Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
banner
banner
föstudagur 19. júlí
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 18. júlí
Lengjudeild karla
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
þriðjudagur 16. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 15. júlí
Besta-deild karla
sunnudagur 14. júlí
Úrslitaleikur EM
Besta-deild karla
föstudagur 12. júlí
Undankeppni EM kvenna
þriðjudagur 9. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 8. júlí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
mánudagur 1. júlí
Lengjudeild kvenna
laugardagur 29. júní
Mjólkurbikar kvenna
mánudagur 24. júní
2. deild karla
miðvikudagur 19. júní
Besta-deild karla
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 17. júlí
Meistaradeild Evrópu
Struga (North Macedonia) 1 - 2 Slovan (Slovakia)
Differdange (Luxembourg) 0 - 0 KI Klaksvik (Faroe Islands)
Dinamo Batumi (Georgia) 1 - 0 Ludogorets
Petrocub (Moldova) 1 - 0 Ordabasy (Kazakhstan)
Egnatia R (Albania) 1 - 1 Borac BL (Bosnia and Herzegovina)
Larne FC (Northern Ireland) 0 - 4 Rigas FS (Latvia)
EUROPA CONFERENCE LEAGUE: First qualifying round
B36 Torshavn 0 - 1 Auda
Crusaders FC 3 - 1 Caernarfon
Vináttulandsleikur
France U-23 1 - 1 Japan U-23
mið 12.jún 2024 13:10 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir E-riðil á EM: Grátlegt fyrir Íslendinga

Evrópumótið í fótbolta hefst á föstudaginn og er spennan heldur betur að magnast fyrir mótinu. Við höldum áfram að hita upp fyrir riðlakeppnina með því að birta upphitunarfréttir um hvern riðil. Núna er komið að E-riðlinum en liðin í þeim riðli eru:

Belgía
Slóvakía
Rúmenía
Úkraína

Þetta er eiginlega alveg grátlegt fyrir okkur Íslendinga því við hefðum verið í þessum riðli ef við hefðum náð að halda út gegn Úkraínu í umspilinu. Möguleikarnir á að komast upp úr þessum riðli hefðu bara verið nokkuð góðir.

Belgar hafa ekki komist í einn úrslitaleik með gullkynslóðina sína. Það er svekkjandi fyrir þá.
Belgar hafa ekki komist í einn úrslitaleik með gullkynslóðina sína. Það er svekkjandi fyrir þá.
Mynd/EPA
Domenico Tedesco, landsliðsþjálfari Belgíu.
Domenico Tedesco, landsliðsþjálfari Belgíu.
Mynd/Leipzig
De Bruyne verður mikilvægur.
De Bruyne verður mikilvægur.
Mynd/Manchester City
Lukaku elskar að skora fyrir Belgíu.
Lukaku elskar að skora fyrir Belgíu.
Mynd/EPA
Arthur Vermeeren er mjög efnilegur.
Arthur Vermeeren er mjög efnilegur.
Mynd/EPA
Úr leik Íslands og Úkraínu í umspilinu.
Úr leik Íslands og Úkraínu í umspilinu.
Mynd/Mummi Lú
Serhiy Rebrov.
Serhiy Rebrov.
Mynd/Getty Images
Artem Dovbyk, markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar.
Artem Dovbyk, markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar.
Mynd/EPA
Mykhailo Mudryk er eldsnöggur.
Mykhailo Mudryk er eldsnöggur.
Mynd/Getty Images
Oleksandr Zinchenko, leikmaður Arsenal.
Oleksandr Zinchenko, leikmaður Arsenal.
Mynd/Getty Images
Slóvakar fagna marki.
Slóvakar fagna marki.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Francesco Calzona, landsliðsþjálfari Slóvakíu.
Francesco Calzona, landsliðsþjálfari Slóvakíu.
Mynd/Getty Images
Milan Skriniar í leik á Laugardalsvelli.
Milan Skriniar í leik á Laugardalsvelli.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Slóvakar eru að fara inn á sitt þriðja Evrópumót í röð.
Slóvakar eru að fara inn á sitt þriðja Evrópumót í röð.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúmenía gerði vel í því að komast inn á EM.
Rúmenía gerði vel í því að komast inn á EM.
Mynd/EPA
Nicolae Stanciu er stjarnan í liði Rúmeníu.
Nicolae Stanciu er stjarnan í liði Rúmeníu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ianis Hagi er ekki eins góður og pabbi sinn.
Ianis Hagi er ekki eins góður og pabbi sinn.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Radu Dragusin er öflugur varnarmaður.
Radu Dragusin er öflugur varnarmaður.
Mynd/Getty Images
Svona verða búningar Belgíu á EM.
Svona verða búningar Belgíu á EM.
Mynd/EPA
1. Belgía
Staða á heimslistanum: 3
Á síðustu mótum hefur Belgía verið á meðal sigurstranglegustu liða en þannig er það ekki núna. Það hefur fækkað úr gullkynslóðinni en margir þeirra leikmanna hafa hætt eða eru ekki lengur í landsliðinu. Það eru þó enn nokkur kunnuleg andlit í þessu liði sem fólk þekkir vel. Thibaut Courtois, einn besti markvörður í heimi, er þó ekki með út af ósætti við þjálfarann. Væntingarnar eru minni en fyrir síðustu stórmót og kannski verður það til þess að loksins fari Belgía alla leið. Það er eiginlega ótrúlegt að Belgar hafi ekki farið í einn úrslitaleik með þann leikmannahóp sem þeir hafa verið með síðustu árin.

Þjálfarinn: Domenico Tedesco
Er bara 38 ára og verður næst yngsti þjálfarinn á Evrópumótinu á eftir Julian Nagelsmann, landsliðsþjálfara Þýskalands, sem er 38 ára. Tedesco er ítalskur Þjóðverji en hann og Nagelsmann þekkjast vel þar sem þeir eru gamlir skólafélagar. Tedesco er beinskeyttur og vill spila góðan fótbolta. Hann er þrjóskur en það er spurning hvort það muni koma í bakið á honum með Courtois. Tedesco, sem stýrði áður Schalke, Spartak Moskvu og RB Leipzig, hefur ekki enn tapað leik sem landsliðsþjálfari Belgíu frá því hann tók við liðinu í fyrra.

Lykilmaður: Kevin de Bruyne
Árangur Belga mun mæða mikið á þessum magnaða miðjumanni. Hann var nokkuð mikið meiddur á nýliðnu tímabili hjá Manchester City en hann kom svo til baka og hjálpaði liðinu að landa Englandsmeistaratitlinum. Á síðustu stórmótum hefur hann farið í taugarnar á liðsfélögum sínum þar sem hann hefur sett svo miklar kröfur á þær. Belgar munu vonast til þess að De Bruyne verði besta útgáfan af sjálfum sér innan sem utan vallar á mótinu í sumar. Á sínum degi er De Bruyne besti fótboltamaður í heimi. Romelu Lukaku er líka algjör lykilmaður í þessu liði en sá elskar að skora í belgíska landsliðsbúningnum.

Fylgist með: Arthur Vermeeren
Ef að Diego Simeone kaupir þig sem varnarsinnaðann miðjumann þá hlýtur að vera eitthvað í þig spunnið. Vermeeren var keyptur núna í janúar til Atletico Madrid frá Antwerpen í Belgíu, en hann var mjög nálægt því að ganga í raðir Barcelona og var ritað um að þetta væri mögulegur arftaki Sergio Busquets þar. Spurning hvaða tækifæri hann fær með belgíska liðinu í sumar en þið munið sjá meira af þessum strák í framtíðinni, það er nokkuð ljóst.2. Úkraína
Staða á heimslistanum: 22
Liðið sem sló okkur Íslendinga úr leik í umspilinu. Tæpt var það. Úkraínu mistókst að komast á HM 2022 en þeir litu vel út í undankeppni EM og voru óheppnir að komast ekki beint á mótið í riðli með Englandi og Ítalíu. Þeir fóru í umspilið og lögðu þar okkur Íslendinga á dramatískan hátt. Það er mikill karakter í þessu liði sem horfir í það að gleðja þjóð sína að einhverju leyti á erfiðum tímum í sumar.

Þjálfarinn: Serhiy Rebrov
Rebrov byrjaði að spila með nýju úkraínsku landsliði árið 1992 og er með bestu leikmönnum í sögu landsliðsins, en hann er í dag þjálfari liðsins. Rebrov er fyrrum sóknarmaður Úkraínu en á leikmannaferlinum spilaði hann fyrir Dynamo Kiev og Tottenham Hotspur. Hann lék 75 landsleiki fyrir Úkraínu milli 1992 og 2006 og lagði skóna á hilluna 2009. Áður en hann tók við úkraínska landsliðinu í fyrra þá stýrði hann Al-Ain í Abú Dabí.

Lykilmaður: Artem Dovbyk
Sterkur sóknarmaður sem var óvænt markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar á nýliðnu tímabili. Hann var frábær fyrir Girona og skoraði 24 mörk í 36 deildarleikjum í La Liga. Úkraínumenn vonast til að hann taki það form með sér inn í Evrópumótið. Hann er núna sterklega orðaður við Atletico Madrid og mun líklega spila þar á næsta tímabili.

Fylgist með: Mykhailo Mudryk
Maðurinn sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi kemur til með að spila mikilvægt hlutverk í liði Úkraínu í sumar. Hefur ekkert getað með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, eins og reyndar margir aðrir í því liði. Er eldsnöggur og getur ógnað með hraða sínum og krafti. Tilfinningin er sú að honum líði betur að spila með Úkraínu en með Chelsea.3. Slóvakía
Staða á heimslistanum: 48
Slóvakar voru í riðli með okkur Íslendingum í undankeppninni. Heimaleikurinn á Laugardalsvelli var fyrsti leikur Age Hareide við stjórnvölinn og þar var íslenska liðið alveg gríðarlega óheppið að tapa. Í seinni leiknum spilaði Ísland ekki vel og Slóvakía vann sannfærandi sigur. Slóvakar eru að fara taka þátt á sínu þriðja Evrópumóti í röð en þeir spila yfirleitt alltaf vel í undankeppninni fyrir EM. Þeir ná að gíra sig upp í það. Við spáum þeim þriðja sæti í þessum riðli og spurning hvort þeir nái að skríða áfram sem eitt af bestu liðunum í þriðja sæti. Það er mikil reynsla í slóvakíska liðinu og þeir eru með eitt elsta liðið á mótinu.

Þjálfarinn: Francesco Calzona
Það voru efasemdarraddir sem vöknuðu þegar Francesco Calzona tók við Slóvakíu en hann var nokkuð fljótur að þagga niður í þeim. Calzona er Ítali sem hafði aldrei verið aðalþjálfari áður en hann tók við landsliði Slóvakíu. Hann var aðstoðarmaður Maurizio Sarri lengi og vann náið með honum. Marek Hamsik, sem er líklega besti fótboltamaður í sögu Slóvakíu, gat víst ekki mælt nægilega mikið með Calzona og hann fékk starfið. Calzona var í febrúar síðastliðnum ráðinn stjóri Napoli til bráðabirgða en Antonio Conte er núna að taka við því starfi.

Lykilmaður: Milan Skriniar
Núna þegar Marek Hamsik er hættur, þá er Milan Skriniar orðin aðalstjarnan í þessu liði. Þessi öflugi miðvörður verður með fyrirliðabandið hjá Slóvakíu í sumar. Hann er á mála hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi og er þar byrjunarliðsmaður. Hann er sterkur í loftinu og er mjög sterkur einn á einn varnarmaður. Hann er líka mikill leiðtogi og verður mikilvægasti maður Slóvakíu í sumar.

Fylgist með: David Hancko
Er líklega áhugaverðasti leikmaðurinn til að fylgjast með í þessu liði Slóvakíu. Hefur þroskast seint, er svokallaður 'late bloomer'. Varnarmaður sem mun spila við hlið Skriniar í varnarlínunni. Hefur verið einn besti miðvörðurinn í hollensku úrvalsdeildinni hjá Arne Slot í Feyenoord. Í landsliðinu spilar hann sem vinstri bakvörður og spilar mikilvægt hlutverk í sóknarleik liðsins. Gæti Slot tekið hann með sér til Liverpool?4. Rúmenía
Staða á heimslistanum: 46
Liðið sem við Íslendingar lögðum að velli í undanúrslitum í umspilinu fyrir EM 2020. Síðasta stórmót sem Rúmenar komust á var EM 2016 en það er mót sem fólk í landinu vill eyða úr sínu minni. Liðið endaði með eitt stig í riðli sínum gegn Frakklandi, Sviss og Albaníu en liðið tapaði í leik gegn Albaníu þar sem möguleikar voru á að komast áfram. Síðustu átta ár frá því móti hafa verið ekkert nema miðlungs fram að undankeppninni fyrir þetta mót. Liðið hætti að snúast um einstaklinga og fór að snúast meira um liðsheildina. Rúmenía vann riðil sinn sem innihélt meðal annars Sviss og var aðalmálið sterkur varnarleikur. Við spáum því hins vegar að þeir muni lenda á vegg á EM og enda í neðsta sæti þessa riðils.

Þjálfarinn: Edward Iordanescu
Iordanescu er 45 ára gamall þjálfari sem hefur stýrt rúmenska landsliðinu frá 2022. Hann hafði þjálfað mörg lið í Rúmeníu áður en hann tók við landsliðinu. Stærsta afrek Iordanescu var að stýra Cluj til meistaratitils árið 2021. Hann var við stjórnvölinn þegar Rúmenía féll í C-deild Þjóðadeildarinnar eftir að hafa endað neðst í riðli með Finnlandi, Svartfjallalandi og Bosníu en hann fann svo leiðina fyrir undankeppni EM í sumar. Hann byggði upp sterkan liðsanda sem fleytti liðinu á mótið.

Lykilmaður: Nicolae Stanciu
Rúmenar eru með Hagi í liðinu en stjarnan í liðinu er Stanciu. Hann er með tíuna á bakinu og með fyrirliðabandið á höndinni. Hæfileikaríkur miðjumaður sem er með mikla tækni, getur stjórnað spilinu og neglt boltanum á markið. Hefur aldrei náð þeim hæðum sem búist var við af honum í félagsliðafótbolta en hann spilar núna með Damac í Sádi-Arabíu. Hinn 31 árs gamli Stanciu hefur átt í basli með stöðugleika en hann þarf að finna hann í Þýskalandi í sumar.

Fylgist með: Radu Dragusin
Er hæfileikaríkur varnarmaður sem getur bæði spilað sem miðvörður og vinstri bakvörður. Var besti maður Genoa ásamt Alberti Guðmundssyni áður en hann fór til Tottenham í janúar síðastliðnum. Fékk ekki mjög stóra rullu hjá Spurs en hann verður mikilvægur fyrir Rúmena í sumar.Leikjadagskrá
mánudagur 17. júní
13:00 Rúmenía - Úkraína
16:00 Belgía - Slóvakía

föstudagur 21. júní
13:00 Slóvakía - Úkraína

laugardagur 22. júní
19:00 Belgía - Rúmenía

miðvikudagur 26. júní
16:00 Slóvakía - Rúmenía
16:00 Úkraína - Belgía

Sjá einnig:
Spáin fyrir A-riðil á EM: Mun pressan fara alveg með þá?
Spáin fyrir B-riðil á EM: Hvaða menn eru þetta eiginlega?
Spáin fyrir C-riðil á EM: Baulaðir af velli í kveðjupartýinu
Spáin fyrir D-riðil á EM: Stórstjörnur fjarri góðu gamni
Athugasemdir
banner
banner