Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
laugardagur 27. apríl
Besta-deild kvenna
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
fimmtudagur 25. apríl
Engin úrslit úr leikjum í dag
mán 11.apr 2022 17:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 4. sæti: FH

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að FH muni enda í 4. sæti í Bestu deildinni í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. FH endar í sætinu fyrir neðan síðasta Evrópusætið ef spáin rætist.

Fyrirliðinn Matthías Vilhjálmsson skoraði sjö mörk í fyrra.
Fyrirliðinn Matthías Vilhjálmsson skoraði sjö mörk í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lennon skoraði níu mörk í fyrra.
Lennon skoraði níu mörk í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Hulda Margrét
Kristinn Freyr er mættur í Krikann
Kristinn Freyr er mættur í Krikann
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Guðmundur Kristjánsson
Miðvörðurinn Guðmundur Kristjánsson
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ástbjörn er mættur frá Keflavík.
Ástbjörn er mættur frá Keflavík.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Hrafn - ungstirnin mæla með því að fylgjast með honum.
Logi Hrafn - ungstirnin mæla með því að fylgjast með honum.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Þjálfarateymið
Þjálfarateymið
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. FH 93 stig
5. KR 87 stig
6. Stjarnan 69 stig
7. KA 65 stig
8. Leiknir 47 stig
9. ÍBV 35 stig
10. ÍA 33 stig
11. Keflavík 19 stig
12. Fram 17 stig

Um liðið: FH endaði í sjötta sæti í fyrra og var ekki að keppa að neinu síðasta þriðjung mótsins. Logi Ólafsson steig til hliðar eftir tæplega mitt mót og inn kom Óli Jóh eftir fjórtán ár í burtu. FH varð síðast meistari tímabilið 2016 og ef allt smellur í sumar þá gæti sá stóri snúið aftur í Hafnarfjörðinn. Leikmannamálin eru í nokkuð góðum málum, það er búið að ná í flestar stöður þar sem þurfti að auka breidd en þjálfari liðsins vill samt fá 1-2 inn fyrir lokun glugga.



Þjálfari - Ólafur Jóhannesson: Mættur aftur í Krikann þar sem hann gerði svo öfluga hluti þegar hann var þar síðast. Hann er með Sigurbjörn Hreiðarsson með sér en þeir hafa unnið saman hjá Haukum, Val og nú FH. Þetta er tveggja manna teymi sem einfaldlega virkar. Óli er fyrrum landsliðsþjálfari, hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari. Óli kann að vinna titla og ætlar sér að vinna titla.

Styrkleikar: Frábær blanda af eldri og reynslumiklum leikmönnum í bland við leikmenn um þrítugt og svo unga og efnilega leikmenn. Sóknarlínan í þeim Matta Villa, Lennon og Kidda Frey er frábærlega mönnuð og þá er miðsvæðið þar fyrir aftan mjög vel mannað. Þjálfarinn er mikill styrkleiki og þá er gott fyrir hópinn að það sé ekki í boði að vera ekki í neinni baráttu eins og raunin var í fyrra. Liðið kemur á góðu skriði inn í mót og vann Lengjubikarinn á dögunum.

Veikleikar: Það er erfitt að benda á augljósa veikleika miðað við spilamennsku liðsins í vetur. Það er frekar að hægt sé að setja spurningamerki við nokkra hluti.

Lykilmenn: Steven Lennon og Kristinn Freyr Sigurðsson. Lennon skorar alltaf mörk á Íslandi og gerir tilkall í að bæta markametið ef hann er upp á sitt besta. Skotinn er núna kominn með Kidda Frey með sér frammi og Matta Villa sem ætlar sér að gera betur en í fyrra. Kiddi... það er varla hægt að skilja hvernig hann endaði í FH. Hann er búinn að vera magnaður í vetur og gerir tilkall í að vera besti maður mótsins í sumar.

Hlaðvarpsþátturinn Ungstirnin mælir með: Logi Hrafn Róbertsson átti alvöru frammistöðu þegar hann skemmdi titilvonir Blika í Krikanum í fyrra sem og þegar hann kom inn í U21 leikinn á móti Portúgal á dögunum Hann verður í lykilhlutverki hjá FH í sumar en það er alls ekki víst hversu lengi hann verður á Íslandi. Erlend félög hafa áhuga á Loga og ef hann helst heill þá verður hann orðinn leikmaður erlends félags fyrir næsta tímabil. Hann er frábær á boltann, kraftmikill, með góða sendinga getu og með kálfa eins og Jack Grealish. Einn af okkar efnilegustu leikmönnum.

Spurningarnar: Miðjumenn að spila í miðverðinum. Þó að Guðmundur Kristjánsson hafi ekki spilað á miðjunni í nokkur ár þá er ennþá sett spurningamerki við hann og Finn Orra Margeirsson í miðverðinum. Planið var að fá Hólmar Örn í hjarta varnarinnar, það gekk ekki og því var leitað annarra lausna. Það gæti alveg gerst að FH næli sér í miðvörð fyrir gluggalok.

Völlurinn: Kaplakrikavöllur er einn besti grasvöllur landsins og er klár þegar hann þarf að vera klár. Það hefur vantað smá stemningu í stúkuna síðustu tímabil og öflugur stuðningur þaðan gæti hjálpað liðinu í toppbaráttunni. Fyrir leiki geta áhorfendur gírað sig upp með veitingum á pallinum.

Fyrirliðinn segir - Matthías Vilhjálmsson
„Mér líst allt í lagi á þessa spá, þetta er kannski eðlilegt miðað við gengi okkar í fyrra en við ætlum okkur stærri hluti - það er ekkert flóknara en það. Ég held að það sé alveg klárt að við ætlum að berjast um þá titla sem eru í boði. Okkur hefur gengið það vel á þessu ári, ekki búnir að tapa leik á þessu ári, búnir að fá nýja og flotta leikmenn sem hafa smollið inn í þetta, frábært þjálfarateymi og við erum búnir að æfa rosalega vel í allan vetur. Við erum spenntir og hlökkum til þess að byrja."

Komnir
Ástbjörn Þórðarson frá Keflavík
Finnur Orri Margeirsson frá Breiðabliki
Haraldur Einar Ásgrímsson frá Fram
Heiðar Máni Hermannsson frá Fylki
Kristinn Freyr Sigurðsson frá Val
Máni Austmann Hilmarsson í FH
Tómas Atli Björgvinsson frá Fjarðabyggð
Daði Freyr Arnarsson frá Þór (var á láni)

Farnir
Hörður Ingi Gunnarsson til Noregs
Guðmann Þórisson í Kórdrengi
Jónatan Ingi Jónsson til Noregs
Morten Beck Andersen til Danmerkur
Pétur Viðarsson hættur

Samningslausir
Hjörtur Logi Valgarðsson

Fyrstu fimm leikir FH:
18. apríl Víkingur - FH (Opnunarleikur mótsins)
25. apríl FH - Fram
1. maí Breiðablik - FH
6. maí FH - Valur
11. maí KA - FH

Hin hliðin:
Máni Austmann
Haraldur Ásgrímsson
Jóhann Arnarsson
Ólafur Guðmundsson

Sterkasta byrjunarliðið að mati Fótbolta.net:


Aðrir leikmenn:
Atli Gunnar Guðmundsson - 32
Heiðar Máni Hermannsson - 12
Jóhann Ægir Arnarsson - 27
Haraldur Einar Ásgrímsson - 3
Arngrímur Guðmundsson - 38
Róbert Thor Valdimarsson - 31
Björn Daníel Sverrisson - 10
Úlfur Ágúst Björnsson - 28
Baldur Kári Helgason - 39
Vuk Oskar Dimitrijevic - 29
Oliver Heiðarsson - 22
Máni Austmann Hilmarsson - 23
William Cole Campbell - 26
Tómas Atli Björgvinsson - 25

Spámennirnir: Aksentije Milisic, Brynjar Ingi Erluson, Egill Sigfússon, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hafliði Breiðfjörð, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Tómas Þór Þórðarson og Úlfur Blandon
Athugasemdir
banner
banner