarið 2018, en það gekk ekki vel.
Adam fór á láni í Selfoss og Víði sumarið 2018, en það gekk ekki vel.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég mætti í joggingallanum. Svo fór maður að hugsa til baka hvaða skilaboð það væru, skiptir ekki máli að standa sig á vellinum? Hvaða máli skiptir það í hvaða buxum ég mæti í?'
'Ég mætti í joggingallanum. Svo fór maður að hugsa til baka hvaða skilaboð það væru, skiptir ekki máli að standa sig á vellinum? Hvaða máli skiptir það í hvaða buxum ég mæti í?'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn Húni Hauksson.
Eysteinn Húni Hauksson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er ævinlega þakklátur fyrir Sigga Ragga. Hann hjálpaði mér í að bæta sjálfstraustið og mér leið vel hjá honum. Þá spilaði ég vel í leiðinni'
'Ég er ævinlega þakklátur fyrir Sigga Ragga. Hann hjálpaði mér í að bæta sjálfstraustið og mér leið vel hjá honum. Þá spilaði ég vel í leiðinni'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen.
Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Víkingi sumarið 2021.
Í leik með Víkingi sumarið 2021.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bikarmeistari.
Bikarmeistari.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stoðsendingakóngur Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð.
Stoðsendingakóngur Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð.
Mynd/ÍTF
'Markmiðið mitt er alltaf að vinna titla með Val og ná að komast út í atvinnumennsku'
'Markmiðið mitt er alltaf að vinna titla með Val og ná að komast út í atvinnumennsku'
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
'Ég er búinn að leggja mikið á mig og ég ætla ekki að hætta núna. Þetta hefur verið löng leið og ég er búinn að læra ótrúlega mikið'
'Ég er búinn að leggja mikið á mig og ég ætla ekki að hætta núna. Þetta hefur verið löng leið og ég er búinn að læra ótrúlega mikið'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam með foreldrum sínum.
Adam með foreldrum sínum.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta hefur jafnvel verið betra en ég bjóst við. Það er allt búið að standast væntingar; þjálfarateymið, liðsfélagarnir og æfingarnar. Þú ert með allt sem þú vilt sem fótboltamaður. Maður er búinn að aðlagast hópnum fljótt og það er mjög gott," segir Adam Ægir í samtali við Fótbolta.net um fyrstu vikurnar í Val en hann gekk í raðir félagsins frá Víkingi fyrir nokkrum mánuðum síðan.

„Maður gengur inn í húsið og finnur hvernig orkan er. Þetta er klárlega eitt stærsta félag landsins."

Var í akademíum Villarreal og Elche
Adam ólst að miklu leyti upp á Spáni en þegar hann var sjö ára gamall fluttist fjölskylda hans búferlum til Torrevieja sem er stutt frá Alíkante. Á meðan hann bjó á Spáni þá var Adam í akademíum Villarreal og Elche, sem eru nokkuð stór félög á Spáni.

„Ég bjó á Spáni í sjö ár. Þar var ég hjá Elche og Villarreal. Það var mikill skóli, að vera í akademíu á Spáni," segir Adam.

„Ég fór út með fjölskyldunni og við ætluðum upprunalega bara að flytja í eitt ár. Svo enduðum við á að vera lengur. Það gekk vel í fótboltanum. Ég var sjö ára þegar við fluttum fyrst út og 14 ára þegar ég kom svo heim. Ég var fyrst í Villarreal og svo í Elche. Ég spilaði vel með hverfisliðinu mínu og þannig var tekið eftir mér. Öll þessi stóru félög eru með svona 50 njósnara í vinnu sem mæta á leiki sem eru í nágrenninu."

Um tíma - þegar hann var í akademíu Villarreal - þá var Adam á heimavist með öðrum strákum á sínum aldri.

„Það er ekki fyrir alla að vera tólf ára og flytja frá fjölskyldu sinni. Það er mjög létt að segja það í dag: 'Af hverju hélstu ekki áfram í Villarreal?' Þegar þú ert tólf ára sérðu kannski ekki öll tækifærin í þessu, þú ert bara ungur peyi og ert ekki mikið að pæla í framtíðinni. Ég var á heimavist í Villarreal en það var bara stutt. Ég gat ekki meira, það var helvíti erfitt. Ég var tíu eða ellefu ára og það var mjög erfitt að vera frá fjölskyldunni."

„Ég kem heim þegar ég er 14 ára. Þá var ég hættur að geta talað góða íslensku og þekkti afa og ömmu ekki almennilega. Það var frekar skrítið að aðlagast eftir að ég kom aftur heim til Íslands."

Mikið flakk
Þegar Adam, sem er núna 24 ára gamall, kom heim þá fór hann í FH í Hafnarfirði og byrjaði mjög vel þar. Hann byrjaði á að skora 18 mörk í níu leikjum með A-liði 4. flokks. Hann segir að það hafi verið erfitt að aðlagast öðruvísi æfingakúltur á Íslandi eftir að hafa verið á Spáni þar sem yngri flokka þjálfun er öflugri hjá félögum eins og Elche og Villarreal.

„Þjálfarinn vildi ekki hafa mig þar og ekki í liðinu."

Yngri flokka ferill Adams einkenndist af miklu flakki en hann átti erfitt með að festa rætur á einhverjum einum stað. Hann stoppaði stutt í FH eftir að hafa lent upp á kant við þjálfara.

„Ég var nýbúinn að skora 18 mörk í níu leikjum í A-deild í 4. flokki. Þá myndi ég halda að ég væri hæfur til að vera í afrekshópi FH. Þjálfarinn vildi ekki hafa mig þar og ekki í liðinu. Hann sagði að mamma og pabbi væru metnaðarlaus gagnvart skóla því þau vildu leyfa mér að æfa aukalega. Ég viðurkenni að ég sleppti stundum að mæta í tíma í skólanum til þess að æfa aukalega. Ég fékk að fara á æfingu og fékk í staðinn fjarvistir. Þjálfarinn var ekki ánægður með það og sagði að foreldrar mínir væru metnaðarlausir gagnvart skóla en þau hafa mikla trú á mér sem fótboltamanni og leyfðu mér að gera það sem ég vildi með fótboltann," segir Adam.

„Mér fannst illa komið fram við mig hjá FH og fór því í Breiðablik þar sem Arnar Bill (Gunnarsson) var að þjálfa. Hann er geggjaður þjálfari og ég væri til í að sjá hann aftur á fótboltavellinum. Ég var ekki alveg að fíla mig í FH og ákvað að fara. Mér fannst best að fara í Breiðablik þar sem maður var búinn að heyra sögur um Gylfa Sig sem fór í Blika út af betri æfingum. Arnar Bill var frábær þjálfari og mér leist mjög vel á hann. Þegar ég var búinn að vera í tvo mánuði í Blikum hættir Arnar og fer í KSÍ."

Hausinn var kannski ekki alltaf á réttum stað í yngri flokkunum, hann var oft kominn lengra.

„Ég átti ágætis tíma í 3. flokki. Ég fer á reynslu erlendis, til Brighton og Hammarby. Ég var sáttur með skrefið í Breiðablik en ég varð óþolinmóður og fór fram úr mér. Ég var frekar seinþroska fyrir 2. flokk og var ekki alveg tilbúinn í A-liðið, var frekar aumur og ekki nægilega sterkur, en ég hélt að ég gæti sigrað heiminn á tveimur mánuðum. Ég vildi fara og æfa eitthvað með meistaraflokki. Ég var ekki að fá að gera það í Breiðabliki."

„Ég heyrði í Víkingum og þeir sögðu við mig að ég gæti fengið tvær æfingar í viku með meistaraflokki. Ég hugsaði að ég væri ánægður með það. Svo endaði það þannig að ég fór í Víking og fékk tvær æfingar yfir með meistaraflokki allt sumarið. Það var ekki staðið við það sem mér var lofað en það er bara eins og það er. Svona gerist í fótbolta. Maður hefur lent í allskonar mótlæti."

„Þetta var skrautlegur yngri flokka ferill og það var akkilesarhæll fyrir mig. Margir hafa pælt í því hvort ég sé eitthvað mjög erfiður en ég held að það sé ágætis saga á bak við þetta. Það eru töluvert fleiri sögur sem ég gæti sagt en þær eru ekkert að fara í loftið," segir Adam.

Ungur strákur með lítið hjarta á ekki að lenda í svona
Adam var og er með mikla drauma um að verða atvinnumaður í fótbolta. Hann stefndi á það frá unga aldri og það var erfitt þegar illa gekk í yngri flokkum. Það gekk ekki mikið upp og segist hann hafa lent í miklu mótlæti, en það tók líka á andlega.

„Þetta er nánast manndrepandi, ógeðslega leiðinlegt."

„Ég kem í 2. flokkinn hjá Víkingi... það byrjar ágætlega en svo fór að halla undan fæti. Ef maður lítur til baka þá gerist það tvisvar í 2. flokki - þar sem ég er að borga æfingagjöld - að ég er settur inn á og tekinn aftur út af. Að mínu viti á ungur strákur með lítið hjarta ekki að lenda í svona, sérstaklega ekki tvisvar á einu tímabili. Ég var mjög lítill í mér á þessum tíma. Þegar þú ert að borga æfingagjöld og ert tekinn tvisvar út af eftir að hafa komið inn á, það er mesta óvirðing í fótbolta nánast," segir Adam.

„Þjálfarinn segir einu sinni við mig að hann taki mig út af ef ég sný aftur inn í mann. Hann var nýbúinn að setja mig inn á. Ég var ógeðslega stressaður og ætlaði alls ekki að snúa aftur inn í mann. Svo tapa ég boltanum einu sinni og það næsta sem ég veit er að þjálfarinn er búinn að taka mig út af. Ég var 16 eða 17 ára á þessum tíma. Þetta er nánast manndrepandi, ógeðslega leiðinlegt."

„Það var helvíti mikið mótlæti og erfitt, en svo seinna kom góði parturinn. Eftir það tímabil í Víkingi þá ákvað ég að fara eitthvert þar sem mér leið vel og til þjálfara sem ég treysti. Ég var niðurbrotinn lítill strákur og langaði að hitta mann sem ég gæti talað við og myndi vera góður við mig. Það var Unnar Stefán Sigurðarson sem þjálfaði hjá Keflavík þá. Hann þjálfaði mig í FH þegar það gekk vel."

„Ég ákvað að kýla á þetta og fara til Keflavíkur, láta mér líða vel og ná ferlinum aftur í gang. Þarna var ég nær því að hætta í fótbolta en ekki. Ég mætti oft hágrátandi heim til mín á þessum tíma. Ég var að hugsa um að hætta þrátt fyrir að hafa lagt skóla, vinnu og allt til hliðar til þess að setja fókus á drauminn minn. Ég er með litla sem enga menntun, varla búinn að vinna öll þessi ár því ég er með svo mikinn draum um að ná langt."

„Ég fer í Keflavík og er þar í 2. flokki. Það gengur mjög vel og skoraði ég tíu mörk yfir sumarið fyrir 2. flokkinn sem var með ágætis lið í þeim flokki. Ég skoraði þrennu á móti Aftureldingu fyrir framan meistaraflokksþjálfarann á þeim tíma og var alltaf að bíða eftir kallinu. Ég var að nálgast það fannst mér, ég var að spila mjög vel."

Adam beið eftir kallinu upp í meistaraflokk Keflavíkur. Þjálfari Keflavíkur á þeim tíma sá ekki fyrir sér að nota Adam og því fór hann á láni.

„Hann fílaði mig og gaf mér ekki séns. Stjórnin á þeim tíma stóðu gegn þjálfaranum og vildu gefa mér samning þrátt fyrir að þjálfarinn vildi ekkert með mig hafa. Þeir gáfu mér samning og sögðu mér að fara á láni. Ég vildi ekkert meira en samning því ég var búinn að fá neitun aftur og aftur. Ég vildi fá einhvers konar viðurkenningu og þessi samningur var það."

Mátti ekki mæta í gulum buxum á æfingu
Adam æfði í kjölfarið á láni með Haukum en fékk ekki samning þar þrátt fyrir að hafa farið með félaginu í æfingaferð. Hann fékk skilaboð um að hann væri ekki líkamlega nægilega sterkur og ekki nægilega öflugur fyrir næst efstu deild. Hann fékk hins vegar lánssamning hjá Selfossi.

„Þar fer ég á eina æfingu og næ að fá lánssamning. Ég var til í það, en það gekk mjög illa. Ég fékk ekki mikið að spila eða tækifæri til að sýna hvað ég gæti. Ég fékk ekki að byrja neinn leik. Ég fékk skilaboð um það að ég væri ekki að byrja út af því að á Selfossi mætum við ekki í gulum buxum á æfingu. Á þeim tíma var ég lítill í mér og ungur, og ég mætti ekki aftur í gulum buxum," segir Adam.

„Ég mætti í joggingallanum. Svo fór maður að hugsa til baka hvaða skilaboð það væru, skiptir ekki máli að standa sig á vellinum? Hvaða máli skiptir það í hvaða buxum ég mæti í? Af hverju má ekki vera ég? Ég reyni eins mikið og ég get að hlusta á þjálfarann minn og mun aldrei vanvirða hann. En ef ég fæ ekki að vera ég sjálfur þá er erfitt að ná því besta úr mér."

Áfram gekk lítið upp, það gekk erfiðlega og það var erfitt.

„Á þeim tíma get ég ekki farið aftur til Keflavíkur því þjálfarinn er þar enn. Víðir Garði og Keflavík eru í góðu sambandi og ég fer á lán þangað. Þar gekk ekki heldur frábærlega. Ég fékk lítið að spila og var mjög lítill í mér. Ég var alls ekki ég sjálfur. Ég hugsaði að ég væri búinn að leggja á mig þessa vinnu og ekki fyrir neitt. Það gekk mjög illa, mér leið mjög illa og ég var ekki sáttur. Ég var nær þunglyndi en ekki og mér leið mjög illa. Ég var að hugsa um að hætta. Ég var búinn að leggja mikið á mig og samt gekk ekkert."

Ég er ævinlega þakklátur fyrir Sigga Ragga
Adam sneri aftur svo í Keflavík eftir tvær svo mjög erfiðar lánsdvalir. Þá var kominn nýr þjálfari hjá félaginu, Eysteinn Húni Hauksson.

„Ég og Siggi Raggi eigum frábært samband, hann er nánast eins og pabbi minn."

„Ég ætlaði að gera allt sem ég gæti til að festa mig í sessi í Keflavík. Eysteinn Húni tók við og hann hefur sagt það við mig að ég sé gott dæmi um að dæma ekki bók eftir kápunni. Eysteinn gaf mér tækifæri til að æfa. Ég kom honum á óvart. Ég heyrði sögu um Kolbein Sigþórs þegar hann var hjá AZ Alkmaar. Það voru fjórir senterar á undan honum. Louis van Gaal var þjálfari á þeim tíma hjá AZ. Hann segir við Kolbein að hann megi fara, finna sér nýtt lið. Kolbeinn tekur ákvörðun um að mæta á hverja einustu æfingu, vera 100 prósent, taka í höndina á þjálfaranum, vera mættur fyrstur og vera alltaf klár. Innan sex mánaða var hann seldur til stærsta félagsins í Hollandi, Ajax. Ég tók þessa sögu til mín og ákvað að gera það sama. Ég mætti alltaf fyrstur og tók í höndina á Eysteini. Ég ætlaði að sýna hvað ég gæti og það gekk mjög vel. Ég náði að festa mig í sessi."

Sigurður Ragnar Eyjólfsson kemur svo í kjölfarið inn í þjálfarateymið hjá Keflavík. Við það má segja að pendúllinn sveiflist á ferli Adams.

„Eftir þann tíma kemur Siggi Raggi inn í þjálfarateymið hjá Keflavík. Ég var búinn að hitta hann á þeim tíma þar sem mér leið sem verst. Pabbi var að selja húsið hans Sigga eða þeir voru í einhverju sambandi. Pabbi bauð mér að hitta hann því hann er líka lærður sálfræðingur. Ég fór og hitti hann, og við ræddum málin. Hann hjálpaði mér mjög mikið með því að líta inn á við í staðinn fyrir að horfa á einhverja aðra."

„Ári seinna tekur hann við Keflavík. Ég fann það á fyrstu æfingunum að hann hafði mikla trú á mér. Hann lagði mikið traust á mig og var ég mjög þakklátur fyrir það. Ég steig stór skref við það. Ég og Siggi Raggi eigum frábært samband, hann er nánast eins og pabbi minn. Það endaði þannig að ég skoraði fjögur og lagði upp fjögur áður en ég er seldur í Víking. Ég er ævinlega þakklátur fyrir Sigga Ragga. Hann hjálpaði mér í að bæta sjálfstraustið og mér leið vel hjá honum. Þá spilaði ég vel í leiðinni."

Er ekki að banna mér að mæta í gulum buxum
Adam fer í Víking og er mest þar í hlutverki varamanns sem er að koma inn af bekknum. Hann var hluti af liðinu sem vann tvöfalt árið 2021. „Ég er gríðarlega þakklátur fyrir þann tíma þótt ég hafi ekki spilað mikið. Ég lærði mikið af Kára og Sölva, og Arnari (Gunnlaugssyni) líka. Flestallir mínir bestu vinir eru í Víking og ég átti gríðarlega góðan tíma þar," segir Adam.

„Árið 2021, það var gríðarlega gaman þó ég hafi ekki verið í stóru hlutverki inn á vellinum. Það er búið að gera nóg af gríni um að ég hafi fagnað mest þó ég hafi verið lítið inn á vellinum. Það verður líka að hafa gaman að þessu. Ég myndi segja að ég hafi verið tólfti maðurinn, mikilvægur inn í klefa."

„Eftir 2021 tímabilið var ég ekki að spila nægilega mikið. Ég festi mig ekki í sessi. Ég reyndi allt sem ég gat til að brjótast inn í liðið því ég vildi ekkert meira í lífinu. Ég æfði ógeðslega mikið aukalega og reyndi allt. Því miður gekk það ekki upp að komast í liðið en sem betur fer á sama tíma því ég fékk að fara á láni til Keflavíkur. Siggi Raggi var búinn að reyna að sannfæra mig helvíti lengi um að koma. Á endanum, tveimur dögum fyrir mót, sagði ég við hann að ég myndi koma."

Adam var frábær í skemmtilegu liði Keflavíkur og í fyrra og endaði sem stoðsendingakóngur Bestu deildarinnar. Hann sprakk út. „Ég hefði örugglega getað betur ef ég hefði farið fyrr. Ég kem tveimur dögum fyrir tímabil og byrja illa fannst mér. Það gekk ekki nógu vel. Svo var ég dottinn aðeins í gang og liðið spilaði sig betur saman. Þá gekk þetta eins og í sögu."

„Þetta er það sem traust þjálfarans getur gefið manni. Fyrstu sjö leikina var ég ekkert spes og átti mjög lélega leiki en samt hafði Siggi Raggi mikla trú á mér. Ég veit að það voru einhverjir sem vildu mig út úr liðinu en hann sagði að það kæmi ekki til greina. Traustið skilaði sér. Ég er ógeðslega þakklátur fyrir hann, ég get ekki lýst því hversu þakklátur ég er fyrir hann. Það nær engri átt."

Í vetur gengur Adam svo í raðir Vals. Hann ætlaði sér að komast inn í liðið hjá Víkingi en það gekk ekki.

„Mér fannst ég nógu góður til þess. Það var planið að gera það. En svo langaði mig alltaf út líka. Ég var alltaf að bíða eftir símtalinu. Fyrir jól voru símtöl um að félög vildu fá mig en svo gerðist ekki neitt. Maður var orðinn óþolinmóður en ég hugsaði líka um að berjast um að komast inn í Víkingsliðið, blómstra þar. Svo bauð Valur í mig og það tilboð var samþykkt. Ég ákvað að taka fund með Arnari og fann það strax eftir fundinn að þetta væri rétta skrefið. Þetta var svipað og þegar ég talaði við Sigga Ragga fyrir seinasta tímabil."

„Ég var smá pirraður út í Víking fyrir að hafa samþykkt tilboð án þess að tala við mig. Ég var smá pirraður og ákvað að taka þennan fund. Eftir fundinn fann ég að hann hefði trú á mér og væri búinn að fylgjast með mér lengi. Það er gott sem leikmaður að finna það að þjálfari hafi trú á þér. Ég er litríkur karakter og Arnar (Grétarsson) leyfir mér að vera það. Hann er alltaf klár að ýta mér áfram en leyfir mér líka að vera ég. Hann er fyndinn kallinn en er ekki að banna mér að mæta í gulum buxum. Það er bara partur af því hver ég er. Andlega hliðin skiptir máli. Við erum með íþróttasálfræðing sem heitir Thomas Danielsen og er frábær. Ég er búinn að vera mikið hjá honum og hann hefur hjálpað mér gríðarlega mikið."

„Eftir á að hyggja var þetta ekki erfið ákvörðun. Ég vildi ekki fara frá Víkingi, ég sá fyrir mér að vera í byrjunarliðinu þar. En eftir á er ég fáránlega sáttur við þessa ákvörðun, gæti ekki verið sáttari."

Það eru allir mismunandi
Adam er, eins og hann segir, litríkur karakter og kannski ekki allra en hann segir það mikilvægt að hann fái að vera hann sjálfur.

„Auðvitað er maður fyrst og fremst að reyna að vera góður fótboltamaður og ná langt."

„Ég þarf að vera ég sjálfur. Það eru allir mismunandi. Það eru allir á sömu blaðsíðu, að ná langt. Við erum með okkar gildi en þú ert alltaf með mismunandi manneskjur. Ég og Sigurður Egill erum til dæmis ekkert eins - það verður að tríta okkur öðruvísi. Maður er líka stundum smá athyglissjúkur og það er bara fínt," segir Adam léttur.

Hann virðist vera að smella vel inn í hópinn en hann birti skemmtilegt myndband á samfélagsmiðlinum TikTok í gær. Það má sjá hér að neðst í fréttinni en þar má sjá eldri leikmenn Vals klæða sig upp í æfingaferð liðsins.

„Var þetta ekki gott myndband? Ég reyni mitt besta til að krydda þetta aðeins. Auðvitað er maður fyrst og fremst að reyna að vera góður fótboltamaður og ná langt. Markmiðið mitt er alltaf að vinna titla með Val og ná að komast út í atvinnumennsku. Þeir voru alveg tilbúnir í þetta, maður verður bara að bulla í þessum gömlu strákum. Þá eru þeir til í allt."

„Æfingaferðin var geðveik, ein sú skemmtilegasta sem ég hef farið í. Við náðum að tengjast vel saman, liðið. Ég get sagt það frá eigin reynslu að svona ferðir eru oft munurinn á að vinna titil og ekki. Árið 2021 fórum við í Víkingi til Akureyrar yfir helgi og það var ein skemmtilegasta helgi sem ég hef upplifað. Þetta er gríðarlega mikilvægt."

Ég er óendanlega þakklátur fyrir þau
„Mitt lokamarkmið er að komast út í atvinnumennsku. Ég er samt ekki að fara fram úr mér, ég hef gert það áður og það er ekki gott," segir Adam.

„Ég er í núinu og reyni að spila vel fyrir Val, þá kemur þetta til mín. Þá vonandi kemur þetta. Ég er búinn að leggja mikið á mig og ég ætla ekki að hætta núna. Þetta hefur verið löng leið og ég er búinn að læra ótrúlega mikið. Ég myndi segja að ég væri reynslumikill leikmaður þrátt fyrir ungan aldur."

Fyrr í samtalinu minntist Adam á foreldra sína, að þau hafi keyrt hann langa leið á hverjum degi þegar hann var að æfa á Spáni. Hann var spurður út í þau að lokum.

„Ég get ekki lýst hvað ég er þakklátur fyrir þau. Pabbi hefur ekki sleppt fótboltaleik hjá mér síðan ég var sjö ára. Mamma er ótrúlega dugleg að hjálpa mér í öllu, hvað sem það er. Ég var sjö ára og þau skutluðu mér í einn og hálfan tíma á æfingu á hverjum degi. Ég og pabbi tölum saman um fótbolta í svona einn og hálfan tíma á dag. Þegar mér gengur illa í fótboltanum þá er ég oft vakandi lengi að tala við pabba um lítil smáatriði í fótboltanum. Hann er alltaf til í að vaka með mér og ræða málin þó hann sé að fara í vinnuna um morguninn. Hann reynir að leiðbeina mér og það kemur ekkert í staðinn fyrir þetta. Ég er ótrúlega þakklátur," segir Adam.

„Ég hef lagt vinnu og skóla til hliðar fyrir fótboltann, en þau hafa alltaf staðið við bakið á mér á meðan ég elti mína drauma. Ég er óendanlega þakklátur fyrir þau. Ég man svo vel eftir augnablikinu þegar við unnum titilinn með Víkingi og ég sá þau í stúkunni. Það var gríðarlega sætt," sagði þessi skemmtilegi leikmaður að lokum.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 2. sæti: Valur
Hin hliðin - Hlynur Freyr Karlsson (Valur)

@adampalsson Breyta þessum pöbbum i PRETTYBOITJOKKOS #prettyboitjokko #fyp ? prettyboitjokko - PATRi!K

Athugasemdir
banner
banner
banner