Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
banner
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikar karla
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 2. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
mánudagur 26. ágúst
Besta-deild karla
2. deild karla
fimmtudagur 22. ágúst
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Sambandsdeild UEFA - Umspil
miðvikudagur 21. ágúst
2. deild karla
laugardagur 21. september
Engin úrslit úr leikjum í dag
mið 29.mar 2023 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 10. sæti: Keflavík

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Keflvíkingar muni enda í 10. sæti í Bestu deildinni í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Keflavík endar í þriðja neðsta sæti ef spáin rætist, efst var liðinu spáð níunda sæti og fimm spá liðinu falli úr deildinni.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. Keflavík, 32 stig
11. Fylkir, 26 stig
12. HK, 17 stig

Um liðið: Keflavík er á leið í sitt þriðja tímabil í röð í efstu deild. Miklar breytingar eru á liðinu frá því í fyrra, margir byrjunarliðsmenn horfnir á braut og aðeins færri komið inn í staðinn. Á síðasta tímabili var liðinu spáð falli. Byrjunin var strembin en það náðist að rétta skútuna af og þegar leið á var liðið nálægt því að enda í efra umspilinu. Núna þarf hins vegar að sauma saman nýtt lið. Í öllum ótímabæru spánum fyrir mót var Keflavík spáð neðsta sæti en eitthvað er bjartara yfir þegar skammt er í mót.



Þjálfari - Sigurður Ragnar Eyjólfsson: Siggi Raggi kom inn í starfið hjá Keflavík fyrir tímabilið 2020, hann og Eysteinn Húni þjálfuðu liðið saman tímabilin 2020 og 2021 en eftir tímabilið 2021 hélt Eysteinn Húni í burtu og Haraldur Freyr Guðmundsson er nú aðstoðarmaður Sigga Ragga. Siggi Raggi hefur getið sér gott orð þegar kemur að því að finna erlenda leikmenn og þarf Keflavík að treysta á að þjálfarinn hitti í mark þar í ár.



Fótbolti.net fær sérfræðingana Einar Guðnason og Ingólf Sigurðsson til að rýna í styrkleika, veikleika og margt annað hjá liðunum sem spila í Bestu deildinni í sumar. Þeir sjá þó ekki að skrifa um leikvöllinn hér að neðan. Ingólfur, einn af sérfræðingum Innkastsins, fer yfir það helsta hjá Keflavík.

Styrkleikar: Ég hef áður sagt að Sigurður Ragnar, þjálfari liðsins, sé mikilvægasti leikmaður Keflvíkinga. Siggi Raggi hefur sýnt á undanförnum árum, og sérstaklega í fyrra, hversu öflugur hann er að smíða saman lið.

Veikleikar: Alltof margar breytingar á byrjunarliðinu á milli ára. Það segir sig nánast sjálft að þegar meira en hálft byrjunarlið hverfur á braut á einu bretti að það getur tekið tíma að búa til nýtt samkeppnishæft lið. Lenging mótsins mun klárlega vinna með Keflavík.

Tveir af lykilmönnunum sem eru farnir

Spurningarnar: Nýju mennirnir. Þeir þurfa að standa undir væntingum og rúmlega það, ef vel á að ganga.

Þrír lykilmenn: Nacho Heras, frekar vanmetinn í íslenskum fótbolta, frábær varnarmaður og skilar alltaf mörkum í föstum leikatriðum. Frans Elvarsson, hann er búinn að vera þeirra leiðtogi undanfarin ár. Sami Kamel, spennandi leikmaður sem kom í vetur og hefur heillað.


Frans Elvarsson

Leikmaður sem á að fylgjast með: Jóhann Þór Arnarsson. Hann er spennandi sóknarmaður, spilað hjá Víði undanfarin tvö tímabil og raðað inn mörkum í 3. deildinni. Spennandi að sjá hvort hann fái traustið.


Hvað gerir Jóhann Þór í sumar?

Völlurinn: HS Orku völlurinn. Einn af þremur grasvöllum í deildinni. Líklega verða fyrstu leikirnir í ár spilaðir á gervigrasinu vegna veðurfars. Keflvíkingar þurfa að fá stuðningsmenn með sér og búa til stemningu, eitthvað sem þjálfarinn hefur kallað eftir. Heimavöllurinn skilaði þeim átján stigum í fyrra af 42 mögulegum. Keflavík náði í fleiri stig, nítján, á útivelli.

Fleiri á völlinn!

Komnir:
Daníel Gylfason frá Kórdrengjum
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson frá Kórdrengjum
Jordan Smylie frá Ástralíu
Marley Blair
Mathias Rosenörn frá KÍ Klaksvík
Sami Kamel frá Noregi
Viktor Andri Hafþórsson frá Fjölni

Farnir:
Adam Ægir Pálsson í Val (var á láni frá Víkingi)
Dani Hatakka í FH
Ingimundur Aron Guðnason hættur
Joey Gibbs í Stjörnuna
Kian Williams til Kanada
Patrik Johannesen í Breiðablik
Rúnar Þór Sigurgeirsson til Öster
Sindri Kristinn Ólafsson til FH
Adam Árni Róbertsson í Þrótt Vogum

Dómur Ingólfs fyrir gluggann (1-10): 5


Sóknarmaðurinn Jordan Smylie missir af byrjun mótsins.

Líklegt byrjunarlið


Leikmannalisti:
12. Rúnar Gissurarson
13. Mathias Brinch Rosenörn
24. Ásgeir Orri Magnússon
3. Axel Ingi Jóhannesson
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon
6. Sindri Snær Magnússon
7. Viktor Andri Hafþórsson
8. Ari Steinn Guðmundsson
9. Daníel Gylfason
10. Dagur Ingi Valsson
11. Helgi Þór Jónsson
14. Guðjón Pétur Stefánsson
15. Dagur Margeirsson
16. Sindri Þór Guðmundsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Ernir Bjarnason
19. Edon Osmani
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Sami Kamel
25. Frans Elvarsson
28. Gabríel Máni Sævarsson
38. Jóhann Þór Arnarsson
77. Sigurður Orri Ingimarsson
86. Marley Blair
89. Jordan Smylie
99. Valur Þór Hákonarson

Fyrstu fimm leikir Keflavíkur:
10. apríl Fylkir - Keflavík (Würth völlurinn)
15. apríl Keflavík - KR (HS Orku völlurinn)
23. apríl KA - Keflavík (Greifavöllurinn)
29. apríl Keflavík - ÍBV (HS Orku völlurinn)
4. maí Víkingur - Keflavík (Víkingsvöllur)

Í besta falli og versta falli: Ég held að Keflavík verði í neðri hluta deildarinnar. Ef liðið mun smella saman tiltölulega fljótt geta þeir barist um 6. sætið, en ef allt fer á versta veg spilar Keflavík í Lengjudeildinni að ári.

Á eftir birtist Keflavíkur hlaðvarp hér á síðunni. Endilega fylgist með því.

Spámennirnir: Aksentije Milisic, Arnar Daði Arnarsson, Arnar Laufdal, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hafliði Breiðfjörð, Ingólfur Sigurðsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Tómas Þór Þórðarson.
Athugasemdir
banner
banner