Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
banner
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
fimmtudagur 14. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
fimmtudagur 14. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
miðvikudagur 13. september
þriðjudagur 12. september
Undankeppni EM U21 landsliða
mánudagur 11. september
Undankeppni EM
sunnudagur 10. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
þriðjudagur 19. mars
CHAMPIONS LEAGUE: Playoffs - Women
Ajax W - Chelsea W - 17:45
SL Benfica W - Lyon - 20:00
mán 27.sep 2021 15:45 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Úrvalslið Pepsi Max-deildarinnar 2021

Fótbolti.net opinberaði í Innkastinu í dag úrvalslið ársins í Pepsi Max-deild karla en það má sjá hér að neðan. Liðið var opinberað í Innkastinu. Þetta er ellefta árið í röð sem Fótbolti.net velur lið ársins í deildinni.

Pablo Punyed er í liði ársins.
Pablo Punyed er í liði ársins.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikolaj Hansen er markakóngur deildarinnar.
Nikolaj Hansen er markakóngur deildarinnar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjá einnig:
Innkastið - Lokahóf eftir magnað tímabil



Ingvar Jónsson - Víkingur
Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað sjö leiki í deildinni þá er Ingvar í liði ársins. Hann var gríðarlega mikilvægur fyrir liðið í lokin og á stóran þátt í Íslandsmeistarabikarnum. Þórður Ingason stóð sig einnig fantavel áður en Ingvar var settur í rammann að nýju.

Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik
Fyrirliði Breiðabliks er farinn að finna sig afskaplega vel í hægri bakvarðarstöðunni og átti magnað sumar.

Kári Árnason - Víkingur
Kári var algjör lykilmaður í Íslandmeistaratitli Víkinga. Þessi mikli leiðtogi er að leggja skóna á hilluna og hans skarð verður erfitt að fylla hjá Víkingum.

Damir Muminovic - Breiðablik
Damir sýndi sínar bestu hliðar í vörn Breiðabliks sumar. Mættur aftur í lið ársins eftir að hafa verið í því bæði 2015 og 2016.

Atli Barkarson - Víkingur
Hefur tekið miklum framförum í Fossvoginum. Skoraði draumamark í sigrinum mikilvæga gegn KR og hefur á heildina átt þrusugott tímabil.

Pablo Punyed - Víkingur
Víkingar gerðu hrikalega vel í því að krækja í Pablo Punyed. Klárlega einn besti maður mótsins og var einmitt leikmaðurinn sem liðið þurfti. Hann hefur áður orðið Íslandsmeistari með KR og Stjörnunni og unnið bikarinn með ÍBV.

Viktor Karl Einarsson - Breiðablik
Sýndi gæði sín trekk í trekk í sumar og ef Blikar hefðu náð að landa titlinum hefði hann gert sterkt tilkall í að vera leikmaður mótsins.

Hallgrímur Mar Steingrímsson - KA
KA var í Evrópubaráttu allt til loka tímabils og Hallgrímur Mar Steingrímsson var í aðalhlutverki fyrir norðan eins og oft áður. Skoraði ellefu mörk.

Árni Vilhjálmsson - Breiðablik
Árni skoraði einnig ellefu mörk og var algjör lykilmaður í sóknarleik Breiðabliks en Kópavogsliðið skoraði flest mörk allra liða í deildinni.

Sævar Atli Magnússon - Leiknir
Skoraði tíu mörk í þrettán leikjum fyrir nýliða Leiknis. Fór um mitt tímabil í atvinnumennsku í Danmörku en mörkin hans sáu til þess að Leiknismenn voru aldrei í alvöru fallbaráttu.

Nikolaj Hansen - Víkingur
Markahæstur í deildinni með sextán mörk. Danski sóknarmaðurinn sprakk algjörlega út í sumar og gerði varnarmönnum deildarinnar lífið leitt.

Varamannabekkur:
Steinþór Már Auðunsson - KA
Arnór Sveinn Aðalsteinsson - KR
Dusan Brkovic - KA
Sölvi Geir Ottesen - Víkingur
Davíð Ingvarsson - Breiðablik
Júlíus Magnússon - Víkingur
Kristinn Steindórsson - Breiðablik

Sjá einnig:
Lið ársins 2020
Lið ársins 2019
Lið ársins 2018
Lið ársins 2017
Lið ársins 2016
Lið ársins 2015
Lið ársins 2014
Lið ársins 2013
Lið ársins 2012
Lið ársins 2011
Athugasemdir
banner
banner