Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
fimmtudagur 13. nóvember
Undankeppni HM
fimmtudagur 6. nóvember
Sambandsdeildin
miðvikudagur 29. október
Þjóðadeild kvenna - Umspil
sunnudagur 26. október
Besta-deild karla - Efri hluti
föstudagur 24. október
Þjóðadeild kvenna - Umspil
fimmtudagur 23. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 22. október
Evrópukeppni unglingaliða
mánudagur 20. október
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 15. október
Evrópubikar kvenna
þriðjudagur 14. október
Undankeppni EM U21
mánudagur 13. október
Undankeppni HM
laugardagur 11. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 10. október
Undankeppni HM
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 9. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
miðvikudagur 8. október
Evrópubikar kvenna
mánudagur 6. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
sunnudagur 5. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
laugardagur 4. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 3. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 2. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 1. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Evrópukeppni unglingaliða
þriðjudagur 30. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
mánudagur 29. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 28. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 27. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 26. september
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 22. september
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 17. september
Lengjudeild karla - Umspil
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
fimmtudagur 11. september
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. september
Undankeppni HM
mánudagur 8. september
Undankeppni EM U21
sunnudagur 7. september
Besta-deild kvenna
laugardagur 6. september
laugardagur 8. nóvember
Championship
Swansea 1 - 4 Ipswich Town
West Brom 2 - 1 Oxford United
Millwall 1 - 1 Preston NE
Southampton 3 - 1 Sheff Wed
Blackburn 1 - 2 Derby County
Norwich 1 - 2 Leicester
Hull City 3 - 2 Portsmouth
Middlesbrough 2 - 1 Birmingham
Wrexham 1 - 0 Charlton Athletic
Sheffield Utd 0 - 0 QPR
Stoke City 0 - 1 Coventry
Úrvalsdeildin
Everton 2 - 0 Fulham
Chelsea 3 - 0 Wolves
West Ham 3 - 2 Burnley
Tottenham 2 - 2 Man Utd
Sunderland 2 - 2 Arsenal
WSL - Women
Man Utd W 0 - 1 Aston Villa W
Arsenal W 1 - 1 Chelsea W
Division 1 - Women
Nantes W 2 - 1 Le Havre W
Strasbourg W 1 - 0 Saint-Etienne W
PSG W 3 - 0 Fleury W
Bundesligan
Gladbach 3 - 1 Köln
Union Berlin 2 - 2 Bayern
Hoffenheim 3 - 1 RB Leipzig
Leverkusen 6 - 0 Heidenheim
Hamburger 1 - 1 Dortmund
Frauen
Wolfsburg W 2 - 3 Eintracht Frankfurt W
Serie A
Como 0 - 0 Cagliari
Parma 2 - 2 Milan
Lecce 0 - 0 Verona
Juventus 0 - 0 Torino
Serie A - Women
Inter W 2 - 2 Sassuolo W
Milan W 2 - 1 Juventus W
Eliteserien
Sarpsborg 0 - 2 Fredrikstad
Viking FK 3 - 0 Ham-Kam
Úrvalsdeildin
Nizhnyi Novgorod 0 - 0 Rubin
Sochi 0 - 1 Rostov
Dynamo Mkh 0 - 1 CSKA
Dinamo 1 - 2 Akron
La Liga
Sevilla 1 - 0 Osasuna
Atletico Madrid 3 - 1 Levante
Girona 1 - 0 Alaves
Espanyol 0 - 2 Villarreal
Damallsvenskan - Women
Djurgarden W 0 - 2 Hacken W
Brommapojkarna W 3 - 0 AIK W
Norrkoping W 0 - 4 Malmo FF W
Pitea W 0 - 1 Rosengard W
Elitettan - Women
Bollstanas W 1 - 2 KIF Orebro W
Umea W 3 - 2 Trelleborg W
Hacken-2 W 1 - 1 Team TG W
Gamla Upsala W 1 - 5 Eskilstuna United W
Sunnana W 1 - 2 Elfsborg W
Mallbacken W 0 - 4 Jitex W
Orebro SK W 1 - 0 Uppsala W
Ekkert mark hefur verið skorað
mið 21.apr 2021 14:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 8. sæti: Fylkir

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Fylkir muni enda í 8. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Fylki var líka spáð 8. sæti fyrir ári.

Ásgeir Eyþórsson er lykilmaður í vörninni.
Ásgeir Eyþórsson er lykilmaður í vörninni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Jordan Brown er genginn í raðir Fylkis.
Sóknarmaðurinn Jordan Brown er genginn í raðir Fylkis.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Djair Parfitt-Williams.
Djair Parfitt-Williams.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hrafn Kjartansson.
Orri Hrafn Kjartansson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimavöllur Fylkis í Árbænum.
Heimavöllur Fylkis í Árbænum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynsluboltinn Helgi Valur Daníelsson.
Reynsluboltinn Helgi Valur Daníelsson.
Mynd/Haukur Gunnarsson
Arnór Borg Guðjohnsen.
Arnór Borg Guðjohnsen.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Gunnar Hafþórsson.
Þórður Gunnar Hafþórsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Dan Þórhallsson.
Dagur Dan Þórhallsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikulás Val Gunnarsson.
Nikulás Val Gunnarsson.
Mynd/Haukur Gunnarsson
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Fylkir 56 stig
9. HK 40 stig
10. Keflavík 28 stig
11. ÍA 23 stig
12. Leiknir 14 stig

Um liðið: Það var skemmtileg stemning yfir Fylki í fyrra og um tíma hótaði liðið því að skella sér í toppbaráttuna. En á endanum varð sjötta sætið niðurstaðan. Liðin fyrir ofan reyndust aðeins sterkari en sigrar í Kaplakrika og á Meistaravöllum eru sannanir fyrir því að ýmislegt er spunnið í Fylkisliðið.



Þjálfarar - Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson: Það kerfi að hafa tvo aðalþjálfara er umdeilt en Atli og Ólafur þögguðu niður efasemdarraddir í fyrra og hlutverkaskipaninn er greinilega skýr þeirra á milli og fyrir leikmönnum. Ólafur Ingi Skúlason var aðstoðarmaður þeirra í fyrra en hann er nú tekinn við U19 landsliðinu og Tómas Ingi Tómasson er nýr aðstoðarþjálfari Árbæjarliðsins.

Styrkleikar: Fylkismenn hafa verið að sækja áhugaverða unga leikmenn og gefa þeim tækifæri í efstu deild. Þessi stefna þeir hefur lukkast vel á upphafsmetrunum og liðinu fylgja ferskir vindar með spennandi leikmönnum sem eru ákveðnir í að skapa sér nafn í íslenskum fótbolta. Í blöndunni eru svo heimamenn með appelsínugult blóð í æðum og mikið keppnisskap einkennir alltaf Fylki. Ekki er hægt að ganga að neinu vísu í leikjum gegn liðinu.

Veikleikar: Fylkir er með unga leikmenn í stórum hlutverkum og ungum leikmönnum fylgir oft óstöðugleiki. Valdimar Þór Ingimundarson er farinn í atvinnumennskuna og skilur eftir sig stórt skarð. Þá er Ólafur Ingi Skúlason farinn og þar fer öflugur leikmaður og ekki síst stór karakter. Fylkismenn þurfa að treysta á að aðrir stígi upp og eru að mörgu leyti ákveðið spurningamerki fyrir tímabilið.

Lykilmenn: Ásgeir Eyþórsson og Djair Parfitt-Williams. Ásgeir átti frábært tímabil í hjarta varnarinnar í fyrra og var valinn á bekkinn í úrvalsliði ársins. Auk þess að vera lykilmaður í vörninni þá skilaði hann þremur mörkum. Svo er það Djair en þessi 24 ára sóknarleikmaður var mjög vaxandi á síðasta tímabili og var í þrusugóðum gír seinni hlutann. Fyrst Valdimar er horfinn þarf hann að taka á sig enn meiri ábyrgð í sóknarleiknum.

Fantabrögð mæla með í Draumaliðsdeild Eyjabita:
Djair reif sig í gang í fyrra og er kominn með félaga sinn Jordan Brown í liðið, þeir gætu náð vel saman í sumar. En seðlabankastjórinn Ásgeir Eyþórsson var fjórði stigahæsti varnarmaðurinn í fyrra. Skilar alltaf sínum mörkum og laumar á hreinu laki hér og þar þegar vel liggur á honum. Ekki snooze-a heldur á Daða Ólafs. Stoðsendingavél á 5,5 og það besta er að hann er hættur að fá gul spjöld fyrir tuð í dómaranum sem hefur verið hans Akkilesarhæll í Fatnasy leiknum í mörg ár.
Smelltu hér til að fara í Draumaliðsdeild Eyjabita



Hlaðvarpsþátturinn Ungstirnin mælir með:
Unnar Steinn Ingvarsson, virkilega öflugur miðjumaður fæddur árið 2000 sem er nýgenginn til liðs við Fylki eftir að hafa verið í lykilhlutverki hjá Fram í Lengjudeildinni. Unnar á 73 leiki fyrir Fram þrátt fyrir ungan aldur. Unnar er ekki sá miðjumaður sem endilega skorar og leggur mikið upp en hann sinnir sínu hlutverki virkilega vel sem djúpur miðjumaður sem vinnur fyrir framan vörnina og gæti reynst Árbæingum virkilega mikilvægur í sumar.

Spurningarnar: Munu ungu leikmennirnir taka stórt skref fram á við? Hversu mikið mun Valdimars verða saknað? Mun enski sóknarmaðurinn Jordan Brown slá í gegn?

Völlurinn: Það er oft skemmtileg stemning sem myndast á Würth vellinum. Árbæingar spila á gervigrasi, með nýlega stúku og stuðningsmenn í hverfinu eru duglegir við að taka göngutúr á völlinn.

„Við erum svolítið óskrifað blað. Við höfum misst sterka pósta og fengið nýja menn inn í staðinn"

Þjálfarinn segir - Atli Sveinn Þórarinsson
„Mér lýst vel á þetta, þetta er bara geggjuð spá! Ég öfunda ykkur alls ekki af því að þurfa að raða liðunum niður því þetta verður rosalega jöfn deild. Mér finnst þessi spá skiljanleg, við erum svolítið óskrifað blað. Við höfum misst sterka pósta og fengið nýja menn inn í staðinn. Það verður mikilvægt fyrir liðin að reyna að ná inn góðu starti því það gæti stuðlað að allt öðruvísi tímabili. Í Árbænum er mikil spenna fyrir mótinu og gott að vera með þennan fasta leikdag fyrir framan sig, leikur gegn FH í fyrstu umferð. Nú er bara að krossa fingur og vona að það haldi. Svo vonar maður innilega að áhorfendur fái að mæta því þeirra hefur verið sárt saknað."

Komnir
Dagur Dan Þórhallsson frá Mjöndalen
Jordan Brown frá Þýskalandi
Orri Hrafn Kjartansson frá Heerenveen
Torfi Tímóteus Gunnarsson frá Fjölni
Unnar Steinn Ingvarsson frá Fram

Farnir
Andrés Már Jóhannesson hættur
Arnar Darri Pétursson í Stjörnuna
Arnar Sveinn Geirsson í Breiðablik (Var á láni)
Hákon Ingi Jónsson í ÍA
Ólafur Ingi Skúlason hættur
Sam Hewson í Þrótt R.
Valdimar Þór Ingimundarson til Stromsgödset

Fyrstu fimm leikir Fylkis:
1. maí Fylkir - FH
8. maí HK - Fylkir
12. maí Fylkir - KR
16. maí Leiknir - Fylkir
21. maí Fylkir - Keflavík

Sjá einnig:
Hin hliðin - Orri Sveinn Segatta
Hin hliðin - Aron Snær Friðriksson

Leikmenn Fylkis:
1 - Aron Snær Friðriksson (m)
2 - Ásgeir Eyþórsson
3 - Unnar Steinn Ingvarsson
4 - Arnór Gauti Jónsson
5 - Orri Sveinn Stefánsson
6 - Torfi Tímóteus Gunnarsson
7 - Daði Ólafsson
8 - Ragnar Bragi Sveinsson
9 - Jordan Brown
10 - Orri Hrafn Kjartansson
11 - Djair Parfitt-Williams
12 - Ólafur Kristófer Helgason
14 - Þórður Gunnar Hafþórsson
15 - Axel Máni Guðbjörnsson
16 - Stígur Annel Ólafsson
17 - Birkir Eyþórsson
18 - Nikulás Val Gunnarsson
21 - Daníel Steinar Kjartansson
22 - Dagur Dan Þórhallsson
23 - Arnór Borg Guðjohnsen
28 - Helgi Valur Daníelsson
31 - Kristófer Leví Sigtryggsson (m)
77 - Óskar Borgþórsson

Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Birgsson, Hafliði Breiðfjörð, Ingólfur Sigurðsson, Magnús Már Einarsson, Sverrir Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Tómas Þór Þórðarson
Athugasemdir
banner