Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
banner
laugardagur 27. apríl
Besta-deild kvenna
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
fimmtudagur 28. september
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 25. apríl
Úrvalsdeildin
Brighton - Man City - 19:00
Serie A
Udinese - Roma - 18:00
Úrvalsdeildin
CSKA - Spartak - 17:30
Akhmat Groznyi - Sochi - 17:30
Fakel 0 - 1 Kr. Sovetov
Ural 0 - 1 Rostov
lau 02.maí 2020 12:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Valgeir: Vil ekki velja strax því það líklega lokar dyrum

Valgeir Valgeirsson steig sín fyrstu skref með meistaraflokki HK sumarið 2018. Skrefin voru ekki mörg það sumarið en hann kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum.

HK fór upp í Pepsi Max-deildina og blómstraði Valgeir sumarið 2019. Fótbolti.net hafði samband við Valgeir og fór yfir tímann hjá HK og reynsluferðirnar til Danmerkur í vetur.

Þegar ég varð 14 ára þá var kominn tími fyrir mig til að ákveða hvora íþróttina ég ætlaði að leggja fyrir mig og ég valdi fótboltann
Þegar ég varð 14 ára þá var kominn tími fyrir mig til að ákveða hvora íþróttina ég ætlaði að leggja fyrir mig og ég valdi fótboltann
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynslan sem ég fékk út úr síðasta tímabili mun nýtast mér vel á komandi tímabili.
Reynslan sem ég fékk út úr síðasta tímabili mun nýtast mér vel á komandi tímabili.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stöðug frammistaða í leikjum er það sem ég mun leggja hvað mestu áherslu á á komandi tímabili.
Stöðug frammistaða í leikjum er það sem ég mun leggja hvað mestu áherslu á á komandi tímabili.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að hafa farið í seinni ferðina til AAB þá áttaði ég mig strax á því að áhuginn hjá þeim væri mun meiri.
Eftir að hafa farið í seinni ferðina til AAB þá áttaði ég mig strax á því að áhuginn hjá þeim væri mun meiri.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hef ekki tekið endanlega ákvörðun um hvora stöðuna ég vil spila, enda væri ég þá líklega að þrengja möguleikann fyrir mig til að komast út.
Ég hef ekki tekið endanlega ákvörðun um hvora stöðuna ég vil spila, enda væri ég þá líklega að þrengja möguleikann fyrir mig til að komast út.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefnan er að fara út eftir leiktíðina ef tækifæri gefst á því.
Stefnan er að fara út eftir leiktíðina ef tækifæri gefst á því.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mér líður betur með að spila sem kantmaður hjá HK þar sem ég fæ tækifæri til að taka meiri þátt í sóknarleiknum.
Mér líður betur með að spila sem kantmaður hjá HK þar sem ég fæ tækifæri til að taka meiri þátt í sóknarleiknum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atvinnumennskan er og hefur alltaf verið markmið hjá mér.
Atvinnumennskan er og hefur alltaf verið markmið hjá mér.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hef ekki tekið endanlega ákvörðun um hvora stöðuna ég vil spila, enda væri ég þá líklega að þrengja möguleikann fyrir mig til að komast út."
Fimleikar og handbolti meðfram fótboltanum
Valgeir hefur alltaf verið hjá HK en hvenær byrjaði hann í fótbolta?

„Foreldrar mínir byrjuðu að mæta með mér á fótboltaæfingar þegar ég var fjögurra ára. Það var sem sagt þeirra ákvörðun að senda mig á fótboltaæfingar," sagði Valgeir við Fótbolta.net.

Voru aðrar íþróttir sem Valgeir prófaði á sínum yngri árum?

„Ég var í fimleikum á tímabilinu 4-10 ára meðfram fótboltanum. Þá æfði ég líka handbolta með HK á tímabilinu 10-14 ára. Ég hætti í fimleikum vegna þess að allir vinir mínir voru í handboltanum þannig ég ákvað að færa mig þangað."

„Svo þegar ég varð 14 ára þá var kominn tími fyrir mig til að ákveða hvora íþróttina ég ætlaði að leggja fyrir mig og ég valdi fótboltann."


Fyrstu tækifærin komu í sigruðum leikjum
Valgeir kom tvisvar sinnum inn á sumarið 2018 þegar HK lék í Inkasso-deildinni. Hvernig var að koma inn í HK liðið á þeim tímapunkti?

„Það var mjög gaman að koma inn í liðið á þessum tímapunkti. Leikmenn tóku vel á móti mér og svo gekk liðinu mjög vel á þessum tíma þannig það var gott andrúmsloft í hópnum."

Er einhver sérstök ástæða fyrir því að einu tveir leikirnir komu um mitt sumar og seint í leikjum?

„Til að vera fullkomlega hreinskilinn þá voru þetta að mig minnir tveir leikir sem liðið var búið að sigra þegar ég er sendur inn á. Þjálfararnir vildu því væntanlega gefa mér nokkrar mínútur inn á vellinum til þess að gefa mér reynslu."

„Leikirnir sem komu á eftir þessum tveimur leikjum voru mikilvægir fyrir liðið þar sem það var í baráttu um að komast upp í efstu deild. Ég held það hafi því ekki verið tækifæri fyrir þjálfarana til að gefa mér fleiri mínútur á tímabilinu."


Áhersla lögð á stöðugleika
Valgeir skoraði þrjú mörk í 20 leikjum á síðustu leiktíð. Hvernig horfir Valgeir til baka á síðustu leiktíð?

„Leiktíðin var fyrst og fremst skemmtileg. Liðinu gekk vel og ég var að mestu leyti sáttur með eigin frammistöðu."

Lítur Valgeir á síðasta tímabil sem stökkpall?

„Reynslan sem ég fékk út úr síðasta tímabili mun nýtast mér vel á komandi tímabili. Ég er með töluvert fleiri leiki undir beltinu eftir tímabilið."

Er eitthvað sem Valgeir sér í leikjum síðasta árs sem hann vill bæta?

„Stöðug frammistaða í leikjum er það sem ég mun leggja hvað mestu áherslu á á komandi tímabili. Einnig ætla ég mér að taka meiri þátt í mörkum liðsins, hvort sem það verður með því að skora þau sjálfur eða koma að undirbúningi þeirra."

Ólíkar reynsluferðir
Valgeir fór á reynslu til tveggja félaga í Danmörku í vetur. Fyrst fór hann til Bröndby og svo til AAB. Valgeir hreif bæði þjálfara AaB og fjölmiðlamann í Danmörku á tíma sínum hjá AaB.

Hvernig voru þessar tvær reynsluferðir?

„Reynsluferðirnar voru mjög góðar en það var samt sem áður mikill munur á þeim. Eftir að hafa farið í seinni ferðina til AAB þá áttaði ég mig strax á því að áhuginn hjá þeim væri mun meiri. Ég æfði með aðalliðinu og spilaði tvo leiki með því, þar sem ég fór m.a. í eitt ferðalag með aðalliðinu."

„Hjá Bröndby æfði ég með U19 ára liðinu og tók ekki þátt í neinum leikjum. Aðal- og aðstoðarþjálfari hjá AAB töluðu mikið við mig og leikmenn liðsins tóku líka vel á móti mér. Utanumhaldið og áhuginn hjá AaB var því miklu meiri heldur en hjá Bröndby."


Voru miklar líkur á að Valgeir myndi semja við lið í Danmörku?

„Það leit út fyrir það á ákveðnum tímapunkti að ég myndi semja við lið í Danmörku en það gekk svo ekki í gegn vegna skorts á tíma fyrir samningaviðræður, m.t.t. félagsskiptagluggans."

Var eitthvað annað danskt félag sem kom upp eftir dvölina hjá AaB eða var það félagið sem vildi fá Valgeir til sín?

„Það var ekkert annað félag sem kom upp á þeim tímapunkti. Það var AaB sem vildi fá mig eftir veruna þar."

Hvenær ákveður Valgeir að vera áfram hjá HK og skrifa undir nýjan samning?

„Þegar félagskiptaglugginn lokar þá tek ég ákvörðun um að framlengja samninginn minn við HK og hefja næsta tímabil með þeim."

Skemmtilegra að spila á kantinum með HK
Valgeir hefur leikið á hægri vængnum með HK en í hægri bakverðinum með yngri landsliðum Íslands. Hver er hans hugsun með leikstöðu á vellinum upp á framhaldið að gera?

„Ég hef ekki tekið endanlega ákvörðun um hvora stöðuna ég vil spila, enda væri ég þá líklega að þrengja möguleikann fyrir mig til að komast út. Mér finnst báðar stöður skemmtilegar. Það fer líka mjög mikið eftir því hvernig leikkerfi liðið spilar þar sem ég spila umræddar stöður."

„Sem sóknarsinnaður bakvörður þar sem ég hef frelsi til að sækja fram á við er ég orðinn töluvert líkari kantmanni, þannig það þarf ekki endilega að vera gríðarlegur munur á þessum stöðum þó þær séu auðvitað mismunandi. "

„Ég þekki báðar stöður vel og líður vel í þeim báðum, en mér líður betur með að spila sem kantmaður hjá HK þar sem ég fæ tækifæri til að taka meiri þátt í sóknarleiknum."


Markmiðið að spila erlendis
Að lokum: Hvernig horfir draumurinn um atvinnumennsku við Valgeir í dag?

„Atvinnumennskan er og hefur alltaf verið markmið hjá mér."

„Stefnan er að fara út eftir leiktíðina ef tækifæri gefst á því,"
sagði Valgeir að lokum.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Valgeir Valgeirsson (HK)

Athugasemdir
banner
banner
banner