banner
föstudagur 29. mars
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
fimmtudagur 14. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
miðvikudagur 13. september
þriðjudagur 12. september
Undankeppni EM U21 landsliða
mánudagur 11. september
Undankeppni EM
sunnudagur 10. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
föstudagur 29. mars
Engin úrslit úr leikjum í dag
sun 07.mar 2021 23:50 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Alexandra úr sama fótboltaskóla og Sara: Ákveðin og með mikið keppnisskap

Alexandra Jóhannsdóttir er efnileg landsliðskona sem samdi nýverið við Eintracht Frankfurt í Þýskalandi.

Hin tvítuga Alexandra er uppalin í Haukum í Hafnarfirði en hefur síðustu árin spilað með Breiðablik þar sem hún varð Íslandsmeistari tvisvar og bikarmeistari einu sinni. Hún hefur sannað sig sem einn besti miðjumaður landsins og á síðasta ári festi hún sæti sitt í íslenska landsliðinu sínu.

Alexandra spjallaði við Fótbolta.net um ferilinn til þessa, íslenska landsliðið, lífið í Þýskalandi og fleira.

Alexandra með þjálfaranum Niko Arnautis eftir undirskrift í Frankfurt.
Alexandra með þjálfaranum Niko Arnautis eftir undirskrift í Frankfurt.
Mynd/Eintracht Frankfurt
'Fyrstu vikurnar hafa bara verið mjög lærdómsríkar. Ég er fyrst núna byrjuð að aðlagast öllu hérna og koma mér inn í hlutina'
'Fyrstu vikurnar hafa bara verið mjög lærdómsríkar. Ég er fyrst núna byrjuð að aðlagast öllu hérna og koma mér inn í hlutina'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra í leik með Haukum þar sem ferillinn byrjaði.
Alexandra í leik með Haukum þar sem ferillinn byrjaði.
Mynd/Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Haukar komust upp í efstu deild 2016.
Haukar komust upp í efstu deild 2016.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stoppið var hins vegar ekki langt í efstu deild. Haukar enduðu aðeins með fimm stig og féllu beint aftur. 'Við enduðum með fimm stig í deildinni en að mínu mati hefðum við átt að enda með fleiri stig'
Stoppið var hins vegar ekki langt í efstu deild. Haukar enduðu aðeins með fimm stig og féllu beint aftur. 'Við enduðum með fimm stig í deildinni en að mínu mati hefðum við átt að enda með fleiri stig'
Mynd/Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Alexandra ákvað að fara í Breiðablik fyrir tímabilið 2018.
Alexandra ákvað að fara í Breiðablik fyrir tímabilið 2018.
Mynd/Breiðablik
Í leik gegn Stjörnunni. Á sínu fyrsta tímabili í Kópavogi var Alexandra valin besti og efnilegasti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar. Hún var aðeins 18 ára gömul.
Í leik gegn Stjörnunni. Á sínu fyrsta tímabili í Kópavogi var Alexandra valin besti og efnilegasti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar. Hún var aðeins 18 ára gömul.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra varð Íslandsmeistari tvisvar og bikarmeistari einu sinni með Blikum.
Alexandra varð Íslandsmeistari tvisvar og bikarmeistari einu sinni með Blikum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í landsliðsverkefni 2018.
Í landsliðsverkefni 2018.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra er búin að skora tvö mörk í tíu A-landsleikjum. Þessi mynd var tekin þegar hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á útivelli gegn Lettlandi.
Alexandra er búin að skora tvö mörk í tíu A-landsleikjum. Þessi mynd var tekin þegar hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á útivelli gegn Lettlandi.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er ágæt í skallaboltum þrátt fyrir að ég sé nú ekkert voðalega hávaxin'
'Ég er ágæt í skallaboltum þrátt fyrir að ég sé nú ekkert voðalega hávaxin'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég stefni alltaf hærra'
'Ég stefni alltaf hærra'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það tekur svolítið á að búa í fyrsta skiptið ein og skilja ekkert í tungumálinu sem er talað í kringum mig allan daginn en þetta er allt að koma til"
Þýska deildin heillaði meira
Alexandra gekk í raðir Frankfurt um miðjan janúar og skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2023. Hún segir að tvö félög hafi aðallega haft áhuga - eitt frá Svíþjóð og svo Frankfurt - en þýska deildin hafi heillað meira.

„Í nóvember voru aðallega tvö félög sem höfðu áhuga. Annað félagið var í sænsku deildinni en þýska deildin heillaði mig meira þannig að ég tók skrefið að koma hingað. Það sem heillaði mig mest við Frankfurt var að þetta er ungt og hæfileikaríkt lið sem á næstu árum getur gert flotta hluti. Mér fannst spennandi að verða hluti af þannig liði," segir Alexandra en Frankfurt er núna í sjötta sæti þýsku deildarinnar. Metnaðurinn virðist vera mikill hjá félaginu fyrir framtíðina.

Hún segir að fyrstu vikurnar sem atvinnumaður í fótbolta hafi verið lærdómsríkar.

„Fyrstu vikurnar hafa bara verið mjög lærdómsríkar. Ég er fyrst núna byrjuð að aðlagast öllu hérna og koma mér inn í hlutina. Það tekur svolítið á að búa í fyrsta skiptið ein og skilja ekkert í tungumálinu sem er talað í kringum mig allan daginn en þetta er allt að koma til. Ég bý með tveimur stelpum í liðinu sem eru báðar útlendingar eins og ég. Þær hafa hjálpað mér og vita hvernig stöðu ég er í."

Frankfurt á leik við Hoffenheim núna klukkan 13:00. Þar gæti Alexandra spilað sinn fyrsta leik í deild þeirra bestu í Þýskalandi en hún byrjar á bekknum.

„Þjálfarinn er ekki búinn að tilkynna liðið. Ég bara vona að ég fái einhverjar mínútur. Ég er að reyna að vinna mig inn í byrjunarliðið og ég verð bara að nýta þau tækifæri sem ég fæ," sagði Alexandra þegar hún ræddi við Fótbolta.net í vikunni.

Ferillinn byrjaði í Haukum
Alexandra byrjar feril sinn í Hafnarfirði hjá Haukum og lék sína fyrstu keppnisleiki í meistaraflokki sumarið 2015 þegar hún var á 15. aldursári. Hún segir að það hafi verið frábært að alast upp hjá Haukum.

„Það var frábært, Haukar eru með ótrúlega gott uppeldisstarf. Ég fékk traustið snemma í meistaraflokki sem ég tel að hafi hjálpað mér mikið. Ég fékk að gera mistök á meðan ég var að þróa mig sem leikmann og það hjálpaði mikið," segir hún.

Sumarið eftir að Alexandra byrjaði að spila með meistaraflokki komust Haukar upp í efstu deild og lék hún stórt hlutverk í ungu liði Hauka.

„Það var ótrúlega skemmtilegt. Við vorum nokkrar ungar að stíga okkar fyrstu skref í meistaraflokki og var þetta ótrúlega dýrmæt reynsla fyrir okkur. Það var ekki mikið af fólki sem gerði ráð fyrir því að við myndum komast upp um deild og það var mjög gaman að ná því markmiði."

Haukar féllu beint niður aftur en Alexandra náði það sumar að spila 16 leiki í efstu deild og skora tvö mörk. Hún ákvað eftir tímabilið 2017 að ganga í raðir Breiðabliks.

„ Já, þetta var erfitt tímabil með Haukum í efstu deild en mjög gott upp á reynsluna að gera. Mikið mótlæti og það var því erfitt að fara frá uppeldisfélaginu á þeim tímapunkti en eftir eitt ár í efstu deild vissi ég að ég þyrfti að færa mig um set til þess að halda áfram að bæta mig sem leikmaður. Það komu nokkur félög til greina en á endanum valdi ég Breiðablik sem ég sé alls ekki eftir."

Haukar unnu einn leik af 18 sumarið 2017. Það var erfitt fyrir Alexöndru að sætta sig við það tímabil þó það hafi farið beinustu leið í reynslubankann fræga.

„Það tók rosalega á að tapa eiginlega öllum leikjum með Haukum sumarið 2017. Við enduðum með fimm stig í deildinni en að mínu mati hefðum við átt að enda með fleiri stig," segir Alexandra en það gekk aðeins betur í efstu deild árið eftir.

Ekki mikið hægt að kvarta yfir því
Alexandra náði býsna fljótt að festa sig í sessi hjá einu sterkasta liði landsins þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gömul á þeim tíma. Hún þakkar Þorsteini Halldórssyni, nýráðnum landsliðsþjálfara Íslands, traustið.

„Ég held ég hafi náð að aðlagast fljótt vel því Steini gaf mér traustið til þess að spila. Ég fékk fullt af mínútum fyrsta árið mitt í Breiðablik og ég er ekki viss um að allir þjálfarar hefðu gefið mér þessar mínútur sem hann gaf mér."

„Það var tekið ótrúlega vel á móti mér, bæði stelpurnar og allir í kringum liðið. Mér leið vel og þess vegna spilaði ég vel. Ég var líka með ótrúlega góða leikmenn í kringum mig sem hjálpuðu mér að verða betri," segir Alexandra og bætir við:

„Ég myndi tvímælalaust ráðleggja ungum stelpum sem ætla að taka næsta skref að ganga til liðs við Breiðablik. Aðstaðan, umgjörðin og þjálfararnir eru til fyrirmyndar og allt gert fyrir mann."

Á meðan hún var í Kópavogi vann hún tvo Íslandsmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil með liðinu, ásamt því að Breiðablik komst í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar 2019. „Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir því," segir Alexandra en hún var jafnframt valin besti og efnilegasti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar á sínu fyrsta tímabili með Blikum.

„Tíminn hjá Breiðablik var rosalega góður og hjálpaði hann mikið til við að gera mig að betri leikmanni. Það sem stendur mest upp úr eru auðvitað titlarnir, vinkonurnar sem ég eignaðist og Evrópuævintýrið 2019. Leikirnir sem við spiluðum við Sparta Prag og PSG voru ótrúlega skemmtilegir. Þar fékk maður góða hugmynd um það hversu góðar stelpurnar eru í sterkustu liðunum í Evrópu."

Markmiðið frá því ég var lítil stelpa
Þessi öflugi miðjumaður lék sína fyrstu A-landsleiki með Íslandi árið 2018, sama ár og hún fór í Breiðablik. Hvernig var það að koma inn í landsliðið aðeins 18 ára gömul?

„Ég held að það sé stórt stökk fyrir alla leikmenn að fara í sínar fyrstu ferðir með A-landsliðinu. Mér fannst ég ná að aðlagast vel um leið enda voru fleiri stelpur á svipuðum aldri að koma inn á svipuðum tíma og ég. Þetta hafði verið markmiðið mitt frá því ég var lítil stelpa svo tilfinningin var ekkert nema góð."

Í síðustu undankeppni var hún orðin byrjunarliðsmaður í A-landsliðinu í undankeppni EM. Hún var hluti af liðinu sem tryggði sig inn á EM í Englandi sem fram fer á næsta ári.

„Það var geggjað að fá traustið til þess að spila þessa leiki, ótrúlega mikil reynsla fyrir okkur yngri leikmennina. Íslenska kvennalandsliðið er í ákveðinni uppbyggingu og á næstu árum verður þetta lið á vonandi enn betri stað. Það eru margir ungir leikmenn að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennskunni þar sem þær að spila í sterkari deildum með betri leikmönnum og bæta sig þá fyrir vikið. Það er frábært að hafa þessa reyndari leikmenn í hópnum sem leiðbeina manni og styðja við mann svo við getum á endanum tekið við keflinu af þeim."

Steini Halldórs tók nýverið við landsliðinu, en Alexandra þekkir vel til hans enda er Þorsteinn fyrrum þjálfari Breiðabliks. „Steini er frábær þjálfari með mikinn metnað til að gera vel. Mér finnst taktíkin hans vera ótrúlega góð og er ég mjög spennt fyrir komandi tímum," segir Alexandra um nýjan landsliðsþjálfara.

Sjá einnig:
Steini Halldórs ætlar í svipaðar pælingar og hjá Breiðabliki
„Ég er ágæt í skallaboltum þrátt fyrir að ég sé nú ekkert voðalega hávaxin"
Ekki annað hægt en að líta á Söru sem fyrirmynd
Það er frekar auðvelt að líkja Alexöndru við Söru Björk Gunnarsdóttur enda koma þær báðar úr Haukum og fóru svo báðar í Breiðablik. Þær fóru í sama fótboltaskóla ef svo má segja, en þær spila núna saman á miðjunni í landsliðinu.

„Það er ekki annað hægt en að líta á Söru sem fyrirmynd. Hún er heimsklassa íþróttamaður sem hefur náð ótrúlega langt. Það er ekki amalegt að spila með henni í landsliðinu, hún gerir allt ótrúlega vel og er mjög gott að spila við hliðina á henni. Hún er mikill leiðtogi inn á vellinum og ég reyni að nýta mér reynslu og þekkingu hennar á vellinum."

„Allir leikmenn eru auðvitað ólíkir og erfitt að bera tvo leikmenn saman. Ég er ákveðinn leikmaður með mikið keppnisskap og reyni að gera allt til þess að vinna leiki. Ég er ágæt í skallaboltum þrátt fyrir að ég sé nú ekkert voðalega hávaxin," segir Alexandra en það segir mikið um það hvernig leikmaður hún er. Hún fer í alla bolta til þess að vinna þá, en hún er einnig góð á boltanum.

Í Haukum var Sara þjálfari hjá Alexöndru um tíma. „Ég man aðeins eftir því. Ég fékk hana til að fara með öll fótboltaspjöldin mín af landsliðskonunum á æfingu til að árita þau. Það var auðvitað mjög skemmtilegt að hún hafi þjálfað mig og gaman að hugsa til baka til þess núna í dag."

Stefni hærra
Ásamt því að vera atvinnumaður í Þýskaland og landsliðskona, þá er Alexandra í námi við Háskólann í Reykjavík. Hún er að læra heilbrigðisverkfræði og stefnir á að klára það nám.

„Áður en ég kom til Frankfurt var ég í fullu námi í heilbrigðisverkfræði í HR en eftir að ég flutti út er ég aðeins í tveimur áföngum. Ég er búin með eitt og hálft ár af náminu og er planið að halda áfram í því samhliða fótboltanum," segir Alexandra en heilbrigðisverkfræði er sérstök tegund af verkfræði. Það undirbýr verðandi verkfræðinga fyrir störf meðal annars við að „þróa ný tæki og aðferðir við greiningu og meðferð sjúkdóma," eins og segir á vefsíðu Háskólans í Reykjavík.

„Ég gæti til dæmis unnið hjá Össuri við að hanna gerviútlimi," segir Alexandra.

Í fótboltanum er stefnan hjá landsliðskonunni ungu sett á að komast enn hærra, það er nægur tími til að afreka það.

„Ég stefni alltaf hærra og á næstu árum langar mig að spila í einu besta liðinu í einni af bestu deildum heims. Einnig langar mig að hjálpa landsliðinu að komast enn lengra."

Frá Ásvöllum til Frankfurt, það verður spennandi að fylgjast með Alexöndru næstu árin í Þýskalandi og svo styttist auðvitað með hverjum deginum í hennar fyrsta stórmót með Íslandi; EM í Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner